Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLABIB Þriðjudagur 4. okt. 1955 Minningarorð Framh af bls. 10 Vakurstöðum var ung kennslu- kona, sem tók ungar stúlkur til náms og kenndi þeim bæði til munns og handa. Þangað var Hólmfríði komið og þar balder- aði hún brúðkaupsklæði sín og það taldi frænka mín fegurstu 6tundir lífs síns, þegar hún var við nám, en kærastinn farkenn- ari í sveitinni og á Vakurstöðum þegar hann gat. Björn var af fátæku fólki kominn og varð því að kosta sig sjálfur til náms. Það var um- talað að hann hefði dregið sam- an í 10 ár til þess að geta komizt að Möðruvöllum, en í skýrslu i skólans 1885 sést að hann hefur Útskrifast með 1. einkunn. Eftir það var hann farkennari á vetr- um en kaupamaður á sumrum. Hólmfríður mun hafa verið 18 —19 ára þegar þau giftu sig og byrjuðu búskap í Hólseli og munu efnin hafa verið heldur rýr, þegar þau byrjuðu búskap- inn, en þeim græddist fljótt fé Og voru komin í sæmileg efni þegar þau neyddust til að flytja að Hauksstöðum í Vopnafirði, — Mun þeim ekki hafa verið það sársaukalaust, enda byrjaði þá að hallast fyrir þeim. Á meðan á flutningunum stóð misstu þau um 70 fjár í fjárskaðaveðri, sem þá gerði, og svo fer oft illa þeg- ar fé er flutt úr kjarngóðu landi í miklu rýrara pláss. í Hólseli fæddist þeim 6 af 10 börnum, sem þau eignuðust, 3 af þeim dóu á fyrsta ári, enda var erfitt að ná til læknis, 10 tíma ferð hvora leið. Frá Haugsstöðum fluttu þau að Teigi í sömu sveit, og þar dó Björn árið 1909. Treystist hún þá ekki til að búa lengur og tvístraðist þá heimilið. Vann hún fyrir sér og yngstu dóttur sinni, Þórdísi, á ýmsum stöðum, þang- að til hún flutti til Reykjavík- ur 1923. Af þessum 10 börnum, sem þau eignuðust eru aðeins 2 á lífi, Baldur Helgi hér í Reykjavík og Svanfríður, búsett á Hauksstöð- lim á Jökuldal. Hér í Reykjavík varð frænka ínín fyrir þeirri miklu sorg að missa tvær dætur sínar frá mörg- iim börnum, aðra þeirra, Her- borgu, frá 2 börnum, sem hún svo tók að sér, og hina, Þórdísi, frá 6 börnum. Þessi börn, Herborgar, Reynir og Björn Berndsen, reyndust svo ommu sinni að til fyrirmyndar er, og hjá Reyni og hans ágætu konu, frú Huldu Ingvarsdóttur, Xiaut svo frænka mín aðdáunar- verðrar aðhlynningar þar til hún andaðist 28. sept. s. 1. Það sem einkenndi Hólmfríði frænku mína, var hennar glaða og létta lund, enda þurfti hún mikið á henni að halda í lífinu, og svo hve barngóð hún var. Hún gat ekki hugsað sér að vera þar sem ekki var fullt af börn- lim og þá ósk sína fékk hún rækilega uppfyllta og nú síðast var hún umkringd af fjórum langömmubörnum. Ég þakka innilega fyrir henn- ar hönd frú Huldu og móður hennar frá Þórunni Friðriksdótt- iu fyrir all þá umhvggjusemi sem henni var ætíð sýnd og ekki síst í banalegu hennar. Hún vill líka þakka syninum, sem sá henni fyr- ir því, sem hún þurfti með eftir að hún gat ekki séð fyrir sér sjálf. Að lokum flyt ég kveðjur frá börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum og frændfólki og 6érstaklega frá eina bróðurnum, eem ófarinn er. Guð blessi minning þina. Frændi. Áreiðanleg stúlka óskar eftir vinnu SKRIFSTOFU- eða afgreiðslustörfum Hef góð meðmæli. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir föstudag, merkt: Áreiðanleg —1373. FELAGSVIST 8 / ómlau karnir eru komnir. Dragið ekki að kaupa þá, því nú er rétti tíminn til að setja Þá niður. BLÓM & ÁVEXTIR, sími 2717 Sendisveinn óskast BLOM & AVEXTIR LOFTPRESSA Diesel loftpressa til sölu. — Vélin er 315 cob.fet á bíl. — Sími 4033. í kvöld klukkan 8,30 Gömlu dansarnir kl. 10,30. Hljómsveit Svavars Gests. — Miðasala kl. 8. Góð verðlaun — Mætið stundvíslega Sendill óskost tíl greina kæmi rösk unglingsstúlka. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Skrifstoiustúlka óskast sem fyrst. Góð kunnátta í vélritun og hrað- ritun er nauðsynleg. Kaup kr. 3,000,00 á mánuði, hækkar í allt að kr. 4,000,00 eftir hálft ár. Svör ásamt upplýsingum um fyrri störf, ásamt mynd, sendist til afgreiðslu blaðsins, merkt: „Framtíðaratvinna —1345“. íbúð til leigu 20—30 þús. kr. fyrirframgreiðsla eða lán nauðsynlegt. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskv. merkt: „2—3 herbergja íbúð — 1376“. KULDAÚLPUR Fóðraðar með gæruskinni Margir Jitir Allar stærðir Hentugir Skólakjólar ur jersey GULLFOSS Aðalstræti ■■■■■■■■■■ FUfUDUR i ■ verður haldinn í fram - ■ reiðsludeild S. M. F. ■ í Naust 5. október kl. : 5 síðdegis Áríðandi > mál á dagskrá. Framreiðslumenn á • Hótel Borg eru sér- C staklega boðaðir á j fundinn. Stjórnin. ■: • M Okkur vantar Póstsendum hvert á land sem er. ZhzL 'cin Laugavegi 17 — sími 2725. ungtinga til að bera blaðið víðsvegar um bæinn. Talið við skrifstofuna eftir kl. 10 f.h. 3 •tom FULLTRIJARÁÐSFUIMDIIR Fundur verður haldinn í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í kvöld klukkan 8,30 síðdegis í Sjálfstæðishúsinu. — Formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, forsætisráðher.ra er málshefjandi á fundinum um viðborfið í landsmálum. Fulltrúar sýni skírteini við innganginn STJÓRN FULLTRÚARÁÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.