Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 10
26 MORGVNBLAtiíÐ Fimmtudagur 30. júní 1955 { --------- NJÁLA OG HÖFUNDUR H Þ EGAR ég var á ferð í Reykja- • vík í desember s.l. varð mér að vanda tíðförullt >' bókabúðirn- eítii Heiga Horaidsson, Hrefnkelsstöðaa ar. Mér finnst það alltaf girni- legt tii fróðleiks, að sjá það sem út er gefið, enda verð ég að ann- ást innkaup fyrir lestrarfélag Sveitarinnar ár hvert, um það leyti ársins. Nógu var iir að velja í þetta sinn eins og oft áður, og all eigulegt eftir því sem séð varð. Það var nú lítill vandi að velja fýrir lestrarfélagið, að því leyti að ég mátti eyða það miklu, að hsegt var að kaupa allt það sem hUgurinn girntist mest. Nú er ég alltaf vanur, að gefa sjálfum mér eina bók, t.il þess að lesa um jóiin, og þá kom nú vandinn, að velja það bezta, sem vöi var á. Ég hefi stundum mátt bíta í það súra epli, að kaupa í góðri trú nýja bók eftir þekkt skáld, og kjósa svo helzt að henda þeim að lestri loknum, því mér fannst þær varla húsum hæfar. í haust varð mér löngum star- sýnt á eina bók, hún var dökk á brún og brá og alira bóka bezt á sig komin. Þetta var fornritaútgáfan af Njálu, sem Dr. Einar Ól. Sveins- son hefir séð um útgáfuna á. Dýr þótti mér hún nokkuð, þegar mið- áð var við það, að ég átti tvær útgáfur af Njálu fyrir. Svo býst ég við að ég hafi ráð með að botna allar snjöllustu setningar í Njálu, ef ég heyri upphafið á þeim. Þessi bók gæti þá ekki spillt jólahelginni, þaðvar öruggt. Afi minn hafði það fyrir fasta yenju að lesa Njálu hátt fyrir fólkið einu sinni á vetri hverjum, og þá var ekki meira fyrir mig að eiga þrjár útgáfur af henni, svo ég keypti gripinn og hefi ég aldrei gert betri bókakaup. , Auðvitað var það fyrst og fremst formálinn eftir dr. Einar Ól. Sveinsson, sem mig langaði tij að sjá, og þar varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Það er ósvikin ngutn að lesa hann, og það alveg jafnt fyrir því, þó að ég sé hon- um ósammála í veigamiklum atriðum. :Ég vil ráða öllum unnendum Njálu til þess, að ná sér í hann jáfnframt því sem ég þakka höf- undinum fyrir hann, og allar ánægjustundirnar þegar hann héfir lesið Njálu í útvarpið. • Skildi nokkursstaðar í veröld- ihni hafa verið gefin út vinsælli bók en Njáia, þar sem stíllinn ér svo áíengur, að enginn sæmi- légur bókamaður getur opnað þessa bók nema lesa kafla hvar sem bókin er opnuð Ég æíla nú að beina þeirri til- lö'gu til útvarpsráðs, og þá fvrst og fremst til útvarpsstjóra, ihannsins sem er mestur að mál- s'rlilld og orðfimi, eins og Snorri sagði um Braga — og vill áreið- áhlega kenna þjóð sinni orðsins list gegnum útvarpið. Vill hann ijú ekki taka upp háttu afa míns, og lesa Njálu fyrír fólkið á hverj- um vetri, lesa hana á hverju kéöldí alla föstuna á undan sálm- öm Hallgríms. Bezt væri svo. að lata fólkið fasta þurrt alla Ianga- föstu eins og Kjartan Ólafsson gerði fyrstur manna hér á landi, hg hafa ekkert annað en þetta í utvarpinu á föstunni. Ef það er satt, sem fræðimenn segja, að fleiri menn deyi í heiminum af pfáti en sulti, þá er það eklri síð- ur víst, að íslenzka þjóðin hefir nú álvarlega kveisu af andlegu ofáti. Þó má engion taka orð mín svo, oð ég telji útvarpið bera óæti á borð fyrir þjóðina, því það sem af’ er þessum vetri hefir það ver- hvað bezt, að rnínum dómi síoan ég fór að hlusta á útvarp. Þjóðin hefði samt gott af því. að lifa á eintómu góðmeti nokkr ar vikur á ári hverju. Þá væri lika þessum tveimur perlum ís- lenzkrar orðlistar verðugur sómi sýndur. Hallgrímssálmar og Njála hafa í samemingu myndað þann vígða þátt í eigu íslendinga sem tröllin hafa aldrei unnið á, og verið sú heiiaga glóð, sem þjóðin hefir ornað sér við um aldir. Væri þessi háttur upptekinn, sem ég hefi nefnt, þá verður líka Heimdallur hinn hvíti ás, að ann- ast betur Njálu. Með öðrum orð- um dr. Einar Ól. Sveinsson, þó hann hafi ekki gjallarhorn svo heyrist um heim allan, þá á hann það tungutak þegar höfundur Njálu leggur honum orð í munn, að íslendingar allir frá fjöru til fjaila leggja við hlustirnar. Þetta var nú rabb um við og drevf um Njálu, og þá komum við að aðalefni þessa erindis. Eí sú spurning væri lögð fyrir mig hver hefði veitt íslendingum flestar ánægjustundir frá því, að sögur hcfust, þá mundi ég óhikað svara, að það er sá, sem skrifaði Njálu. Hver er hann svo þessi mikli velgerðamaður þjóðarinn- ar og meistari í orðsins list? Þannig hafa margir spurt og líka margir gert tilraun til þess að svara. Höfundar Njálu eru orðnir margir, en þó eru allir á einu máli um það, að aðeins einn sé aðalmeistarinn, sem stjórnað hef ir verkinu og það er lika það eina sem menn eru á einu máli um, enda mun það rétt vera. Dr. Einar Ól. Sveinsson ver löngum kafla af formálanum til þess að ræða um höfundinn, og er þar margt spaklega sagt og óefað rétt. Þó verður sá endir á, að við vitum ekki meir en áður um það hver hann er. Hvernig má þetta ske, að þessi meistari hafi falið sig svo gjörsamlega að engin spor sjást eftir hann, því ekki er það trúlegt, að hann hafi gert sér neitt far um að felast. Ég er einn af þeim, sem hefi árum saman brotið heilann um þessa gátu, og látið mina skoðun í Ijósi á prenti. En ég hefi alla lærðu mennina á móti mér, og þá er leikur sá ójafn. Ég veit að hlustcndum fynnst það fyrn mikil, að búandi karl geri sig svo digran, að ætla sér í eftirieit á þau heiðarlönd Njálu, sem annar eins maður og dr. Ein- ar Ól. Sveinsson hefir gengið ára- tugum saman, og ekkert fundið. Öld ævintýranna er líka löngu liðin, þegar það var karlssonur- inn og karlsdóttirin úr koti, sem reyndust þrautseigust að leita uppi kóngabörnin, sem voru týnd og trölium gefin. En sökum þess, að ég er alvan- ur því að hneyksla fólk og alveg hættur að muna eftir sögunni um myllusteininn, þá lagði ég nú af stað. Ég var einu sinni nokkuð vanur eftirleitarmaður og sá er háttur þeirra að hugsa ekki mest um það, að horfa sem lengst út í bláinn, heldur eru þeir með nefið niður í jörðinni til þess, að gæta að förum, og eftir þeirri leið hefir margt fundizt. Því sió alit í einu niður í huga mínum, hvort ekki mætti íara þessa leið í leit að höfundi Njálu. Hún er auðvitað i mesta máta ó- vísindaleg, en mér finnst það ó- trúiegt, að höfundurinn væri svo léttstigur, að hann léti ekkert spor eftir sig alla bókina á enda. Ég er nú nýkominn úr þessari eftirleit um þennan aldar gamla harðspora sögunnar og þar sem rnér finnst allsterkar líkur fyrir því, að ég hafi fundið spor eftir höfundinn, þá ætla ég að gerast svo djarfur að lofa hlustendum að heyra hvað ég fann. Það var eitt sinn lesið i út- varpið sagan af fyrstu eftirleit- inni rninni, að mér forspurðum, og er þá bezt að menn heyri af þeirri, sem áreiðanlega verður sú síðasta. Nú verð ég að biðja hlustendur að koma með mér í huganum eft- ir heiðum Njálu. Ég skal skipa i leitir og fletta upp þar sem við á, því mér er leiðin kunn orðin. Við byrjum á því að athuga, hvernig höfundur kynnir . per- sónur sögunnar til að byrja með. Allir muna hvernig Njála byrjar, svo það er bezt að gera það til tilöreytingar að býrja eins og sr. Guðm. Torfason byrjaði þegar hann fór að kveða rímur út af Njálu og það er svona: Mörður gígja maður var mundar þakihn fjöllum sonur rauða Sighvatar sat á Rangárvöllum. Sá var rauða Sighvatar sonur hnigin elli bjó að auði bóndinn þar bærinn hét að Velli.' Næst víkur sögunni vestur til Breiðafjarðardala, Höskuldur Dala-Kollsson bjó á Höskulds- stöðum í Laxárdal. Hrútur bróð- ir hans bjó á Hrútsstöðum. Næst kemur svo Þorvaldur Ósvifsson, hann bjó út á Meðal- fellsströnd undir Felli og víðar. Maður er nefndur Svanur, har.n bjó í Bjarnarfirði á bæ þeim, er heitir á Svanshóli. það er norður frá Steingrímsfirði. Allir þessir menn eru þannig kynntir, að útlit er fyrir, að þeir séu í nokkurri fjarlægð frá höf- undinum. 13. kafli sögunnar byrjar svo þannig. Bræður þrír eru nefndir til sögunnar, hét einn Þórarinn, annar Ragi, þriðji Glúmur, Þór- arinn bjó að Varmalæk. Hérna skulum við stinga við fótum, og litast um því að hérna mótar fyr- ir spori eftir höfundinn. Hvað veldur að hann segir að- eins: Hann bjó að Varmalæk, en nefnir ekki að þetta sé í Borgar- firði, hann þverbrýtur þá reglu, sem hann heíir haldið til þessa, að nefna alltaf sveitina með, og hann gerir annáð, sem honum verður ekki á, honum fatast frá- sagnarlistin. Það er skilyrðislaust skylda, að geta þess að Varmilækur er í Borgarfirði, þar sem það er í fyrsta skipti sem höfundur kem- ur í Borgarfjörð. Hefði næsti kafli á undan gerzt í Borgarfirði, gat þetta staðist, en hann gerðist vestur í Laxárdal og eftir öllu að dæma er Varmi- lækur þar. Hvernig stendur nú á þessu, að höfundurinn hleypur svona út undan sér í fyrsta skipti sem hann kemur í Borgarfjörð. Ég finn ekki nema eina skýringu, hann flaskar á þeirri málvenju að nefna ekki sveitina þegar bær- inn er í nágrenni. Með öðrum orð um, við erum komin í örskota- helgi við höfundinn, hann er á næstu grösum og ef svo er, þá hlýtur hann að eiga fleiri spor hérna nálægt. Svo kemur þessi stutta setning í Njáiu: Þeir bræður áttu suður Engey og Laugarnes. Þá vitum við það, að Engey og Laugarnes er í suður frá höfundi Njálu. Þetta er engin tilviljun, því síðar í sögunni segir: Hallgerður fór suður á Laugarnes. Nú mega fræðimennimir fara að horfa í kringum sig, því mað- urinn sem þeir hafa mest leitað að, er í norður frá Engey og Laugarnesi. Við höfum gert samskonar uppgötvun og Bakka- bræður sálugu, botninn er upp í Borgarfirði. Nú er Borgarfjörður stórt hér- að og afdalir margir. Til þess ao gefa hugmynd um hvar á að leita, þá gef ég höfundi Njálu orðið: Það var eitthvert haust, að heimtur voru illar á fé manna, og var Glúmi vant margra gelö- inga. Þá mælti Glúmur við Þjóst- ólf: „Gakk þú á fjall með hús- körlum mínum, og vitið ef þið finnað nokkuð af sauðum“. „Ekki eru mér fjárleitir hentar“, ságði Þjóstólfur, „enda er það ær ið eitt til, að ég vil ekki ganga í spor þrælum þínum, og far þú sjálfur og mun ég þá fara með þér“. Glúmur kvaddi menn til ferðar með sér, en Þjósíólfur bjóst og fór með Glúmi. Þeir fóru upp Reykjadal hinn syðra og svo upp hjá Baugagili, og upp til Þverfells og skiptu þar liðinu, og fóru sumir í Skorradalsleit, en suma sendi hann suður til Súlna og fundu þeir allir fjölda fjár. Og þar kom að þeir voru séi Glúmur og Þjóstólfur. Þeir gengu suður frá Þverfelli og fundu þar sauði skjarra, og eltu sunnan að fjallinu, kómust sauðirnir upp á fjallið fyrir þeim. Ámælti þá hver öðrum og mælti Þjóstólfur við Gúm, að hann hefði til einsk- is afl, nema brölta á maga Hall- gerðar. Glúmur mælti: „Án er illt gengi, nema heiman hafi og skal taka hæðiyrði af þér, þar sem þú ert þræll fastur á fót- um“. Þjóstólfur mælti: „Það skalt þú eiga til að segja, að ég er eigi þræll, því ég skal hvergi undan þér láta." Þá reiddist Glúmur og hjó til hans með handsaxi, en hann brá við öxi sinni og kom í fetann og beit í ofan um tvo fingur, Þjóst- ólfur hjó þegar á móti með öx- inni, og kom á öxlina og tók í sundur axlarbeinið og viðbeinið, og blæddi inn úr sárinu. Glúmur greip til Þjóstólfs annarri hendi svo fast, að hann íéll við, Glúm- ur mátti eigi halda, því dauðinn fór á hann. Þjóstólfur huldi hræ hans. Þannig lauk þessari sögulegu eftirleit sem sagt er frá í Njálu. Þó að Braga Sigurjónssyni sæist yfir, að láta þessa eftirleit í bæk- urnar Göngur og réttir, hefir víst aldrei verið farin afdrifaríkari eftirleit á landi hér, því hún varð báðum mönnunum að hana. Menn muna það, að illmennið Þjóstólfur reyndi aðeins einu sinni vopn að manni eftir þetta, en sá maður brazt skjótt undan högginu og laust vinstri hendi utan á hlýr öxinni svo hart, að öxin hraut úr hendi Þjóstólfi. Hrúíur Herjólfsson var kominn í spilið og lét skammt stórra höggva á millL Hvar haldið þið hlustendur góðir, að sá maður hafi búið, sem skipaði í leitir í þessari eftirleit? Hefði Þorvarður Þórarinsson frá Valþjófsstað verið líklegur til þess, eða Þórsteinn Skeggjason í Skógum austur, sem báðir hafa verið nefndir sem höfundar Njálu. Ég held að við .þurfum ekki að gera því skóna, að þeir hafi verið með í þeirri ferð, og það af þeirri einföldu ástæðu, að þeir höfðu engan möguleika til þess. Að láta sér detta það í hug, er jafn fráleitt og halda því fram, að Bragi Sigurjónsson hefði skrif að bækurnar Göngur og réttir, á skriístofu sinni norður á Akur- eyri. Ég held að það sé ekki sérlega djörf ályktun að halda því fram, að þetta hefði enginn getað nema Borgfirðingur og helzt úr öðrum hvorum Reykjadalnum. Því sag- an ber það með sér, að til forna hafa þeir verið tveir. Þar sem menn Glúms fóru upp hinn syðri Reykjadal. Það eru auðvitað dal- irnir sem nú eru kenndir við höf- uðbólin Lund og Reykholt. Svo er aðeins síðasta sporið eftir, sem sýnir hvað höfundur Njálu er ná kunnugur í dölúm Borgarfjarðar og fær hann þá orðið: Þeir bræður riðu af þingi vest- ur til Reykjadals Höskuldur og Hrútur, og gistu að Lundi, þar bjó Þjóstólfur son Bjarnar gull- bera. Þjóstólfur bóndi sat á með- al þeirra Höskulds og Hrúts, en sveínar tveir léku á gólfinu. Það voru veizlusveinar Þjóstólfs, og lék mær ein hjá þeim. Þeir voru málgir mjög, því að þeir voru óvitrir. Annar mælti: „Ég skal þéi Mörður vera og stefna þér af konunni, og finna það til for- áttu, að þú hefir ekki sorðið hana.“ Annar svaraði: „Ég skal þér Hrútur vera, tel ég þig af allri fjárheimtunni, ef þú þorir eigi að berjast við mig.“ Þetta mæitu þeir nokkrum sinnum, þá gerðist hlátur mikill af heima- mönnum. Þá reiddist Höskuldur og iaust sveininn með sprota, þann er Mörður nefndist, en sprotinn kom í andlitið og sprakk fyrír. Höskuldur mælti við svein inn: „Verð úti og drag engan spott að oss“. Hrútur mælti: „Gakk hingað til mín“. Sveinn- inn gerði svo, Hrútur dróg fing- ui-gull af hendi sér og gaf hon- um ög mælti: „Far á braut og leita á engan mann síðan.“ Sveinn inn fór í braut og mælti: „Þínum drengskap skal ég við bregða æ síðan.“ Af þessu fékk Hrútur gott orð. Siðan fóru þeir vestur heim, og er nú lokið þætti þeirra Maiðar. Enn ber að sama brunni um kunnugleikann á þessum slóðum. Bræðurnir fara Uxahryggi af þingi og þá er hæfileg dagleið að Lundi í Reykjadal (nú Lunda- reykjadal). En það sýnir mikinn kunnugleika, að vita að bærinn Lundur er einmitt í Reykjadal, en ekki annarsstaðar í Borgar- firði. Ég hefi gert það með viija, að taka þessar tvær sögur orðrétt úr Njálu, báðar gerast á sömu sióðum og báðar hafa svo glögg eínkenni höfundarins, að tæplega verður um deilt. Fyrst er frá- sagnarlistin frábær og í báðum kemur fram kímnisskáldið og kvennamaðurinn. Með öðrum orðum öll höfuðeinkenni meist- arans mikla í Reykholti Snorra Sturlusonar. Því hann á það sameiginlegt með skáldum nú- tímans, að hann hefir gaman af því að koma nálægt kynferðis- málunum. En svo skilja leiðir því svo mikið skilur listamanninn og leirskáld nútímans, að Snorri ger ir það að snild, sem okkar kyn- slóð gerir að andstyggð og ó- þverra. Þá er sagan um Glúm og Þjóstólf í grófara lagi eftir því sem háttur er Snorra. Enda er Þjóstólfur gerður ruddamenni mikið, það sýndi sig líka þegar eitt þekktasta skáld nútimans fór að tína saman setn- ingar ur fornbókmenntum til þess að geta gefið út bók þá er Gerpla nefnist, að hann fann að- eíns eina nothæfa setningu f Njálu, og hún var úr þessari sömu setningu: „Því dauðinn fór á hann.“ Ég hætti nú að vitna í Njálu, enda berzt nú sögusviðið austur í Rangárþing, og er þar til sögu- loka að mestu leyti Ekki efa ég það, að skiptar skoðanir verða um það, sem hér hefir verið sagt, en auðvitað hlýt ég að hafa leyfi til þess að segja hvað er mín skoðun á þessu máli, og hún er þetta: Njála er þannig tilkomin, að hún er skrifuð í Reykholti á siðustu árum Snorra Sturluson- Frh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.