Morgunblaðið - 27.08.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.08.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. ágúst 1955 MORGUNBLAÐIB 1 Dag Strömbáck ritar um IMjálu-útgáfu ÞEGAR Heidenstam ortí kvaeSi það, sem hefur meir en nokkUð annað kynnt okkur Svíum einn fallegasta kafla Njáis sögu, fór j hann mjög frjálslega með efni I sögunnar. „Mín braut er ekki gat- ' án heiman frá“ í Dikter 1895 eru j Ljóðaljóð átthagaástarinnar. | Gunnari á Hlíðarenda er lýst sem einmana manni og yfirgefn- um, „án vina og ættar nú á með- al fjenda,/því lengi sveimað um hann, yggld á brún/hafði öfund lævís, skuggi frægðarinnar". — Þetta hefur orðið hiutskipti hans, og beygður og gráhærður bíður hann á Alþingi dóms sins ,,að sigla í útlegð eða dræpur lifa“. Síðan heldur skáldið áfram frásögn sinni á bæ Gunnars, Hlið- arenda, og segir þar frá atburð- um, sem eru mjög áhrifamiklir og menn sjá Ijóslifandi fyrir sér. Heimilið er á stund brottfarar- innar svo eyðilegt, tómlegt og líflaust, mynd af hnignun og ör- væntingu. í þögulli eftirvænt- ingu bíður Gunnar eftir lausnar- orði, ekki frá Kolskeggi, bróður sínum, sem á að vera með honum í ferðinni og talar með hjartnæm- um orðum bæði um dýrð þá, sem bíður þeirra erlendis, og eins um hina áköfu þrá til ættaróðalsins, sem stöðugt hlýtur að fylgja hon- um, heldur frá vitrum, gömlum húskarli, sem liggur í kör og skelf ur og hefur ætíð áður verið hon- um hollur ráðgjafi, þegar vanda hefur borið að höndum. En gamli maðurinn segir ekkert. Hann bendir aðeins í áttina til græna túnsins fyrir utan bæinn, þar sem féð er á beit. Og Gunnar, sem skömmu áður hafði strokið með hendinni hið vota gras túns- ins, áður en tekið var á móti hon- um á eigin heimili sínu með hinni miklu þögn og tómleika, hann horfir einnig yfir hin grænu tún og ljósu sléttur, þegar hann er á förum að heiman, og það er þessi sýn, sem veldur þvi, að hann á- kveður að fara hvergi: „Hann mælti lágt: — Svo fögur finnst mér hlíðin, að fegri en nú ég aldrei hana sá. Míns bleika akurs bíður skurðartiðin. Mín braut er ekki gatan heiman frá“. 1) Það er ekki mikið af Njáls sögu í þessu kvæði, en þeim mun meira af frjálsu ímyndunarafli, sem vígir og þreytir með töfra- staf skáldskaparins. Þó er sjálf heimildin sótt í hið fræga svar sögunnar, sem er eitt af hinum fáu í íslenzkum fornbókmennt- um, þar sem fram kemur tilfinn- ing fyrir fegurð náttúrunnar: — „Fögur er hliðin, svo að mér hef- ur hún aldrei jafnfögur sýnzt, bleikir akrar og slegin tún, og mun ég ríða heim aftur og fara hvergi“. Gunnar segir þessi orð, er hann hefur samkvæmt sögunni þegar haldið að heiman og er kominn fram að Markarfljóti og hefur stokkið úr söðlinum, þar sem hesturinn drap fæti. Honum verður litið upp til hlíðarinnar, sér bæ sinn og eignir þar uppi í hinni fögru hlíð. Það er við þessa sjón, sem hann mælir þessi orð við bróður sinn og ferðafélaga. Af hinum gamla húskarli. af hinu tómlega heimili og af hinni stórbrotnu mynd, sem skáldið dregur upp, þar sem Gunnar er úti á túni og tekur í hönd konu sinni og snýr hægt inn í bæinn aftur við hlið hennar, er hann hefur ákveðið að fara hvergi, — af þessu öllu sést ekkert í sög- unni. Samt ber kvæðið í einstökum atriðum svip af sögunní, hvort sem það er beint frá sögunni eða frá lýsingum um líf manna á íslandi á þjóðveldisöld. Hjalm- ar Alving hefur bent á þetta í á- |H |i“ 0 n 0 sóknir á staðnum geti staðfest dr. tinars Ul. Sveinssonar Grundvöllur, sem allar framhalds- rannsóknir verða reistar á 1) Það, sem tekið er úr kvæði Heidenstams, er hér bírt í þýð- ingu Magnúsar Ásgeirssonar.sbr. Skírni 1937, 46.—51. bls. HÉR í BLAÐINU birtist 12. maí s. 1. grein um Njáls sögu og hina nýju útgáfu Einars Ól. Sveinssonar prófessors á henni eítir enskan mann. Frændur vorir á Norðurlöndum bafa einnig ritað um þessa nýju Njáluútgáfu, og þykir blaðinu tilhlýðilegt að birta hér i þýðingu grein eftir víðkunnan sænskan fræði- mann og Íslandsvín, Dag Strömback, prófessor í Uppsölum. Kom grein þessi út i Svenska Dagbladet 16. janúar s. 1. Strömbáck prófessor var hér á ferð fyrir tveimur ár- um og ritaði siðan mjög skemmtilegar og þarfar hugleið- ingar um þá ferð sína. Birtust þær hér í blaðinu 16. október 1953, eins og einhverja lesendur kann að reka minni til. gætri grein um kvæðið 1926, og ummæli hans um það, að skáldið „hafi fengið hugmyndir frá sög- unni jafnvel þar, sem hann hafi farið mjög frjálslega með efni“, virðast rétt. Jafnvel slíkt smáat- riði sem „hinn gerzki hattur", sem kemur fyrir í hinni lifandi lýsingu þinghaldsins í upphafi kvæðisins, á sína samsvörun í sögunni, þótt í allt öðru sambandi sé. Lýsing þingsins hjá Heiden- stam ber annars merki þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá Nordiskt forntidsliv eftir A. U. Baáth. Það gæti verið nógu fróðlegt að fylgjast með afstöðu skáldsins til sögunnar og benda bæði á það, sem er eins, og það, sem vantar eða er á annan veg í kvæðinu, og athuga yfirleitt, hvernig hug- myndarflugi listamanns og skálds er háttað. En að þessu leyti er næstum sama vandamál í sögunni sjálfri, því að lita verður á sög- una sem skáldverk. Er það hlut- verk rannsóknanna að gera ná- kvæma grein fyrir því, hvernig höfundur sögunnar hefur unnið og hvaða heimildir hann hefur stuðzt við. Meðal hinna íslenzku ættarsagna frá 13. öld, þar sem höfunda er ekki getið, er varla nokkur, sem bendir jafneindreg- ið til ákveðins höfundar, sögu- skálds, og Njáls saga. í þessari miklu sögu, þar sem kemur fram sægur persóna og mikið er um atburði og alls kyns flókin vanda- mál, kemur fljótlega í ljós, að allir þræðir eru í hendi eins manns, sem hugsar meira um að vera skáld en annálsritari. Ásetn- ingur hans er að semja heilsteypt- an sjónleik og hefja gamlar byggða- og ættarsagnir upp í hæðir listarinnar. Þessi höfundur, sem hefur sam- ið verk sitt í lok 13 aldar, hefur getað stuðzt við gott söguefni. í sveitunum milli Heklu og sjáv- ar á sunnanverðu íslandi gerð- ust tveir harmleikir, annar í lok 10. aldar, en hinn í upphafi 11. aldar. Hinn fyrri af þessum sögu- legu atburðum var, þegar sóttur var heim vaskleikamaður einn í sveitinni, Gunnar á Hlíðarenda, og hann veginn. Síðari atburður- inn var enn stórfelldara hefndar- verk, þar sem brennd var inni heil fjölskylda á bæ niður við ströndina. Bóndinn á bænum hét Njáll (keltneskt nafn, sem fyrst var skrifað og borið fram á ís- lenzku Níall). Sá, er var fyrir flokki þeim, sem reið að bænum ! og stóð fyrir brennunni, hét I Flosi. Var hann frá Svínafelli í Öræfum. Einum monni, sem Kári hét, tókst að sleppa úr hinu brenn andi húsi, þótt þess væri gætt á alla vegu, og það varð hann, sem hefndi brennunnar miskunnar- laust. Það er þetta og nokkru I meira, sem lesa má úr öðrum | heimildum en Njáls sögu og eru ' óháðar henni, um þessa afdrifa- Dag Strömbáck. ríku atburði á Suðurlandi l&ust eftir árið 1000. Umfram allt er það Landnáma- bók, en elztu hlutar hennar eru frá fyrra hluta 12. aldar, sem staðfestir, að ýmsir mestu at- burðir sögunnar hafi raunveru- lega gerzt. En jafnvel drótt- kvæði og aðrar heimildir mæla með því, að sagan sé reist á sögu- legum grundvelli. Þess vegna er engin ástæða til að draga í efa, að Njáll sé sannsöguleg persóna. En það að fastákveða, að hann hafi verið eins og sagan lýsir honum, er jafntilgangslaust og það að dæma Skúla jarl eftir frá- sögn Ibsens eða Hinrik IV. eftir lýsingu Shakespeares. Snorri Sturluson setur í Eddu sína (sem er að öllum líkindum samin skömmu eftir 1220) vísu, sem Njáll á að hafa ort. Þessi vísa sýnir, að Njáll hefur einhvern tímann verið í förum milli landa og eins verið vandlátt skáld með smekk fyrir vönduðu orðfæri. í sögunni kemur ekkert fram af þessu um Njál. í þessu sambandi er gaman að minnast þess, að sænskur rithöfundur, er þekkir ísland vel, Anna Z. Osterman, hefur fyrir nokkrum árum reynt að tengja Völuspá byggðum Njáls sögu með því að lifa sig nókvæmlega inn í kvæðið. Hún hefur hugsað sér, að skáldið, sem er bak við þetta dularfulla Eddu- kvæði, hafi verið Njáll, maður, sem er alinn upp í heiðni, en er á gamals aldri, — ef við megum treysta sögunni — mjög trúr hin- um nýja sið. Um langt skeið hafa málfræð- ingar, bókmenntafræðingar og réttarsögufræðingar haft áhuga á Njáls sögu, enda hafa myndazt mjög álitlegar bókmenntir um- hverfis hana síðustu sjötiu árin. En það er raunverulega fyrst síð- ustu áratugi, sem fram hefur komið nýr og árangursríkur skilningur á sögunni. Menn hafa tekið að líta á hana sem heil- ;stéypt rithöfundarverk, en ekki Sem samsteypu tveggja sérskil- inna sagna, þar sem skotið væri inn á viðeigandi stöðum arfsögn- um úr öðrum heimildum. Sá, sem fyrst og fremst á heiðminn af þessu, er Einar Ól. Sveinsson, prófessor við Háskóla íslands í Reykjavík. Einar Ólafur, sem var lærisveinn Finns Jónssonar og Sigurðar Nordals í málfræði og bókmenntasögu, tók snemma að , rannsaka og beita gagnrýni við Njáls sögu eða Njálu, eins og ís- lendingar nefndu hana síðar. — Umfram allt var það hin nýja skoðun Sigurðar Nordals um uppruna íslendinga sagna. sem hvatti hann til þessa. í doktors- ritgerð sinni 1933 heppnaðist E. Ó. S. að gera ljós ýmis vandamát um heimildir sögunnar og urr leið ná allföstum tökum á spurn- ingunni um höfund hennar. Þegar E. Ó. S. hafði fjallað um aðrar ættarsögur, — en hann hef- ur gefið út og skýrt margar hinna fremstu íslendinga sagna —, sneri hann sér aftur að Njálu eft- ir 1940. Á stríðsárunum sendi hann frá sér á íslenzku nýja bók um söguna (1943), þar sem hann hugleiðir á mjög frjálslegan og persónulegan hátt uppruna sög- unnar, sérkenni hennar og lífs- skoðun. Er það rannsókn, sem gerð er af mikilli vizku og sál- fræðilegri djúpskyggni, en því miður er hún óaðgengileg öRum þorra manna utan íslands. Næstu ár á eftir vann E. Ó. S. af ke.ppi við tímafrekt, en nauðsynlegt verk, en það var athugun og ná- kvæmur samanburður á bandrit- um sögunnar. Menn geta fyrst ímyndað sér, hversu víðtækt þetta starf er, þegar þeim er sagt, að til séu milli 50 og 60 handrit af þessari stærstu ís- lendinga sögu, hin elztu frá því um 1300. Þessi nákvæma athug- un handritanna, — sem gerð hef- ur verið grein fyrir í sérstöku riti á ensku (1953) —, var nauð- synleg vegna þess hlutverks, er E. Ó. S. hafði einu sinni tekið að sér, en það var að gefa út endur- skoðaðan texta allrar sögunnar. Hafði slíkt ekki verið gert síðan 1875. Fyrir nokkrum mánuðum kom þessi nýja textaútgáfa út og er 514 blaðsíður auk formála, sem er 163 blaðsíður (Brennu-Njáls saga, Reykjavík 1954). Það er með mikilli eftirvænt- ingu, sem menn opna þessa nýju útgáfu, er færasti Njálusérfræð- ingur samtíðarinnar hefur ann- azt. Og vonirnar bregðast ekki heldur. Þessi nýja Njáluútgáfa veitir ekki aðeins hinn bezta texta, sem völ er á, með efnis- miklum skýringum á hverri síðu, heldur eru einnig í velskrifuðum formála dregin saman hin miklu vandamál, sem tengd eru upp- runa sögunnar og samsetningu. E. Ó. S. gerir fyrst grein fyrir niðurstöðum þeim, sem ferigizt hafa síðustu ár við uppgröft á bæ þeim, þar sem Njáll og fjölskvlda hans var brennd inni f,rrir um 945 árum. Fundust á árunum 1951—52 öruggar leifar af brunnu fjósi, þar sem rúmast gátu 30 gripir, vestan við tún núverandi bæjar og það svo djúpt í jörðu, að þær hljóta að vera frá tíð elzta bæjar á staðnum. Menn hafa jafnvel fundið brunaleifar af minna húsi fyrir sunnan fjósið, en ekki hefur mönnum enn tekizt að finna brunarústir aðalbæjarhús- anna, svo að öruggt sé. Eins og E. Ó. S. vilja menn mjög gjarnan setja þær brunaleifar, sem enn hafa fundizt, í sambandi við hinn mikla bæjarbruna um 1010. Er mjög líklegt, að framhaldsrann- fræði undir stjórn Kristjáns Eld- járns hefur færzt mjög í aukana, og árlega koma fram víða um land fornminjafundir, sem varpa oft merkilegu ljósi á frásagnir* sagnanna. Má þar t. d. minna á uppgröftinn í Skálholti í sumar, er leið. í sérstökum kafla fjallar E Ó. S. síðan um sögulegan grundvöll sögunnar og það, sem mælir með því, að sumir aðalviðburðir henn- ar hafi átt sér stað. Þessu næst ræðir hann um bókmenntaheim- ildir sögunnar og gerir í fram- haldi af fyrri rannsóknum rínum nákvæman samanburð á hinum skrifuðu sögum og öðrum frum- heimildum, sem hafa léð efni til Njálu, og vegur og metur hvert atriði um sig. í þessum hluta formálans og þeim köflum öðr- um, þar sem rætt er um höfund sögunnar, aldur hennar og list- rænan búning, verða menn fyrir miklum áhrifum af hinni frábæru þekkingu útgefandans á öllum atriðum skáldverksins, stíl þess, efni, mönnum og umhverfi. Er mjög sjaldan, að fjallað er um gamlan texta af jafnlifandi skiln- ingi og jafnmiklum næmleika fyrir stíl og listrænu markmiði og í þessari hávísindalegu útgáfu. En sagan er einnig verð allrar þessarar umönnunar. Hún verður til á síðasta fjórðungi 13. aldar og er hátindur í þróun íslendinga sagna. Er hér um að ræða að kanna afstöðu hennar til margra eldri sagna, til gamalla ættar- talna, til lýsinga á upphafi kristni á íslandi og til gamallar sögu um orustuna við Clontarf fyrir utan Dublin 1014, — svo að nokkur dæmi séu nefnd. Höfundur sög- unnar sækir söguefnið í ólíkustu heimildir, og fram koma á stíln- um, eins og útgefandinn hefur bent á, áhrif frá trúarlegum rit- um. Díalóg Gregoríusar voru snemma þýdd á norræna tungu, — þegar á 12. öld. E. Ó. S. sýnir með Ijósum rökum, að draumur Flosa, sem er lýst á áhrifamikinn hátt og þannig, að hann virðist á yfirborðinu fá mjög staðbund- inn svip, á rót sína að rekja til lýsingar Gregoríusar mikla á draumi hins æruverðuga Anast- asíusar um væntanlegan dauða sinn og trúbræðra sinna. Af efnismeðferð vitum við einnig ýmislegt um hinn nafn- lausa höfund, sem talar í síðustu málsgrein sögunnar: „Ok lýk ek þar Brennu-Njáls sögu“. Eins og E. Ó. S. heldur fram. hefur hann verið víðlesinn maður og með trausta menntun og ríka sköpun- argáfu. En umfram allt hefur hið listræna starf gert verkið að því, sem það hefur orðið. í tilsvörum, í mannlýsingum, í atburð.alýs- ingum, í öllum hinum flóknu vandamálum sögunnar birtist meistarinn og listamaðurinn. í þessu verki er ekki fyrst og fremst að ræða um spurninguna um staðreyndir og sögulega sagnfræði, heldur um það, hvern- ig miklu söguefni er breytt með hugmyndaflugi og frjálsum efn- istökum. Einar Ól. Sveinsson hefur fram- kvæmt stórvirki með Njáls sögu sinni. En ég býst við, að hann, sem hefur framar öllum öðrum reynt að kanna út í yztu æsar allt, sem varðar þessa sögu og upp- runa hennar, verði samt fyrstur til að játa, að efnið er þrátt fyrir allt enn ekki þrotið. Hann hefur verið nægjanlega djúpskyggn til þess að skilja það, að svo getur ekki verið. í rauninni getur sann- ur fræðimaður aldrei unnt sér hvíldar og talið sig hafa lokið einhverju verkefni. Hins vegar getur hann á ákveðnum tíma sagt sem svo: ,,Nú hef ég gert það, sem í mínu valdi stendur, og legg nú fram niðurstöðuna.1* Þetta hefur E. Ó. S. gert og með því lagt þann trausta grundvöll, Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.