Morgunblaðið - 03.09.1955, Side 7

Morgunblaðið - 03.09.1955, Side 7
[ Laugardagur 3. sept, 1955 UORGlNBLÁ»im Ungur verðlaunðhöfundur, Jón Dan, rabbar um: listina ab lifa — og skrifa ' — F.Ú ert af Suðurnesjum, er Jr það ekki, Jón? — Jú, það má víst segja það, ég er fæddur á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, annars er ég alinn upp í Reykjavík. —• Menn segja að það sé ömurlegt á Suð- urnesjum — og þaðan geti ekkert kott komið. Sumir segja jafnvel, að þar sé Ijótt. Ég er ekki á sama máli. Fegurðin er alls staðar, þar sem við viljum sjá hana. Og í augum okkar sem höfum leitað Jlennar á Suðurnesjum er hún ekki síður þar en annars staðar. ★ ★ ★ Við erum að ræða við Jan Dan, ungan og efnilegan rithöfund, sem hefir skrifað smásögur um alllangt skeið án þess að vekja á sér sérstaka athygli — fyrr en nú í sumar. Hann vann bæði smá- sagnakeppni Helgafells og Sam- vinnunnar, enda hefir hann sýnt, svo að ekki verður um villzt, að liann er ágætur smásagnahöfund- ur, á auðvelt með að skyggnast í sálardjúp persóna sinna og lýsa þeim umbrotum sem þar eiga sér stað. Það er því ástæða að bjóða hann velkominn í hóp ungra höfunda og rabba við hann um stund. ★ ★ ★ — Mér datt ekki í hug að leita að þér í símaskránni, Jón; hélt að nafnið þitt væri skáldanafn. — Nei, það er langt því frá, að ég hafi tekið upp skáldanafn. Ég er heitinn í höfuðið á langa-langa afa mínum — eða kannski hann hafi verið langa-langa-langa afi minn, blessaður karlinn. Hann hét Jón Daníelsson, kallaður Jón sterki í Stóru-Vogum og er tals- vert merk þjóðsagnapersóna. í þjóðsögum nafna hans Árnasonar er sagt, að hann hafi haft drauma mann og spunnust út af því sögu- sagnir, eins og gengur hér á landi. Þeir voru alltaf að skrifa um þess háttar efni í gamla daga. ★ UM FERMINGU — Já, það er ekki laust við það. En hvenær byrjaðir þú sjálf- ur að skrifa — ég á auðvitað við smásögur? — Ja það er nú orðið æði langt Síðan, skal ég segja þér, — ég var um fermingu. Nú stend ég á fertugu. Þetta líður allt samán, maður fer víst hvað úr hverju að slíta barnsskónum. Annars birti ég fyrst eftir mig nokkur ómerkileg kvæði og dauð- sá auðvitað eftir því. Það var fyrir fjölmörgum árum, þegar augnablikið var þrungið hrifn- ingu og sköpunargleðin skyggði á smekkvísina. — Annars hefí ég ekki ort mikið um dagana, aðeins dundað við það öðru hvoru. Fyrstu söguna mína birti ég í Vísi fyrir 15 árum. Hún er einnig lítils virði, gleymd og grafin og fer sennilega bezt á því. Nokkr- um árum síðar birti ég svo smá- söguna Blautu engjarnar í Brok- ey, í Tímariti Máls og menning- ar. Mér finnst hún alltaf vera bezta smásagan mín. Hún f jallar um, ja sleppum því .... ★ SMÁSAGNASAFN Á NÆSTUNNI? — Hvað hafa birzt eftir þig margar smásögur? — Þær eru 5 eða 6. Það eru svo sem engin ósköp, en nú mundi ég sennilega gefa út smá- sagnasafn, ef ég hefði einhvern útgefanda. Ég á orðið talsvert af sögum sem hafa safnazt fyrir hjá mér. — Annars hef ég heldur lít- inn tíma til skrifta, eins og þú getur nærri. Ég skrifa allt á kvöld in, þegar ég kem heim úr vinn- unni. — Þú vinnur hjá rikisféhirði? — Já. ★ ÞÁ ER MAÐUR SVO GÁFAÐUR! — Ef þú mættir ráða sjálfur, Hefir nýlokib vib leikrit og smásagnasafn og er nú að skrifa skáfdsögu Þið gróðnrsetiuð merhilegu mennningu í Noregi. Við ættura uð hjólpu ykkur uð ræktu lundið góðum skógi segir norskt skáld, Trygve Björgo Jón Dan. hvenær mundurðu þá helzt vinna að sögunum? — Eldsnemma á morgnanna, svona upp úr sex. Þá er maður svo gáfaður, aldrei þessu vant! Ég vil þó bæta því við, að mér líkar atvinna mín ágætlega, Ég skal segja þér, ég held að það sé einhver dulinn vaki í tölustöfum. Hefirðu nokkurn tima gert þér Ijóst, hve margir listamenn koma frá peningastofnunum: Tómas Guðmundsson, Indriði Waage, Valur Gíslason, Brynjólf- ur Jóhannesson, Halldór Stefáns- son, Kristján Bender, Þórir Bergs son og margir fleiri. Það ætti nú eftir að koma á daginn, að sýslan með tölur væri ein hin öflugasta innblásturslind öllum listamönn- um. Raunar hef ég ekki orðið var við það sjálfur, en það er sjálf- sagt af því, að móttökutækið er ekki í lagi. En það er þó tilbreyt- ing frá tölustöfum og margslungn um útreikningum að raða saman einföldum skrautlausum orðum að kvöldlagi fram í rauða myrk- ur — og vona svo að neisti sé falinn í þeim, þótt ekki sé hann stjörnuljós. — Já, þú segir nokkuð. Aldrei hefir mér dottið þetta í hug. — — En hvað hefirðu skrifað fleira en smásögur? — Leikrit. —Leikrit! — Hefirðu líka skrifað leikrit? Það var gaman að heyra. ★ REYKJAVÍKURLEIKRIT — Já, ég hefi skrifað 3 Ifeikrit og ætlar Þjóðleikhúsið að sýna eitt þeirra, e. t. v. næsta vetUr. Það fjallar um stöðu listamanns* ins í þjóðfélaginu. Eða m. ö. o.: baráttu andans við efnið. Mér fannst ég hafa leyfi til! að reyna að brjóta þetta efni til mergjar, þar eð ég hef sjálfur ætíð þurít að hugsa mjög um vandamálið: — líftið og listin; hvernig hægt er að samræma listina þehn skyldum sem lífið leggur manni á herðar. — Ég byrjaði á þessu leikriti fyrir 6 eða 7 árum; það er í fjórum þáttum, gerist í Reykjavík. ★ HVER ER UPPSKERAN? — Eins og þú getur séð, hef ég tekið lífið fram yfir lístina: — ég er orðinn fertugur maður — og hver er uppskeran? Hún er sennilega hvorki betri né verri en annarra sem hafa verið önnum kafnir við að lifa og látið andleg störf og skriftir sitja á hakanum. Ef ég ætti mér eina ósk, bæði ég um að fá að lifa stundarkom fyrir listina eina. En aðeins stuttan tíma til reynsiUj því að ég vil ekki loka mig inni og missa tengslin við lífið og starfið. — En hefirðu þá aldrei reynt að skrifa skáldsögu? — Jú, ég er einmitt að skrifa skáldsögu um þessar mundir; geri ráð fyrir, að henni verði lokið næsta vor. Hún fjallar, eins og smásagan í Samvinnunni, um baráttu höfuðborgarinnar og sveitanna um mannssálirnar, hún fjallar, ef ég mætti komast svo að orði, — um hungur jarðar- innar í ást. — Og niðurstaðan? — Því miður get ég ekki ann- ! að séð en sveitirnar séu að fara halloka. Því miður. ★ SUM VÍN ERU RÖMM — Hvað um íslenzkar nú- tímabókmenntir? — Mér finnst Gunnar Gunnars son og Kiljan mestu skáldsagna- höfundar okkar. Það er erfitt að gera upp á milli þeirra, en samt held ég, að Gunnar hafi haft meiri áhrif á mig, enda er ég orðinn svo gamall, að ég man eftir fyrstu bókunum hans. Þyk- ir ákaflega vænt um þær síðan. — Annars eru áhrif bóka mis- jaínleg. Sum vín eru römm, en renna þó ljúflega niður. og áhrif- in eru góð. Önnur eru bragðgóð, en valda hausverk. Eins er um bækur. Mann og Dostovjevskí eru oft „rammir“, en áhrifin, •— drottinn minn dýri! Hér virðist mér helzt deilt um keisarans skegg, þegar rætt er um nútíðarljóðlist. Sumir telja t. d. allt gott, ef það er rímað, aðrir ef það er órímað. Þetta eru aukaatriði, efnið og meðferðin eru vitaskuld aðalatriðin. — Af ungum skáldum finnst mér þeir Ólafur Jóh. Sigurðsson og Hannes Sigfússon beztir: — Hannes sameinár nýtt og gamalt á stórkostlegan hátt í Dimbil- vöku; kvæði hans eru ljóðræn og fáguð. : Sennilega dái ég nú samt Ás- mund Sveinsson mest allra ís- lenzkra listamanna. Ef ég væri UNGT, NORSKT skáld, Trygve Björgo kom hingað ekki alls fyrir löngu og ferðaðist um landið í hálfan mánuð. Björgo hefir gef- ið út tvær ljóðabækur, sem hlot- ið hafa góðar viðtökur. Nefnast þær I Minneskogen (1952) og Mörker og Morgon (1954). Eink um hefir hann dregið að sér at- hygli vegna þess, hve einfait og ljóðrænt form hans er. Hann er skáld hinna hljóðu heimabyggða sinna, er fæddur og alinn upp í Valdres, og yrkir á ný-norsku. ★ — Eg er ákaflega snortinn af íslenzkri náttúru, sagði Björgo, Trygve Björgö. þegar ég hitti hann að máli sem snöggvast. — Eg hef ferðast tals vert um landið, og hefur fegurð þess bókstaflega töfrað mig. — Heldurðu að þú yrkir þá ekki eitthvað um íslandsferðina? •— Það veit maður aldrei. — Kannski verður það nú samt, þeg ar ég er kominn heim og búin að jafna mig eftir ferðalagið. — Hefurðu ekki kynnt þér dá- lítið íslenzkar bókmenntir hér? — Ég hef auðvitað kynnt mér þær eftir föngum, en málið er borgarstjóri í Reykjavík, mundi þröskuldur í vegi, svo að það er ég setja Vatnsberann á áberandi heldur erfitt. Aftur á móti hef stað. Pilt og stúlku og Nótt í ég kynnst mörgum skáldum og hafa þau kynni skilið eftir djúp spor. Almenningur virðist vera ákaf lega bókhnéigður og þekking manna á bókmenntum er undra- verð. Já, þekking og ást, því að hér elska menn bækurnar sínar, París léti ég á Austurvöil, Þvotta konurnar á Lækjartorg og Björg- un úr sjávarháska við Ægissíðu. ★ ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ÞARFNAST — ELSKHUGA - Hvað finnst þér um afskipti ‘eTns Tg beztuviniTOglþað er ekkí stjOTnmalaflokka af bokmennt- j ejnasta ag þið hafið áhuga á ís- um' ... .1 lenzkum bókum, heldur einnig, Mer er illa við ofstæki og 0g engU sígUr, erlendum. valdboð í bókmenntum, hvort j sem það kemur frá ungiun mönn-' ™R(JKPVTT . „ „R um eða gömlum. Menn sem lR segja, að svona eigi ljóð að vera áð’an, að mér hafi og svona saga, eru ! hæsta mata ^ gaman að k t skáldun. tortryggilegir. Hefðum við nokk- um íglenzku sem é heimsótti. T^a,fe"fð nyjar stefnur, Þá fannst mér sérlega gaman að ef fanð hefði venð að boðum rahha vig Gísla Ólafsson; hann shkra „stemgervinga ? Serstæð- ]as upp fyrir okkur forskeytlurn- ur andr verður að brjota sér eigin ar sínar> smellnar og gróflega leiðir til að na fullum þroska skemmtilegar. — Hér áður fyrr en_ til þess að svo megi verða, tiðkaðist mjög að kveðast á má hvorki kóngur né klerkur sums staðar í Noregsdölum, t. d. drepa hann í dróma með vald- j setesdal og Þelamörk í Suður- boðum eða kyrkja sjálfstæði hans Noregi. Skyldi þá hver persóna með ofstækisfullum eggjunum. yrkja fjögurra lína kvæði, síðan Þvi er nefnilega alls ekki þann tæki annar við o. s. frv. veg farið, að saga eða Ljóð þurfi; _ jáj hetta er líkt og hjá okk- að lúta ákveðnum lögum til þess Ur í gamla daga. En er þessi í- að vera listaverk, það höfum þrótt dáin út í Noregi? við hvað eftir annað séð, þegar _ Já, það má eiginlega segja snillingar hafa kastað öllum það. Að vísu er eitthvað farið kennisetningum fyrir borð og að taka þetta aftur upp á sam- skapað listaverk — ekki þrátt komum hjá ungu fólki, en vís- fyrir það heldur kannski miklu urnar eru varla eins ferskar og frekar vegna þess. — Að lokum eðlilegar og í gamla daga. vildi ég segja þetta um bók-1 — Er mikill áhugi á ljóðlist í menntirnar: — íslenzfear bók-,Noregi? Frii. á bls. 12. i — Áhugi manna á ljóðlist hef- ur minnkað mjög frá stríðslok- um, en þó alls ekki vegna þess að henni hafi hrakað. Það er síð- ur en svo, og ég efast um, að við höfum nokkurn tíma átt jafn mörg góðskáld og nú. Ástæðan er bara sú, að fólkið hefur ekki eins mikla þörf fyrir ljóðlist og t. d. í stríðinu. Það eru hæðir og lægðir i lýrikinni, eins ogl öllu öðru. 25 LJÓÐABÆKUR Aftur á móti hafa aldrei ver- ið gefnar út jafn margar Ijóða- bækur í Noregi og í ár. Árið ’52 voru þær 11, en i ár hafa veriff gefnar út 25 ljóðabækur, flestar á bókmálinu. Af ungu bókmáls- skáldunum finnst mér Gunvor Hofmo einna bezt. Hún kom ekki fram fyrr en eftir stríð, enda ung að árum, en hefur þó skrifað fjórar Ijóðabækur. — Helzta landsmálsskáldið er Jan- Magnus Bruheim, sem sendi frá sér sjöttu Ijóðabókina í haust. aiWgBBBra UMBROT í LJÓÐLISTINNI — Hver eru í fáum orðum ein- kenni ungu Ijóðskáldanna ykk- ar? — Þau óttast nýja styrjöld. — Já, og kannski ekki að á- stæðulausu, eins og póhtíkusarn ir hafa hegðað sér undan farin, ár. En.... — Nýr tónn hefur einnig sett svip sinn á norska lýrikk upp á síðkastið. Nýskáldskapur („mo- dernismi") hefur nokkuð rutt sér til rúms. Hanti er t. d. í kvæðum Erlings Christies, Paals Brekkes og Claes Gills. Öll „ný-skáldin" yrkja á bókmáli og eru alþjóð- legri í hugsun en hin, ef svo mætti segja. Þau eru okkar atom skáld, form þeirra er lítt bur.dið og efnið óaðgengilegt. Hefðbundnu skáldin mega einn ig teljast alþjóðlega sinnuð, en. þau fá einkum næringu úr norskri mold heimabyggðanna. Þau eru flest sveitaskáld, „ný- skáldin“ aftur á móti borgar- skáld. Aslaug Vaa og Bruheim standa t. d. djúpum rótum í Þela- mörk og Guðbrandsdal og hafa þaðan útsýni yfir alla jörðina: Duva og dropen / forkynner mitt sinn / at heile jordi / er bu- staden min. ÞAR DVÖLDUMST VIÐ — Hvað er mest lesið í Noregi um þessar mundir, Björgo? — Þýddar sögur, einkum bandarískar. — Þú hefur kynnt þér vel ís- lenzkar bókmenntir, er það ekki? — Jú, við lásum t. d. Eddurn- ar í skóla. Þær hafa haft mikil áhrif á mig. Norsku þjóð- 1 kvæðin einnig. Þessar tvær bók- menntagreinar hafa yfirleitt haft mikil áhrif á norska ljóðlist, t. d- Aukrust og Tor Jonsson, sem ég hef lært mest af. Annars eru á- hrifin að heiman sterkust. — Úr Aurdalnum sézt Jötunheimur, ef farið er til selja, því að þau eru yfirleitt all-hátt í fjallshlíðun- um. Þar dvöldumst við á sumrinr krakkar. ★ ★ ★ — Hvað vildirðu svo segja að lokum, um íslandsferð þina? — Það er gaman að sjá, hversu ríka áherzlu þið leggið á að rækta landið. Sveitirnar eru Lág ar og víðáttumiklar, olnboga- rými því gott og möguleikar á mikilli ræktun. Heima eru dal- imir þrengri. Þið eruð að gróð- ursetja aftur skóg í landinu. Það er gott og mikið verk. Þið gróð- ursettuð merkilega og góða menn ingu í Noregi. Við ættum því í staðinn að hjálpa ykkur að rækta mikinn og góðan skóg i ykkar yndisfagra landi. — M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.