Morgunblaðið - 20.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.09.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 20. sept. 1955 MORGUNBLAÐIÐ Sigurðsson prófessor Bronstein hefir forystuna Skákmótinu í Gaufaborg að Ijúka Jón Hj. Hinningarorð JÓN Hjaltalín Sigurðsson, próf., lézt hér í bænum þ. 11. þ. m. Með honum er til moidar geng- jnn einn hinn þekkasti og vin- sælasti maður úr íslenzkri lækna- stétt. Enda eru það margir sjúklingar, sem til hans hafa leit- öð á langri læknisæfi. Hann var fæddur í Reykjavík 15. október 1878. Var faðir hans Sigurður kaupmaður Magnússon, 60nur hins kunna athafnamanns Magnúsar kaupm. og alþm. Jóns- gonar í Bráðræði hér í bænum, en Siann var sonur Jóns umboðsm. Johnsen á Stóra-Ármóti í Flóa og bróðir þeirra Þorsteins kan- selliráðs, sýslum. á Kiðjabergi og Jóns bæjarfógeta í Álaborg. Er i mikill fjöldi merkra manna kom- ánn af Jóni umboðsm. á Ármóti. Kona Magnúsar í Bráðræði var Guðrún Jónsdóttir, Oddssonar Hjaltalíns. Bar Jón prófessor nafn Jóns Hjaltalíns landlæknis, sem var ömmubróðir hans. Móðir Jóns var Bergljót Árna- dóttir, bónda á Bakka í Vall- hólmi, Gíslasonar, hin mikilhæf- asta kona. Kom hún börnum sín- um fram til manns með frábær- aim dugnaði. Mun fátt af móður- fólki hans vera hér á landi, þar sem flest móðursystkini hans fluttust til Ameríku. Sigurður, faðir Jóns, rak all sumfangsmikla verzlun í félagi við föður sinn. Lét hann reisa mjög smyndarleg verzlunarhús við Vesturgötu 3, sem þá nefndist p.Liverpoor' og færðist mikið í fang. En svo fór að lokum að fyrir óbilgyrni harðdrægra er- lendra skuldunauta varð hann að hrekjast frá verzlun sinni og eignum. Má þá geta nærri að oft muni hafa verið þröngt í búi hjá móð- urinni með fimm börn ung, enda taldi Jón að fátæktin í æsku hafi haft djúpsett áhrif á líf sitt æ síðan. Þrátt fyrir hin kröppu kjör var hann settur til mennta þar sem inámsgáfur voru frábærar, enda vann hann fyrir sér af miklum dugnaði. Útskrifaðist hann úr Lærðaskólanum í Reykjavík í júní 1898 og hélt þegar utan til iæknisfræðináms við Hafnarháskóla. Á námsárunum varð hann að vinna fyrir sér sjálfur, einkum með því að ger- ast staðgengill héraðslækna á sumrum og fleytti það honum yfir námsárin með ýtrustu spar- semi, enda gat hinn ungi lækna- stúdent engan annan munað veitt sér en að hlusta á sígilda hljóm- list hvenær sem tækifæri gafst en af henni hafði hann mikinn unað eins og síðar mun sagt. Kandidatsprófi lauk hann í janúar 1901 með hárri I. einkunn. Fékk hann nú glæsileg boð frá læknum er hann hafði starfað fyrir, um að setjast að í Dan- mörku og ganga inn í starf þeirra, en svo fór, að fyrir beiðni Guðm. Björnssonar landlæknis, sem þá var staddur ytra, sótti hann um Rangárhérað og var skipaður héraðslæknir þar 29. marz s. á. Settist hann að í Kirkjubæ á Rangárvöllum hjá Grími bónda Thorarensen. Fór brátt mikið orð af hinum unga lækni og komst hann þegar í röð fremstu lækna á landinu og var elskaður og virtur af héraðs- búum. Enn hélt hann utan til framhaldsnáms 1909 og dvaldist árlangt í Kaupmannahöfn. Gekk hann þá að eiga heitmey sína, Ragnheiði Grímsdóttur Thoraren sen frá Kirkjubæ og voru þau gefin saman í Kaupmannahöfn .1. ágúst 1910. Héldu þau heim og dvöldu árlangt á Stórólfshvoli. 30. sept. 1911 er hann settur héraðslæknir í Reykjavík og kennari í lyflæknisfræði við hinn nýstofnaða Háskóia íslands og skipaður í embættið snemma á næsta ári. Hófst nú höfuðþáttur lífsstarfs hans. Reykjavík var þá lítill bær, íbúatala rúm 10 þúsund en sú tala mun hafa nær þrefaldazt meðan hann gegndi héraðslæknis störfum. Læknar voru fáir og því ærið nóg að starfa. Næturvörður var enginn en eini læknirinn sem gegningarskyldu hafði var hér- aðslæknirinn og áttu menn því aðgang að honum ef einhver veiktist. Það kom aldrei fyrir að ekki væri hlýtt kalii hvort sem var á nóttu eða degi. Um farar- tæki var engin að ræða og fór hann alla tíð gangandi í sjúkra- vitjanir sínar. Þegar við bættust umfangsmikil kennslustörf, læt- ur að líkum að dagsverkið hafi oft orðið æði langt. Hann hafði umfangsmeiri praxis en flestir aðrir læknar, hann var snjall að greina sjúkdóma og flestum eða öllum færari í sinni sérgrein. Við það bættist svo frábær samvizku- semi, ljúfmennska og skarpar gáfur. Var því eigi að furða þó að bæjarbúar elskuðu og virtu héraðslækni sinn, enda varð hann þegar landskunnur og sjúklingar leituðu til hans víðs vegar að. Kennslustörfin rækti hann af alúð og kostgæfni ein sog allt annað. Meðfæddar gáfur og af- burða þekking gerðu hann að ágætum kennara. — Margoft fór hann utan til þess að kynnast ný- ungum í fræðigrein sinni og dvaldi þá oft langdvölum er- lendis. En svo var samvizkusem- in mikil, að aldrei fór hann í kennslustund án þess að hafa bú- ið sig rækilega undir áður. Hann var ljúfmannlegur við nemendur sína. Hann hafði ekk- ert gaman af því að láta menn „standa á gati“, heldur reyndi hann að leiða þá og fá út úr þeim það sem þeir kunnu og fá þá til að draga rökréttar ályktanir af því, sem þeir höfðu fundið. Þó var fjarri honum að sleppa mönnum með yfirborðs- þekkingu eina og lítilfjörlega kunnáttu. Hann var því sérlega ástsæll af nemendum sínum eins og þráfaldlega kom í ljós við ýms tækifæri, en nemendafjöldi hans var svo mikill orðinn að ekki voru nema fáir íslenzkir læknar, sem ekki höfðu notið kennslu hans, er hann lét af störfum. Þegar til mála kom að setja á stofn Landsspítala var hann vit- anlega sjálfkjörinn til þess að annast undirbúning þess máls. Vann hann að því árum saman, og lagði í það mikla vinnu. — Dvaldi hann að lokum erlendis um 10 mánaða skeið áður en stofnunin tók til starfa. í janúar 1931 er hann ráðinn yfirlæknir við lyfjadeild spítalans og næsta ár skipaður prófessor við Háskól- ann, en læknir Farsóttahússins hafði hann verið frá því að þáð var stofnað 1920. Það var mikill vandi að taka að sér að verða yfirlæknir þessa nýja spítala sem augu allrar þjóðarinnar mændu til og var hann sér þess full meðvitandi, en hann uppfyllti hinar glæstustu vonir manna og því er það að nú blessar fjöldi sjúklinga um land allt minningu hins fyrsta yfir- læknis er þar starfaði um svo langt árabil. Hann lét af störfum sem yfir- læknir og prófessor þegar hann varð sjötugur að aldri. Eins og að líkum lætur gegndi prófessor Jón Hjaltalín mörgum heiðurs- og trúnaðarstörfum. — Hann er kosinn rektor Háskóla íslands 1942 um þriggja ára skeið. Félagi í Vísindafélagi ís- lendinga frá 1922. Var í lækna- ráði frá stofnun þess 1942, í stjórn Læknafélags íslands og Lækna- félags Reykjavíkur um árabil. Auk þess skrifaði hann margar greinar í læknarit. Jón Hjaltalín var óvenjulega vel gerður maður um alla hluti. Hann hafði hressilega og glað- lega framkomu og vakti ósjálf- rátt traust manna hvar sem hann fór. Hann var fríður maður og glæsilegur og gæddur miklum gáfum. Hann sagði hispurslaust og afdráttarlaust meiningu sína hver sem í hlut átti. Hann var vinfastur svo af bar og hefi ég fáa þekkt slíka. Hann átti ýms hugðarefni fyrir utan sitt starf. Þess er áður getið hve hljómlistin átti rík ítök í huga hans. Hann setti sig aldrei úr færi að hlíða á góða hljóm- list, ef hann átti þess nokkurn kost. Hann hafði næmt eyra og held ég að hann hafi kunnað utanbókar langa kafla úr ýmsum sígildum tónsmíðum. Auk þess var hann vel að sér í tónfræði bókmenntum. Hann hafði fagra tenórrödd og starfaði mikið í söngkórinn einkum á stúdentsár- unum og enda nokkuð eftir að heim kom. Allt þetta veitti hon- um hvíld eftir lýjandi störf. Enda þótt Jón Hjaltalín væri fæddur og uppalinn í Reykjavík, og dveldist aldrei í sveit til lengdar, held ég að hann hafi hvergi unað sér betur en úti í ís- lenzkri náttúru. Meðan börn hans voru enn á bernskuskeiði, reisti hann hús á undurfögrum stað við Sogið. Var það áður en að almennt var að menn byggðu sér sumarbústaði. Dvaldi hann þar tíma á hverju sumri með fjölskyldu sinni og var svo til hinztu stundar. Gróðursetti hann þar fjölda trjáa og jurta og hlúði að gróðri, en af því hafði hann mikið yndi. Þó held ég að hann hafi hvergi unað sér betur úti í náttúrunni, en við góða veiðiá, því að hann var veiðimaður af lífi og sál. Ég veit að þær ánægjustundir eru óteljandi, sem hann átti þar í hópi góðra vina. Jón Hjaltalín var gæfumaður. Hann eignaðist mikilhæfa ágætis konu, sem hann elskaði og virti og mannvænleg börn. Þau eru þessi: Guðrún, ekkja Stefáns heit. FRÉTTABRÉF frá Freysteini Þorbergssyni fréttaritara Mbl. á skákmótinu í Gautaborg. Gautaborg 16. sept. ÐEINS þrjár umferðir eru nú eftir af Gautaborgarmótinu. Bronstein leiðir örugglega og einnig þeir Keres, Panno, Geller, Petrosjan og Szabo virðast ætla að komast áfram til Kandidata- mótsins, sem á að hefjast í Amst- erdam í marz næstkomandi. Bar- áttan um 7.—9. sæti er nú í algleymingi á milli þeirra: Filips, Spasskijs, Ilivitskis, Pliniks, Najdorf, Fuderers og Pachmans. Najdorf og Geller hafa tekið lokasprett. XV. UMFERÐ 9. september Fimmtáanda umferð vitnaði um óvenjumikinn barátthug keppenda. Flestir tefldu nú djarft til vinnings og skeyttu minna um taphættu og tíma- þröng en áður. Engri skák var lokið eftir fjórar klukkustundir. Gert var út um þær flestar í tímaþröng. Skák þeirra Bisguier og Bron- steins varð mjög „dramatisk". Bisguier fórnaði peði í byrjun- inni og urðu brátt harðar svipt- ingar og jafnvel náttúruhamfar- ir í skákinni, svo sem stórflóðið þegar Bisguier hellti úr gos- drykkjaflösku yfir skákborðið. Brátt var skákin orðin ólík öllu því sem maður á að venjast. Bronstein hugsaði sig þá um í klukkutíma og tók síðan að bjóða mannfórnir af ýmsu tagi. Ame- ríkaninn lét ekki ginna sig, en kóngur hans komst á vonarvöl. Var þá mjög erfitt um vik. í tímaþrönginni glataði hann svo manni og gafst upp. Guimard fórnaði einnig peði á móti Keres og náði kóngssókn. Nokkru síðar bauð hann Keres heilan hrók og hugðist nú máta. Keres þáði boðið. Óvinaliðið geistist nú að kóngi hans, sem hafði fátt manna til varnar heima við. Var þá enginn róleg- ur í salnum nema Keres sjálfur. Guimard hélt áfram að fórna liði sínu, en Keres varðist af snilli og ekki kom mátið. Loks er tími Guimards var á þrotum, gafst hann upp með lið sitt í valnum. Medina, sem lengi átti í vök að verjast á móti Pachman, féll á tíma einmitt þegar hann virtist vera að rétta við stöðuna. Hann átti þá aðeins tvo leiki eftir. — Geller vann nú failega sóknar- skák af Pilnik. Það var fjórði sigur hans í röð. Najdorf tefldi vel á móti Spasskij. Ungi Rúss- inn, sem virðist vera farinn að þreytast, missti mann að lokum. Úrslit 15. umferðar: Fuderer — Petrosjan V2—V2 Guimard — Keres 0—1 Najdorf — Spasskij 1—0 Pilnik — Geller 0—1 Panno — Ilivitski V2—V2 Bisguier — Bronstein 0—1 Medina — Pachman 0—1 Þorvarðarsonar, sendiherra; Sig- ríður, gift Árna Skúlasyni, hús- gagnameistara; Ingibjörg, gift Bergi G. Gíslasyni, ræðismanni; Grímur, læknir, kvæntur Gerde f. Hansen; og Bergljót, gift Kjartani Sigurjónssyni, verzlun- armanni. íslenzk læknastétt stendur í mikilli þakkarskuld við prófessor Jón Hj. Sigurðsson. Hann hefir kennt flestöllum núlifandi ís- ■ lenzkum læknum og minnast þeir nú kennslu hans með þakklæti. Hann gegndi um langan aldur hinum umfangsmestu læknis- embættum á landi hér og vann störf sín með þeirri kostgæfni og af þeirri kunnáttu, sem öllum er kunn. Hann á því skilið þakk- læti alþjóðar. íslenzka þjóðin hefir misst einn af mætustu son- um sínum. Blessuð sé minning hans. Ólafur Helgason. Filip — Donner 1—0 Stáhlberg — Szabo 0—1 Unzicker — Sliwa 1—0 Rabar sat hjá. XVI. UMFERÐ, 10 sept. Þrátt fyrir harða baráttu urðu nú flestar af skákunum jafntefli eða sjö talsins. Aðeins toppmenn- irnir Bronstein og Keres og iægsti maður Medina unnu sínar skákir. Engin breyting varð á . röð keppenda önnur eu sú að Najdorf, sem verið hafði í 14. sæti, náði nú þrettánda manni- Rabar. Panno, sem átti í höggi við Bronstein, var að sjálfsögðu augasteinn áhorfenda. Hann byrjaði á því að ræna peði með smá leikfléttu. Þetta átti eftir að setja svip á alla skákina, þar sem ræninginn, þ. e. hrókurinn sem rændi peðinu, varð illa staddur og Panno varð að eyða tíma og veikja punkta í stöðu sinni til þess að koma honum aftur í sam- spil. Panno hafði samt lengi góða möguleika. Er tímaþrönginni var lokið hélt hann ennþá peði yfir, en veiku punktarnir í kóngsstöðu hans urðu honum að falli þegar biðskákir voru tefidar. Fuderer, sem einnig rændi peði af Keres, sýndi aftur á móti greinilega fífldirfsku að þessu sinni. Afleiðingarnar komu einn- ig skjótlega í ljós. Keres fórnaði öðru peði, hrakti óvinakónginn fram á borðið og vann x aðeins átján leikjum. Fjörugust varð skákin Spasskij —Guimard. Guimard, sem valdi eina af uppáhalds leiðum íslands meistarans Guðmundar S. Guð- mundssonar í franskri vörn, fórnaði peði og síðar heilum hrók til þess að komast í tæri við kóng andstæðingsins. En meira má ef duga skal og Guimard fórnaði enn riddara. Spasjkij, sem sjálfur er sóknarskákmaður, sneri nú við blaðinu og tók á móti næsta áhlaupi með drottn- ingarfórn. Stríðsguðinn hafði nú fengið nóg. Guimard, sem nú var orðinn harla liðfár, áræddi ekki að drepa drottninguna, en tók þess í stað jafntefli með þrá- skák. Óvænt en sanngjörn úrslit Úrslit XVI umferðar: Petrosjen — Filip Vz—V?, Keres — Fuderer 1—0 Spasskij —1 Guimard %—Vz Geller — Najdorf V2—Ví Ilivitski — Pilnik V2—V2 Bronstein — Panno 1—0' Pachman — Bisguer %—% Rabar — Medina 0—I Donner — Stáhlberg Vz—Vz Szabo — Unzicker V2—% Sliwa sat hjá. XVII UMFERÐ, 13. sept. Loks virðist Najdorf vera kom- inn í réttan ham. Ilivitski, sem rændi peði af honum, fékk nú slæma útreið. Eftir að Rússinn hafði farið skakkt í framhaldið fann Najdorf skemmtilega og þvingandi leið, sem leiddi til þess að allsherjar uppskipti urðu f skákinni, jafnhliða því, sem Naj- dorf vann fjögur peð í stað þess eina, sem hann hafði misst í fyrstu. Bronstein tefldi Caro-Cann á móti Pilnik, og náði fljótlega jöfnu tafli. Með skemmtilegri peðsfórn þvingaði hann fram jafntefli. Stáhlberg fórnaði manni fyrir tvö peð og sókn á móti Petrosjan. Rússinn flýði með kóng sinn yf- ir á drottningarvæng. Stáhlberg hóf þá einnig sókn þar og var nú baráttan mjög tvísýn. Stáhlberg kom peði upp á sjöundu línu. Á meðan hafði Petrosjan tekizt að brjótast í gegn og eftir að hafa stöðvað frípeðið naut hann liðs- munar og vann. Pachman, sem lengi hafði jafna stöðu á móti Panno, hóf sókn í tímaþröng, en sást ekki fyrir og tapaði peði. Það nægði Panno, og Pachman gafst upp. — Unzicker fékk sterkt frípeð Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.