Morgunblaðið - 27.08.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 27. ágúst 1955 NttUtaMfe ©4g.: H.Í. Arvakur, Reykjavík f'rajnkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrcSaxm.) Stjómmálaritst)óri: Sigurður Bjarnason frá VtjOS*: Lcsbók: Arni Óla, lími 3041. Auglýaingar: Arni Garðar Kristiruwcn. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 i mánuði Innag.lande. t lauaasölu 1 kré— dntakiS. UR Framfarahugurinn einn er ekki nœgilegur MARILYN Monroe, leikkonan fræga, gat komið því svo fyrir, að hennar var getið víða um hinn enskumælandi heim í sambandi við heimsókn rússn. | bændanna til Bandaríkjanna hér i um daginn. Bændurnir eru nú farnir frá Bandaríkjunum og komnir til Kanada. Þar verða þeir í hálfan mánuð. ariítjn ont'oe di luimir ag. rLtóóneóRu bœndiA VIÐ ÍSLENDINGAR segjumst vera framfarasinnaðir menn og erum það. Þessi litla þjóð hefur unnið stórkostleg afrek við uppbyggingu lands síns á ör- skömmum tíma. En af því meg- um við samt ekki miklast. Enn- þá eru fjölmörg verkefni óleyst hér, sem nálægar þjóðir hafa fyrir löngu leyst hjá sér. Mestu máli skiptir því fyrir okkur að einbeita kröftunum að þeim framkvæmdum, sem framundan eru eða nú er unnið að. En framfarahugurinn og um- bótaviljinn nægja ekki til þess að leysa verkefnin og ná því marki, sem að er stefnt. Það er t.d. ekki nóg að þjóðin afli sér nýrra og góðra framleiðslutækja til þess að bjarga sér með til lands og sjávar. Hún verður að geta hald- ið þessum tækjum í gangi, látið þau framleiða vörur til útflutn- ings og neyzslu í landinu. Á þessu ríkir engan veginn nægur skilningur meðal þjóð- arinnar. Þessvegna kemur það fyrir hvað eftir annað, að framleiðslan sekkur í halla- rekstur og stöðvun tækjanna liggur við borð, hætta á at- vinnuleysi gerir vart við sig uti við sjóndeildarhringinn. Þetta gerðist árið 1949 þegar styrkjastefnan hafði gengið sér til húðar og sjávarútvegurinn var kominn í þrot. Á þessari hættu bryddi einnig í fyrrasum- ar þegar mörgum togaranna var lagt við landfestar vegna halla- reksturs. Og jafnvel nú virðist horfur á að þessi stórvirkustu framleiðslutæki landsmanna séu að komast í algert öngþveiti með rekstur sinn. íslendingar hafa þannig látið rekstrarkostnað tækja sinna vaxa sér yfir höfuð hvað eftir annað. Þeir hafa ekki hikað við að gera kröfur á hendur þeim, sem ekki voru í neinu samræmi við greiðslugetu þeirra. Vanræksla ríkisstiórna — ábyrgðarleysi verkalýsleiðtoga í þessu sambandi verður ekki komizt hjá að átelja þá van- rækslu fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnar að láta undir höfuð ieggjast að framkvæma skil- merkilega rannsókn á raunveru- legri greiðslugetu atvinnuveg- anna. Fyrir nokkrum árum var samþykkt tillaga frá Sjálfstæðis- mönnum á Alþingi um að slík rannsókn skyldi fram fara. Það , var vanrækt. Á síðasta þingi var j samþykkt önnur tillaga um sama efni. Takmark hennar var það sama og tillögu Sjálfstæðismanna, sem áður hafði verið samþykkt: Að gera þjóðinni ljóst, hvað at- vinnuvegir hennar geta borið og tryggja vinnufrið og góða sam- búð verkalýðs og vinnuveitenda. Eftir er nú að sjá, hver ár- angur verður af samþykkt þess- arar tillögu. En það er ekki nóg að rann- saga greiðslugetu atvinnuveg- anna og leggja spilin á borðið um hana. Þjóðin sjálf verður að hafa þroska til þéss að haga sér í sam- | ræmi við upplýsingarnar, sem fyrir liggja. Hún verður að miða kröfur sínar við arð framleiðslu sinnar. Ef hún spennir bogann hærra bitnar það fyrst og fremst á henni sjálfri. Hún bætir ekki kjör sín með því að leggja þyngri byrðar á útflutningsframleiðslu sína en hún getur borið. Þvert á móti leiðir hún yfir sig hættu á kyrrstöðu og atvinnuleysi. Á þessu hefur fjöldi fólks glöggan skilning. En hinir svo kölluðu „verkalýðsleiðtogar" úr hópi kommúnista vilja ekki gera sér þetta ljóst. Og þó þeir skilji það haga þeir sér ekki i samræmi við vit- neskju sína. Þeir hafa ekki hikað við að nota hið mikla vald verkalýðssamtakanna í þjóðfélaginu til þess að knýja fram kröfur, sem atvinnuveg- irnir hafa ekki getað risið undir. Afleiðingarnar hafa orðið kapphlaup milli kaup- gjalds og verðlags og dýrtíð og verðbólga í landinu. Þetta er ekki hvað sízt aug- ljóst í dag eftir verkföllin og kauphækkanirnar á s.l. vetri. Ógnun við fram- kvæmdaáætlunina Engum vitibornum manni get- ur dulizt, að það kapphlaup, sem nú er hafið milli kaupgjalds og verðlags er bein ógnun við framkvæmdaáætlun núverandi ríkisstjórnar á svíði raforku- og húsnæðismála. — Ákveðins fjár- magns hafði verið aflað til raf- orkuframkvæmdanna. Með stór- hækkuðum tilkostnaði skapast ný viðhorf í þessum málum, aukins fjármagns þarf að afla til þeirra. Svipuðu máli gegnir um um- bæturnar í húsnæðismálum. — Byggingarkostnaðurinn hefur ver ið stórhækkaður. Á þessu bera kommúnistar fyrst og fremst ábyrgð. — En ábyrgð þeirra, sem hafa elt þá út í kviksyndið, er einnig þung. fslendingar verða að gera sér það Ijóst, að bak við fram- faraáhuga þeirra og stórhug verður að vera vit og forsjálni. Ella er framfaraáhuginn lítils virði. Við getum ekki til lengdar látið samvizkulausa glæframenn eins og kommún- ista marka stefnuna á sviði kaupgjaldsmála og þarmeð haft stórkostleg áhrif á efna- hagsmál þjóðarinnar í heild. Slíkt hefnir sín grimmilega. Afleiðingár þess eru þegar farnar að koma í ljós. Á undanhaídi KOMMÚNISTAR eru nú komnir á hratt undanhald í „píslarvættis- málinu". Meðal almennings vek- ur viðleitni þeirra til þess að láta reykvíska verkamenn borga brús ann fyrir ritsóðahátt „Þjóðvilja" ritstjóranna bæði spaug og fyrir- litningu. Árásir þeirra á Bjarna Benediktsson dómsmálaráðherra, sem ekkert meiðyrðamál hefur höfðað gegn þeim, þrátt fyrir áratuga rógsherferð þeirra gegn honum, hafa auk þess algerlega misst marks. En vörn kommúnista á und- anhaldinu er vonlaus. — Þeir eru berskjaldaðir í bak og fyrir. TIL ÞESS að hjálpa írönskum mjólkurbændum, fyrirskip- aði Mendes France á sínum tíma, að mjólk skyldi framreidd í öll- um hermannaskálum í Frakk- landi. Fyrir honum vakti einnig að bæta heilsufar Frakka með því, að fá þá til þess að auka mjólkurneyzlu sína. Sjálfur gerði Mendes France sér far um að láta taka myndir af sér með mjólkur- glas í hendi, til þess að vekja gott fordæmi. Franskir hermenn hlýðnuðust boði franska forsætisráðherrans og drukku mjólkurglas á hverj- um morgni samkvæmt fyrirskip- un. En þótt mjólkurbændur séu öflugir kjósendur í Frakklandi, þá fá þeir þó hvergi nærri staðið vínbændunum á sporði. Og nú er uppskerutími í Frakklandi og allar vínámur að fyllast. Og franska stjórnin hefur séð biiku á iofti og brugðið skjótt við og aukið vínkaup sín. Hinu ríkiskeypta víni á að út- hluta í vikiflegum skömmtum til munaðarleysingja, fátæklinga, sjúkra manna, sem náð hafa sex- tugsaldri og gama'imenna, sem náð hafa 65 ára aldri. Einnig hefir ríkisstjórnin mælst til þess að landvarnamálaráðuneytið íyr- irskipaði aukningu um helming á vínskammti hersins, sem nú: nemur pela á dag af rauðvíni. Svo er þá komið, að franski herinn berst við offramleiðsluna af mjólk á morgni hverjum og offramieiðsluna á víni um miðjan [ dag og á kvöldin. VJuJ andi óbripar; Marilyn Monroe. Á meðan þeir dvöldu í Banda- ríkjunum. sátu þeir 25 árdegis- veizlur í boði Verzlunarráðs Bandaríkjanna og þykja veizlur ráðsins með hinum meztu ágæt- um. En kvöldið áður en þeir fóru til Kanada, hafði sendiráð Sovétríkjanna í Washington mikið boð inni og það var í sam- bandi við þá veizlu, sem Marilyn Monroe tókst að fá nafns getið. Ekki er þess getið, að henni hafi verið sérstaklega boðið til veizl- unnar, en hún skrifaði leiðtoga rússnesku bændanna, hr. Mats- kevich, bréf, þar sem hún lét í ljós mikla hryggð sína yfir því, að hún væri svo tímabundin, að hún gæti ekki' setið hófið þeim til heiðurs. En mörg fréttablöð höfðu getið þess nokkrum dögum áður, að leikkonan ætlaði að sýna vinarhug sinn í alþjóðamálum, með því að ganga á fund Rúss- anna. I * ! Svo virðist, sem Rússarnir hafi I séð einhverja af kvikmyndum leikkonunnar á meðan þeir dvöldu í landbúnaðarhéruðunum í mið-vestur hluta Bandaríkjanna og að þeim hafi þótt mikið til Marilyn Monroe koma. Benson, landbúnaðarmálaráð- 1 herra Bandaríkjanna bauð Rúss- unum til skilnaðarhófs í Wash- ington. Maturinn í þessu hófi var valinn sérstaklega af Rann- sóknarráði landbúnaðarráðuneyt- isins og meðal þess, sem fram var borið, var svínakjöt af sér- stakri tegund svína. Benson flutti ræðu og sagði að það gleddi sig að rússnesku bænd urnir hefðu komið til Bandaríkj- anna og hann bar lof á bænd- urna fyrir gott og vingjarnlegt viðmót. „Ég held, að þið hafið verið góðir sendiherrar", sagði ráðherrann, ■¥■ „Ég vona, að þeir hlutir, sem vér höfum getað sýnt yður séu hlutir, sem þér getið hagnýtt yður og notað á sveitabæjum í heimalandi yðar. Hið mikla ríkidæmi vort eigum við að þakka vorum amerísku lífshátt- um, hinu frjálsa samkeppnis kerfi voru“. „Það er sannfæring vor, að mest af framförum beim, sem átt hafa sér stað í landbúnaðinum í Ameriku, byggist á þeirri stað- reynd, að bændi(r vorir hafa verið frjálsir að því, að taka sínar eigin ákvarðanir“. í byggingaþönkum. IBRÉFI frá „Nýbúa“ sem mér barst nýlega, segir m. a.: „Kæri Velvakandi: Eg hef undanfarna mánuði unnið að því í félagi við kunn- I ingja minn, að koma mér upp I íbúðarhúsi. Við höfum unnið að þessu í frístundum okkar. Það hefur tekið sinn tíma, enda höf- I um við lítið notað annarra hjálp, I nema þegar við steyptum og svo , við vandasamara tréverk. Þetta hefur okkur nú tekizt og kunn- um við þó rétt að halda á al- : gengustu smíðaverkfærum. | En nú er komið að erfiðasta hjallanum, en það er múrverkið. , Þar höfum við orðið að doka við um stund og vitum eiginlega ekki, hvað til bragðs skal taka. Stærsti kostnaðar- liðurinn. VIÐ HÖFUM rétt leitað hóf- anna um að fá múrara, en bæði er mjög erfitt að fá slíka iðnaðarmenn til vinnu, erfitt að finna þá og svo hitt, að kostn- aður við múrverkið vex okkur mjög í augum. Múrunarkostnaðurinn einn virðist ætla að verða einn lang stærsti kostnaðarliðurinn við byggingu hússins, enda þekkjum við engan múrara svo vel per- sónulega, að við getum komizt að öðru en uppmælingarkjör- um. Við erum því að hugsa um, þrátt fyrir allt að reyna að gera þetta sjálfir. Hvorugur okkar t hefur nokkru sinni snert á múr- . skeið. Býst ég því við að við eig- um eftir að gera mörg mistök í byrjunartilraunum okkar og sennilegt að fáfræði okkar kosti okkur talsvert fé í skemmdu efni o. fl. Námskeið í múrhúðun ÞESSVEGNA er það, sem að ég ætla að beina svolítilli uppá- stungu til þín, Velvakandi. En hún er sú, hvort ekki væri hægt að hafa svolítið námskeið í múr- húðun fyrir þá, sem eru sjálfir að byggja íbúðir í frístundum sínum. Þeir eru ábyggilega margir, sem myndu hafa gagn af því og víst er að það gæti samtímis komið í veg fyrir að efni færi til spillis við ýmiskon- ar heimavinnu, sem menn reyna að framkvæma til eðlilegs við- halds á íbúðum sínum, þar sem ómögulegt er víst að fá menn til að vinna slík verk. Nýbúi“. Meira um örnefni. SKRIF hér í dálkunum að und- anförnu um örnefni í Mos- fellssveitinni hafa vakið marga til umhugsunar um þessi efni og þá sérstaklega um ranghermi ýmissa staðarheita, sem því mið- ur virðist býsna algengt, þótt þeir, sem hneykslunum valda geri sér oftast ekki grein fyrir villu sinni. — Þannig get ég ímyndað mér, að það komi flatt upp á marga Reykvíkinga, er þeim er sagt, að þeir séu að fremja spjöll á íslenzkum ör- nefnum, er þeir tala um veginn yfir Dragháls upp í Borgarfjörð- inn. Dragháls — Geldingadragi r ORGFIRÐINGUR einn, sem r3 hringdi í mig fyrir fáeinum dögum, bað mig fyrir alla muni að leiðrétta nú þessa vitleysu opinberlega. — Dragháls, sagði hann, er nafn á einum sveita- bæ, efsta bænum í Svínadal, en þjóðvegurinn hinsvegar liggur yfir svonefndan Geldingadraga, sem svo hefir heitið frá gamalli tíð. Allir Borgfirðingar kalla hann svo — stytta nafnið reynd- ar stundum í Dragann, og er það tekið gott og gilt. En þessi yfir- færsla bæjarnafnsins á hálsinn, sem vegurinn liggur yfir finnst okkur óviðkunnanleg og ástæðu- laus með öllu. — Það eru nokk- ur ár, síðan tekið var upp á þessari vitleysu og vegamála- stjórnin hefir þar gefið fordæmi með því að setja nafnið Drag- háls á tilsvarandi vegvísi í stað hins rétta heitis: Geldingádragi. — Þessi villa er svo orðin rót- gróin í vitund fjölmargra lands- manna — víst er það miður far- ið.“ Eitthvað á þessa leið sagðist Borgfirðingnum. — Væntanlega mun þessi vísbending hans stuðla að því að Geldingadragi og Dragháls fái í framtíðinni, hver fyrir sig, að njóta síns rétta nafns. Merkið, sem klæðir landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.