Morgunblaðið - 11.09.1955, Page 2
2
MORGUISBLAÐIÐ
Sunnudagur 11. sept. 1955 J
list Nínu Tryggvadóttur birtist
hinn tæri íslenzki himinn"
Rödd af Héraði: ! !
>. n ■ - ,• ■ v
Þurrkur í dag, þurrkur i
gœr, þurrkur alla daga
„VIÐ sáum í París, á síðustu svn-
ingu í Salon des Réalités Nou-
velles vel gerða mynd roeð sterku
hljóðfalli eftir Nínu Tryggvadótt
ur, sem áreiðanlega er einn hinn
imerkasti listamaður sinnar þjóð-
»r. Málverk hennar, eða sérstak-
lega álímingarmyndir hennar,
hafa á sér sérstakan blæ, sem
hlýtur að vekja athygli. Hún not-
eð mismunandi breiðar svartar
pappírsræmum, sem hún límir á
eterklitan, áður fullgerðan grunn.
Myndin virðist í fljótu bragði
gerð án nokkurrar reglu, en lýt-
er þó engu að síður reglu hinnar
wiiklu listar“.
VAXANDI í ÁLITI
Þessi mjög svo jákvæða um-
eögn um verk hinnar íslenzku
listakonu birtist fyrir tæpum
tveimur árum í þekktu frönsku
listatímariti: „Art d’Aujourd’hui“
í sérstakri grein um íslenzka list
og víst er, að Nína Tryggvadóttir
hefir stöðugt farið vaxandi í áliti
hæði utanlands og innan, sem
sérsíæður og skapandi listamaður
— og jafnframt furðu afkasta-
mikill, Á s.l. 10 árum hefir hún
haldið ekki færri en 10 sjálfstæð-
ar listsýningar bæði hér heima og
víða erlendis: — í París, Brússel,
New York (tvær sýningar), Kaup
mannahöfn, Osló og hér í Reykja-
vík (fjórar sýningar). Auk þess
hefir hún tekið þátt í fjölda sam-
sýninga, heima og erlendis m. a.
í París, Brússel, Nissa, Róm,
Milano og Stokkhólmi. Verk henn
ar hafa hvarvetna hlotið athvgli
og viðurkenningu, ekki sízt hinar
isérkennilegu álímingarmyndir
hennar, en hún mun ein meðal
íslénzkra listamanna, sem feng-
izt hefir að ráði við þetta list-
form. „Eiginlega byrjaði ég á
þessu upphaflega — segir lista-
konan, þegar vandræðin voru
mest hér heima með liti og list-
vörur — og síðan hefi ég haldið
því áfram. Annars eru álímingar-
myndir ekkert nýtt fyrirbæri í
list. Japanir gerðu slíkar myndir,
þegar fyrir Krists fæðingu en á
eíðari tímum voru það aðailega
kubistarnir, sem tóku uþþ þetta
listform“.
VÍÐREIST SÝNING
Nú hefir Nína Tryggvadóttir á
prjónunum nýja sýningu hér í
Reykjavík, sem opnuð verður n.k.
föstudag í Listamannaskálanum.
Þar mun hún sýna bæði málverk
og álímingarmyndir. Þessi sýning
er annars orðin býsna víðreist,
ef svo mætti að orði kveða, en
hún var upphaflega sett upp í
París fyrir um ári síðan, þaðaft
fór hún til Brússel og síðan til
Kaupmannahafnar og Osló — og
nú er hún hingað komin.
Það gæti verið fróðlegt fyrir
okkur hér heima að heyra hvern-
ig viðtökur sýningin hefir fengið
á undanförnum reisum sínum.
Þannig segir í „Art d’ Aujourd’-
hui“ í maí 1954:
STÓBST PRÓFRAUNINA
MEÐ ÁGÆTUM
„Listsýning, þar sem saman er
kominn allmikill fjöldi verka
með vissum heildarblæ er í sjálfu
«sér prófraun og Nína Tryggva-
dóttir hefir staðizt þessa prófraun
naeð ágætum. Þeir, sem kynnast
vilja tjáningarformi hennar
xnunu koma þar auga á mikla
fjölbreyttni í efnisvali — form,
sern er í senn ljóðrænt og fast. í
túlkun sinni notar listakonan lit-
aða fieti, sem hún raðar niður,
ýmist í málverkum eða álíming-
armyndum, þar sem haldast í
hendur ósjálfráður innblástur og
djúp umhugsun án allrar smá-
munasemi. Hún gæðir lífi öfga-
lausar andstæður með því að
«etja saman þunga og létta fleti
og djarfar boglínur móti beinum
hyrningum að viðbættum sterk-
Raddir úr ýmsum áffum um verk
listakonunnar
Ein af myndum Nínu Tryggva-
dóttur.
um dökkum tónum í andstæðu
við hina skæru samhljóma heild".
í LÍKINGU VIÐ STENDIIAL
OG KEAUDELAIRE
í Parísarblaðinu „Le Cornbat"
segir í ágústmánuði s.l.:
„Ég vil ennfremur benda á
Nínu Tryggvadóttur, sem þegar
hefir vakið athygli í „Salon des
Réalités nouvelles”. Hér finnum
við aftur sama innhverfa næm-
leikann, sem endurspeglar allar
skynjanir málarans, auðgaðar
af hugarstarfi eða öllu heldur
djúpri tilfinningu, sem gerir það
að verkum, að málverkið er ekki
lengur aðeins lofgjöi'ð fagurs
forms, sem háð er örlögum fag-
urra skapbrigða, hver sém þau
kunna annars að hafa verið, held
ur verður það siðfræðilegt verk
eða jafnvel dulrænt í líkingu við
skáldverk eftir Stendhal og
Beaud.elaire“.
SKYLDLEIKI VIÐ ÍSLAND
Hinn þekkti belgiski listrýn-
andi R. V. Gindertael skrifar í
janúar s.l. grein um sýningu Nínu
í vikublaðið „Les Beaux-Arts“,
sem gefið er út í Brússel, þar sem
hann leggur megináherzluna á
hið þjóðlega í list hennar: ,,í mál-
verkum Nínu Tryggvadóttur birt
ist hinn tæri himinn íslenzkrar
náttúru" — segir í fyrirsögn
greinarinnar og síðar ennfremur:
„Það er þessvegna ekki að ástæðu
lausu, að ég legg áherzlu á þá
staðreynd, að Nína Tryggvadóttir
er fædd á Seyðisfirði, smábæ á
austurströnd íslands. Þar með er
ekki sagt, að myndlist hennar sé
íslenzk eingöngu — eða að hún
sé rígbundin við neinn sérstakan
„íslenzkan skóla“.
Miklu betri lýsing á list hennar
væri að segja, að í henni birtist
náinn skyldleiki við ísland — við
hið svipmikla íslenzka landslag,
hinar hreinu línur og skæru liti,
sem svo greinilega hafa markað
sjónarmið og listskoðun listakon-
unnar.
VILJI TIL AÐ NÁ
SETTU MARKI
f öðru Brússel-blaði segir um
list Ninu:
„Verk hennar lúta geometrisk-
um lögmálum, sem miða að ör-
yggi og einingu myndbyggingar-
innar. Hún er gædd sjaldgæfum
hæfileikum til glæsilegrar lita-
meðferðar. Maður finnur í verk-
um hennar viljann til að ná settu
marki og sannfærist um, að mál-
arinn hafi náð því takmarki, sem
hann hefir sett sér“.
(„Nation Belge“ — 17. febr. 1955)
HREIN OG MÁTTUG LIST
„Við höfum séð málverkasýn-
ingu Nínu Tryggvadóttur í sýn-
ingarsalnum „Gallery Colette
Allendy". Þar eru geysistórar
veggmyndir, sem öðlast slíkan
léttleik með litunum. að jafnvel
steinarnir virðast svífa mót himn
inum. Hún hefir einnig gert
„collages" (álímingarmyndir) með
kraftmiklum og margbreytilegum
svörtum rákum, sem gæti verið
fyrirmynd litaðra glerglugga með
óvenjulegri og klassiskri
(archaic) gerð. List hennar er
hrein og máttug.
(Listatímaritið „Art Digest" í
New York, júlí 1954).
ÞJÓÐLEGUR BLÆR
Eitt Oslóarblaðanna skrifar:
„Á okkar dögum er hin æva-
forna geometriska list í tízku á
ný og nefnist jafnan . „non-
figurativ" list. Að hennar skuli
gæta svo mjög á íslandi, stafar ef
til vill af því, að Sögueyjan á í
myndlist engar erfðavenjur sam-
kvæmt evrópskum skilningi. Það
virðist því alveg eðlilegt að leita
nú öruggari fótfestu. aftur til hinn
ar fornnorrænu listar, sem einnig
var geometrisk, eins og við sjá-
um í fléttuskreytingum víkinga-
tímanna. Þar er leitast við að tjá
hreyfilögmál lifsins án notkunar
náttúruforma. Og slíkt er einmitt
að finna hjá Nínu Tryggvadóttur,
hinum ágæta fulltrúa íslenzkrar
nútímalistar. Hún er orðin heims
kunn (internasjonalt kjent) og
hið geometriska hefir færst í nú-
tímabúning við dvöl hennar í
París og New York, en maður
skynjar hjá henni sjálfstæðan
anda og geðblæ (Temperament)
sem er mjög þjóðlegur. Að baki
myndbyggingarinnar leynist hjá
henni tilfinning, hulinn kraftur,
hvort heldur myndin heitir
„Peinture“ eða „Collage“.
Eigi maður að hætta sér til
samanburðar út í listasöguna. þá
er fyrst að líta á það, sem gert
var í fornöld. Þá hurfu menn frá
hinni strang-geometrisku,,
„hreinu", list yfir til hinnar
„óhreinu": Menn felldu smám-
saman náttúruform inn í hið hátt
bundna form skreytilistarinnar
og um leið hófust ummyndanir.
I heild birti listin langtum fjöl-
breyttara tilfinningalíf en áður
og tvíeðli lífsins og misræmi var
tjáð í hreinu formi. Þannig hófst
hin fornnorræna dýraskreytilist
á hreinum fagurfræðilegum
grundvelli sem sambland lífræns
og stærðfræðilegs forms, náttúru
og hlutlægni, og mögulegt er, að
eitthvað svipað kunni nú að eiga
sér stað á ný. Merki þessa finn-
ast þó ekki hjá Tryggvadóttur.
Hún er þvert á móti nákvæm og
ströng og fagurfræðilega hrein
eins og jómfrú.
(Johan Frederik Michelet í Osló-
arblaðinu „Verdens Gang“ ( maí
1955).
Jökulhlaup í Skaffá
VEGNA jökullilaups, sem nú er
talað um í Skaftá, vil ég geta þess,
að sum árin sem ég var í Ásum
í Skaftártungu (45 ár), kom mik-
ið korgað jökulvatn í Eldvatnið
(Ásavatn) í byrjun september
eða svo, og var þá oft sama flug
í vatninu fram í október eða leng
ur og jökulleir alveg jafnt þó
tíðin væri köld og þurr. En eins
og kunnugt er, þá er Eldvatnið
úr Skaftá — eða Skaftá úr Eld-
vatninu, því það er mikið meira
vatn með Ásakvíslum, en Skaftá
er, og mun svo verið hafa síðan
eftir Skaftárelda.
Sveinn Sveinsson,
frá Fossi.
HÉRAÐI, 4. sept. — Þurrkur í
dag, þnrrkur í gær, þurrkur alla
daga. — Þannig lýsti einn granni
minn veðráttunni nýlega og er það
sannmæli. Ágúst hefur verið enn
þurrari en júlí var, aldrei dropi
úr lofti og oftast brennandi þurrk-
ar. Ýmsir héldu, að þetta mundi
breytast með höfuðdegi, en þessa
daga síðan er sama veðrið. 1 gær-
kvöldi seint kom þó hressandi
suunandemba, sem var sannarlega
nýlunda.
SÆKJA ÞARF NEYZLUVATN
LANGAR LEIÐIR
Allar sprænur eru þurrar orðn-
ar, og neyzluvatn .víða þrotið, svo
sækja verður það langar leiðir. —*
Rafmagn frá vatni lítið og ekkerí
og sendnir jarðeplagarðar eyði'
lagðir fyrir löngu.
Þessi lýsing sýnir, að við höf>i
um við erfiðleika að etja, þótt á'
annan veg sé en syðra. Hins veg^
ar hefur heyskapurinn gengið
ágætlega, allt er hirt jafnóðum.
Stundum hefur aðeins þurft" að
garða einu sinni há og töðu. Seinnl
slátturinn hefur víðast orðið rýl
vegna þurrkanna, einkum á har<5«
lendum túnum, en taðan mun hafö
orðið í meðallagi. Hún var orðitt
vel sprottin síðast, en sprettan vas
léleg víða, þegar sláttur hófst. —■
Notagildi heyjanna ætti að verðsj
mikið og gott. — G. H. ;
Heyfensfiir níiradi hluti
þess, sem bændnr þurfa
Fréffabréf úr Breiðavíkurhreppi ]
HELLNUM, Snæfellsnesi, 3. sept.
— Sem og annars staðar á Sður-
og Vesturlandi hafa verið hér lát-
lausar sunnan og vestanáttir með
stöðugum úrkomum. Undanfarna
2 mánuði hafa aðeins komið fjórir
dagar, sem rigningarlaust hefur
verið. Almennt vonaðist fólk eftir
að veðráttan breyttist til norðan-
áttar nú um höfuðdaginn, en sú
von brást og ekkert útlit er fyrir
neina veðurfarsbreytingu.
Ástand hjá bændum er mjög al-
varlegt, heyfengur er þegar sára-
lítill og það sem náðst liefur í hlöð-
ur er mjög lélegt fóður. Laust
fyrir mánaðamótin var aðeins
komin í hlöður 1/9 hluti af því
heymagni, sem bændur þurfa fyrir
skepnur sínar og þar með eru þó
taldar fyrningar, frá fyrra ári.
Talsvert er komið af heyjum í
sæti, sem þó er orðið stórskemmt
eða liggur undir skemmdum, ef
ekki úr rætist mjög bráðlega. —
Mjög fáir bændur ei'u hér með
súgþurrkun og votheysgryfjur eru
bæði litlar og allt of fáar.
AUKNAR HAFNA- OG
LENDINGABÆTUR
Mikil atvinna hefur verið hér í
sumar. Unnið hefur verið að
hafna- og lendingabótum á Stapa
og Hellnum. Á Stapa var byrjað
á fyrirhuguðum hafnargarði, sem
þó komst skammt á þessu sumri.
Á Hellnum var unnið að breikkun
áðurgerðs skjólgarðs, sem í senn
er bátabryggja og sjóvarnargarð-
ur. Almennur áhugi er fyrir að
verkum þessum verði haldið áfram
á næsta ári, svo viðunandi aðstæð-
ur skapist á þessum stöðum til út-
gerðar. Skilyrði til aukins land-
búnaðar eru hér lítil en aftur á
móti mikil skilyrði til aukinnar
útgerðar, þar sem mjög er stutt
að sækja á auðug fiskimið og sem
eru mikið sótt á vissum tímum af
Akurnesingum og bátum af norð-
anverðu nesinu. Aðeins hefur hér
verið um að ræða litla trillubáta,
sem daglega verður að setja á land
eftír hvern róðuft vegna ónógra
lendihgarskilyrða. Auknar hafna-
og lendingabætur á Stapa og
Hellnum er nauðsynjamál, sem
(enga bið þolir.
I
VEGABÆTUR
Innan skamms mun komast á
( hið langþráða vegasamband fram-
an undir jökul til Sands. 1 sumar
hefur verið unnið við að keyra
ofan í verstu kaflana milli Sands
og Hellna, ennfremur var nýr veg-
ur lagður og ofan í keyrður um
svonefnda Botnshlíð fyrir austan
Stapa. Enn ér þó langt í land þar
til góður vegur verður á þessari
leið. T. d. er eftir að leggja nýjan
veg um mest alla Breiðuvíkina, og
frá Hólahólum til Beruvíkur. En
víst er, að þessi vegur verður mifa
ið notaður á komandi vetri, sökuní
þeess hve snjóléttur hann er. |
MIKIÐ DREPIÐ AF REF
OG MINK ^
Óvenju mikið hefur verið skotiS
hér af ref í sumar, ennfremur af
mink, en eins og kunnugt er, et
mjög erfitt að fást við hann. Un<I-<
anfarin ár hefur verið miltið unfl
mink hér og hefur hann oft gerS
usla í hænsnahúsum. Tveim bræð?
um hér á Hellnum hefur þó tekizS
að drepa marga minka og flæma!
þá burt með aðstoð góðs minka*
hunds, sem þeir eiga. 1 sumar hef«
ur einn maður, Þórður Halldórth
son á Dagverðará, skotið 41 ref
og 9 minka, og hefur hann þó ekkí
stundað þessa veiði neitt að ráðh
Margir aðrir hafa skotið bæði refí!
og minka, sem orðið hafa á leiS
þeirra. — K. K. j
---------------------- a
Bréf um
orðsendlngu ]
Hr. ritstjóri! 1
HINN 6. þ. m. rakst ég á orðsendh
ingu frá utanríkisráðherranum |
Tímanum, undir fyrirsögninnij
„Tilhæfulausum rógi hnekkt“. —<
Vafalaust er þessi yfirskrift runn«
in undan rifjum ritstjórnarinnar4
en „diplomatisk“ er hún ekki.
Samt bar svo kynlega við, að fyr«
irsögnin var í fullu samræmi vi8
orðalag orðsendingarinnar, sem að
efni til var ætlað að lýsa ómerB
ummæli nafngreindra blaða uM
eitthvert tiltekið smámál, — Og
lauk klausu ráðuneytisins meS
þessum orðum: „Tilhæfulaus Og
glæpsamlegur ró,gur“.
Er þetta orðaval ekki ósamboðið
utanríkismálaráðuneyti lýðræðiai
ríkis? f
Hver semur svona orðsendingtj
og kemur henni á framfæri í nafnl
ráðuneytisins? Á hvaða máli ræð-i
ast starfsmenn þessa ráðuneytía
við innbyrðis, sem ekki geta orðafl
opinberar orðsendingar nema a9
hætti óvalinna götustráka?
S. B. A
_____________________1
450 kennarar.
WASHINGTON, 8. sept. — Unt
450 kennarar eru nú komnir til
Bandaríkja Norður Ameríku til
að kynna sér sögu þeirra og
menningu. Er ákveðið, að þeiP
taki þátt í námskeiðum um þcssS
efni.