Morgunblaðið - 16.07.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. júlí 1955 ] FramKaldssagan 32 Það var vissulega mjög eðli- leg, mjög rökrétt og mjög venju- leg hvöt, sem ól af sér þetta á- form mitt, en í þetta skifti var ég ánægður með að gera hið sama og bóndinn, sem leitar, í auðsveip um armlögum konu sinnar, að huggun og bótum fyrir þann skaða og tjón, sem haglbylur hef- Ur unnið honum. Þegar allt kom til alls, var ekk- ert fyrir mig annað að gera, eft- ir skipbrot hégómagirndar minn- ar og langana, en að viðurkenna aðstöðu mína, sem mannlegrar veru, áþekka aðstöðu annarra manna. Eftir þessa nótt mundi ég svo sætta mig við að vera hóg- vær náungi með dálitla bók- menntalega þekkingu og hæ- verska vitneskju um eigin tak- markanir, en jafnframt elskhugi og elskaður af yngri og fallegri konu. Til hennar mundi ég beina óhamingjusömu ást minni á skáldskap. Konur elska þessa ó- heppnu og sigurvana menn, sem hafa afneitað öllum þrám sínum, nema þeirri, að gera þær ham- ingjusama. Meðan ég glímdi við þessar hugsanir, gekk ég eftir akvegin- um, niðursokkinn í heilabrot og niðurlútur. En skyndilega leit ég upp og kom auga á Ledu, eða réttara sagt, ég sá henni bregða fyrir sem allra snöggvast, langt í burtu, þegar hún hvarf sjónum mínum í einni krappri beyju vegarins. Aðeins eitt andartak sá ég greinilega hvíta kjólinn hennar, beran hálsinn og loga- gvllt hárið. En svo hvarf hún og ég var sarmfærður um það, að hún hefði haldið í áttina til bændabýlanna. Sú hugsun gladdi mig að hún hefði ætlað út að þreskiloftinu, staðarins þar sem ég vildi að við hylltum ást okkar og svöluðum þrám hennar, eins og hún ætlaði til ástafundar, án þess þó að vita það, að ég var hinn aðilinn í því stefnumóti. Þegar ég hafði einnig farið yf- ir beygjuna, rétt á eftir henni, sá ég hana aftur, um leið og hún gekk inn á hliðarstíg, sem ég vissi að lá inn á veginn, er skildi sundur akurlendið og skemmti- garðinn. Ég var nærri farinn að kalla til hennar, en sá mig um hönd og ákvað að koma að henni óviðbúinni. Ég var staddur á stígnum, þeg- ar hún lagði inn á veginn og þeg- ar ég kom á veginn, var hún þeg ar stödd við rætur þess hóls, sem sveitabæirnir stóðu á. Hún hljóp við fót og nú var það í fyrsta skifti, sem hvítt and- lit hennar í dökkum skuggunum frá trjánum, kom mér einhvern veginn ókunnuglega fyrir sjónir. Þegar ég kom að hólsrótunum, nam ég staðar, snortinn ein- hverju hugboði, sem ég gat ekki skýrt. Nú sá ég, hvar Leda klifraði upp snarbratta brekkuna, til þreskiloftsins sem fyrr er getið. Hún laut fram og greip í gras- skúfana, þegar hún riðaði í spori og hrasaði og á hinu þanda og æsilega andliti hennar, með star andi augunum, og jafnframt í hreyfingum alls líkamans virtist mér ég sjá eitthvað sem minnti mig á geit, klifrandi í fjallshlíð, í leit að fæðu. Þegar hún kom upp á toppinn, sá ég að karlmaður kom út úr skugganum, laut niður, tók hana í arma sína og reisti á fætur, en er hann sneri sér við til að styðja hana, þekkti ég strax manninn, því að hann var enginn annar en Antonío, rakarinn minn fyrr- verandi. Nú skildi ég allt. Einhver und- arlegur kuldi greip mig heljartök um, en jafnframt alger undrun yfir því, að ég skyldi ekki hafa skilið áður — ekki skömmu áð- ur, er ég kom inn í herbergið hennar og fann það mannlaust, heldur fyrir þremur vikum, er hún bað mig um að reka rakar- ann. Þessi undrun mín var bland- in bitrum vandræðum, sem gerðu mér erfitt með andardrátt- inn og ollu mér sviða í hjarta. Sjálfsvirðingar minnar vegna vildi ég ekki horfa á þetta, en samt starði ég græðgislega með galopnum augum. Þreskiloftið var áþekkast leik- sviði, hátt uppi yfir mér, lýstu af geislum tunglsins. Þegar Leda var aftur staðin á fætur, sá ég manninn þrífa til hennar og reyna að draga hana til sín, en hún veitti viðnám, sneri sig úr greipum hans og sleit sig lausa. Tunglsbirtan féll á and- lit hennar og ég sá, að það var afskræmt af hinum þögulu og þöndu grettum, sem ég hafði séð við önnur tækifæri. Munnurinn var hálf opinn í glotti, sem lýsti bæði viðbjóði og frumstæðri girnd. Augun voru galopin og þanin út, en hakan teygð fram. Allur líkami hennar, sem hlykkj- aðist og engdist til, eins og í ein- hverjum undarlegum dansi, virt- ist sem beint framhald af afmynd unum andlitsins. Antonío reyndi að draga hana að sér, en hún barðist á móti og reyndi að kippa sér frá honum. I>á__ég veit ekki á hvern hátt — sneri hún skyndilega baki að hon um, hann greip um olnboga henn- ar og hún tók aftur til að engj- ast sundur og saman og hlykkj- ast til, en kastaði sér svo aftur á bak upp í fang hans, enda þótt hún neitaði honum ennþá um munn sinn og hinar votu, mun- aðarlegu varir. Ég veitti því athygh, að 1 þess- um krampakenndu vindingum, tyllti hún sér á tærnar og aftur datt mér í hug, einhver kynlegur dans. Nokkra stund héldu þau þann- ig áfram að brjótast um, en því næst breyttu þau um stöðu, eins og í hægum dansi, og stóðu nú samhliða. Armar hennar vöfðust um brjóst hans, handleggir hans lágu yfir um mitti hennar og höfuð hennar var reigt aftur á bak. Þá sneru þau sér snöggt við og stóðu nú andspænis hvoru öðru. í þetta skifti reigði hún höf- uð og brjóst aftur, þar sem Ant- onío hélt henni í faðmi sínum, en lyfti samtímis upp pilsunum, svo að naktir fótleggirnir og lær- in komu í ljós. Ég sannfærðist nú í fyrsta skifti um það, að þessir fótleggir voru fótleggir dansmeyjar, hvít- ir, stæltir, grannir og fagurlag- aðir. Hún sveigði efri hluta líkamans aftur, en skaut mjöðmunum fram, í þéttri snertingu við Ant- onío, sem stóð algerlega hreyfing arlaus og reyndi að halda henni uppréttri, til þess að auðvelda, með því, faðmlög sín Tunglið varpaði birtu sinni yfir þau og nú var alveg að sjá, eins og þau væru að stíga einhvern ástríðuþrunginn dans, hann upp- réttur og nærri hreyfingarlaus, hún með líkamann sveigðan og undinn í faðmi hans. Það var dans án hljóðfæraleiks og leik- regla, en engu að síður háður æð- isgengnu hljóðfalli. Að lokum virtust þau missa jafnvægið og hnigu, í þéttum faðmlögum, útaf og hurfu í skugga eins heystakksins, Fimmtándi kafli. Ég varð næstum hryggur, er þau hurfu mér sýn. Tunglið skein skært á mannlaust og yfirgefið þreskiloftið, þar sem ég hafði stuttu áður, séð þau þrýsta sér saman í þéttum faðmlögum, í hin um æsandi dansi, og um stund hugsaði ég, að þetta hefðu ekki verið eiginkonan mín og rakar- inn, sem ég sá, heldur tveir næt- urandar, sem hið töfrabjarta tunglsskinsflóð hefði vakið upp. PARADÍSARGARÐURINN 18 í hundrað ár verð ég að ítreka þetta á hverju kvöldi. í hvert sinn, sem sá tími er liðinn, mun þér aukast þrek, og að síðustu muntu aldrei láta þér það í hug koma. í kvöld er þetta í fyrsta sinn, og hef ég nú varað þig við.“ | Og álfkonan leiddi hann inn í stóran sal, sem allur var úr hvítum gagnsæjum liljum. Ofurlítil gullharpa var í hverri lilju og ómaði með strengjxhljómi og flaututónum. Fríðustu (stúlkur stigu þar dansinn, svifléttar og fagurvaxnar, klædd- ar bylgjandi netvefjarhjúpum, svo að sjá mátti þar í gegnum hið yndisfagra limalag þeirra, og sungu þær um það, hve dýrðlegt væri þar að lifa, — að þær mundu aldrei deyja ‘ og paradísargarðurinn um eilífð standa í blóma. ) Og sóhn rann, og allur himinninn glóði sem gull og brá bjarma yfir liljurnar, svo að þær urðu sem fegurstu rósir, og kóngssonurinn drakk af freyðandi víni, sem stúlkurnar báru hQnum. Og svo mikinn sæluunað fann hann streyma um sig allan, að aldrei hafði hann áður fundið slíkan. Hann sá salargaflinn opnast og skilningstréð standa þar í svo miklum blóma, að glýju gerði fyrir augum hans. Söng- urinn, sem þaðan ómaði, var þýður og inndæll eins og rödd móður hans, og var sem hún syngi: „Komdu barnið mitt! Komdu, elsku barnið mitt!“ Þá benti álfkonan honum og kallaði svo ástúðlega: „Komdu með mér! Komdu með mér!“ Og hann skundaði til hennar og gleymdi heiti sínu, gleymdi því nú þegar fyrsta kvöldið. Smásöluverð er nú kr. 1,65 flaskan Kostajörð til sölu Öndverðarnes í Grímsnesi, Árnessýslu, er til sölu ásamt allri áhöfn, vélum og verkfærum. — Jörðin er mjög vel hýst, tún stórt og gott og ágæt skilyrði til aukinnar ræktunnar. Mikill jarðhiti er í landareigninni. Til hlunn- inda má ennfremur telja lax- og silungsveiði. bruna- tekju og skóglendi. — Nánari upplýsingar gefur Þór- hallur Pálsson, lögfræðingur í Reykjavík, sími 80157. Stór fjögurra herbergja íbúð x nýju húsi í Hlíðahverfi, til leigu nú þegar. — Leigu- tilboð óskast send Mbl. fyrir n. k. miðvikudag, merkt: .,41“. HOTEL BORGARNES Hvíldarhótel — Ferðamannahótel Nýtt og glæsilegt hótel er tekið til starfa i Borgarnesi Ákjósanlegur gisti- og viðkomustaður fyrir ferða- menn og dvalarstaður fyrir þá, sem njóta vilja hvíld- arr á kyrrlátum stað. — Snyrtiieg og björt svefn- herbergi með þægilegum rúmum. Fallegur og stór veitingasalur. Vandaðar veitingar. Góður aðbúnaður. Vegna þeirra, sem vilja ferðast um fegurstu sveitir landsins, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali, er Hótel Borgarnes ágætlega í sveit sett. — Vegna hinna, sem vilja hvíld og kyrrð, er Borgarnes friðsæll og aðlað- andi staður. HRINGIÐ í SÍMA 82700 STEINUNN HAFSTAÐ ■»j ■ 4 M Ó TAV ÍR i ilNDIVIR BINDILYKKJUR H. Bl im 1IKTSS0 \ & CO. H.F. Hafnarhvoll — Sími 1228 - Morgunblaðið með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.