Morgunblaðið - 29.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1955, Blaðsíða 14
44 MORGUNBLAÐIB Ekk i - :/ með vopnum EFTIR SIMENON j vegib Fimmtudagur 29. sept. 19531 Framhaldssagan 2 Hann reis úr sætinu, eins og Karlmennirnir voru aðeins þrir, Maigret, meðhjálparinn og hringjarinn. . .glæpur mun verða drýgð- ur....“ Lögreglan í Moulins hafði hald- ið, að þetta væri bara klaufalegt spaug og lét þar við sitja. en í Paris höfðu menn hinsvegar orð- ið meira en lítið hissa, þegar um- sjónarmaðurinn bjóst sem skjct- ast og hélt til Saint-Fiacre. Einhver umgangur heyrðist inni í skrúðhúsinu, hægra megin við altarið og af gamalli reynslu gat Maigret alveg vitað, hvað þar var að gerast, frá einu and- artakinu til annars — kór-dreng- urinn að koma inn, presturinn að setja á sig hökulinn, án þess að mæla orð. Síðan myndi hann ganga með hægum skrefum og spenntum greipum fram í mið- skip kirkjunnar og kór-drengur- inn, hnjótandi öðru hvoru í skó- síðu rykkilíninu, á eftir honum. Drengurinn var rauðhærður. Hann hringdi litlu klukkunni og hin almenna bænagerð hófst. „....meðan fyrsta guðsþjón- ustan á Allra-sálna-messu stend- ur yfir.... “ Maigret virti fyrir sér hinar ó- Ijósu verur, sem á bekkjunum sátu. Fimm gamlar konur, þrjár þeirra í sínum eigin bænastól- um. Gildvaxin bóndakona. Nokkr ar ungar sveitastúlkur og barn. Úti heyrðist skrölt í vagni og lágt marr í hurð, sem var lokið hljóðlega upp. Síðan heyrðu kirkjugestirnir létt fótatak og kona í sorgarbúningi gekk inn kirkjugólfið. Inni í kórnum var röð af stól- um úr hörðum og gömlum viði með skínandi gljáa. Voru þessi sæti sérstaklega ætluð þeim kirkjugestum, sem kæmu frá greifasetrinu. — Hinn síðbúni kirkjugestur settist hljótt og kyrr látlega í einn þessara stóla og virtist ekki taka neitt, eftir hinu rannsakandi og stöðuga tilliti bændakvennanna. „Requiem aeternam dona eis, Domine. ..." Enn mundi Maigret öll messu- svörin. Hann gat ekki stillt sig um að brosa örlítið, þegar hann minntist þess, að í gamla daga hafði hann alltaf tekið sálumess- urnar fram yfir allar aðrar guðs- þjónustur, vegna þess, að þá voru bænirnar styttri. — Hann mundi jafnvel eftir messum, sem stóðu aðeins yfir í sextán mín- útur. En nú gerði hann ekkert ann- að, en að horfa á konuna, sem setzt hafði í gotneska stólinn. Hann gat naumast greint vanga svip hennar, en að lokum endur- þekkti hann þó greifafrúna af Saint-Fiacre. „Dies irea, dies illa...." En þarna var greifafrúin svo sannarlega komin, Ijóslifandi og í fullu fjöri. Þegar hann sá hana síðast, var hún tuttugu og fimm eða tuttugu og sex ára gömul, há og grann- vaxin kona með þunglyndislegan svip á fríðu andlitinu. Og nú hlaut hún að vera kom- in á sextugs aldur. Hún laut höfði og baðst ákaft fyrir. ... .Andlit hennar var magurt og hinir óvenjulega löngu fingur krepptust utan um bænabók.... Maigret hafði komið sér fyrir í bakröð strástólanna, þeirra sem kosta fimm sentimur við hámess- ur, en ekki neitt við lágmessur. ,,.... glæpur mun verða drýgð- ur....“ allir hinir, þegar guðspjallið var , lesið. Alls konar smámunir ollu [ honum heilabrota og minning • arnar þyrptust fram í huga hans. Hann minntist þesg t.d. allt í einu, að sami presturinn messar þrisvar sinnum á Allra-sálna- messu. Þegar hann var kór-drengur, þá borðaði hann venjulega morg- unverðinn með sóknarprestmum, á milli annarrar og þriðju messu — Soðið egg og geitaost. Lögreglan í Moulins hafði alveg á réttu að standa. Um glæp gat alls ekki verið að ræða. Meðhjálparinn hafði setzt í yzta kórstólinn, hinn fjórða frá greifafrúnni og hringjarinn var farinn út, eins og sá leikhússtjóri, sem ekkert kærir sig um, að horfa á leiksýningar leikhúss síns. Af körlum voru þá aðeins tveir eftir í kirkjunni, þeir Maigret og presturinn, ungur prestur með ofstækisfullan svip dultrúar- mannsins. Máluðu gluggarúðurnar lýstust af fölri skímu, því nú birti óðum af degi. Einhversstaðar í fjarska heyrðist kýr baula. Aftur hringdi kórdrengurinn litlu bjöllunni og allir nema Maigret, risu úr sætum sínum og gengu upp að grátunum með spenntar greipar og hátíðlegan svip. Eitt andartak lyfti presturinn kvöldmáltíðarbrauðinu í höndum sér. Guðsþjónustan hélt áfram. Greifafrúin sat álút með hendur fyrir andliti. „Pater noster.... Et ne nos inducas in tentatio- mem...." Gamla frúin tók hendurnar frá raunalegu og þjáningarfullu andlitinu og opnaði bænabókina sína. Enn voru fjórar mínútur eftir .... nokkrar bænir, síðasta guð- spjallið og þá væri tíðasöngnum lokið, án þess að nokkur glæpur hefði verið framinn. En í viðvöruninni hafði þó staðið með skýrum stöfum: Með- an fyrsta guðsþjónustan á Allra- sálna-messu stendur yfir.... Meðhjálparinn stóð á fætur og gekk inn í skrúðhúsið. Guðsþjón- ustunni var lokið.... Aftur huldi greiíafrúin andlit- ið í höndum sér og sat algerlega hreyfingarlaus. Flestar konurnar hinar héldu og kyrru fyrir, sum- ar báðust fyrir í hljóði. „Ite missa est... .“ „Guðsþjón- ustunni er lokið. . . . “ Það var aðeins þá, sem Mai- gret fann, hversu óskaplega kvíðafullur hann hafði verið — áður hafði hann ekki gert sér fullkomlega grein fyrir því og hann andvarpaði ósjálfrátt. Gömlu konurnar risu allar úr sætum, samtímis. Fætur þeirra færðust eftir hinum köldu, bláu tíglum kirkjugólfsins. Fyrst hélt ein bóndakonan til dyra og því næst önnur. Meðhjálparinn irt- ist með slökkvihettu í hendinni og brátt liðaðist örmjór, blár reykjarþráður upp frá kertunum, í stað hinna biaktandi ljósa. Nýr dagur var runninn upp. Grá birtan síjaðist inn í kirkj- una, ásamt svölum og hressandi gusti. Aðeins þrjár manneskjur voru ófarnar úr kirkjunni— því næst tvær — stóll var færður tii — og nú var aðeins greifafrúin ein eftir og taugar Maigrets titruðu af óþolinmæði.... Meðhjálparinn hafði lokið starfi sínu og skotraði augunum til frú de Saint-Fiacre, en svipur hans var óákveðinn og hikandi. Maigret færði sig nær og nú stóðu báðir mennirnir mjög ná- lægt gömlu konunni, undrandi yfir hinu algera hreyfingarleysi hennar og reyndu að sjá andlitið, sem hendurnar huldu. Nýkomið fallegt úrval KJÓLAEFNI Sonur húsvarðarins Danskt ævintýri. 3 En Georg litli fékk tíeyring. Hann fór ekki með hann til bakarans, hann lét hann í baukinn sinn, og brátt safnaðist honum svo mikið, að hann gat keypt litakassa og litað teikn- ingarnar sínar. Og hann átti þær margar, það var eins og þær spryttu út úr blýantinum og fingrunum. Hann gaf Emi- líu litlu fyrstu lituðu myndirnar. „Charmant!" sagði hershöfðinginn, en hershöfðingjafrúin sagði, að það mætti vel sjá, hvað þetta ætti að vera hjá drengnum. „Hann er efni í listamann.“ Þetta voru orðin, sem kona húsvarðarins bar niður í kjallarann. Hershöfðinginn og frú hans voru hefðarhjón. Þau höfðu tvö skjaldarmerki á vagninum sínum, hvort sitt. Frúin hafði iþað á öllum fatnaði sínum, yzt og innst, á nátthúfunni og l náttkjólnum. Skjaldarmerkið hennar var dýrt. Faðir hennar hafði keypt það fyrir beinharða peninga, því að hann var ‘t ekki fæddur með það og hún ekki heldur. Hún fæddist of snemma, sjö árum á undan skjaldarmerkinu, og eftir þessu mundu flestir, en ekki fjölskyldan. | Skjaldarmerki hershöfðingjans var gamalt og veglegt. Það hefði einhver reigt sig undir því, hvað þá heldur undir ' tveimur skjaldarmerkjum. Og það var ekki laust við, að hershöfðingjafrúin reigði sig, þegar hún sat sperrt og upp- dubbuð í vagninym sínum og ók í hirðveizlu. Hershöfðinginn var gamall og gráhærður, en bar sig vel á hestbaki. Og þetta vissi hann vel og reið út á hverjum ; degi með hestasvein á eftir sér í hæfilegri fjarlægð. Þegar hann kom í samkvæmi, var eins og hann kæmi skeiðríðandi inn á gæðingnum sínum og prýddur var hann heiðursmerkj- um, og það svo mörgum, að ótrúlegt mætti þykja, en ekki var það honum að kenna. Vandlátar dömur velja j oftast númer 7 snyrtivörur. Fæst í flestum apótekum og sérverzlunum. ? ■I Númer 7 snyrtivörur eru framleiddai af Agnar Norbfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4 — Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.