Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. okt. 1955 MORGVNBLAÐIB 9 Skákmót Reykjavíkur Urslit fyrstu umferðar HAUSTMÓT Taflfélags Reykja víkur hófst á sunnudaginn kl. 1.30 að Þórskaffi. — Úrslit urðu þessi: Pilnik 1, Jón Þorsteinsson 0 Guðm. Pálmason 1, Jón Einarss. 0 Armbjörn Guðmundsson Vz Ásm. Ásgeirsson Vz Guðmundur Ágústsson Vz Ingi R. Jóhannsson Vz Baldur Möller og Þórir Ólafsson biðskák. Pilnik hafði hvítt á móti Jóni Þorsteinssyni og fékk betri stöðu 5 byrjun skákarinnar. Svo virtist S fljótu bragði, sem Jón mundi iná sæmilegri stöðu, en Pilnik notaði sér á meistaralegan hátt veilurnar í stöðu hans. Þeir sem áhuga hafa fyrir skrák ættu að skoða skákina, sem birt er á öðr- um stað í blaðinu í dag, vand- lega. Flestir íslenzkir skákmenn geta mikið af henni lært. Guðmundur Pálmason hafði hvítt á móti Jóni Einarssyni og tefldi Rubinsteinsafbrigðið á móti Nemsovitch-vörn. Hann fékk sterka miðborðsstöðu og sókn í sambandi við það, en Jón náði mótsókn, opinni h-línu og skálínunni a8—hl, svo Guðmund- ur var í nokkurri máthættu. Að lokum kom Jón áhorfendum á óvart með því að gefast upp. — Umhugsunartími hans var á þrot um og staðan sjálfsagt töpuð, en Guðmundur hefði samt orðið að. tefla enn með mikilli varúð. Þórir tefldi kóngsindverska vörn á móti Baldri. Staðan var lengst af mjög svipuð, mennirnir skiptust smám saman upp, og 3oks voru eftir tveir hrókar og nokkur peð. Baldur virtist eiga heldur betra. Engu verður þó spáð um úrslit. Guðmundur Agústsson og Ingi EÖmdu um úrslit sinnar skákar; eftir nokkra leiki. Þessi ósiður j er orðinn nokkuð almennur hjá sumum skákmönnum hér og ætti alls ekki að líðast, þar sem hann torýtur í bága við anda allrar I keppni. Sumir íslenzkir skák- imenn virðast ekki hafa gert sér þetta Ijóst. Hvað mundu menn t. d. segja um það ef fyrirliðar knattspyrnuliðs gengju inn á völlinn og tilkynntu að leiknum væri lokið. Þeir hefðu samið um úrslitin? ? NORRÆNA BRAGÐIÐ I Hvítt: H. Pilnik Svart: Jón Þorsteinsson I 1. e4 e5 2. Rf3 d5 Jón gerir sér von um að ná sókn- arstöðu með því að tefla „bragð“, en þessi byrjun sést nú ekki í alvarlegri kappskák og er talin töpuð á svart. 3. Rxe5 Bd6 4. d4 dxe 5. Rc4 Rc6 6. RxB DxB 7. c3 Rge7 Svo virðist í fljótu bragði að svartur verði fyrri til að koma xnönnum sínum í vígstöðu. Sú verður þó ekki raunin. Svart á tvær áberandi veilur í stöðunni, c7 og e4. Þessar veilur notar hvítur til þess að koma mönn- um sínum á framfæri. lokið. En ef 18.......Re5, þá 19. Dd4 og hótar bæði BxR og Da7. 19. Da5 Db6 20. DxD pxD 21. c4 b5 22. b3 bxc 23. bxc Rd7 24. Hh3 Rf6 25. Be5 Hhe8 26. Bd4 Kd7 27. Hb3 Hb8 28. BxR pxR 29. Hb6 Ke7 30. Kd2 Hg8 31. g3 f4 32. pxp Hg2 33. Ke3 Hb2 34. Hbl Bxh5 35. Hxb7f HxH 36. HxH Kd6 37. Kd4 og mát í næsta leik. Gott verkefni tyrir drengi 12-16 ára Prófraunir í knattmeöferð Onnur umferð var tefld í gær- kvöldi. í kvöld hefst þriðja umferð. Þá teflir Pilnik við Ásmund Ás- geirsson. Guðmundur Pálmason við Arinbjörn. Baldur við Jón Þorsteinsson. Guðm. Ágústsson við Jón Einarsson og Ingi R. við Þóri Ólafsson. Sá sem talinn er á undan hefur hvítt. Fyrirlestur um verð- bréfaviðskipH í GÆRKVÖLDI hélt hr. Asbjörn Mjerskang, kauphallarstjóri og framkvæmdastjóri Verzlunarráðs Oslóborgar athyglisverðan fyrir- lestur um starfsemi kauphallar- innar í Osló, en hún tók til starfa árið 1819. Hr. Mjerskang kom hingað á vegum Verzlunarráðs íslands og var hann kynntur fyrir áheyr- endum af Agli Guttormssyni, stórkaupmanni. Fyrirlesarinn gerði grein fyrir hlutverki kauphallar í viðskipta- lífinu, en sérstaklega ræddi hann um uppbyggingu kauphallarinn- ar í Osló, og kosti frjálsra verð- bréfaviðskipta._________ Fyrsfi „jámljakh- fogarinn leifar KSÍ veitir afreksmerki þeim er leysa ákveðnar þraufir STJÓRN Knattspyrnusambands íslands ræddi við blaðamenn í gær og skýrði þeim frá þeirri ákvörðun sambandsins að hleypa af stokkunum hæfniskeppni fyrir drengi. Er þar um knattraunir að ræða, sem miða að því að knattspyrnumenn fái sem bezta hæfni 5 meðferð knattarins. Hæfniskeppnin verður aðeins fyrir drengi á aldrinum 12—16 ára og fyrir að leysa þrautirnar fá þeir merki — brons, silfur eða gull. aðsfoðar 8. Ra3! a6 9. Rc4 Dg6 10. Bf4 — Betra en d5. 10. Be6! kValdar peðið á c7. 11. Re3 O— o—o 12. h4 — Kemur í veg fyrir að svart EÓkn kóngsmegin. 12. f5 13. Be2 h6 14. Da4 Rd5 15. h5! — Ekki riddari drepur riddara, vegna Dxg2. 15. ----- Df6 16. RxR BxR 17. o—o—o Bf7 18. d5 Rb8 Nú er allri baráttu í rauninni PATREKSFIRÐI, 1. okt,—Marg- ir þýzkir togarar hafa komið undanfarna daga með slasaða menn og ennfremur brezkir togarar, sem þurft hafa á við- gerð að halda. Meðal annars kom einn stór togari, Berlin ROS 205, frá Rosctock í Austur-Þýzkalandi með veikan mann. Þetta var fyrsti togari austan járntjalds, sem leitar hafnar hér fyrir vest- an. Margir austur-þýzkir togar- ar eru á veiðum á nýju karfa- miðunum. —K._____________ — Sérfræðingar Framh. af bls. 8 Annars væri það eitt grund- vallar-lögmál í verzlun, að ef menn vildu auka sölu á einhverr- um tækjum, þá yrðu þeir fyrst að tryggja kaupendunum örugg- ar viðgerðir og varahluti. Hinir bandarísku sérfræðingar koma hingað á vegum Iðnaðar- málastofnunarinnar í samráði við Félag íslenzkra iðnrekenda, Húsa meistarafélagið, SÍS, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Verkfræðinga 1 félagið, Verzlunarmannafélagið,1 Verzlunarráð og Vinnuveitenda- sambandið. Auk fyrirlestranna munu þeir heimsækja heildverzlanir, ef stjórnendur þeirra óska að ræða um einstök vandamál. Ljóst er þegar, að mikil aðsókn er að námskeiðinu, en þó geta nokkrir fleiri komizt að og geta þeir sem vilja taka þátt í því snúið sér til samtaka sinna. Það er ekki fyrir neina kiaufa að standast hæfnispróf- in og bera merkin fyrir. Víst er um það, að sá sem vinnur sér rétt til að bera gullmerki, hann er afbragðsgóður knatt- spyrnumaður og mundi sóma sér hvar á velli sem væri. ★ VERÐLAUNAÐIR Björgvin Schram form. KSÍ sagði að þessi hæfnispróf væru tekin upp að sænskum sið. Svíar teldu sig þegar finna árangur mikinn af þessum prófum, en þar hefur slíkri starfsemi verið hald- ið uppi í 2 ár. Þeir eiga núna nokkra „gullstráka“ og fyrir þá er ýmislegt gert. T.d er dregið á milli þeirra og hljóta þeir 2 eða 3 heppnu tækifæri til að vera með landsliðinu sænska — hlaupa með því inn á leikvöll í landsliðsbúningi og vera með landsliðinu fyrir og eftir lands- leik. Hefur þetta verið mjög kær- komið tækifæri drengjunum. Þetta kerfi mun vera að nokkru leyti likt og hið svokallaða Axels kerfi, sem kennt er við Axel Andrésson íþróttakennara. En nú er það KSÍ sem hefur yfirumsjón rneð þessu, veitir verðlaun og veitist nú öllum tækifæri til að auka hæfni sína, en knattmeðferð er lykillinn að góðri knattspyrnu. Til að fá bronsmerki þurfa strákarnir að ljúka 1., 2., 3., 4., og 5. raun (sjá hér á eftir). Hafi þeir svo gert mega þeir tveim mánuð- um siðar reyna sig í „silfurmerkis keppni“ og verða þá að standast 1., 2., 3., 6. 7. og 8. raun. Hafi þeir lokið silfurkeppninni og stað ist hana geta þeir enn 2 mán. síðar þreytt raunina er veitir gull merkið og verða þá að ljúka 1., 2., 3., 6., 7., 8. og 9. raun. stig silfur, 50 stig í keppni um gullmerki. 4. Knattrekstur milli stanga á hámarkstíma. Upphafsstaður er vítateigshorn á marklínu. Knött- urinn rekinn fram vítateigslínuna (16,50 m) sveigt eftir vítateign- um og knöttur rekinn milli stanga (7 talsins) snúið við á vítateigslínunni fyrir miðju ★ KEPPNISRAUNIRNAR Og hér fylgja svo á eftir keppnisraunirnar: 1. Innanfótar spyrnum í mark (5 spyrnur með hvorum fæti) af 6 metra færi. Markið er 75 senti- metrar. Árangur: Brons 6 heppn- aðar spyrnur, silfur 8 heppnaðar og gull 9 spyrnur heppnaðar. 2. Skot frá vítateigslínu, beint fyrir framan mark, útfærist með ristarspyrnu. 5 spyrnur með hvor um fæti (fyrst hægri, síðan vinstri). Markinu er skipt í 3 hluta og gefin 3 stig fyrir að hitta ytri bilin sem eru 1,5 metri frá markstönginni hvoru megin en 1 stig fyrir að hitta í stóra bilið í miðju markinu. Markið verður að vera 2 m á hæð. Árangur: brons 15 stig — silfur 20 stig — gull 25 stig. 3. Knetti haldið á lofti. Knetti lyft með fæti frá jörðu og færð- ur af einum líkamshluta til ann- ars (ekki hendur) án þess að snerta jörð. T.d. af fæti á höfuð, af höfði á fót, af vinstri fæti á hægri o. s. frv. Stig áðeins gefið fyrir að færa knöttinn milli líkamshluta, og 1 stig fyrir hverja tilfærslu. Til að fá brons verður að fá 15 stig úr þrautinni — 30 Liður í 4. og 8. þraut — að reka knöttinn á undan sér milli stanga sem settar eru á vítateig. marki og haldið sömu leið til baka. Leiðin alls 36,66 m og há- markstími: brons 35 sekundur. 5. 25 metra sprettur, fljúgandi viðbragð. Hámarkstími fyrir brons 4,5 sek. 6. Nákvæm jarðarspyrna með ristinni. 5 spyrnur með hvorum fæti. Senda skal knöttinn milli tveggja stanga sem standa með 1,5 m millibili af 15 metra færi. Árangur: í bronskeppni 6 heppn- aðar spyrnur, gull 8 heppnaðar. 7. Skalla knöttinn í körfu. Hæð körfu 2 m frá jörð og þvermál hennar 50 sm, 5 tilraunir og 1 stig gefið fyrir hverja heppnaða tilraun. Knetti lyft með fæti af jörðu og má halda honum á lofti með fótum og höfði, áður en hann á lofti meðan gengið er yfir mið- línuna og 2 metrum betur þ. e. alls 4 metra. Knöt.tur er síðan stöðvaður örugglega með fæti á jörðu. 5 tilraunir og 1 stig fyrir hverja heppnaða tilraun — gullið 3 stig. Prófin þurfa helzt að vera tekin úti á löglegum velli (Sbr. raun 2. og 4. þar sem vítateigslínu þarí með). Raunir 3., 7. og 9. má þó- leysa inni. Viðstaddur raunina verður að vera unglingaleiðtogi félags, þjálfari eða ábyrgur mað ur innan félags. KSÍ verður að fá skýrslu um afrekið enda leggur stjórnin til eyðublöð og veitir all- ar nánari upplýsingar, skýringar- myndir o. fl. Það eru dregnir 12—16 ára, sem þetta nær til. 16 ára drengur sem ætlar að ná gullinu, verður að byrja snemma vors en ekkert er því til fyrirstöðu að yngri dreng- ir taki bronsið eitt sumar, silfrið næsta sumar og loks gullið. 7. þraut. er skallaður í körfuna. Árangur: Silfur 2 stig -- gull 4 stig 8. Knattrekstur og spretthlaup. Sama og i 4. raun að viðbættum 20,16 m spretti eftir að leikmað- ur hefur skilað knettinum á víta- teigshorn við endamarkslínu (hleypur þá inn í mitt mark). Hámarkstími fyrir silfur er 35 sek. — fyrir gull 32 sek. 9. Skalla og stöðva knöttinn síð an með fæti. Knetti lyft frá jörðu og uppá höfuðið af línu sem er 2 m frá miðju vallar. Krtetti haldið Hafnarfjörður: Neisti sem orðið getur að báli KNATTSPYRNUÁHUGI hefur víða farið vaxandi að undan- förnu. En líklega hefur áhuginn þó á fáum stöðum verið meirv en í Hafnarfirði. Þar hefur iðk- un knattspyrnu að miklu eða mestu ieyti legið niðri um all- langt árabil, en nú á síðustu mánuðum er breyting þar á að verða — og það engin smábreyt- ing. Knattspyrna er nú æfð þar 4 kvöld vikunnar og stjórnar æfing unum Albert Guðmundsson. Þeir sem séð hafa æfingarnar róma mjög hve lifandi þær eru og hVe mikinn áhuga þær hafa vakið hjá drengjunum — en flest eru það drengir 16—20 ára sem æfingarnar stunda. Þó skammt sé liðið á æfinga- tímann og ekki rétt að dæma um það hve vel Hafnfirðingum kann að ganga í enduruppbyggingu knattspyrnuiþróttarinnar, þá hafa þeir þó náð allgóðum ár- angri i æfingaleikjum — árangri sem ætti að knýja drengina áfram við æfingar. Þeir unnu Suðurnesjamenn með 3 mörkum gegn 2, gerðu jafntefli við 1 fl. Þróttar 2:2 og sigruðu 1 flokks lið Vals með 3:1. Þetta er árang- ur sem drengirnir í Hafnarfirði geta verið ánægðir með og víst er um það að í Hafnarfirði er nú meðal knattspyrnuunnenda kveiktur neisti sem orðið getur að báli síðar meir. Væri gaman ef Hafnfirðingum tækist acF byggja upp sterka knattspyrnu- flokka. Nálpi! heiimmetið BUKAREST, 3. okt. — Á íþrótta- móti hér í dag hljóp Rússinn Kutz 10 km vegalengd á 28:54,2 mín. Þykir hans tími verulega góður því stormur var er hlaup- ið fór fram. — Tíminn er aðeins 5 sek. lakari en heimsmet Zato- peks. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.