Morgunblaðið - 13.07.1955, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 13.07.1955, Qupperneq 9
Miðvikudagur 13. júlí 1955 MORGUNBLAÐIB I Hlaupið ummerkin MENN hafa veitt því eftirtekt, að eldfjallið Katla gýs með nokk- Uð reglulegu millibili. Eldgos Urðu í Kötlu á árunum 1755, 1823, 1860 og 1918. Þessvegna hafa jarð fræðingar búizt við gosi úr Kötlu einhvern tímann á árunum 1955 í—1960. Þegar jökulfarar lögðu upp á Mýrdalsjökul í síðustu viku júní mánaðar, fimm í hóp, vildu þeir ekki setja tjaldbúðir sínar á gos- Svæðinu, en tjölduðu hér um bil fjórum km. vestan þeirra. í fyrri viku átti ég tal við Jón Eyþórs- son veðurfræðing, formann Jökla rannsóknarfélagsins. Komst hann að orði á þá leið, að um margar aldir hefði eldfjallið Katla verið ógn og skelfing nærsveitanna. Vísan sem ort var um Kötlugos- ið 1755 er í fersku minni enn í dag, en þar segir svo: Undur yfir dundu, upp úr Kötlugjá. Um jörð og grænar grundir svo grátlegt var að sjá. Sautján hundruð fimmtíu og fímm. Voðalegar vikur þrjár varaði plágan dimm. Þegar Katla fór að bæra á sér í lok júnímánaðar voru túnin að verða fullsprottin þar eystra, grængresið beið sláttumannsins og geta allir skilið þá tilfinningu bændanna er þeir hugsuðu til þess að gróðurinn gæti hulizt kol- svörtu öskulagi á nokkrum klukkustundum. Á síðasta Alþingi flutti þing- snaður Vestur Skaftfellinga, Jón Kjartansson, tillögu um, að jarð- fræðingar og jöklafræðingar landsins fylgdust með öllum um- merkjum á Mýrdalsjökli, í því skyni, að gera sér grein fyrir, hvort menn gætu búist við elds- umbrotum þar. En á árunum 1940—1946 gerðu þeir Steinþór heitinn Sigurðsson og Jón Eyþórsson athuganir á Mýrdalsjökli eða á Kötlusvæðinu, en fram að þeim tíma hafði eng- inn komið þar, er lýst gæti gos- svæðinu í jöklinum. Eggert Ólafs son gerði á sínum tíma árangurs- lausar tilraunir til að lýsa Kötlu- svæðinu og brezki fjallgöngu- maðurinn Watts fór þangað sum- arið 1874. Báðir komust þeir alla leið upp á jökul, en gátu engar ákveðnar athuganir gert sakir illviðra. Jökulfararnir lögðu upp í rannsóknarför á Kötlusvæðið í Mýrdalsjökli laugardaginn 18. júní frá Reykjavík. Áður höfðu þeir verið í rann- sóknarför til Grímsvatna. Farar- stjóri í þessum Mýrdalsjökuls- leiðangri var Sigurjón Rist, vátns mælingamaður Raforkumálaskrif stofunnar. Aðalverkefni þeirra á Mýrdalsjökulinn var að mæla þykkt jökulsins. Þá mælingu framkvæmdi franski sérfræðingurinn J. Mar- tin, en mælingartækin fengu þeir að láni frá E.P.F.-stofnuninni í París. Frakkinn Martin er kunn- ur af mælingum á Grænlands- jökli. Dagana 22. og 23. júní voru gerðar þykktarmælingar á Kötlu svæðinu og virtist jökulþykktin vera 400—600 m. eftir lauslegum reikningi. Föstudaginn 24. júní var farið norður skriðjökulinn, er liggur frá Mýrdalsjökli niður á Mælifellssand og mæld jökul- þykktin þar. Laugardaginn 25. voru gerðar þykktarmælingar rétt sunnan við Kötlukvosina. Þoka var á þann dag og mjög lítið skyggni. Um hádegið varð vart við jarðskjálfta kippi á mælitækjunum, en ekk- ert óvanalegt sást eða heyrðist á Mýrdalsjökli þann dag. Eftir hádeei tók að rigna og hélzt stórricming bann dag allan fram á nótt. En á h"; ‘'-"'■''Ui .rarð hlaupi* í Múla1' cviim í, sunnuda^ úr Mýrdalsjökli og í jöklinum eftir jboð Umsagnir jökulfaranna Bdward Crankshaw: Stefna Krúsjeffs í landbúnaðar- málum hefir beðið algert skipbrot Þetta hefir skýrast komið í Ijds í baltnesku löndunum Á myndinni eru, talið frá vinstri: Sigurjón Rist, Jón Eyþórsson, Guðmundur Jónasson, J. Martin og Jón Kjartansson, sýslumaður, I sem kom á móti jökulförunum að Sólheimum, þegar þeir voru nýkomnir af jöklinum. — Ofan á snjóbílnum er regnmælir. ur sæmilegt á jöklinum og var farið til mælinga norðan við Kötlukvosina. Skyggni var þá mjög lélegt. — Að loknum mæl- ingum var haldið til tjalda og hafði þá snjóbilsstjórinn, Guð- mundur Jónasson, loftskeytasam- band við Vestmannaeyjar, en þá fengu leiðangursmenn á jöklin- um fyrst fregnir af hlaupinu í ánum. Þoka og rigning var á jöklin- um og töldu leiðangursmenn því þýðingarlaust að fara austur af jöklinum, til þess að athuga verks ummerkin eftir hlaupið enda töldu þeir víst að hlaupið hefði átt upptök sín úr lóni í Huldu- fjöllum. Hitt mun vera einsdæmi að stór hlaup komi úr Mýrdalsjökli án þess að gos verði í Kötlu. Leið- angursmenn óku þvi niður af jöklinum niður að Sólheimum á mánudagsnóttina. SAMTAL VIÐ SIGURJÓN RIST, SEM ÞVERTEKUR FYRIR, AÐ SPRENGINGARNAR Á JÖKL- INUM GETI HAFA VALDIO HLAUPINU. Orðrómur gaus upp um það austur í Skaftafellssýslu, að mælingamennirnir hefðu orðið til þess að vatnsmagn ánna margfaldaðist, vegna þess að menn vissu þar að jökulfar- ar hefðu framkvæmt spreng- ingar á jöklinum, en sprenging- arnar hefðu orsakað jökulhlaup- ið. Er ég orðaði þetta við Sigur- jón, kvað hann að þess konar get- gátur væru algjörlega úr lausu lofti gripnar, því þó þeir hefðu sett nokkur kíló af dynamiti ofan í jökulinn í mælingarskyni væri alveg útilokað, að þær spreng- ingar gætu komið nokkru róti á hið mikla jökulþykkildi, sem þar er fyrir hendi. Til þess að ganga úr skugga um öll verksummerki eftir hlaupið, fór Sigurjón við þriðja mann upp á Kötlujökulinn á mánudaginn og kom aftur til byggða eftir 30 klst. göngu. Fylgdarmenn hans. voru þeir Sigurjón Böðvarsson frá Bólstað og Ragnar Þorsteins- son frá Höfðabrekku. Hafði Jón Kjartansson útvegað Sigurjóni þessa fylgdarmenn. En í flugvél, sem þeir dr. Sigurður Þórarins- son og Pálmi rektor Hannesson fóru yfir Mýrdalsjökul eftir hlaupið, sáu þeir, að komnar voru tvær kringlóttar kvosir í jökul- inn, sem þeir gátu ekki gert sér grein 1”,e stórar væru úr M i p;st ■*<? »•«'* rúmmál þessara kvosa. En áður hafði hann haft tækifæri til að athuga, hve mikið vatnsrennsli var í ánum Múlakvísl og Skálm á meðan á hlaupinu stóð. Þegar upp á jökulinn kom, fóru þeir félagarnir, Sigurjón Rist og fylgdarmenn hans niður í skál- arnar, er reyndust vera mjög reglulegar í lögun, hin stærri 800—1000 metrar að þvermáli og er hún 80 m á dýpt. En rúmmál hennar var 20 millj. teningsmetra en 7—-8 millj. teningsmá var rúm mál hinnar minni. Koma þessar mælingar nokk- urn veginn heim við vatnsrennsli ánna, er reyndist vera eftir mæl- ingu Sigurjóns 20 millj. teningsm. er hjóp fram úr Múlakvíslinni og 7—8 millj. teningsm. í Skálm. Er minni kvosin nokkru norðar í jöklinum en stóra kvosin. Þegar þeir dr. Sigurður og Pálmi flugu í flugvél Björns Páls sonar yfir jökulinn, þá sáu þeir glitta í vatn í sprungum þeim, er þá voru opnar í botni sigkvos- anna. Og fullyrðir Sigurjón Rist, að þar hafi verið um að ræða grunnvatn í jöklinum. Hið eigin- lega Kötlusvæði, segir Sigurjón að sé skeifulöguð slétta austan á jöklinum, en austur af þessari sléttu flæðir Kötluskriðjökullinn. Nýrzt á þessari sléttu eru ketil- sigin. Ég fyrir mitt leyti, segir Rist, neita því alveg, að þessar tiltölu- lega lítilsverðu sprengingar, sem á jöklinum voru framkvæmdar, hafi á nokkurn hátt verið þess megnugar að koma þeirri hreyf- ingu á jökulinn að af því stafi hlaupin. Ég mældi upp allar kvísl arnar sem komu í Múlakvíslar- farveginn undan Höfðabrekku- jökli, en í Skálm kom vatnið ofar fram úr jöklinum. í mælingunum studdist ég að mestu við upplýs- ingar frá bílstjóranum Brandi Stefánssyni í Vík, sem kom að Múlakvísl meðan á hlaupinu stóð. Jökulskálarnar, sem voru ný- myndaðar, reyndust vera alsett- ar sprungum, svo að Rist og fé- lagar hans urðu að feta sig áfram niður þær í böndum. Sprungurn- ar eru ekki lóðréttar heldur eru þær skásettar inn í jökulvegg- ina, svo að Rist gat ekki með góðu móti komið hitamælum niður í þær, er hann hugsaði sér að mæla hitann í vatni sprungnanna. GÝS KATLA BRÁÐLEGA? Ég spurði Jón Eyþórsson hvort ! hann teldi að hlaupin í Múlakvísl iog Skálm bæ:u . „tt um það að FYRIR viku viðurkenndi Krus- jeff á landbúnaðarráðstefnu í Ríga, að þjóðnýting landbún- aðarins í baltnesku löndunum hafi farið út um þúfur. — Ræða hans varpaði nökkru Ijósi á land- svæði, sem hulið hefir verið leyndardómsfullum þokumekki í mörg ár — eða síffian Rússar lögðu baltnesku löndin undir herveldi sitt. Þessi óhamingju- sömu lönd hafa þjáðst mjög þau 15 ár, sem Rússar hafa haft þar öll völd í sínum höndum. 1940 réðust Rússar á þessi lönd og tóku þau herskildi, og frá þeim tíma hafa þeir gert allt til þess að svínbeygja þau undir veldi sitt. 1941 tóku Þjóðverjar þessi lönd af Rússum, en við ósigur þeirra voru þau látin „hoppa inn í Sovétsamveldið“. Síðan hafa þessi lönd aðeins verið lítill hluti af rússneska heimsveldinu. Lítið hefir verið um þau í fréttum og mjög erfitt að afla upplýsinga um, hvað þar hefir verið að ger- ast undir Ráðstjórn. KOMMÚNISMA AÐ BRÁÐ Ræða Krusjeffs sýndi, svo aS ekki verður um villzt, hvernig þessi prýðilegu landbúnaðarlönd hafa orðið kommúnískum kenni- setningum að bráð, ef svo mætti að orði komast. Lettland var að vísu aldrei merkilegt landbún- aðarland. En Litháen og Eistland voru þeim mun meiri landbún- aðarlönd, og raunar voru þau hálfgert forðabúr fyrir Rússland keisaratímans. Einkum voru þar prýðileg mjólkurbú, auk þess sem svínaræktin var á sérlega háu stigi. Á milli stríðanna var samvinnustefna eftir skandinav- ískri fyrirmynd mjög sterk í báð- um þessum löndum. TIL SÍBERÍU Það er þessi fyrirmyndarland- búnaður, sem Rússum nú hefir tekizt að leggja í rúst. Það var ekki nóg með það, að breytt væri úr samvinnustefnu í þjóðnýtingu heldur voru allir helztu bændur þessara landa fluttir þrælaflutn- ingi til Síberíu. Nú iðrast Krus- jeff þessara gerða fyrirrennara síns. „Baltnesku löndin“, sagði hann, „hafa löngum staðið framarlega í búfjárræktun. En þó hefir það verið látið af- skiptalaust, að mjólkurfram- leiðsla landanna hefir stór- lega minnkað og svínaræktin stendur höllum fæti, enda illa skipulögð“. En hann varpar ekki fram þeirri spurningu, hvort ekki só hægt að breyta þeirri stefnu, sem ríkt hefir í landbúnaðarmálum þessara landa, svo að betri ár- angur megi nást. Nei, í stað þess lýsir hann því yfir, að hann ætli að halda áfram núverandi stefnu og leggja áherzlu á ræktrm maískorns til fóðurgjafar, jafn- vel í þeim norðlægu löndum, þar sem bændurnir gátu einungis rekið mjólkurbú sín með því að flytja inn fóðurvörur. EF . . . Ef Sovétleiðtogarnir hefðu einhvern hug á að bæta úr því, sem aflaga fer í landbúnaðarmál- um Sovétþjóðanna, þá hefðu þeir fyrst átt að snúa sér að baltnesku iöndunum. Þar koma gallar rússnesku stefnunnar í landbúnaðarmálum bezt fram, — og þar er ekki minnst ástæða til lagfæringar. ENGIN STEFNUBREYTING Fullvíst má telja, að Rússar þurftu ekki að bíða neinn álits- hnekki, þótt þeir hefðu fikrað sig áfram og reynt nýja landbúnað- arstefnu í baltnesku löndunum. Full ástæða er til þess, að með- höndla þessi lönd á annan veg en mörg önnur, sem heyra rúss- neska heimsveldinu til. Bæði mannúðar- og efnahagslegar ástæður. Baltneskir bændur hafa sínar eigin hugmyndir um land- búnað og eru mun duglegri og kartnari en t. d. bændurnir í Stóra-Rússlandi. En reynsla und- anfarinna 10 ára hefir sýnt, að rússneskir ráðamenn hafa meiri hug á að fylgja dauðum bókstaf og gömlum kreddum en slaka á klónni og reyna nýjar leiðir. Þeir fórna jafnvel góðum framleiðslu- afköstum fyrir stefnuna. Ræða Krusjeffs sýnir, að engrar stefnu- breytingar er að vænta í þessum efnum. Enda þótt Krusjeff hafi viður- kennt, að samyrkjubúskapur hans og félaga hans hafi gersam- lega farið út um þúfur í balt- nesku löndunum, hefir hann eng- in úrræði önnur en herða á þjóð- nýtingunni og reka bændurna i enn ríkari mæli inn í agrogord- bændaþorpin, þar sem þeir búa saman, eins og iðnaðarverka- menn — og eru reknir út á akr- ana sérhvern dag. (Observer •— Öll réttindi áskilin). hans áliti að búast mætti við að Katla gysi innan skamms. Fjarri fer því, sagði Jón að nokkuð væri hægt að fullyrða að svo komnu um hvaða útlit er á því hverju fram vindur um Kötlu í náinni framtíð. En eitt höfum við haft upp úr krafsinu, sagði hann. Nú vitum við með nokkurn- vegin vissu hvar gosin koma upp úr jöklinum. Og svipað gerist þar og í Grímsvötnum, þegar Skeið- ará hleypur. Ef til vill verður aðalhlaupið vægara af því tals- vert mikið vatnsmagn kom úr jöklinum um daginn og hefur þetta vatnsmagn tæmzt úr jökl- inum. En viðbúið er, sagði Jón, að enn þurfi ítarlegar rannsóknir á Kötlujöklinum til þess að állar gátur hans viðvíkjandi hlaupun- um og öðru verði ráðnar til fulls. V. St. Atk væðag re iðsla um framfíð Saar-héraðs- ins í hausf BONN, 11. júlí: — Þeir þrír stjórnmálaflokkar í Saar-hérað- inu, sem fylgjandi eru sameiningu héraðsins við Vestur-Þýzkaland, hafa í flugriti dregið í efa, að það fyrirkomulag, er verður á „þjóð- aratkvæðagreiðslu“ um • framtíð Saar-héraðsins, tryggi, að at- kvæðagreiðsla þessi verði fullkom- lega frjáls. Þessir þrír stjórnmála flokkar eru ekki opinberlega viður kenndir. Segja þeir, að atkvæða- greiðslan tryggi engan veginn, að íbúarnir fái raunverulega að ráða framtið héraðsins. Ráðgjafanefnd Vestur-Evrópu bandalágsins kem- j ur saman til fundar í næstu viku ; til að ganga endanlega frá undir- búningi atkvæð°—-iðslunnar sem á «ð fara fmiðjan r’-‘''"r . . .iítUSl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.