Morgunblaðið - 22.09.1955, Side 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
_Fimmtudagur 22. sept. ’55
H.f. Árvakur, Reykjavtk
SVsuEkv.stj.: Sigfúa Jónsson.
Ritstjðri-’ Valtýr Stefánsson (ábyrfSarsa.)
Btjtounálarltitjórl: SigurCur Bjarnason fri VlfpSL)
Leabók: Arni Óla, eimi 304*
Auglýstngar: Árnl GarBar Krlstinjwom.
RitstjCrn, auglýsingar og afgreiðtbr
Auaturstræti 8. — Sími 1600
kskriftargjald kr. 20.00 i mánuöi
! iauaasölu 1 krtaa aintakJB
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Þegœr Rússor hóiu
úrúsurstríð gegn Finnum
BLÖÐ kommúnista hér á landi
og víðar hafa nú um skeið
látið svo sem rússneska komm-
únistastjórnin bæri innilegan
hlýhug í brjósti til finnsku þjóð-
arinnar. Hafa þau túlkað brott-
för Rauða hersins frá Porkkala
sem einstætt drengskaparverk og
vináttubragð í garð Finna. Áður
hefur verið á það bent hér 1
blaðinu að því fer víðsfjarri að
þetta sé sannleikanum sam-
kvæmt. Herstöð Rússa á Porkkala
skaga er orðin þeim gersamlega
þýðingarlaus. Síðan hraðfleygar
flugvélar og fjarstýrð flugskeyti
komu til sögunnar geta hinar
öflugu herstöðvar Rússa í hinum
herteknu hlutum Finnlands, á
Kyrjálaeiði og í Norður-Finn-
landi fyllilega gegnt því hlut-
verki, sem Porkkalaherstöðvun-
um var ætlað.
Staðreyndirnar eru þá þær,
að Rússar hafa öflugar her-
stöðvar á finnsku landi þrátt
fyrir brottflutning herliðs
þeirra frá Porkkala. Kyrjála-
héraðið og Petsamósvæðið eru
eins finnskt landsvæði og
Porkalaskagi. Finnar voru
neyddir til þess að sætta sig
við rússneska hertöku þessara
héraða í lok styrjaldarinnar,
ekki til skamms tíma heldur
um aldur og ævi. Þau eru nú
hluti af Sovétríkjunum á sama
hátt og Eystrasaltslöndin.
Hatursáróður ge«n
Finnum
Kommúnistar leggja nú mikla
áherzlu á það, að þetta rússneska
landrán í Finnlandi hafi byggst
á því, að Finnar hafi verið banda-
menn Þjóðverja í styrjöldinni. En
þetta er rakalaus blekking. All-
ur heimurinn man, að það voru
Rússar, sem réðust á Finna 30.
nóvember 1939. Rússneska útvarp
ið og blöð kommúnista í Rúss-
landi og um víða veröld höfðu
þá haldið uppi tveggja pnánaða
taugastríði gagnvart Finnum.
Voru þeir sakaðir um að hafa í
hyggju „árás á Sovétríkin“. Duld-
ist engum heilvita manni, hversu
fjarstæðukenndar þessar fullyrð-
ingar kommúnista voru. Annars-
vegar var hið rússneska herveldi,
200 milljón íbúa stórveldi, hins-
vegar hin finnska smáþjóð aðeins
4 milljónir talsins.
En Moskva hélt áfram logandi
hatursáróðri gegn Finnum. Og
kommúnistaútibúin út um allan
heim tóku undir hann, einnig
fimmtaherdeildin hér á íslandi.
Þessi hatursherferð gegn Finn-
um var aðeins undirbúningur að
frekari aðgerðum Rússa. Finnsk-
ir samningamenn voru tvívegis
kallaðir til Moskvu. Þar var þess
krafist af þeim, að þeir semdu
um stórfelld landaafsal til Rússa.
Þeir Tanner og Paasikivi voru
fulltrúar Finna í þessum viðræð-
um. Reyndu þeir árangurslaust
að fá Sovétstjórnina til þess að
falla frá kröfum sínum.
■ r-"wr
Viðbjóðsleg árás
Hinn 29. nóvember slitu Rússar
síðan stjórnmálasambandi við
Finna og daginn eftir réðist óvíg-
ur rússneskur her á Finnland.
Þessi viðbjóðslega árás á
friðsama smáþjóð var for-
dæmd um allan hinn mennt-
aða heim. Hin hetjulega vörn
Finna vakti hvarvetna hina
mestu aðdáun. En þeim tókst
aðeins að verjast ofureflinu í
þrjá og hálfan mánuð. Hinn
13. marz 1940 urðu þeir að
semja frið við Rússa. Og þá
var það, sem Rússar hertóku
hluta af Kyrjálaeiði og Viborg,
sem var ein af stærstu borg-
um Finnlands.
Auk þess urðu Finnar að láta
af hendi strendur Ladogavatns
og leigja Rússum Hangö til 30
ára undir hernaðarbækistöð. Það
er þannig sannað, að hertaka
þessar finnsku héraða fylgdi í
kjölfar rússnesks árásarstríðs.
Síðar gerðist svo það, að naz-
istar neyddu Finna út í nýja
styrjöld við Rússa. — Þátt-
töku Finna í þeirri styrjöld
lauk 4. september árið 1944.
Landaafsal Finna frá 10. marz
1940 var þá í aðalatriðum stað-
fest. Rússar heldu Kyrjálaeiði og
fengu Petsamohéraðið í Norður-
Finnlandi til viðbótar. Ennfrem-
ur fengu þeir svo Porkalaskag-
ann leigðan til 50 ára undir hern-
aðarbækistöðvar.
Samkvæmt hinum hörðu
friðarskilmálum við Rússa
í urðu Finnar að flytja nær
hálfa milljón finnsks fólks úr
hinum herteknu héruðum, sem
Sovétríkin lögðu undir sig.
PETER CHURCHILL hefir sótt
um skilnað frá konu sinni,
| Odette og sakað hana um hjú-
| skaparbrot. Málið kemur fyrir
brezkan dómstól á næstunni.
Odette ætlar ekki að verja mál
sitt.
® ’S ®
Mál þetta þykir tíðindum sæta
um vestanverða Evrópu vegna
frægðar Odettu. Hún hlaut i lok
síðasta stríðs hið mikla Georgs
heiðursmerki fyrir frábær störf
sín í brezku leyniþjónustunni.
M. a. vann hún sér það til ágætis
að neita að gefa upplýsingar um
annan njósnara, Peter Churchill,
manninn, sem síðar varð eigin-
maður hennar.
Þýzka Gestapolögreglan pynd-
aði hana á ýmsan hátt, m. a.
með því að bera glóandi járn á
bak hennar og rífa af neglur
á tám, en hún lét sig hvergi og
gaf Þjóðverjum engar upplýsing-
ar. Eftir stríðið var gerð mynd
um njósnastarf hennar og þrek-
raunir í þýzku fangelsi og lék
Anna Neagle Odettu, en Trevor
Howard lék hlutverk Churchills.
® ® ®
Ferill Odettu sem njósnara
hófst árið 1942, er hún sá aug-
lýsingu, þar sem brezka flota-
málaráðuneytið óskaði eftir
fólki, sem hefði kunnugleika af
Frakklandi. Odette, sem þá var
þriggja barna móðir og gift
manni, sem hét Sansom, gaf sig
fram og var ráðin til starfa.
Hún var sett á land úr fiski-
Oclette
óöhuifi um
LjúóLapa,rlrot
báti í Marseilles í nóvember árið
1942 og sendi skýrslur sínar til
manns, sem kallaður var Raoul.
Hið raunverulega nafn hans var
Peter Churchill. Hún starfaði í
þjónustu frönsku andspyrnu-
hreyfingarinnar í tvö ár, en þá
voru bæði, hún og Raoul, tekin
höndum.
❖ ❖ ❖
Odette var send til Ravens-
brúcken fangabúðanna. Þaðan
slapp hún með því að hrifsa til
sín skammbyssu fangastjórans
og neyða hann til þess að aka
með sig til víglínu Bandarikj-
manna.
Churchill var látinn laus
tveimur dögum síðar. Odette og
Peter giftust í febrúar árið 1947
og hafa búið síðan ásamt þrem-
ur börnum hennar í London.
® ® ®
Þriðji maðurinn, sem nefndur
er í sambandi við skilnaðarmálið
heitir Hallowes.
® ® ®
AMERÍSKI sjóliðinn, Richard
Cutchen, sem varð fyrstur
manna til þess að svara „64 þús-
und dollara spurningunni“ í
Bandarikjunum, er 28 ára gam-
all og þriggja barna faðir. Áður
en komið var að 64. þúsund doll-
ara spurningunni, hafði sjóliðinn
orðið að mæta í spurningasal
CBS sjónvarpsins fimm sinnum
og svara spurningum fyrir fram-
an hundruð þúsunda sjónvarps-
hiustenda. Cutchen hafði kosið
að svara spurningum varðandi
mat og matarlagningu. Matar-
lagning er aðal tómstundaiðja
hans.
Þegar sjóliðinn var búinn að
svara öllum spurningunum og
búinn að ávinna sér með þeim
hætti 32 þús. dollara, var komið
að stóru spurningunni. Þegar
j spurníngastjórinn spurði hann
hvort hann ætlaði að láta sér
nægja þessa 32 þús. dollara, svar
,aði sjóliðinn rólega: „Eg er fyrir
löngu búinn að ákveða að halda
áfram.“ Fór þá mikill fögnuður
um áheyrendasali sjónvarpsins.
®
® ®
\Jeluahancli áhrifar:
Þáttur íslenzkra
kommúnista
Það er ómaksins vert, að rifja
upp afstöðu íslenzkra kommún-
ista til hinnar svívirðilegu árás-
ar Rússa á Finnland haustið
1939. Þá tók „Þjóðviljinn“ fullum
hálsi undir róg Moskvaútvarps-
ins um Finna og undirbúning
þeirra undir „árás á Sovétríkin“.
Þegar íslenzkur almenningur og
menntamenn vottuðu Finnum
samúð sína 1. hesember 1939 tal-
aði „Þjóðviljinn“ um „Finnagald-
ur“. Hin finnska smáþjóð var dag
lega ausin svívirðingum og sökuð
um grimmd og hernaðaranda.
Vörn Finna var túlkuð sem lævís-
leg árás auðvaldsins á hin sak-
lausu og friðelskandi Sovétríki!!
Almenningur á íslandi man
þessi viðbrögð kommúnista. Þau
vöktu almenna fyrirlitingu og
reiði um allt ísland
Nú þegar Sovétstjórnin skilar
aftur hluta af ránsfengnum frá
1944 þykjast kommúnistar hér á
landi elska Finna út af lífinu og
samgleðjast þeim með endur-
heimt Porkalaskagans. En „Þjóð-
viljinn“ gleymir alveg að minn-
ast á það, að Rússar hersitja enn
landsvæði í Finnlandi, þar sem
áður bjuggu um hálf milljón
Finna.
Yfirborðshátturinn og
hræsnin í þessari framkomu
kommúnista dylst engum viti
bornum íslendingi.
Finnar eiga alla samúð ís-
lendinga i baráttu þeirra hið
hið rússneska herveldi. Komm
únistar verði hinsvegar fram-
vegis sem hingað til fyrirlitin
ofbeldis- og árásarklika, sem
aldrei skirrist við að syngja
einræði og árásum lof og dýrð.
Andinn —
og útkoman.
UM daginn var birthér í dálkun
um bréf tfm litina á Iðnó. Var
litasamsetningin gagnrýnd mjög,
enda ástæða til, eins herfileg og
hún er. Þessi leiðinlegi blágræni
litur ætlar hér allt orðið að drepa,
og er helzt að sjá sem hér gangi
einhver blágrænu-sótt. Jafnvel
rafmagnsmenn virðast hafa tekið
hana, hverju sem það sætir. Nýju
ljósastaurarnir eru flestir mál-
aðir í þessum lit. Tómas segir,
að gamlir símastaurar geti orðið
| grænir aftur og þess vegna hefur
rafmagnsmönnunum sennilega
f þótt mikil „lógíkk“ í því að láta
' ljósastaurana verða blágræna.
' Hún verður stundum misjöfn út-
koman, þegar andinn kemur yfir
Enginn litur ljótur.
ÞAÐ er síður en svo, að Velvak-
andi sé að hefja áróðursher-
ferð á móti einhverjum ákveðn-
um lit. — í sjálfu sér er enginn
litur ljótur, heyrði ég einn helzta
listmálara landsins segja ekki
alls fyrir löngu. Fegurð litarins
fer aðallega eftir því, hvort
hann á vel við umhverfið. Og það
verð ég að segja, að blágræni lit-
urinn á Iðnó fer mjög illa við
umhverfið — eða berið þið bara
saman litinn á Iðnó og Miðbæjar-
barnaskólanum. Það er tvennt
ólíkt. Miðbæjarbarnaskólinn tek-
ur sig ágætlega út eftir að hann
var málaður, enda er það lág-
markskrafa, að húsin umhverfis
Tjörnina séu smekklega máluð og
stingi ekki í stúf við fagurt um-
hverfið.
Litanefnd?
HVERNIG á að koma í veg fyrir
það, að húsin í bænum séu
máluð af smekkleysi, eins og nú
vill stundum brenna við. Ég er
ekki frá því, að ráðlegt sé að
koma á fót nefnd manna sem hef-
ir þann starfa að leiðbeina hús-
eigendum, hvernig bezt fer á því
að mála húsin í bænum. í slíka
nefnd yrði auðvitað að velja
kunnáttumenn sem vit hafa á
litavali. Bæði húsa- og listmál-
ara yrði að skipa í nefndina að
mestu en einnig gætu einn eða
tveir leikmenn tekið þátt í störf-
um hennar. Auðvitað er ekki
hægt að skipa mönnum að mála
hús sín svo og svo, en margir
mundu áreiðanlega hafa fullan
hug á að hafa gott samstarf við
nefndina og hlýta ráðum hennar
og leiðbeiningum.
Heilir á sál og líkama.
á mikinn þátt í
því að fegra bæinn okkar.
Hann verður aldrei fallegur, ef
húsin eru máluð afkáralegum
litum. Aftur á móti geta ljót hús
tekið stakkaskiptum og orðið
þokkalega útlítandi, ef þau eru
smekkvíslega máluð. Þetta mál á
því brýnt erindi til bæjaryfir-
valdanna og mér finnst þau varla
geta látið það afskiptalaust. Það
er gaman að hafa fallega garða
í bænum og verðlauna þá, en það
er eftilvill engu minni ástæða til
að verðlauna vel máluð hús. Það
gæti þá einnig verið hlutverk
nefndarinnar. Krafan er: að öll
hús í bænum séu máluð af smekk
vísi, svo að þau varpi ekki skugga
á fagurt umhverfi — og ljósa-
staurarnir verði ekki allir blá-
grænir.
Vonandi komumst við yfir
blágrænu-sóttina, heilir á sál og
líkama.
MerkiB,
sem
klæðir
landið.
Samkvæmt reglum spurninga-
þáttarins má sá, sem ákveður að
reyna við hina stóru spurningu,
' velja sér einn aðstoðarmann og
IMcCutchen kaus föður sinn, sem
einnig er hermaður. Faðir og
sonur voru síðan settir í hljóð-
einangraðan klefa, svo að sjón-
varpsstarfsmenn gætu ekki
hvíslað svörum til þeirra.
Spurningarnar, sem Mc Cut-
chen átti að svara voru í sjö lið-
um og fjölluðu um matarrétti,
sem bomir voru á borð í veizlu,
sem Georg VI. Bretakonungur
og Elísabet drottning hans heldu
Albert Lebrun forseta Frakka í
Buckinghamhöll 21. marz árið
1939. Mc Cutchen var beðinn að
lýsa hverjum rétti matseðilsins
fyrir sig. Á matseðlinum stóð:
Consommé Quenelle, Filet de
Truite Saumontée, Sauce Malt-
aise, Petits Pois a la Francaise,
Corbeille, Chateau Yquem og
Madeira Sercial.
★ ★ ★
Samkvæmt reglunum mátti
Mc Cutchen ráðgast við föður
sinn í 30 sekúndur, áður en hann
svaraði og síðan hugsa sig um í
aðrar 30 sekúndur. En eftir að-
eins 30 sekúndna samtal við föð-
ur sinn hóf hann að svara spurn-
ingunum.
Hann lýsti ítarlega fyrsta rétt-
inum, sem er súpa og síðan þeim
næsta, sem er vatnasilungur.
Maltaise sósan reyndist vera sér-
stök gerð af hollenzkri sósu.
Petits Pois Francaise reyndist
vera litlar garðbaunir með lauk
o. fl. Corbeille lýsti sjóiiðinn
sem körfu með blómum eða á-
vöxtum, „við skulum kalla það
ávaxtakörfu", sagði hann.
„Chateau Yquem er sætt ábætis
vín úr Bordeaux héraðinu við
Sauterne.“
Þegar komið var að sjöundu
spurningunni, sagði sjóiiðinn:
„Má ég hugsa mig um í eina
mínútu?“ Hann ráðgaðist síðan
við föður sinn og svaraði að því
búnu viðstöðulaust: „Madeira
Sercial er þurrt vín frá Madeira
eyjunum. Eg held að þrúgurnar
séu „sercial" og þaðan dragi vin->
ið nafn sitt“.
® ® ®
Á meðan sjóliðinn var að svara
spurningunum, iðaði fólkið í á-
heyrendasalnum í sætum sínum
af kvíða og spenningi. Talið var
að meir en miljón manna hefðu
fylgzt með spurningaþrautinni í
sjónvarp. Eftir hvert svar sjó-
liðans mátti heyra hvernig á-
heyrendur drógu andan léttar.
En alltaf óx spenningurinn og
þegar sjóliðinn var loksins bú-
inn að svara öllum spurningun-
um, kváðu við fagnaðaróp um
allan sjónvarpssalinn. Þar voru
meðal annars eiginkona sjóliðans
og móðir hans.
Ekki fær Mc Cutchen 64 þús-
undimar óskertar. Skatturinn
tekur um það bil helming. En
hann fær þó í sinn hlut sem svar-
ar rúmlega hálfri milljón ísl.
króna.