Morgunblaðið - 27.08.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐ1B Laugardagur 27. ágúst 1955 Framhaldssagan 12 En þetta fór allt saman betur en á horfðist. Jessica varð mjög ánægð með að losna við Gerald í heilan dag og hún lét gott heita, þegar Davíð sagði, að einn sjúkl- ingurinn sinn í Sandmouth hefði lofast til að vera barnfóstra á meðan hann færi í sjúkravitjan- irnar. Ferðin var því farin, enda þótt hún hefði mikla fyrirhöfn í för með sér, en Davíð lét slíkt ekk- ert á sig fá. Hann taldi ekki eftir sér, að bíða við fremri enda brautarstöðvarinnar, bæði í Cald erbury og Marsland Junction, til þess að járnbrautarlestin skyldi ekki fara þar hjá, án þess að þeir kæmust með, en Gerald óttaðist slíkt, öllu öðru fremur, eins og slík mistök væru hinir eðlilegustu hlutir í heiminum og Davíð vissi, að þau voru það í heimi Geralds. Og líka henti það oft á leið- inni, að drengurinn varð þreytt- ur og óeirinn, svo að farþegarnir, sem með þeim voru í klefanum, höfðu af honum hin mestu leið- indi og ónæði. Mörg fleiri óþægindi hafði Davíð af þessu ferðalagi, en hann kærði sig alveg kollóttan. Engu að síður komust þeir loks til Sandmouth, án þess að lenda í nokkur stórkostleg vandræði og héldu tafarlaust til matsöluhússins. í fyrstu var Davíð ofurlítið kvíðinn vegna þess, að Gerald átti það oft til, að fá óvænta ó- beit á ókunnugu fólki, en fyrsti fundur þeirra Geralds og Leni virtist ætla að spá hinu bezta framhaldi og hann skildi við þau með hinar beztu vonir, sem þó nálgaðist ekkert það, að geta tal- jist sannfæring. Síðar um daginn, þegar hann kom úr sjúkravitjununum sátu þau tvö og hámuðu í sig rjómaís. Hefði Jessica séð þetta, myndi hún hafa sagt með reiðiþrung- inni röddu: „Menn eiga ekki að borða rjómaís nema maður viti með vissu, hvaðan hann er“, en Davið, sem hvorki vissi né hirti nokkuð um það, hvaðan ísinn var, brosti aðeins, því að dreng- urinn hans leit á þessari stundu út, nákvæmlega eins og aðrir drengir. Einmitt það hafði fram til þessa verið hans fegursti og kær- asti draumur og í dag hafði hann 3oks rætzt. „Hvernig gekk yður að ráða við hann?“ spurði hann síðar. „Ágætlega". „Var hann í raun og veru góð- ur og þægur?“ „Já“. „Hann getur ekki sjálfur gert að því, þó hann sé ekki alltaí góður og þægur. Varð hann alls ekkert hræddur — ekki við neitt?“ „Honum leist dálítið ílla á ^tóru öldurnar, þegar við geng- um niður að ströndinni, en ég kom honum til að hlæja“. „Gátuð þér það?“ „Já, ég sagði við hann setning- ar á þýzku, t.d. þessa: Hurtig mit Donnergepolter entrollte der tuckische Marmor. — Þá fór hann að hlæja og fékk mig til að segja þetta, hvað eftir annað“. Davíð brosti ákafur: „Svona fer ég nefnilega líka að, alltaf. Ég segi allt það, sem ég held að hann muni hlæja að, þegar hann fær þessi hræðsluköst sín. Ég held að það sé eina ráðið, til þess að vinna bug á þeim, þangað til hann getur unnið bug á þeim sjálfur“. „Er það satt, að hann hafi orðið undir bifreið, þegar hann var pínulítill?" „Hamingjan góða, Nei, ég held nú síður. Sagði hann það? Hann er alltaf að segja sögur. Þér ætt- uð bara að heyra sumar þeirra, en þér megið ekki trúa öllu, sem hann segir. Hann ímyndar sér hlutina og allt þetta, sem ímynd- un hans elur af sér, er honum meiri veruleiki, en það, sem raun- verulega hefur skeð. Af þessu stafa svo hræðsluköstin, sem hann fær. í raun og veru er hann alls ekki ósannsögull drengur“. „Nei, ég veit það“. „Ef þér vitið það, þá eruð þér ein af þeim sárafáu sem það gera. Og ég held helzt, að hann finni það einhvern vegin á sér. Þess vegna kom ykkur svo vel saman“. Hann hafði talað ensku, en hún þýzku, mest allan tímann og þau gátu ekki verið algerlega viss um það, hvort þau höfðu skilið hvort annað til fullnustu, en Davíð kærði sig alveg kollóttan um það. Honum hafði aldrei virzt það mögulegt, að koma öllum sínum hugrenningum í orð og vissu- lega hafði hann stundum fundið, að orð höfðu aðeins yfirborðs ná- kvæmni, sem var bæði blekking og hætta. Það var þess vegna, sem hann sneiddi hjá vísindalegu hrognamáli og kaus heldur að skrifa „ofkæling" á læknisvott- orðið, vegna þess, að hann vissi fullvel, að ofkæling gat þýtt, hvað sem vera skyldi og, að of- kæling svipaði að þessu leyti nokkuð til lífsins sjálfs. Næsta föstudag tók hann Ger- ald aftur með sér til Sandmouth og hin endurtekna tilraun varð næstum að segja of árangursrík, því að drengurinn skemmti sér svo vel, að þegar tími var kom- inn til að halda af stað til Cald- erbury aftur, fór hann að há- gráta og ætlaði aldrei að láta huggast. Það var greinilega eins mikil hætta og hvað annað og Davíð, sem lofaði því, að hann skyldi fá að finna Leni aftur, játaði með sjálfum sér, að bezt hefði verið, að það hefði aldrei skeð. Það gat orðið hættulegt, ef Gerald ætti sér í brjósti vináttu, sem ekki gæti fengið að vara og hvernig var hægt að búast við því, að hún fengi að vara, eða gæti haldið áfram að vera, þar sem stúlkunni myndi innan skamms batna og bjóðast eitt- hvert starft að nýju? Að minnsta kosti bjóst hann við því og hún bjóst við því líka, því að peningar hennar voru senn að þrotum komnir og jafn- vel þótt hún gæti ekki fyrst um sinn dansað, þá kynni henni að bjóðast eitthvert starf um stund- arsakir, til þess að sjá sér far- borða á meðan. Þau höfðu rætt sín á milli um þennan möguleika og hann hafði verið vongóður með það, að hún myndi fá verzlunarstarf, þar sem krafizt var kunnáttu í þýzku. Þau gengu til járnbrautar- stöðvarinnar og beittu allra bragða, til að sefa Gerald. — Á brautarpallinum missti hann alla stjórn á sér, hélt dauðahaldi í hönd Lenis og þverneitaði að fara nokkuð. Þegár loks stríðinu við dreng- inn var lokið, hallaði Davíð sér, örþreyttur og mæddur, út um gluggann: „Verið þér nú sælar og ég vona, að þér fáið þetta starf“. En eitthvað í augnatilliti stúlk- unnar kom honum til að bæta við, um leið og eimlestarstjórinn gaf brottfararmerkið: „Eftir á að hyggja, ef svo ólíklega færi, að þér fengjuð ekki starfið...." Nú rann lestin af stað og Davíð varð að kalla eins hátt og hann gat: „Skrifið mér þá og látið mig vite ‘. En hún þurfti ekki að skrifa honum og láta hann vita. Jessica skrifaði. í raun og veru fékkst hún við þetta mál, eins og hún fékkst við öll mál — snilldarlega, því að hún var slæg kona og hyggin, sem hafði jafnan næmt auga fyr- ir höfuðatriðunum. Þegar hún sá, hversu Gerald Orðsending til skipaeigenda Við getum nú útvegað frá A/S BURMEISTER & WAIN’s Maskin- og Skibsbyggeri í Kaupmannahöfn þrjár 5-strokka fjórgengis 465 BHÖ Diesel-vélar af gerð- inni 525-MTBF-40, með aðeins eins mánaðar af- greiðslutíma, ef samið er strax. Vélarnar eru allar með forþjöppun. H. & CO. H.F. HAFNARHVOLL — REYKJAVIK SÍMI: 1228. Þakpappi 4 tegundir. Múrhúðunarxiet Gólfgúmmá margar tegundir. A Einarsson & Funk Sími: 3982. Alþingismaður óskar eftir íbúð frá 1. október. œ tLórá&vmeyti& Sími: 6740. [ : 3 I Bifreiða kaup ■ Oska eftir að kaupa fólksbifreið (6 manna). — Eldri ■ model en 1951 eða stöðvarbíll kemur ekki til greina. — ) Upplýsingar í síma 7730 frá kl. 13—15 í dag. ELI RHEM 2. Hann hljóp nú sem fætur toguðu í burtu frá gilinu og eftir járnbrautarteinunum í áttina til járnbrautarinnar. Og hann hljóp og hljóp þar til er hann kom auga á járnbraut- ina, sem kom þjótandi á fullri ferð á móti honum. En hvað gerði nú Eli Rhem? Ekki dugði að kalla, því að enginn í járnbrautarlestinni gat heyrt hrópin í honum fyrir hinum mikla hávaða frá vélinni. En Eli Rhem hafði ekki langan tíma til að hugsa. Hann gekk út á miðja járnbrautarteinana þar sem allir járnbrautarvagnarnir myndu aka yfir hann ef járnbrautin yrði ekki stöðvuð í tæka tíð. Þarna stóð hann og veifaði höndunum í ákafa og hrópaði jafnframt af fullum hálsi til þess að lestarstjórinn tæki eftir honum áður en um seinan væri. Lestarstjórinn kom líka auga á hann von bráðar. Hann hélt að drengurinn 'væri genginn af vitinu og kallaði og veif- aði til hans um að fara af sporinu. En Eli hreyfði sig ekki um fet. Hann vissi nefnilega, að það myndu margir missa Iífið ef hann gæti ekki fengið lestarstjórann til þess að stöðva járnbrautina. Og að því kom, að hann varð að stöðva járnbrautina, því að annars hefði hann ekið yfir drenginn. Lestarstjórinn hljóp út úr lestinni yfir sig reiður og ætlaði að gefa Eli duglega ráðningu fyrir að stöðva járnbrautina. En um leið þusti fólk þarna að, sem hafði staðið við brúna, og sá hvernig farið hefði fyrir járnbrautinni, ef hún hefði haldið áfram. Hún hefði sem sé steypzt niður í djúpið. AUÐNUST JARNAN Á ÖLLUM VEGUM Afgreiðslustúlka rösk og áreiðanleg, óskast í fataverzlun í Miðbænum. Upplýsingar um menntun, fyrri störf og aldur, sendist afgr Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, auðkennt: „September — 657“. Innheimtustarf > • 15—17 ára piltur óskast nú þegar til innheimtustarfa | hjá stóru fyrirtæki. Þarf að geta ekið reiðhjóli með | hjálparvél. —- Tilboð merkt: „Piltur 15 — 656“, sendist • I til afgr. blaðsins fyrir 31. þ. m. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.