Morgunblaðið - 27.08.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLÁÐIB Laugardagur 27. ágúst 1955 j Pramh. af hl* 'I Þrándur. í Götu. Engu minni áhuga hftfðu íslendingar á nor- rænrd samvinnu, en aðrar þjóðir Norðurlanda, og vildu þeir sýna það í verki. Fólksfæðin og fleira væri þó orsökin til þess að íslendingar Íuu ekki látið eitt yfir sig og ír Norðurlandaþjóðirnar pga á ýmsum sviðum sam- iptanna. Urðu nokkrar umræður um efnið. % Þá var og rætt annað mál, Vinabæjamót á íslandi, og flutti þar framsögu Arnheiður Jóns- dóttir. Var því máli vísað til rit- aranna eftir fyrstu umræðu. Síðar um daginn var rætt um möguleika á stofnun nýrra nor- rænna sjóða. Framsögumaður í því máli var Svíinn Arne F. Andersson. Þá var rætt um að halda norrænan dag 1956 og flutti Daninn Frantz W. Windt framsöguræðu um það mál. Á fundinum í dag á m. a. að ræða þessi mál: Norrænt frímerki. Staða nor- rænn.a sendikennara í heimalandi sínu, og sameiginlegt heiðurs- merki, f gærdag' snæddu fulltrúarnir árdegisverð í boði íslenzka nor- ræna félagsins og ' heimsóttu Bessastaði síðdegis. ÍSLENZK EFNI RÆUI) Blaðamenn áttu viðtal við for- mena norrænu nefndanna í gær og spurðu þá frétta af fundar- höldunum. Þeir eru Henning Bödtker, málafærslumaður ríkisins frá Noregi, C. V. Bramsnæs fyrrv. þjóðbankastjóri frá Danmörku, Nils Goude framkvæmdarstjóri frá Svíþjóð .og Vrjö Simila dóm- ari frá Finnlándi. Formennirnir lögffu allir ríka áherzlú á, aff hinn nor- ræni fundur væri í þetta sinn haMinn hér 'á íslandi meff þaff íyrir augum aff ræffa sérstak- lega þau mál, sem ísland varffa og hagsmuni þess. Kváðu þeir sér það allir mikla ánægju að hafa fengið tækifæri til að koma hingað og sitja fund- inn. AUKIN STARFSEMI Norrænu félögin eru nú alls staðar að efla starfsemi sína og auka íélagatöluha. Fjölmennust eru norrænu félögin í Danmörku og teljá"’þar um 56.000 manns. Eru það allt beinir þátttakendur, en auk þess teljast ýmis félaga- eamtök til norrænu félaganna Og greiðatþeim nokkurt rekstrar- fé. Er því, varið á sama hátt í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. I Svxbjóð eru 26.000 manns í nor- rænu félögunum, .21.000 í Finn- landi, 14.000 í Noregi og 600 í Færeyjum. Hér á landi munu um 1500 vera í norrænu félögunum. sp.iaei.au við formenn C. V. Braiitenæs bankastjóri hefur íekið þátt í starfsemi nor- rænu félaganna síðan þau voru fyrst stofnuð í Stokkhólmi árið 1919. Er hann manna kunnugast- ur starfsemi norrænu félaganna Og þeim málum, sem þau” hafa harizt fyrir. Sænski formaðurinn Goude, er formaður norræna félagsins í Stokkhólmi. Hann er forstjóri tryggingarstofnunar Stokkhólms- borgar. Síarfsemi norrænu félaganna var allmikil fyrir styrjöldina, en þó voru stríðsárin vegamót í starf semi okkar, segir hann. Eftir styrjöldina hefur starfið aukizt og margfaldazt og er nú mjög víðcækt. Starfsemi okkar hefur hingað til verið mest á menning- arsviðinu. Þar höfum við komið ýmsurr. nauðsynjamálum í fram- lrvæmd svo sem skiptum á skóla- fólki o. s. frv. En nú er komiff aff þeim áfanga að við förum að láta meira til okkar taka í þjóð- i'élags og efnahagsmálum. — Tryggingarkerfið er nú orðið sameiginlegt :á Norðurlöndum ! og okkur ber að halda áfram 1 á þeirri bra^it, t * ; . VIK MILLI VINA Við komum ekki inn í hið nor- ræna samstarf fyrr en áríð 1919, segir finnski formaðurinn Yrjö Simila. Margt er líkt með okkur Finnum og íslendingum í nor- rænu samstarfi. Vandamál okkar eru svipaðs eðlis, einkum tungu- málavandkvæðin og landfræði- leg lega ríkja okkar. Því höfum við haft gagn af því að koma til Islands og kynnast ykkar sjónar- miðum og viðhorfum til norrænn ar samvinnu og sameiginlegra hagsmunamála okkar allra. Norski formaðurinn H. Bödt- ker, saksóknari, ræðir um sam- band norrænu félaganna og Norð urlandaráðsins. Við bætum raunverulega hvor- ir aðra upp, segir hann Norrænu félögin leggja mörg mál fyrir ráðið og unairbúa framgang ann- arra. Þýðingarmikið er það einnig, að til séu einhver þau fjöldasam- tök á Norðurlöndum sem styrkja hugsjónina um norræna sam- vinnu og bræðralag og efli þann vináttuhug, sem er kjarni Norð- urlandaráðsins. Okkur þótti öllum stórfróðlegt að hlýða á hið snjalla erindi Gunnars Thoroddsen um stöðu Islendinga í ’ norrænu samstarfi og vonumst til að geta knýtt vin- áttuböndin við ykkur frændur vora enn fastar með þessum kynn um. ★ íslendingar bjóffa hina nor- rænu gesti hjartanlega vel- komna og öll þjóffin er ein- huga um þá ósk, aff árangur af starfi þeirra hér á landi megi verffa drjúgur áfangi á leiff til nánari kynna, vináttu og samstarfs milli frændþjóff- anna fimm. ú þegar verði haíizt handa um aðstoð við bændii Alyktun fundar, er stjórn Búnaðor- sambands Suðurlands boðaði til Selfossi, 26. ágúst. STJÓRN Búnaðarsambands Suð urlands hélt fund hér í dag. Hafði hún boðað á fundinn þing- menn og sýslumenn þeirra sýslna sem sambandið nær yfir. Á fund- inum var gerð eftirfarandi sam- þykkt: „Fundur stjórnar Búnaðarsam- bands Suðurlands, alþingismanna og sýslumanna Árnes-, Rangár- valla- og Vestur-Skaftafells- sýslna haldinn að Selfossi 26. ágúst 1955 til þess að ræða ástand og horfur og úrbætur vegna óþurrkanna í sumar ályktar að lýsa yfir eftirfarandi: Fundurinn telur fyrirsjáanleg- an stórfelldan fóðurskort fyrir búfé bænda á framangreindu svæði og telur brýna nauðsyn til þess að hefja strax undirbún- ing til bjargráða. Einkum telur fundurinn nauðsynlegt, a) aff ríkisstjórnin annist út- vegun á nægilegu kraftfóffri. b) aff sakir hinnar f.vrirsjáan- legu miklu slátrunar nautpen- ings hlutist ríkisstjórnin til um útvegun fjár til að unnt verði aff greiða bændum fnllt slátur- fjárverff fyrir nautpeninginn þegar í haust. c) aff ríkisstjórnin hlutist til um, að bændum verði seldur fóðurbætir með eins vægu verffi og frekast eru tök til. d) að greitt verffi fyrir útflutn- ingi dilkakjöts og að bændur njóti hliffstæðra hlunninda og nú tíðkast við útflutning sjávar- afurða. c) að stjórn Búnaðarfélags ís- lands kynni sér möguleika á hey- kauputn í þeim héruðum, er haft hafa hagstæða heyskapartíð í suniar og um hvaff mikið hey- magn gæti veriff að ræffa í þessu skyni“. Sumarslátrun dilka NOKKUÐ hefur verið að því fundið bæði í blöðum og manna á milli að sumarslátrun dilka skyldi hafa verið leyfð að þessu sinni. Byggjast slíkar að- finnslur á því að nú sé svo mikið til af nautgripakjöti og vegna hins erfiða tíðarfars muni enn meira berast á markaðinn af því á næstunni. Það sé því nauðsyn- legt að stuðlað sé sérstaklega að því að selja nautgripakjötið með því að hafa ekki kindakjöt á boðstólum fyrr en hin almenna sláturtíð hefst í haust. Framleiðsluráð landbúnaðarins leyfði að sumarslátrun mætti hefjast þann 22. þ. m. Var það þá þrem vikum seinna en í fyrra sumar. Aðal kjötmarkaður lands- ins, Reykjavík hafði þá verið kindakjötslaus eða kindakjöts- lítill í tvo mánuði. Venjuleg mán- aðarsala á kindakjöti er 4—500 smálestir þegar nóg er til af því. Hinsvegar er venjuleg mánaðar- sala á nautgripakjöti, þá mánuði er ekki skortir kindakjöt, milli 20-—30 smálestir. í júlímánuði mun sala nautgripakiöts hafa verið milli 40 og 50 smálestir, en þann mánuð gætti einmitt lítið sölunnar á kindakjöti. Júlísalan á nautagripakjöti gefur til kynna að þær þrjár vikur sern eru til venjulegrar sláturtíðar hefði sala nautgripakjöts geta orðið um 20 smálestum meiri en hún kem- ur sennilega til með að verða eftir að sumarslátrunin er komin til. Hinsvegar tapast þá alveg sala á ca. 300 smálestum kinda- kjöts. Það er dómur flestra sem með kjötsölumálin fara að neyt- endur dragi mjög úr kjötkaup- um sínum þegar ekkert dilka- kjöt er að fá. Ofanskráðar tölur styðja mjög þá skoðun. Það má orða þetta svo, að ef ekki hefði verið leyfð sumar- slátrun nú hefðu kjötframleiðend ur verið sviptir ca. 300 tonna kindakjötssölu en fengið í stað- inn 20 tonna sölu á nautgripa- kjöti.' • - - i Þegar á þetta er litið og eins hitt að miklu meira mun nú ber- ast af kindakjöti í haust, en hægt verður að selja í landinu og gif- urlegur verðmunur er á útflutn- ingsverði og því sem gildir inn- anlands, má ljóst vera að sam- þykki framleiðsluráðs um sum- arslátrun nú i sumar verður að telja hyggilega ráðstöfun. Hitt er svo annað mál að sér- stakt vandamál hlýtur að skap- ast um sölu náutgripakjötsins, vandamál sem verður að leysa þegar séð verður endanlega hvað mikið berst af því á markaðinn í haust. Það mál hefði ekki verið neitt auðveldara viðfangs með því að slá frá sér ca. 250—300 smálesta kjötsölu í sumar. Reykjavík 24. ágúst 1955. Sveinn Tryggvason. Harður árekslur ALLHARÐUR árekstur varð um fimmleytið í gær á horni Frakka- stígs og Laugavegs. Rákust þar saman tveir bílar með þeim af- leiðingum að annar þeirra velt- ist nær tvær veltur. Áreksturinn varð með þeim hætti að lítill sendiferðabíll af Tatragerð kom akandi niður Frakkastíg. í sama mund kom vörubifreið niður Laugaveginn og beygði upp Frakkastíginn. — Bílstjóri Tatrabílsins áleit þá að óhætt væri fyrir sig að fara á- fram niður Frakkastíginn yfir Laugaveginn. En hann varaði sig ekki á því að rétt á eftir vöru- bílnum var fólksbíll, leigubíll frá Steindóri. Fór því svo, að Steindórsbíll- inn ók á litla bílinn með fyrr- greindum afleiðingum, að hann valt tvær veltur. í bílnum voru hjón, bílstjórinn og kona hans. Ekki slösuðust þau við veltuna. En þegar bíllinn Valt upp að hús- inu, sem stendur á horninu neð- anvert við Laugaveginn, varð kona fyrir honum og slasaðist hún lítilsháttar á hendi. • Rækjuveiðin he að glæSasl BÍLDUDAL, 26. ágúst. — í dag er hér þurrt veður og nokkur heyþurrkur. Er fólk því almennt í heyi, sem er mjög orðið hrakið í illviðrunum í sumar. í dag' var í-ækjuveiðin heldur hýrari en í fyrstu ferðinni eða eitthvað um 200 körfur. Engir bátar hafa verið á sjó utan einn bátur sem fór eina sjó- ferð í vikunni með lóðir. HeislaramóS 6o!f- kiúbbs Reyk javíkur MEIS’TÁRAMÖT Golfklúbba Reykjavíkur hefst í dag kl. 2 e.h, og eigast þar við allir beztu Golf- leikarar Reykjavíkur. í dag er undankeppni og sker hún úr því hvex'jir komast inn i keppnina, en aðeins átta menn komast í meistaraílokk og aðrir átta í fyrsta flokk eða 16 alls. Núverandi meistari Golklúbbs Reykjavíkur er Ólafur Bjarki. —. Þess skal getið að aðalkeppnin er holu- og útsláttarkeppni án forgjafar. — í meistaraflokki eru allar umferðir 36 holur en 18 £ fyrsta flokki, nema úrslitin, þau eru 36 holur eins og í meistara- flokki. j Aðaliundur Presla- ! s AÐALFUNDUR Prestafélags SucS urlands verður haldinn á morgun og mánudaginn hér í Reykjavík. Á sunnudaginn messa aðkomu- prestar í kirkjum hér í bænunj og Hafnarfirði. Aðalmál fundarins verður auls venjulegra aðalfundarstarfa launamál presta. Framsögumenn verða sr. Jakob Jónsson og sr« Sigurður Pálsson. — Þá flytufl sr. Bjarni Sigurðsson að Mos-< felli erindi á fundinum og að lokum verður altarisganga Donner (Hollandi) t. v. teflir við Rússlandsmcistarann Gell-.. Skákin varff jafntefli eftir harffa viffureign. Skákirnar harðna á a[- þjóðamótinu ■ Gautabor j Gautabor: . SJÖTTA umferð alþjóðaskákmótsins á miðvikudag var r ', '•» hörð og kom það á óvart, því að fram til þessa höfðu tö a verið heldur róleg. Fóru fjórar skákir í bið, og aðeins tveimur r lokið á fimmtudag. Hinar fóru aftur í bið og verða tefldar á laug - dag. Bi'onstein má enn teljast efstur. Einna mesta athygli v;i' i skákin milli Stálbergs og Pannos. Hún var mjög hörð, en þ:ir sörpdu um jafntefli. BRONSTEIN IIEFUR STERKASTA STÖÐU Eftir 6. umferð er staðan þann- ig: Bronstein, Ilivitsky og Panno með 4 stig, Geller 314, Filip, Fuderer, Keres, Pilnik og Szabo 3, Medina, Pachman, Petrosjan, Rabar, Spassky og Stálberg 2%, Donner Guimard og Unzicker 2, Bisquier, Najdorf og Silwa 1V2. Við þessa töflu er að athuga, að Najdorf og Stálberg hafa leik- ið 2 skákum færra en hinir, og Spassky, Bronstein, Pachman, Medina, Guimard, Fuderer og Sijwa eihlii skák færra en aðrir skákmenn. HARÐAR SKÁKIR Stálberg hafði hvítt á móti Panno. Hélt hann uppi harðri sókn en Panno tókst að var t allar hættur og hafði að lok. r frjálsari stöðu. Fór skákin í 15. Byrjuðu þeir aftur á fimmtud en sömdu um jafntefli eftir 3 leiki. Skákin milli Fuderer i * Najdoi’fs var jafnvel enn harð i og safnaðist fólk kringum þá t I að fylgjast með því hve vel hi \ ungi Júgóslavi, Fuderer varð t gamla meistaranum Najdorf. - -. Fuderer fórnaði drottningu fv iið þrjá veikari menn. Skákin hefr.fl farið tvisvar í bið og hefur Fud- erer mikla vinningsmöguleika. —• Henni verður haldið áfram 4 laugardaginn. Á laugardaginn fer einnig fram skák Stálberga við Bronstein. Bíða menn þeirran skákar með mikilli eftirvænt-* ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.