Morgunblaðið - 20.09.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1955, Blaðsíða 1
! fHtmmifr 16 síður 42. árgangw 213. tbl. — Þriðjudagur 20. sept. 1955 PrentsmiSJa Morgunbíaðsin* GUR PERON lll!!!llUllinillllllllllllllllllllin!IIIIIIIIIIIIIIIIIUIIII!llllll(lllllllllllHIIIIHIII!llllllllllllilllltlllllllllllllllllllllllllllillll> „V/ð höfum aldrei fengiB neitt ókeypis frá Rússum" Samið um fríð á sjó • r fM HELSINGFORS — Þótt fögnuð- ur yrði mikill í Finnlandi yfir þeirri ákvörðun Rússa, að fara burt með her sinn og vopn af Porkalaskaga, þá gætti þess strax að Fin.nar óttuðust að böggull myndi fylgja skammrifi. „Við höfum aldrei fengið neitt frá Rússum, án þess að borga fyrir það", hefir verið viðkvæðið í Finnlandi þessa dagana. Fullvíst er talið, að Finnar verði að borga endurheimt Por- kala dýru verði, m. a. með því, að fallast á að gerðir verði í Finnlandi a. m. k. fimm stórir flugvellir, sem hægt sé að nota fyrir stórar þrýstiloftsflugvélar. Enn fremur með því að lengja herþjónustutímann í Iandi sínu og með því að auka útgjöld til hervarna. Og síðast en ekki sízt með því að fallast á að auka stór- lega radarkerfið við strendur landsins að sunnan og vestan. Rússar neyddu Finna til þess að láta Porkalaskagann af hendi með vopnahléssáttmálanum, sem gerður var árið 1944. Margir Finnar minnast um þessar mund- ir daganna 19. til 28. sept. fyrir 11 árum. Á þessum 9 dögum urðu finsku bændurnir á Porkalaskaga að flytja sig og skyldulið sitt og allt jarðneskt góss út fyrir endi- mörk skagans, sem er um 33 km á breidd, þar sem hann er breið- astur og 45 km langur út á yztu annes. Tæplega 10 þúsund manns flosnaði þarna upp frá jörðum 6Ínum. Ekki stóð þá á nágrönnunum úr nærliggjandi sveitum að að- stoða hið hrjáða fólk við flutn- ingana. Öll hugsanleg farartæki voru notuð. Þann 28. sept. kom fyrsti rússneski hermaðurinn. Á þeim ellefu árum, sem síðan eru Mðin, hafa Rússar rutt þarna skóga til þess að skapa sér land- rými til skotæfinga, lagt stóran flugvöll og reist önnur hernaðar- mannvirki Marga dagana hafa rúður titrað i höfuðborginni Hels ingsfors, sem liggur um 20 km frá Porkala, við sprengingar á skaganum og þyt úr þrýstilofts- flugvélum Rússa. Með atómöldinni hefur þýðing Porkalaskaga fyrir Rússa farið minnkandi, stríð byggist nú fyrst og fremst á langfleygum flug- vélum, sem flytja atómvopn. Og til þess að verja Leningrad hafa Rússar reist herstöðvar í Eystra- saltslöndunum, Eistlandi og Lett- landi, þar sem búa uudirokaðar þjóðir. Það kostaði þá ekkert að láta Porkalaskaga af hendi nú — þeim er meira virði að fá endur- nýjaðan vináttusamninginn við Finna frá árinu 1948 og um leið að fá ívilnanir frá Finnum, sem eru meir í stíl við atómöld. Samningar Finna og Rússa undirrilaðir Moskva 19. sept. NTB. FINNAR undirskrifuðu í dag samkvæmt ósk Rússa framleng- ingu á varnarsáttmála á milli þjóðanna og gildir sáttmálinn nú til ársins 1975. Eftir þann tíma er hægt að segja upp sáttmálan- um með eins árs fyrirvara. Samtímis var undirskrifaður sáttmálinn um afhendingu á Porkala skaganum í hendur Finnum. Rússar skuldbinda sig til þess að vera búnir að flytja allan her sinn frá skaganum inn- an þriggja mánaða frá því að sáttmálinn hefur verið staðfest- ur af finnska þinginu og æðsta ráði Sovétríkjanna. Kekkonen forsætisráðherra' Finna sagði við blaðamenn í Moskvu í dag, að hann gerði ráð fyrir því að finnska þingið stað- festi sáttmálann innan þriggja vikna. iftENJíOI* íf: sw*r» /•' I. ÍJRGENTINA 1.. 3B»SbÍí«, AIRES Öi» •Ni»(|M» * VUHMTÍUNCAS f£5^M»—«—i— l«í»£B«2£r&B | ojKtofra % Grefa Garbo — flmmtug — flýr á haf út iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiii: Guy Burgess ogMacLean ' voru njósnarar í 20 ár. London 19. sept. ÞAÐ var upplýst opinberlega í London í dag að diplomatarnir Donald MacLean og Guy Bur- gess, sem hurfu frá Bretlands- eyjum árið 1951, hafi verið njósn arar fyrir Sovétríkin og hafi gegnt þeim starfa um nær tutt- Ugu ára skeið. - Um MacLean var það upplýst að það væri sannað mál að hann hefði stolið leyndarskjölum, tek- ið af þeirri myndir og skilað $kjölunum síða naftur Myndirn ar sendi hann til Sovétríkjanna. Grunur hafði fallið á MacLean löngu áður en hann hvarf, en ekkert var hægt að gera í mál- inu, vegna þess að sannanir vant- aði. Nokkurrar gremju hefur gætt i Bretlandi undanfarna daga í garð brezkra stjórnvalda út af því að upplýsingarnar um njósna starfsemi Burgess og MacLeans skyldu fyrst hafa verið birtar í Ástralíu í skýrslu rannsóknar- nefndarinnar, sem kynnti sér mál Petrovs, rússneska njósnar- ans í sendiráði Sovétríkjanna í Canberra, sem leitaði ásjár í Ástralíu. Fulltrúi utanríkisráðu- neytisins í London sagði í dag, að brezka stjórnin hefði fylgt þeirri reglu að gefa ekki upplýs- ingar um gagnnjósnir, sem orðið gætu njósnurunum að liði. Fulltrúinn sagði að hvít bók myndi verða gefin út um mál þeirra Burgess og MacLeans inn- an fárra daga. Búizt er við að málið verði einnig rætt í brezka þinginu, er það kemur saman úr sumarleyfi 25. okt. n.k. Burgess lá aldrei undir grun fyrr en hann var horfinn. Montevideo, 19. sept. NÍU ára einræði Juan Per- ons í Argentínu virðist hafa lokið í dag. — Lausafregnir herma að einræðisherrann sé flúinn og ætli að leita hælis í Paraguay. Lucero, hermálaráðherra og yfirmaður varnarráðs stjórnar- hersins, tilkynnti í útvarp stjórn arhersins í Buenos Aires í dag, að Peron hefði boðizt til að leggja niður völd, svo að friður mætti takast. Sjálfur neyddist Lucero til þess að segja af sér embætti síð- ar í kvöld. Höfðu uppreisnar- menn þá sett það skilyrði fyrir, því að þeir tækju upp samninga við stjórnarherinn um vopnahlé, að báðir, Peron og Lucero, yrðu sviftir embættum. Seint í kvöld bárust fregnir um að skip úr flotadeild argen- tinska flotans, sem fylgir upp- reisnarmönnum að málum, hafi siglt til hafnar við La Plata flóa til þess að sækja fulltrúa stjórn- arinnar og að samningar um vopnahlé myndu nú hefjast um borð í einu af herskipum upp- reisnarmanna. SKILYRÐISLAUS UPPGJÖF Snemma í dag var sýnt að hverju stefndi í Argentínu, er lesin var upp í útvarp stjórnar- hersins á hálftíma fresti hvatn- ing til uppreisnarmanna um að hætta vopnaviðskiptum og senda samningamenn til Buenos Aires. Uppreisnarmenn höfðu þá 9 útvarpsstöðvar í Argentínu á valdi sínu og svöruðu þeir út- varpinu í Buenos Aires með því að krefjast þess, að Peron segði af sér áður en samningar yrðu teknir upp og að samningar færu fram um borð í einu af skipum uppreisnarmanna á La Plata flóa. í kvöld tilkynnti útvarpið í Cordova að stjórnarherinn hefði gengið að öllum skilmálum upp- reisnarmanna. HERINN BRÁST PERON í fyrstu var talið að argentinski herinn væri klofinn í stuðningi sínum við Peron og að mestur hluti hans og einnig flughersins fylgdi einræðisherranum. — Það hefir nú komið í ljós, að setuliðs- herinn úti á landsbyggðinni hefir reynst Peron ótrúr, og einnig stór hluti flughersins. Mestur fluti flotans hefir um langt skeið verið andvígur Peron. Búist er við því að undinn verði að því bráður bugur að semja vopnahlé, til þess að hægt verði að friða landið. Ókyrrðar hefir gætt meðal æstustu stuðn- ingsmanna Perons, sem ekki eru í hermannastétt. 9. hvirfil- vindurinn skellur á New York NEW YORK, 19. sept___í kvöld var verið að flytja flugvélar af flugvöllum á austurströnd Banda ríkjanna inn í land, og skip vortt að láta úr höfn á haf út, til þesa að standa af sér 9, hvirfilvindinn á þessari hvirfilvinda árstíð, sem var á leiðinni norður austur- strönd Bandaríkjanna. Mikill viðbúnaður var bæði i Washington og New York, til þesa að verjast hvirfilvindttnum, og á La Guardia flugvellinum var ver- ið að hlaða sandpokum til þesa að verja völlinn fyrir flóðöld- unni, sem jafnan fylgir í kjöl- far hvirfilvindanna. Þessi niundi hvirfill hefir Mot< ið nafnið Ione. í kvöld var Ione skollinn á Norður Karólínu fylki með nær 200 km hraða á klukkustund. Vitaskip á austurströndinnl hafði slitnað frá festum og var óttast um 16 menn, sem voru um borð. Nokkur hætta er talin á nýjum flóðum í héruðum, sem ekki era búin að ná sér eftir síðustu hvirf- ilvindaflóðin. Greta Garbo á götu í Monte Carlo Monte Carlo, 19. sept. GRETA Garbo, leikkonan heims- fræga, varð fimmtug á sunnu- daginn. Ekki hélt hún daginn há- tíðlegan við glasaglaum í marg- menni, heldur var hún sjálfri sér lík og flúði í einveruna. Um fyrri helgi bauð Onassis, hinn gríski, Gretu og nokkrum vinum hennar til skemmtisiglingar á Miðjarð- arhafi á lystisnekkjunni „Christ- ine" og greip Greta betta boð fegins hendi. Fyrir nokkrum vikum keypti Greta Garbo höll eina á Riviera ströndinni, nálægt Monte Carlo. Vinir hennar segja, að hún sé enn sem fyrr „feimin og henni sé lítið um það gefið að um hana sé tal- að". Hún umgengst fáa, bezti vin- ur hennar er amerískur kaup- sýslumaður að nafni Georg Schlee og kona hans. Greta þykir enn fegursta leikkonan í heim- inum. Nýtl heimsmat í sleggjukasti BELGRAD, 19. sept.: — Rússinn Mihail Krivonosov setti í dag nýtt heimsmet í sleggjukasti. Kastaði hann 64,57 m., en gamla metið, sem hann átti sjálfur ,var 64,33 m. —NTB 9 Horiur slæmar um sameínsngu Þýzkalands London 19. sept. ALMENNT er litið svo á 1 Englandi, að horfur á því, að samkomulag takist á fundi utanríkisráðherra fjórveldanna um sameiningu Þýzkalands, hafi versnað við för dr. Adenauers til Moskvu og samninginn, sem gerður var um stjórnmálasam- band milli V-Þýzkalands og Sov- étríkjanna. Með þessum samn- ingi fá Sovétríkin eín stórveld- anna stjórnarerindreka í báðum hlutum Þýzkalands og munu þvi geta tekið upp samninga við báð- ar ríkisstjórnir um málefni alla Þýzkalands, án milligöngu Vest- úrveldanna. Þess vegna er talið að Sovét- ríkin hafi ekki lengur áhuga á því að ræða Þýzkalandsmál á fundi utanríkisráðherranna i Genf 27. október. Rússar hafa nú þegar vísað á bug þeim fyrirvara, sem dr. Ad- enauer gerði um stofnun stjórn- málasambandsins við Rússa. — Fyrirvarinn var á þá leið að vestur-þýzka stjórnin liti svo á að hún væri hin eina viðurr kennda stjórn alls Þýzkalands og að landamæri Þýzkalands væri ekki hægt að ákveða nema með friðarsamningum. í tilkynningu frá Tass frétta- stofunni, sem birt var fyrir helg- ina segir að landamæri Þýzka- lands hafi verið endanlega ákveð in með Potsdamsáttmálanum og að Rússland viðurkenni þýzku stjórnina sem ríkisstjórn á þvl svæði einu, sem hún nú hefur lögsögu yfir. í SAMNINGUR ^ VBE) A.ÞJÓDVERJA 1 Útvarpið í Moskvu tilkynnti f gærkvöldi að samningur hefði l Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.