Morgunblaðið - 20.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. sept. 1955 Læknirinn og ásfin hans EFTIR JAMES HILTON Framhaldsssagan 32 ykkar .... Eigum við t.d. að ségja svona hálfa klukkustund, eða eitthvað nálægt því? Það ætti að vera ykkur nægi- lega langur tími, til að ræða það sem liggur á hjarta. Við skulum ekki ónáða ykkur neitt á meðan“. ; „Á ég að skilja orð yðar á þá leið, að enginn muni verða við- staddur, til þess að hlusta á sam-. tal okkar?“ „Já og við munum kalla varð- mennina í burtu á meðan. Ég er líka viss um, að þér viljið helzt tala við ungu stúlkuna í einrúmi. En .. meðal annarra orða.... “ „Já, hvað ætluðuð þér að segja?" „Þér munið við ^éttarrannsókn irnar — alveg þegar þeim var að ljúka — þá sögðuð þér dómaran- um, að stúlkan væri raunveru- lega aðeins nítján ára að aldri ..“ „Já, en hann vildi ekki einu sinni hlusta á mig, hvað þá að hann tæki nokkurt mark á orðum mínum“. „Ég veit það, en ég hef allt um það áhuga á því sem þér sögðuð. Sögðuð þér þetta bara til þess að reyna að fá hana lausa?“ „Nei, þetta var heilagur sann- leikur“. „En hvernig vissuð þér það, að þetta væri sannleikur. Hvaða ástæðu höfðuð þér til að álíta hana svo unga?“ „Hún sagði mér það sjálf“. „Nú skil ég .. og höfðuð þér engar sannanir aðrar, en frásögn stúlkunnar sjálfrar?“ „Nei, þess þurfti ég heldur ekki. Ég trúði henni fullkom- lega“. „Já, að sjálfsögðu .. Jæja, þér fáið nú að hitta hana seina í dag“. Og nokkrum mínútum síðar, þegar Millman hafði jafnað sig eftir vandræðin, þá hringdi hann til fangelsisstjórans í fangelsinu í Midchester: „Já, ég sagði hon- um að þau myndu fá að ræðast við í einrúmi og án votta.... Sögðuð þér henni ekki sömu sög- una? .. Ágætt .. Þetta er fremur óþægilegt starf, sannarlega... Hamingjan sönn, ég held nú síð- ur. Nei hann var svo innilega ánægður og þakklátur fyrir það. .. Já, ég spurði hann um aldur stúlkunnar, en hann vissi ekkert sem óhætt var að treysta á. Hún hafði aðeins sagt vera nítján ára og hann trúði orðum hennar takmarkalaust. Hann virt ist hafa trúað hverju orði hennar, blessaður sakleysinginn .... Já, þá er það ákveðið — klukkan þrjú. Við erum búnir að velja klefann og mennirnir bíða reiðu- búnir....“. Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í þrjú, var farið með lækninn eftir löngum gangi og inn í herbergi sem hann hafði aldrei fyrr augum litið, lítið og af þiljað herbergi með einu borði og tveimur stólum. Hann fékk sér sæti á öðrum. stólnum, en varðmaðurinn tyllti sér á hinn. Þegar klukkan var nákvæm- lega þrjú, kom einhver í dyrnar og gaf varðmanninum merki með annarri hendinni, en hann reis samstundis úr sæti sínu og gekk út úr herberginu. Stutta stund var Ðavíð aleinn eftir í herberginu, sem hann hafði verið fluttur inn í, en svo opnuð- ust dyrnar skyndilega og Leni kom inn, líka ein og ekki í fylgd með neinum verði eða eftirlits- manni. Httn hafði verið færð úr fanga- búningnum og klædd venjulegum fötum, sömu fötunum og hún var í, þegar hún sat á reiðhjólinu, mnrrmm fyrir aftan Davíð, á leið þeirra eftir Marland Road. En andlit hennar var breytt frá því sem þá var. Nú hvíldi yfir því sama sársaukafulla brosið og það, er honum hafði orðið minnis- stæðast, er hann batt um úlnlið hennar eftir slysið í leikhúsinu. Hún gekk til móts við hann, ekki alveg laus við eitthvert hik og hallaði sér upp að brjósti hans, án þess að mæla orð í fyrstu, vegna geðshræringarinnar, sem endurfundirnir ollu: „Du kleine doktor .. Oh, du kleine doktor....“. Hún byrjaði að gráta og allt í einu fannst honum sem allur heimurinn væri að gráta, gráta glataða og fordæmda ást. Loks leit hún upp, tárvotum augum: „Davíð, hvað sem þú kannt að hafa gert, þá breytir það í engu engu viðhorfi mínu til þín. Ég elska þig samt, Davíð. Ég sagði þér það einu sinni, en þá gafstu orðum mínum engan gaum“. „Hvenær sagirðu mér það, Leni?“ „Daginn sem ég dansaði fyrir Þig“- „Já, nú man ég það — ég reyni að muna allt. — Ég reyni og reyni — en ég get ekki hugsað mér hvað það var, sem raun- verulega skeði. Kannske veit held ur enginn hvað skeði“. | Hann þagnaði, en sagði svo skyndilega: „Leni, gerðir þú — þú gerðir ekki — gerðir þú nokk- uð? Var það Leni?“ ' Hún horfði stundarkorn alvar- leg á hann, en svaraði svo: „Nei, Davíð. En gerðir þú nokkuð?" i „Nei, ég gerði ekkert heldur. Varstu hrædd um það?“ „Ekki beinlínis. Ég bara vissi ekki, hvað ég átti að halda um það“. „Ég vissi það ekki heldur", en svo brosti hann: „Fyrirgefðu mér. Hvernig gat mér eiginlega dottið slíkt í hug um þig?“ „En ef sannleikurinn er raun- verulega sá, að hvorugt okkar hafi .... “ „Hvað er það, sem fyrir þér vakir?“ „Ég á við það, að ef hvorugt okkar hefur gert það, hver er þá hinn seki?“ „Já, það er nú það sem allt strandar á. Þessvegna trúa þeir okkur ekki. Þeir verða að fá eitt- hvert svar. Þeir verða að hafa einhverja til að skella skuldinni á og álasa. Og það er svo auðvelt að sanna hlutina með vitnaleiðsl- um“. Hún lyfti annarri hendinni og strauk létt yfir vanga hans: „Þeir ætla að taka okkur af lífi, Davíð, þótt við höfum ekkert rangt eða illt gert“. „Já, ég veit það“ og hann bætti við, um leið og hann sá greinilega lengra, en hin jarðbundnu augu þeirra gátu greint: „En við erum ekki ein“. „Hvað áttu við, Davíð?“ „Slíkir atburðir sem þessir eru alltaf að gerast. Þú skalt ekki vera hrædd við dauðann. Hann er ekki það versta, sem við þurfum að horfast í augu við, heldur að- eins það síðasta“. „En það er einmitt þess vegna, sem hann er verstur“. j „Nei, nei. Við hefðum mikið ! meiri ástæðu til að óttast fæðing- j una, ef við hefðum nokkurn möguleika til að horfa fram til hennar, sem einhvers óorðins , atburðar. Ég fullvissa þig um það. Ég hef svo oft brotið heilann um þetta. Hugsum okkur t. d. að allt gerð ist alveg öfugt við það sem raun- verulega er. Hugsaðu þér að fók kæmi»saman í kirkjugarðinum, dragi þig upp úr gröfinni, þar sem líkami þinn hefði legið í kistu, flytti þig inn í hús, opnaði svo kistuna eftir einn eða tvo daga og legði þig í rekkju. Að nokkrum dögum liðnum myndi svo þetta fólk safnast sam- TÓFRAPOKIMN 4. þyrnanna, sem hefðu svo kæft orðið. Og nú fréttist ekkert til þeirra í mörg ár. Einu sinni kom einn hinna kristnu grátandi til trúboðans og sagði: „Eg hefi orðið fyrir óhappi. Við hjónin vorum á ferðalagi upp til fjalla og vorum að heimsækja ættingja okkar. En er við vorum á ferð gegnum þorp eitt, þá sá höfðingi nokkur konu mína og tók hana, en rak mig í burt. Þegar mér svo mislíkaði þetta, hótaði hann mér dauða og sló mig. Hjálpa þú mér, trúboði. Það er 8 daga ferð til þessa þorps.“ Hvað er hægt að gera? Eigum við að senda einhvern þangað? Nei, honum verður ekki hlýtt né hlustað á mál hans. En að kæra fyrir yfirvöldunum? Ætli þau leggi upp í 8 daga ferðalag vegna þessa. Nei, það er ekkert annað en að fara sjálfur. Og trúboðinn bjó sig til ferðar. Hann tekur 'með sér mann hinnar rændu konu og 5 aðra kristna menn, j og eftir litla bænastund leggur hópurinn af stað inn í skóg- jinn. Um kveldið bjuggu þeir um sig í skóginum, sungu og báðu til Drottins um hjálp og varðveizlu og lögðu síðan af stað. Stundum lá leiðin gegnum akra og smá þorp, og notaði trúboðinn tækifærið til að tala til heiðingjanna um kærleika Guðs. En sú fregn barst langt á undan þeim, að hvítur maður væri á leiðinni með herlið. Það gleymdist þó að geta þess, að herliðið væri vopnlaust. En það veit maður, að í skóginum er hver maður svo vel vopnaður sem unnt er. Sjöunda daginn voru þeir að nálgast markið. Trúboðinn og vinir hans gengu hægt og varlega. Úr ýmsum áttum óm- uðu herópin í fjarska. Á sínu máli kölluðu þeir: „Það kem- ur hvítur maður með herlið! Konurnar, sem eru á ökrunum, eiga ekki að fara heim, heldur fela sig í skóginum, en þeir Borgarbílsföðin h.f. Sími: 81991 Einholt — Stórholt Bræðraborgarstígur Sími 1517 Hringbraut Blönduhlíð — Eskihlíð Sími 5449 Sírni 6727 Vogar — Smáíbúðahverfi, sími 6730 ■TOI SENDISVEIIMIM óskast strax L BRYNJÖLFSSON & KVARAN ■n»i RÁDSKONA óskast á bú í nágrenni Rcykjavíkur. Upplýsingar í síma 6723. Nú sending af vetrarkápum 1000 krónur stykkið. Vefnaðarvöruverzlunin Týsgötu 1 / Þegar þcr hafið noíað bláu Gillctte blöðin í málmhylkjunum, undrist þér að haía nokkurntíma keypt þau í öðrutn umbúðum % MálmhylkÍB hafa þessa kosti: Blöðin tilbúin, engar pappírsumbúðir. Fljótar að skipta um blöð. Blöðin halda betur bitinu. Málmhylkin yðar án hækkunar. 10 Blá Gilette Blöð í málm- hylkjum Kr. 13.25. Bláu Gillette blöðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.