Morgunblaðið - 22.09.1955, Side 9

Morgunblaðið - 22.09.1955, Side 9
Fimmtudagur 22. sept. ’55 MORGUNBLAÐIB • 1 : - m 7 * ‘ f&H BoBSjgil*. Wk* W íM ■ i Þjóðieikhúss ins hefsf n. k. laugará 1 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ verður opnað að nýju næstkomandi laugar- dagskvöld, en þá hefjast sýningar á gamanleiknum „Er á með- an er“, sem frumsýndur var s.l. vor. Þessi vinsæli leikur er eftir bandarísku höfundana Moss Hart og Georg Kaufmann, en þeir hafa skrifað saman marga eftirtektarverða gamanleiki og eru kunnir í flestum löndum Evrópu. Gamanleikurinn „Er á meðan er“ var meðal annars sýndur í Kaupmannahöfn í fyrravetur við mikla hrifningu og aðsókn. ,,„Er á meðan er“ er fyrst og fremst bráðsnjall og skemmtileg- ur gamanleikur, en á bak við gáskann býr þó nokkur alvara. Lífsspeki Vanderhofs er að vísu ekki hættulaus kenning, ef hún er tekin bókstaflega, en hún hef- ur þó í sér fólgin hin veigamiklu sannindi, sem hverjum manni er gott að hugleiða, að auðsöfnun, sem endanlegt márkmið, getur aldrei orðið leiðin til sannrar lífshamingju". Þannig skrifaði gagnrýnandi Morgunblaðsins, Sig urður Grímsson, um leikinn s.h vor. Hlutverkaskrá verður á þess- um sýningum óbreytt frá í vor, nema Helga Valtýsdóttir mun fyrst um sinn taka við hlutverki ■ Steinunnar Bjarnadóttur, vggna veikindaforfalla. Leikstjóri er Lárus Pálsson. Mynd þessi var tekin af íslenzku þátttakendunum á fundi World Friendship Federation í Kaup- mannahöfn. Helztu umræðuefni fundarins var, hvernig Evrópuþjóðirnar geta starfað saman. — Tii Siægri á myndinni er fararstjórinn sr. Jónas Gíslason. Alþjóða-vináttusamtök æskunnar héldu fund í Kaupmannahöfn Þangað sótfu 27 unglingar af íslandi í ÁGÚSTMÁNUÐI s. I. var haldið í Kaupmannahöfn mót alþjóðafélagsskaparins World Friendship Federation. Þang- að var 27 unglingum frá ís- landi boðið, en fararstjóri í ferðinni var sr. Jónas Gísla- son prestur í Vík í Mýrdal. Mbl. hefur fengið eftirfar- andi frásögn eins þátttakand- ans í förinni, Brynjólfs Gísla- sonar á Kirkjubæjarklaustri. SUNNUDAGINN 7. ágúst s.l. lögðum við, 27 unglingar, af stað imeð Dronning Alexandrine til Kaupmannahafnar. Fararstjóri var sr. Jónas Gísla- gon, en ferðafólkið var víðsvegar að af landinu, en flest, eða rúm- ur helmingur, úr Reykjavík. Ferðinni var heitið á æskulýðs- mót, sem haldið var á vegum SVorld Friendship Federation í Danmörku. Það eru alþjóðleg eamtök, sem vinna að því að efla yinsamleg og menningarleg sam- skipti milli þjóða. Þetta er í ffyrsta skipti, sem ísland tekur þátt í þessum mótum. BJUGGU Á HEIMLLUM ALÞÝÐUFÓLKS Við komum til Kaupmanna- Siafnar föstudaginn þann 12. ágúst að morgni. Var tekið á móti okkur af forustumönnum þessa ffélagsskapar, í Danmörku, en íormaður hans er Helveg Peter- sen skólastjóri. Síðan var okkur jkomið fyrir á heimilum víðsveg- ar um borgina og eyddum við Ihelginni hver hjá sínum' gest- gjafa. í Höfn vorum við í 18 daga. Var okkur sýnd borgin og helztu byggingar hennar. Einnig fórum við nokkrar ferðir út á Sjáland í boði bæjarstjómar Frederiks- berg. í þeim ferðum komum við im. a. í Kronborg — hinn fagra og ffornfræga kastala. X KRISTJÁNSBORGARHÖLL Mótið sjálft byrjaði mánudag- inn 22. ágúst í Kristjánsborgar- höll og stóð í 2 daga. Forsætisráð- herrann, H. C. Hansen, setti sam- komuna og bauð alla velkomna. Síðan talaði Burger, f.v. innan- ríkismálaráðherra Hollands, um efnið: Hvernig er hægt að sam- eina Evrópu? Fundarstjóri var Julius Bomholt, menntamálaráð- herra Danmerkur. Á fundi eftir hádegi var tekið íyrir efnið: Hvemig geta Evrópu- þjóðirnar unnið saman? Voru framsögumenn 3, þ. á. m. Ole Björn Kraft fyrrv. utanríkisráð- herra. Daginn eftir hófst fundur kl. 9V2. Fundarstjóri var formað- ur W. F. F. í Bretlandi, Mr. A. Mc-Taggart-Short. Umræðuefnið var: Hvert er framlag Evrópu- þjóðanna til framþróunar í ýms- um löndum heims? Að loknum framsöguerindum skiptust fundarmenn í hópa, þar sem þetta efni var rætt og út- búnar spurningar til að leggja fyrir framsögumennina. Var þeim síðan svarað á eftir Allar ræður á mótinu voru fluttar á ensku. í STÆRSTA SAMKOMUSAL DANA Miðvikudagskvöldið 24 ágúst var haldin samkoma í KB-saln- um. Er hann einn af stærstu sam- komusölum Danmerkur. Þar fóru fram margvísleg skemmtiatriði, hljómleikar; söngur, dans o. fl. Skemmtu hópar frá ýmsum lönd- um af þeim sem þátt tóku í mót- inu. Þann 26. ágúst fórum við ís- lenzku þátttakendurnir til Sví- þjóðar. Fórum með ferju yfir sundið til Málmeyjar og þaðan Ræddi formaður samtakanna, Sveinn Ásgeirsson, við frétta- menn í |ær og skýrði þeim nokk- uð frá gangi málsins. GÆÐAMATSNEFND SETT Á LAGGIRNAR Frá upphafi hefur það verið eitt helzta stefnuskrármál Neyt- endasamtakanna að koma gæða- mati á fót og skipuðu fljótlega gæðamatsnefnd innan samtak- anna. Af fjárhagslegum ástæð- um hefur minna verið fram- kvæmt en skyldi og vonir stóðu til, en auk rannsóknarinnar á áður greindu þvottaefni hafa verið birtar niðurstöður rann- sókna á lyftiduftum. — Vinnur gæðamatsnefndin nú að nýjum verkefnum. með lest til Lundar. Þar var dómkirkjan skoðuð. Þótti öllum mikið til hennar koma. BORGIN SKOÐUÐ Að öðru leyti en hér að framan er greint, vörðum við tímanum mest til að skoða okkur um í Höfn og skemmta okkur eftir því sem tíminn og peningarnir leyfðu. Yfirleitt tókst þessi ferð ágæt- lega. Fararstjórinn reyndist okk- ur mjög vel og innilega eru við þakklát því fólki, sem opnaði fyr ir okkur heimili sín og veittu okkur hinn bezta beina allan þann tíma, sem við dvöldum i Danmörku. Alls voru þátttakendur i mót- inu á 4. hundrað frá 18 löndum í Evrópu og N-Ameríku. Heim var svo haldið með sama skipi 30. ágúst og komið til Reykjavíkur 5. sept. eftir vel- heppnaða ferð. Br. G. HAGSMUNAMÁL NEYTENDANNA Það sem málið snýst fyrst og fremst um að okkar dómi, sagði Sveinn Ásgeirsson, er, hvort Neytendasamtökin hafi rétt til þess að birta gæðamat sitt á vör- um og gefa neytendum leiðbein- ingar um eiginleika hinna ýmsu vörutegunda. Er hér um hið mesta hagsmunamál fyrir neyt- endur að ræða. Fullkomnu gæða- mati á öllum vörum, sem á mark- aðinum eru, verður tæplega kom- ið á fót, en þótt gæðamatið sé að- eins í smáum stíl getur það stuðlað að aúknum vörugæðum og aðhaldi að innflytjendum og framleiðendum. lial höfðað gegn I\!eytenda- samtökunum vegna birtingar niðurstöðu um gæðamat FYRIR tæpum 2 árum birti gæðamatsnefnd Neytendasamtaka Reykjavíkur niðurstöður sinar á rannsókn á danska þvotta- efninu „Hvile Vask“, en þær voru að þvottaefnið innihéldi óeðli- lega mikið af bleikiefnum. Hefur nú verið höfðað skaðabótamál gegn Neytendasamtökunum og þeim gert að greiða 236.000.00 kr. til hins íslenzka umboðsmanns þvottaefnisins og auk þess 18.000.00 danskra kr. til framleiðendanna. Heilsuhæli NLFÍ verði viðurkennt sem sjúkrahús Frá landsþingi Náttúrulækningafél tslands FIMMTA landsþing Náttúru- lækningafélags íslands var sett í Guðspekifélagshúsinu s. 1. sunnudag. Um 40 fulltrúar sóttu þingið. Stóð það í tvo daga og var síðari þingfundurinn haldinn í hinu nýja heilsuhæli félagsins í Hveragerði. Þingforsetar voru kosnir þeir Klemens Þorleifsson, kennari, og Kristján Dýrfjörð, eftirlitsmaður, en ritarar Stein- dór Björnsson, efnisvörður, og Njáll Þórarinsson, stórkaupm. í skýrslu stjórnarinnar er þess getið, að f élagstala hafi aukizt um 329 manns á öllu landinu, frá því á síðasta landsþingi og fimm fé- lög bætzt í hópinn. Áskrifendum að Heilsuvernd hafi fjölgað um 107. — Til byggingarframkvæmda á heilsuhælinu í Hveragerði hefur félagið varið rúmri einni og hálfri milljón kr. eða nánara til- tekið 1.610.00 kr. fyrir utan inn- bú. Meðal annara tillagna, sem þingið samþykkti, eru þessar helztar: 5. þing NLFÍ ítrekar þá kröfu 4. þings, að heilsuhæli NLFÍ njóti sama fjárhagsstuðnings af hálfu ríkisins og önnur sjúkrahús, sem byggingarstuðnings hafa notið og felur stjórninni að vinna að því, að sú krafa nái fram að ganga. 5. landsþing NLFÍ skorar á stjórn NLFÍ að vinna að því við Tryggingarstofnun ríkisins og sjúkrasamlögin í landinu að þau greiði dvalarkostnað sjúklinga á hæli félagsins í Hveragerði, svo sem þeir sjúklingar verða aðnjót- andi, er dvelja í öðrum sjúkra- húsum landsins. Felur þmgið væntanlegri stjórn NLFÍ að vinna ötullega að því, að Trygg- ingarstofnunin viðurkenni heilsu hælið eiíis og önnur sjúkrahús. 5. þing NLFÍ lítur svo á, að gera verði matreiðslunáms kennslu að föstum lið í starf- semi félagssamtakanna, og felur því væntanlegri stjórn NLFÍ að vinna að því, að koma slíkum námsskeiðum á sem víðast um landið í samráði við deildir sam- takanna. 5. þing NLFÍ telur ástæðu til að þakka framkvæmdastjóra NLFÍ sérstaklega fyrir mikil og vel unnin störf í þágu samtak- anna og lýsir þeirri von sinni að þau fái sem lengst notið óskiptra starfskrafta hans. í stjórn voru kosnir Jónas Kristjánsson, læknir, forseti sam- takanna, og varaforseti Hjörtur Hansson, stórkaupm. Meðstjórn- endur: Marteinn Skaftfells, kenn- ari; Óskar Jónsson, útgerðarm., og Pétur Gunnarsson, tilrauna- stjóri. Varastjórn: Steindór Björnsson, Klemenz Þorleifsson og Kristján Dýrfjörð. Þingið fór hið bezta fram og ríkti mikill áhugi hjá fulltrúum fyrir stefnumálum samtakanna, sem eru þau meðal annars að stuðla að hreysti og heilbrigði og kenna mönnum að útbreiða þekk ingu á lögmálum heilbrigðs lífs og heilsusamlegum lifnaðarhátt- um. — — Byltingaráðið í ÁrgenKnu Framh. af bl*. 1 halda uppi kyrrð og ró í Buenos Aires. Jose Molina, sem er formaður byltingaráðsins, mælti svo fyrir, að engin skjöl skuli brennd að byltingaráðinu forspurðu. Aðal- ritari verkalýðssamtakanna í landinu, flutti í dag ávarp í út- varpið í Buenos Aires og hvatti verkamenn um land allt til að halda áfram vinnu sinni og hlýða út í yztu æsar fyrirmælum frá aðalstöðvum verkalýðssamtak- anna. ★ ★ ★ Lonardi hershöfðingi, sem nú tekur við stjórnarforustunni í Argentínu, var í stórskotaliðinu, en Perón vék honum úr hernum á árinu 1952. Hann átti uppá- stunguna að því, að uppreisnin hófst í Cordoba, og var tilgang- urinn sá, að draga úr liðstyrk stjórnarinnar í Buenos Aires —■ en þar hafa Perronistar löngum haft sinar aðalbækistöðvar. Næstir Lonardi að tign í bráða- birgðastjórninni verður að öllum líkindum Julio Lagos, yfirmaður uppreisnarsveitanna í Mendoza- héraðinu, og Isaac Kajos, flota- foringi uppreisnarmanna. Vafa- laust mun Oliviéri aðmíráll verða einn af æðstu mönnum hinnar nýju stjórnar. ★ ★ ★ Hafnbanninu hefur nú verið aflétt í Buenos Aires og öðrum hafnarborgum, en uppreisnar- menn lögðu hafnbannið á s.L sunnudag til að koma í veg fyrir, að dyggir fylgismenn Peróns slyppu úr landi. Brezka og bandaríska stjórnin íhuga nú, hvort viðurkenna skuli bráðabirgðastjórn Lonardis. Er ekki ólíklegt, að brezka stjórnin taki endanlega ákvörðun um mál ið á ráðuneytisfundi síðdegis á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.