Morgunblaðið - 20.09.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1955, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐI0 f I Þriðjudagur 20. sept. 1955 | ' — Dagbók — Vandamál Cóðtemplara BLÁA BANDIГ, hið nýstofnaða félag til hjálpar ofdrykkju- mönnum, hefur nú hafizt handa um að koma á fót hæli fyrir áfengissjúklinga. Hefur þetta lofsamlega framtak hins nýja félags vakið ugg með templurum, sem vonlegt er og svo greinilega kom fram við umræðurnar á bæjarstjórnarfundi fyrir skömmu, er rædd var þar og samþykkt lánveiting til „Bláa bandsins“. Að Góðtempiurum steðjað hefur geysimikiil vandi, — og gott ef hann ei lamar þeirra mátt. Þeir hafa, sem sé, orðáð það í þessu „Bláa bandi“, að þeir búist til að starfa á nýjan hátt: Að dansa aðeins minna, en búa þeim mun betwr að bróðurnum, sem hjálparþurfi er. Og hirða ei um að færa sín líknarstörf í letur eða lúðra neina þeyta fyrir sér. Kobbi. f I dag er 262. dagur ársins. 1, 20. september. ! Árdegisfla-ði kl. 8,32. í Síðdegisflæði kl. 20,47. Slysavarðstofa Reykjavíkur. — jLæknavörður allan sólarhringinxi f Heilsuverndarstöðinni. Sími 5030 Næturvörður er í Ingólfs-apóteki *fm! 1330. Ennfremur eru Hoits- fcpótek og Apótek Austurbæjar op- In daglega til kl. 8, nema laugar- idaga til kl. 4. Holts-apótek er opið ú sunnudögum milli kl. 1 og 4. Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- *póiek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 8—16 og helga daga frá kl. 13,00 «1 16,00. n— ---------------------□ • Veðrið * I gær var austan átt um allt land, dálítil rigning á Norð- ur- og Austurlandi. — Hiti í ' Reykjavík kl. 15,00 mældíst II stig, 6 stig á Galtarvita, 7 stig á Akureyri og 6 stig á Dalatanga. — Mestur hiti hér á landi í gær kl. 15,00 mæld- ist 12 stig á Síðumúla, Borg og minnstur 3 stig á Gríms- stöðum. — í London var hití 18 stig um hádegi, 15 stig í Kaupmannahöfn, 20 í París, 16 í Berlín, 14 í Osló, 13 í Stokkhóimi, 13 í Þórshöfn og 20 í Ne'.v York. □-----------------------□ • Hjönaefni * Nýlega hafa opinberað trúiofun eína ungfrú Guðrún Oddsdóttir, Túngötu 16 og Ólafur Jónsson, verzlunarmaður, Fjóiug. 25. • Aímæli • 85 ára er í dag (20. sept.), — Magnús Guðmundsson frá Dverga- eteini, Álftanesi, nú tii heimilis á Þjórsárgötu 1. 1 dag er sjötug frú Guðrún Ei- xlksdóttir, Þórsgötu 22. V 65 ára er í dag Guðlaug Ólafs- dóttir, Blönduhlíð 27. • Skipafréiíi2 » Ehnskipafélag Islauds h.f.: Brúarfoss er í Reykjavík. Detti- foss er í Reykjavík. Fjallfoss fór frá Eeykjavík í gærkveldi til Rott erdam og Hamborgar. Goðafoss fór frá Eskifirði 18. þ.m. til Ham- borgar, Gdynia og Ventspils. — Gullfoss kom til Kaupmannahafn- ar í gærmorgun frá Leith. Lagar- foss fór frá Reykjavík 17. þ.m. til Raufarhafriar, Húsavíkur, Hrís- eyjar, Siglufjarðar, Vestfjarða, Vestmannaeyja og Faxaflóahafna. Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss fór frá Gautaborg 17. þ.m. til Flekkef jord og Faxaflóahafna. — Tröllafoss er í Reykjavík. Tungu- foss fór frá Stokkhólmi 17. þ.m. til Hamborgar og Reykjavikur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja er í Reykjavík. Herðu breið er á Austfjörðum á suður- leið. Skjaldbreið fór frá Reykjavik í gærkveldi vestur um land til Ak- ureyrar. Þyrill er á leið frá Rvík til Noregs. Skaftfellingur fer frá Reykjavík síðdegis í dag til Vest- mannaeyja. Baldur fer frá Rvík í dag til Hjallaness og Búðardais. Skipadeiid S. í. S.: Hvassafell er í Hangö. Amar- fell er í Helsingfors. Jökulfell á að fara í dag frá New York áleiðis til Reykjavíkur. Disarfell fer í dag frá Hamborg til Rotterdam. Litla- fell er í Reykjavtk. Helgafell er í Þorlákshöfn. • Flugferðlr & Fiugféiag fslahds h.f.: Millilandaflug: Gulifaxi fór til Glasgow og London í moi’gun. — Flugvélin er væntanleg aftur. til Reykjavíkur kl. 23,45 í kvöid. — Sólfaxi fer til Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 08,00 í fyrra- málið. —• Innanlandsflug: 1 dag er i’áðgert að fi.iúga til Akureyi-ar (3 perðir), Blönduóss, Egilsstaða, —- Flateyrar, ísafjarðar, Sauðár- króks, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. — Á morgun er ráð gert að fliúga til Akure.yrar (2 ferðír), Egilsstaða, Hellu, Homa- fiarðar, Ísafjarðar, Sands, Siglu fjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir). — Luftleiðir b.f.: Edda er væntanleg til Rerykja- víkur kl. 09.00 í dag frá New York. Flugvélin fer áleiðis til Osló og Stavanger kl. 10,30. Einn- ig er væntanleg til Revkjavíkur Saga kl. 18,45 í dag frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Stavanger. — Flugvélin fer áleiðis til New York kl. 20,30. « Blöð og timarit • Blaðinu hefur borizt júlí- og á- gústhefti af tímaritinu Heima er bezt. Blöðin flytja bæði, að vanda, skemmtiiegar og fróðlegar greinar og sögur um ýmiss efni. Þá eru nokkur kvæði í ritum þessum og svo og fjöldi mynda, Skák. sept.—okt.-blaðíð er kom- ið út. Þar eru m. a. birt heildarúr- slit heimsmeistaramóts unglinga og skákir frá mótinu, heildarúr- slit Skákþings Norðurlanda og fjöldi skáka þaðan, heildarúrslit alþjóðaskákmótsins i Buenos Aires. úrslit og skákir úr keppni Banda- ríkjanna og Rússlands og fjöldi annarra skáka. Ritið er hið vand- aðasta að frágangi og er skákunn- endum mikill fengur að því. Rit- stjóri og útgefandi er Birgir Sig- urðsson. • Aætlunarferðir • Bifreiðastöð íslands í dag: Akureyri; Austur-Landeyjar; Biskupstungur að Geysi; Bíldudal ur um Patreksfjörð; Dalir; Eyja- fjöll; Gaulverjabær; Grindavík; Hólmavík um Hrútafjörð; Hreða- vatn um Uxahryggi; Hveragerði; Isafjarðardjúp; Keflavík; Kjalar- nes—Kjós; Landsveit; Reykir— Mosfellsdalur; Vatnsleysuströnd —Vogar; Vík í Mýrdal; Þingvell- ir; Þykkvibær. Á morgun, miðvikndag: Akureyri; Fljótshlfð; Grindavík Hveragerði; Keflavík; Kjalarnes —Kjós; Reyholt; Reykir—Mos- fellsdalur; Skeggjastaðir um Sel- f oss; V atnsleysuströnd—V ogar; Vík í Mýrdal;; Þykkvibær, D-Iisti er listi Sjálfstæðis- manna í Kópavogi! Sólheimadrengurími Afh. Mbl.: S J kr. 50,00. — Bágstadda f jölskyldan Afh. Mbl.: Guðrún kr. 100,00; N, N. 100,00; áheit, Sigurjón kr. 100,00. — Safn Einars Jónssonar Opið sunnudaga og miðviku- daga kl. 1.30—3.30 frá 16. sept. til 1. des. Síðan lokað vetrar- mámtðina. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ hefi ég nýlega móttekið 100 kr., sem prófasturinn þar, herra Sigur jón Guðjónsson, hefir sent mér. — Eru þær gjöf frá X og Z til minn- ingar um Helga Jónsson frá Stóra-Botni. — Matthías Þórðars. Penuavinur 15 ára gömul ítölsk telpa óskar eftir að komast í bréfasamband við íslenzka jafnaldra sína, pilta og stúlkur. Hún skrifar ítölsku, frönsku og þýzku og hefur áhuga á að skiptast á ítölskum og ís- Ienzkum póstkortum. Nafn hennar og heimilisfang er: Maria E. Dala vecuras, Via S. Martino 7, Milano, Italía, — Gangið í Almenna bókafélagið, félag allra fslendinga. Pennavinur Þýzkur piltur, Hans Wolf Sier- ert, Schlosstrasse 26, Osnabriick, 14 ára gamall, óskar eftir að kom- ast í bréfasamband við íslenzka pilta eða stúlkur á svipuðum aldri. Viuningar í getraununum 1. vinningur 232 kr. fyrir 11 rétta (4). — 2. vinningur 46 kr. fyrir 10 rétta (40). — 1. vinning- ur: 353(1/11,5/10) 2875(1/11, 6/10) 2909(1/11,6/10) 2935(1/11, 5/10). —• 2. vinningur: 47 439 901(2/10) 1735 2869 2875 2877 2887 2888 2896 2902 2905 2908 2911 2920 15236 16318. — Birt án ábyrgðar). ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ: Afgreiðsla í Tjarnargötu 16. — Sími 8-27-07. Stuðningsmenn Sjálfstæð isflokksins í Kópavogi. — Hafið samband við kosninga skrifstofu flokksins á Þing- boltsbraut 49. — Sími henn- ar er 7189. Læknar fjarverandl Grímur Magnússon frá 3. sept íil 15. októher. Staðgengill er Jó Nannes Biörnsson Maður nokkur kom með bílinn sinn á verkstæði og bað um fag- mann til þess að líta á vélina, það kæmi eitthvað undarlegt hljóð í hana þegar bíllinn væri í akstri. Gamall bílaviðgerðamaður leit á vélina og spurði: — Hvenær kemur þetta hljóð í vélina? — Þegar ég er kominn yfir 100 km. hraða. — Það er nú það, sagði gamli maðurinn. — Það er ekkert að vél- inni, en hljóðið sem þér heyrið er nú áreiðanlega aðvörunarmerki frá himnaföðurnum. Bjami Jónsson 1. sept, 6&kveðt 18. S+aðgengill: Stefán BjörnB* SOD Kristjana Helgadóttir frá l8j ágúst, óákveðið. Staðgengill J Hulda Sveinsson. ólafur Jóhannsson frá 27. ágúsí til 25. september. Staðgengilf Kjartan R. Guðmundsson. Úlfar Þórðarson frá 29. ágúsí til 16. septemher. Staðgengills Björn Guðbrandsson, heimilislækn isstörf og Skúli Thoroddsen augtí Iæknisstörf. | • Gengisskroning « (Sölugengi) Gullverð ísl. krónn: 1 sterlingspund ....kr. 45,70 l bandarískur dollar .. kr. 16,32 1 kanadiskur dollar .. kr. 16,56 100 danskar kr. .... kr. 236,30 100 norskar kr. .... kr. 228,50 100 sænskar kr......kr. 315,50 100 finnsk mörk .... kr. 7,09 1000 franskir fr....kr. 46,68 100 belgiskir fr....kr. 32,90 100 svissneskir fr. .. kr. 376,00 100 Gyllini .........kr. 431,10 100 tékkn. kr........kr. 226, 100 vestur-þýzk mörk kr. 391,30 1000 lírur ..........kr. 26,11 Tilvera drykkjumannsins er ekk3 annaS en samvizkubit, kvöld og niðurlæging. Málfundafélagið Óðinn Skrifstofa félagsins er opin á föstudagskvöldum frá kl. 8—10, Sími 7104. Félagsmenn, sem eiga ógreitt árgjaldið fyrir 1955, eru vinsamlega beðnir um að gera skil í skrifstofuna n.k. föstudagskvöld. . J • Utvarp • Þriðjudagur 20. september: Fastir liðir eins og venjulega, 19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms- um löndum (plötur). 20,30 Út- varpssagan: „Ástir piparsveins- ins“ eftir Wiíliam Locke; XIX. (Séra Sveinn Víkingur). 21,00 — Tónleikar (plötur): Píanókonsert nr. 1 í d-moll op. 10 eftir Adolf Wiklund (Sixten Ehrling og Hljómsveit tónlistarfélagsins í Stokkhólmi leika; Sten Frykberg stjórnar). 21,30 íþróttir (Sigurð- ur Sigurðsson). 21,45 Tónleikar (plötur): Dansar úr „Galanta" eftir Zoltán Kodály (Sinfóníu- hljómsveit Vínarborgar leikur; Rudolf Moralt stjórnar). — 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — 22,10 „Lífsgleði n.jóttu", saga eftir Sig- rid Boo; XII. (Axel Guðmunds- son). 22,25 Tónleikar: Björn R. Einarsson kynnir djassplötur. —— 23.00 Davskrárlnk. — Hvaða eiginleikum karl- manna heldur þú að eiginkonur séu hrifnastar af? — Þeim, sem eiginmennirnír ekki hafa. ★ Hún: — Það stendur hér í blað- inu, að konur þurfi meiri svefn en karlmenn. Hann: — Ágætt, þá finnst mér að þú eigir að halda þér vakandi þar til ég kem á kvöldin. ★ — Ástin mín, ég fer með þér á heimsenda. —• Hvaða vitleysa, mér dettur ekki í hug að fara þangað. ★ — Eg hefi frétt það eftir þér, að þú segðlr að ég ætti raunveru- lega að sitja í tugthúsinu. — En sá misskilningur, ég sagði aðeins að 6g furðaði mig á því að þú fengir að ganga laus. ★ — En hvað betta eru falleg föt, hvað kostuðu þau? —• Kostuðu? Þau kosta ennþá. ★ — Jæia, svo þú merkir í dyra- stafinn þann arna. hæð bamanna þinna ár frá ári. En hvað merkir þetta vinkilstrik á veggnum? — Það merkir hve maðurinn minn þurfti að borga í skatta við síðustu áramót. FERDBftiAftíD Rómantík og raunsæi Mbáí marcpin&ýjimii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.