Morgunblaðið - 27.08.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.1955, Blaðsíða 16
Veðufútli! í dag: Minnkandi V-átt. Þykknar upp f með vaxandi SA-átt síðdegis. — io teíJ i 193. tbl. — Laugardagur 27. ágúst 1955 Njálu-úlgáia Einars Ól. Sveinssonar próf. — 1 Sjá blaðsíðu 9. Skilríki með umsóknum um Iiin nýju byggingarlán Leiðbeiningsr fyrir umsækjendur SAMKVÆMT hinni nýju reglugerð, sem sett hefur verið um Iánveitingar úr hinu almcnna veðlánkerfi verða umsækjendur að senda allnákvæmar upplýsingar um byggingaframkvæmdir sínar með umsókn sinni um lán. Er hér um að ræða svipaðar upplýsingar og krafizt var með umsóknum um lán úr Lánadeild smáíbúða. Til þess að almenningur geti glöggvað sig sem bezt á þessu birtir Mbl. hér á eftir Ieiðbeiningar um það, hvaða skilríki skuli fylgja umsóknum um hin nýju lán. Eru þau þessi: 1. a. Sé um leigulóð að ræða, skal ávallt fylgja lóðarsamningur eða afrit af honum. Ef lóðar- samningur er ekki fyrir liendi, þá skal fylgja yfirlýsing land- eiganda um leiguréttindi og leigu tíma. Sé um eignarlóð að ræða, skulu fyrir því fylgja full sönnunar- gögn. b. Teikning af fyrirhuguðu húsi eða viðbyggingu, ef um hana er að ræða. Þegar sótt er um lán til viðbyggingar, skal upp- dráttur sýna stærð og gerð þess húss, sem byggt er við. Ef um íbúð í sambyggingu er að ræða, þá skal tilgreina stærð íbúðar í fermetrum og rúmmetrum og hvar hún sé staðsett í hlutaðeig- andi sambyggingu. Ávallt skal hver lánsumsækjandi tryggja sér, að húsnæðismálastjórn berist teikning af sambyggingu þeirri, sem íbúð hans er staðsett í. c. Þar sem skipulag er sam- þykkt, þarf teikning að vera árit- uð af hlutaðeigandi byggingar- yfirvöldum. En þar sem ekkert skipulag er ákveðið, skal fylgja yfirlýsing frá hlutaðeigandi sveit- arstjórn, að húsið sé staðsett með hennar samþykki. d. Ef húsið er í byggingu, skal fylgja vottorð um bygging- arstig frá hlutaðeigandi bygging- arfulltrúa eða oddvita, þar sem enginn byggingarfulltrúi er starf- andi. e. Veðbókarvottorð, hafi lán verið tekið út á bygginguna. f. Upplýsingar um eigið fé, sem hægt sé að verja til bygg- ingarinnar, svo og lánsmögu- leika. g. Upplýsingar um fjölskyldu- stærð og húsnæðisástæður. Til- greind sé tala barna innan 16 ára aldurs. h. Ef lánsumsækjandi hefur tekið íbúðina eða hluta af henni til íbúðar, þarf hann að senda vottorð hlutaðeigandi manntals- skrifstofu eða sveitarstjórnar um það, hvenær hann flutti í íbúð- ina. 2. Heimilt er byggingarfélagi eða einstaklingi að sækja um sameiginlegt lán til byggingar- framkvæmda fyrir fleiri en eina íbúð. Slíkum umsóknum skulu fylgja teikningar og kostnaðar- áætlun ásamt greinargerð um fyrirhugaðar framkvæmdir. Hús- næðismálastjórn getur veitt lof- orð fyrir slíku sameiginlegu láni, er skiptist síðar á einstakar íbúð- ir eftir ákvörðun húsnæðismála- stjórnar. Slíkt lán kemur þó ekki til útborgunar fyrr en fyrir ligg- ur, hvaða aðili verði eigandi hverrar einstakrar íbúðar, enda sé húsnæðismálastjórn því sam- þykk. Þnífkií ? í DAG mun að> Stlum líkindum verða þurrt susiæaanfas*is„ að því er Veðurstofaaai tjááSii blaðinu í gærkveldi. SaveSorfræðing- urinn að spá® sætii vesían átt í dag, en að suruxanátt myndí gera með kvöldinis <ag myndí þá þykkna upp á roý. KNATTSPYRNURÁÐ Reykja- víkur hefir valið íið það, sem keppir við Bandaríkjamenn n. k. þriðjudag Það verður þannig skipað, talið frá markmanni til vinstri átherja: Helgi Daníelsson, Val, Hreiðar Ársælsson, KR, Haukur Bjarna- son, Fram, Hörður Felixson, KR, Einar Halldórsson, Val, Halldór Halldórsson, Val, Ólafur Hannesson, KR, Guðmundur, Óskarsson, Fram, Þorbjörn Frið-' riksson, KR, Sigurður Bergsson,! KR, og Gunnar Guðmannsson, KR. — Varamenn verða: Ólafur Eiríksson, Víking, Hörður Óskars son, KR, Sigurhans Hjartarson, Val, Hilmar Magnússon, Val og Atli Helgason, KR. n Friðrik Olafsson um einvígið við Larsen : ki. Hémðsmót í Ölver Heimdallur efnir til hópfcrðar í dag HEIMDALLUR, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, efnir til ferðar á héraðsmót Sjálfstæðismanna á Akranesi, sem haldið verður í Ölver um þessa helgi. Lagt verður af stað frá Vonarst. 4 kl. 4 eftir hádegi í dag. í kvöld verður dansað í Ölver, en á sunnudag verða ýmis mann- virki á Akranesi skoðuð, svo sem fiskiðjuverin, höfnin og undir- búningsframkvæmdir að sem- entsverksmiðju. Á sunnudags- kvöld hefst héraðsmótið í Ölver. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Heim- dallar, Vonarstræti 4, kl. 2—4 I dag. Héraðsmótið hefst kl. 8,30 síðdegis á sunnudaginn. Þar flytja ræður alþingismennirn- ir Magnús Jónsson og Pétur Ottesen. Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, syngur, Gerð- ur Hjörleifsdóttir, leikkona, les upp og Árni Tryggvason, leikari, flytur gamanþætti. Að lokum verður dansað. MBL. átti í gær stutt símtal við Friðrik Ólafsson. Ilann dvelzt enn í Ósló, en er á förum til Kaupmannahafnar, þar sem hann kvaðst mundu hvíla sig, unz hann héldi heim 4. september næstkomandi. — Hvað viltu, Friðrik, segja okkur um skákina við Larsen? — Ég notaði vitlausa aðferð. Tefldi stíft upp á vinning og komst í tímaþrot. Það er allt og sumt! — Þetta getur alltaf kom- ið fyrir. — Skoraði Larsen svo á þig til einvígis? — Nei. Samkvæmt lögum móts ins verðum við að tefla til úr- slita fyrst við urðum jafnir og féllst Larsen á það. Við teflum því einvígi um titilinn sennilega í janúar, eftir að ég er búinn að tefla í Hastings. Ekki er enn ákveðið, hvort við heyjum ein- vígið heima — eða í Höfn. — Einvígið við Larsen hefir þá engin áhrif á þátttöku þína í Hastingsmótinu? — Nei. Ég tek þátt í því, eins og ákveðið var, áður en ég fór út. — Og hvernig lézt þér svo á einvígið? — Mér lízt bara vel á það. Að lokum bað hinn ungi skák- snillingur að heilsa heim, kvaðst hafa það alveg prýðilegt og sagði, að það gleddi sig mjög, hversu góð frammistaða íslendinganna var á mótinu. I Fyrstu togarar á veiðar fyrir Þýzkalandsmarkað FYRSTU togararnir eru nú að hefja veiðar fyrir Þýzkalandsmark- að. Er gert ráð fyrir að þrír togarar landi vikulega í Þýzkalandi tipp úr 12. september og líklega verður löndunum fjölgað upp í fjórar eða fimm á viku í október. Góð síldveiði í Norðursjónum mun e. t. v. valda því að betri markaður verður fyrir íslenzkan fisk í Þýzkalandi. Sólskin og „barnapíur" Skák FriSriks cg Bents Larssns HER fer á eftir skák þeirra Frið- riks Ólafssonar og Bent Larsens í síðustu umferðinni á Skák- meistaramóti Norðurlanda: Hvítt: FriSrik Ólafsson. Svart: Bent Larsen. 1. d4, Rf6 — 2. c4, gfi — 3. Rc3, d5 — 4. Rf3, Bg7 — 5. Db3, dxc — 6. Dxc4, 0-0 — 7. e4, Bg4 — 8. Be3, Rf _ d7 — 9. Hdl, Rb6 — 10. Db3, Rc6 — 11. d5, Re5 — 12. Be2, Rxf3f — 13. gxf3, Bh5 — 14. f4, Bxe2 — 15. Kxe2, Dd7 — 16. h4, c6 — 17. h5, cxd — 18. hxg, hxg — 19. Rxd5, Rxd5 — 20. Dxd5, Da4 — 21. f5, Da6f — 22. Kf3, e6 —- 23. Dd7, exf — 24. exf, Ha — e8 — 25. Hd6, Dc4 — 26. Dxb7, He5 — 27. Kg2, Dg4f — 28. KfJ, Ðxf5 — 29. Dd7, Dblf — 30. Hdl, Dxa2 — 31. Kg2, Dxb2 — 32. Dh3, Db7f — 33. f3 Hf — e8 — 34. Hd7, Ðfc2f — 35. Hd2, Dc3 — 36. Dh7f, Kf8 — 37. Bh6, He2f — 38. Hxe2, Hxe2f — 39. Kg3, De5f — 40 Bf4, Df4 — 41. gefið. FYRSTA LÖNDUN 12. sept. Fyrsti togarinn fór til veiða fyrir Þýzkalandsmarkað á fimmtudagsmorgun. Var það Kaldbakur. í gær lagði Egill Skallagrímsson af stað og næstur fer Röðull. Er gert ráð fyrir að þessir togarar landi 12.—15. sept- ember. Um mánaðamótin fara Sur- prise, Jón forseti og Pétur Hall- dórsson af stað og munu landa í vikunni 19.—25. sept. Þannig munu þrír togarar landa á viku hverri seinni hluta september, en fjórir eða fimm í október. MARGIR ÞÝZKIR TOGARAR Á SÍLDVEIÐUM Um markaðshorfur og verðlag <er það að sjálfsögðu að segja, að það fer mjög eftir veðráttunni og öðrum óviðráðanlegum atvik- um. En þó virðist það vísa á gott, að síldveiði hefur verið óvenju- lega mikil í Norðursjónum að undanförnu, svo að stór hluti þýzka togaraflotans hefur verið önnum kafinn við þær. Ef því heldur sVo áfram, ættu íslenzku I togararnir að geta selt afla sinn J góðu verði. Sem dæmi upp á hve mikill hluti þýzka togaraflotans er á síldveiðum skal skýrt frá því að í gærdag lönduðu 5 togarar í Bremerhaven. Fjórir þeirra voru með síld en einn með fisk af is- landsmiðum. í Cuxhaven lönd- uðu tveir, báðir með síld, í Ham- borg lönduðu þrír, allir með síld, en í Kiel landaði einn og var sá með ísfisk. t . - f Þessi mynd, sem tekin var á Austurvelli um 4 leytið í gær, þarf eiginlega ekki skýringar við. Það var sólskin og „barnapíurnar“ fóru með litla barnið út að aka. Þegar þær voru orðnar lúnar, hvíldu þær sig um stund á bekk á Austurvelli. Ljósmyndarinn kom þá aðvífandi í leit að einhverju, sem hann gæti tekið „sólskins- mynd“ af, og hvar ætli liafi verið betri fyrirsætur að finna í gær- dag hér í Reykjavík en einmitt þarna? Telpurnar sátu fyrst graf- kyrrar og störðu í ljósop myndavélarinnar, en þegar þær heyrðu smell í myndavélinni álitu þær að búið væri að taka mynd. Önnur þeirra fór þá að gefa barninu pelann, en hin hugsaði málið fyrir báðar á meðan! — Ljósm. Har. Teits. Amerhki shtdenta- kórinn í kvöld f Ansturbæjarbíói AMERÍSKI stúdentakórinn, frá Washington-háskóla, „The Tra- veling Troubadours“, er nú kom- inn til landsins, og mun halda fyrri hljómleika sína í kvöld f Austurbæjarbiói kl. 11.15. Eins og áður hefur verið skýrt frá, gerir kórinn för sína hingað tii þess að styrkja S.I.B.S. og mun ágóði beggjá hljómleikanna, renna þangað. Söngskráin er mjög fjölbreytt, kórsöngvar, kvartett, tvísöngvar og einsöngvar. Auk þess munu einnig verða sýndir þjóðdansar. Meðal annars verða sungin lög eftir Bizet, Bortniansky, Gersh- win. Einnig verður flutt aría úr óperunni La Tosca, úr óperunni La Forza Del Destino eftir Verdi. Einnig munu verða sungin vin- sæl amerísk dægurlög og létt klassísk lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.