Morgunblaðið - 27.08.1955, Blaðsíða 12
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 27. ágúst 1955
n
Upplausn
á Formósu
TAIPEI, Formósa: — Yfirmaður
herforingjaráðs Chiang Kai
Sheks, og einn kunnasti hers-
höfðingi þjóðernissinna á For-
mósu, maður að nafni Sun Li-jen,
55 ára gamall, hefir orðið að víkja
úr embætti og bíður nú dóms. —
Honum er gefið að sök að hafa
ekki verið á varðbergi gagnvart
einum af nánustu starfsmönnum
og vinum sínum, háttsettum liðs-
foringja að nafni Kuo Ting-liang,
sem játað hefir á sig að vera út-
sendur njósnari fyrir kommún-
ista á meginlandi Kína. Liðsfor-
ingi þessi var fangelsaður af
kommúnistum í Mansjúríu árið
1947, en hefir nú játað að sér
hafi verið sleppt lausum gegn
því að hann gerðist njósnari. —
Hann kom til Formósu árið 1948.
Með því að Sun Li-jen hefir
neyðst til að biðjast lausnar sem
yfirmaður herforingjaráðsins hef
ir Chiang Kai Shek misst einn
færasta hershöfðingja sinn. —
Meðal vestrænna manna hefir
enginn herforingi Chiangs notið
eins mikils álits og Sun Li-jen.
Framh. af bls. 6
Jón Ólafsson St 1,70
Guðjón Sveinsson Hr Fr 1,50
Þrístökk
Guðm. Hallgrímsson Sk 12,40
Erlendur Björgvinss. Hr Fr 12,33
Ólafur Þórðarson Hr Fr 12,16
Stangarstökk
Sigurður Haraldsson L 3,00
Már Hallgrímsson Sk 2,62
Sveinn Björnsson Hr 2,50
Kúluvarp
Ólafur Þórðarson Hr Fr 13,59
Sigurður Haraldsson L 11,48
Erlendur Björgvinss Hr Fr 11,44
Kringlukast
Ólafur Þórðarson Hr Fr 38,96
Jón Ólafsson St 38,65
Sigurður Haraldsson L 35,20
Spjótkast
Björn Bjarnason E 48,04
Ólafur Þórðarson Hr Fr 44,52
Már Hallgrímsson Sk 40,18
Skammstafanir:
Hr Fr: Hrafnkell Frevsgoði,
Breiðdal; Sk: Skrúður, Fáskrúðs-
firði; L: Leiknir, Búðum; Hr:
Hróar, Hróarstungu; SE: Sam-
virkjafélag Eiðarþinghár; St:
Stígandi, Álftafirði; E: Egill
rauði, Norðfirði; Au: Austri,
Eskifirði. « Íff :
— Niála
Framh. af bls. 9
sem allar framhaldsrannsóknir á
hinu mikla sköpunarverki, er
kallast Njála, verða reistar á. En
ég ímynda mér, að hann mundi
samtímis vilja segja með Goethe:
„So eine Arbeit wird eigentlich
nie fertig. Man muss sie fúr fertig
erklaren, wenn man nach Zeit
nnd Umstánden das Möglichste
getan hat“.
Framh. af bls. 7
Tvíliti fáninn, rauður og hvítur,
biaktir á hárri stöng. Ég tek það
sem kveðju danskra vina minrra
—- að sinni.
Skrifað í júlí 1955.
Albert Ólafsson.
dlUuhxS
fKxnJj- a% ,
ÍkwJj\j
UHU
é3>
imkoumboS þórSu/ ?/. Jeitsso/\
Kaup verkakvenna
Yfirlýsing frá Vimwvei tendasambaadi íslands
IFORYSTUGREIN Alþýðu- ^
blaðsins í gær segir, að verka-
konur á Akranesi og í Keílavík
hafi farið þess á leit við útgerð-
armenn á þessum stöðum, að þeir
greiði sama kaup fyrir sömu
vinnu og norður á Siglufirði í
sumar, en þessari kröfu verka-
kvenna hafi verið vísað á bug
fyrir forgöngu Vinnuveitenda-
sambands íslands.
Þessi skrif eru ekki á rökum
reist. Verkakonur í Keflavík og
á Akranesi hafa aldrei gert fyrr-
nefnda kröfu, einfaldlega vegna
þess, að kjarasamningur verka-
kvenna á Siglufirði yrði þeim í
heild óhagstæðari en þau kjör,
sem vinnuveitendur hafa þegar
boðið verkakonum í yfirstand-
andi vinnudeilu, en það eru kjör
verkakvenna í Reykjavík, Hafn-
arfirði, Sandgerði, Garði, Grinda-
vík, Vestmannaeyjum og víðar.
Þetta má greinilega sjá, ef gerður
er samanburður á kjarasamningi
verkakvenna á Siglufirði og þeim
kjörum, sem verkakonur í Kefla-
vík hafa haft að undanförnu, án
samnings, en það eru Reykjavík-
urkjörin. Ef gert er ráð fyrir jafn
löngum vinnutíma á báðijm stöð-
Viggo (hrlsiensen
sendiráðunaiitur
á förum héöan
í GÆRDAG sæmdi forseti ís-
lands Viggo Christensen, sendi-
ráðunaut við sendiráð Dana hér,
riddarakrossi Fálkaorðunnar íyr-
ir störf hans í þágu síaukinna
samskipta Danmerkur og íslands.
Viggo Christensen hefir starf-
að í sendiráði Dana undanfarin
3 ár og hlotið almenna viður-
kenningu þeirra, sem til þekkja,
fyrir störf sín þar. — í gær-
dag fjölmenntu vinir hans, ís-
lenzkir og danskir, til kveðju-
hófs, sem sendiherra Dana, frú
Bodil Begtrup, hélt á heimili
sínu. Við það tækifæri afhenti
forsetaritari Viggo Christensen
Fálkaorðuna, en hann þakkaði
með stuttri ræðu og minntist
dvalar sinnar hér með hlýjum
orðum. Hann er nú á förum héð-
an heim til Danmerkur, þar sem
hans munu bíða frekari störf í
utanríkisþjónustunni. Árnaði
sendiherrann, frú Bodil Begtrup,
honum góðrar heimkomu, þakk-
aði honum mikilvæg störf hans í
þágu sendiráðsins, ekki sízt á
sviði aukinna samskipta íslands
og Danmerkur.
unum, þ. e. frá kl. 7—19, kemur
í ljós, að kaup verkakvenna í
Reykjavík er kr. 6 46 hærra en
kaup verkakvenna á Siglufirði.
Þar við bætist, að konur i Reykja
vík fá greitt karlmannskaup fyr-
ir ýmsa þá vinnu, sem konur á
Siglufirði fá ekki. Af þessu má
marka, að fyrrgreind skrif Al-
þýðublaðsins eru gersamlega úr
lausu lofti gripin.
Vinnuveitendasamband íslands.
IþróHanáimkelð
í Hafnarffrði
AXEL ANDRÉSSON, sendikenn-
ari Í.S.Í., hefur nýlokið mánaðar-
námskeiði hér í Hafnarfirði. Þátt-
takendur voru 203 telpur og
drengir. Námskeiðinu lauk með
þremur sýningum í Axelskerfun-
um. Alls sýndu 170 drengir og
telpur á aldrinum 5—16 ára. Sýn-
ingarnar tókust mjög vel, og
skemmtu áhorfendur sér með
ágætum.
Áhugi fyrir knattspyrnu er nú
mjög vaxandi meðal unglinga
hér og má það ekki sízt þakka
komu Axels hingað. Meðan hann
dvaldi hér fór 3. flokkur drengja
til Grindavikur og keppti þar í
knattspyrnu, en tapaði með 2
gegn 0. Þá fór og 4. flokkur
drengja laugardaginn 6. ágúst til
Keflavíkur undir forustu Axels
og keppti þar og sigraði með 1
gegn 0. Þá keppti einnig 4. flokk-
ur við 4. flokk Fram í Reykjavík,
og lauk þeirri keppni með jafn-
tefli 1 gegn 1.
Komu Axels til Hafnarfjarðar
er ætíð mjög fagnað, enda auk-
ast stöðugt vinsældir hans hér í
bæ. Það er og eindregin ósk æsk-
unnar hér, að Axel eigi þess kost
að koma hingað til starfa á næsta
sumri.
Varð fyrir bíl í Kefla-
vík og slassðssf illa
KEFLAVÍK. — Um kl. 3 í gær-
dag vildi það slys til hér á Hafn-
argötunni, skammt innan við
Vatnnestorg að maður á reiðhjóli,
Jón Austmann vélstjóri hér í bæ,
varð fyrir vörubíl og slasaðist
allalvarlega. Hann lærbrotnaði
og fékk slæman heiIahristing.Var
hann þegar fluttur í sjúkrahúsið,
þar sem gert var að meislum
hans, en þau höfðu ekki verið
rannsökuð til hlítar.
Lögreglan í Keflavík óskar eft-
ir að hafa tal af þeim, sem kynnu
að geta gefið einhverjar upplýs-
ingar varðandi slýs þetta.
— Ingvar.
Skóbin, Unzicker — Bronstein
Gautaborg, 23. ágúst.
Frá Alþjóða-svæðakeppn-
inni í skák, eftir Freystein
Þorbergsson.
ALÞJÓÐASKÁKSAMBAND-
ÍÐ ákvað fyrir skönnnu, að 9
efstu menn á yfirstandandi
móti hér í Gautaborg, fái
þáttökurétt í Kandidatamót-
ínu, sem fram á að fara í
Amsterdam næsta ár.
Ein skemmtilegasta og bezt
teflda skákin úr fyrstu um-
íerðum Gautaborgarmótsins
var skákin Unzicker—Bron-
stein. Sá fyrrnefndi (Þýzka-
landsmeistarinn) tefldi byrj-
unina full hægfara, og er það
lærdómsríkt að fylgjast með
. hvemig hinn frægi árásar-
skákmaður, Bronstein (Sovét-
ríkjunum), færir sér það í nyt.
Hvítt: Unzicker.
Svart: Bronstein.
1) e4, c5; 2) Rf3, d6; 3) d4,
cxd4; 4) Rxd4, Rf6; 5) Rc3, a6;
6) Be2, e5. Þessi leið í Sikileyjar-
vörn er nú mjög í tízku. 7) Rb3,
Be7; 8) 0-0, 0-0; 9) Be3, Dc7. Hér
er talið, að Be6 gefi svörtum
jafna stöðu. 10) a4, b6; 11) Dd2,
Be6; 12) Hfdl, Hc8; 13) Del, Db7.
Óvenjuleg staða fyrir drottning-
una í þessari varnarleið. 14) Hd2.
Hér var reynandi fyrir hvítan að
leika Bf3 til þess að koma í veg
fyrir, að svartur leiki d5, sem
léttir mjög stöðu hans. 14) —
Rbd7; 15) f3, d5! Nú fær svartur
yfirráðin á miðborðinu. 16) exd5,
Rxd5; 17) Rxd5, Bxd5; 18) Hadl,
Rf6; 19) Rcl. Þetta er einnig of
hægfara. Betra var að hefja gagn-
árás með Dg3. 19) — e4; 20)
Df2. Til greina kom fxe4 ásamt
Bd3. 20) — Bc5; 21) Bxc5, bxc5;
22) De3, He8. Nú strandar Dxb2
á c4. 23) f4, c4; 24) b3, Hac8; 25)
h3, Be6; 26) Kh2, Dc7; 27) Hd6,
a5; 28) bxc4, Bxc4; 29) Rb3, Bxe2;
30) Dxe2, e3; 31) H6d4, Re4! 32)
Df3. Ef Dxe3 þá Rc3. 32) — Rg5;
33) Dg4, Re6; 34) He4, h5; 35)
Df3, Rg5; 36) Hxe8, Hxe8; 37)
Dg3, Dxc2; 38) Hd5. Tiltölulega
bezt er Hel til þess að stöðva
frípeðið, en Unzicker reynir að
villa Bronstein, sem aðeins á
nokkrar sekúndur eftir af tíma
sínum. 38) — e2; 39) Hxg5, elD;
40) Hxg7, Kh8; 41) Dg5. Síðasta
tilraunin. 41) — Dxg2!! Fallegur
vinningsleikur! De6 hefði hvítur
svarað með Rd4 og Dc6 með
Hxf7. 42) Dxg2. Ef Kxg2 þá
He2+ ásamt Df2 mát. 42) — He2.
Hvítur gafst upp.
Bifreið&vörur
í miklu úrvali.
<)KKA
3
Laugavegi 166.
VETRARGARÐURINN
DANSLEIKUR
í Vetrargarðinum í kvöld klukkan 9-
Aðgöngumiðasala frá kl. 3—4.. — Sími 6710.
V. G.
DASXiSLEIKUR
í kvöld klukkan 9
Hljómsveit Svavars Gests.
Aðgöngumiðasala frá kl. 6.
Beykjnvík — Akueyii
Morgun-, síðdegis- og kvöldferðir
Flugfélag Islanas
"’HEKS'S SOMSTHINS '■> r YEH, VVS OtlSXT TO
*Í>, -V>
C&iJSH'* OM T!0
MAEKIJS EfÖr Ed Dodd
Gsr* IT 0!'-F
FCK H
SOME BKSAD,
V JAC.K/
m
' m
; t O
■ i Vyfej ! iýjLxilíltlÍfn!"!.;":.. ,........TjtXæ&S-
1) — Trítill auminginn hefur
fest eitthvað um fótinn.
- JOattflnfi sfi arna. Við skul- 2) — Sæktu svolítið brauð 3) — Komdu litli fuglinn.
80« bam> Ðækjunni. handa honum. I Heyrðu, hvað er þetta. Það er
• bundið um fótinn.
,r __ _