Morgunblaðið - 25.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.1955, Blaðsíða 1
íWgxtuMaí* 16 síSur 4i„ árgangur 243. tbl. — Þriðjudagur 25. október 1955 PrentsmiSja Margunblaðsint höf nuðu Parísar sáttmálanum um Saar Adenai er kveðst vona, að úrslitin spilli ekki vináflu Frakka oq Þjóðverja BONN, 24. okt. V'ESTUR-ÞÝZKA síjórnin hélt ráðuneytisfund í dag og ræddi úrslit atkvæðagreiðslunnar í Saar. — Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Saars fór fram á sunnudag og unnu þýzku flokkarnir stórsigur, en þeir vilja ekki, að Saar heyri undir sameiginlega yfir- stjórn Evrópuríkjanna. Tillaga þess efnis var felld með % hluta atkvæða. — Áður en mál er höföað skal stefnt oð Jbvi oð menn geri sér ýtarlega grein fyrir molstaö sínum Hann hlaut Nóbels- verðlaunin í BRÓDEENI * Eftir fundinn gaf stjórnin út tilkynningu þar sem segir m. a.: að nauðsynlegt verði að finna leið út úr ógöngunum og ekki •sé hægt að ganga algerlega fram hjá kröfum Saarbúa. — Kveðst síjórnin vona, að mál þetta verði leyst í bróðerni. UNDIR ÞÝZKRI STJÓRN Óháða þýzka blaðið „Die Welt" segir, að Saarbúar hafi sýnt, að þeir vilji vera undir þýzkri stjórn. Það sé þó ekki svo að skilja, að þeir vilji vera „Evrópu- ríki", því að Þýzkaland getur ver- ið eins gott „Evrópuríki", eins og Saar. í SAMA STRENG Dr. Adenauer er enn í rúminu. Hann sendi Faure utanríkisráð- herra Frakka í dag, og kvaðst vona, að úrslit kosn- inganna spilli ekki samvinnu og vináttu Frakka og Þjóð- verja. Forsætisráðherra Frakka svaraði skeyti kanslar- ans og tók í sama streng. laimalepr „Kyiidill" á leiðiimi UM miðja þessa viku mun nýtt skip í íslenzka flotann væntan- lega taka hér höfn í fyrsta skipti. Er það hið nýja olíuflutninga- skip sem olíufélögin „BP" og „Shell" hafa látið byggja í Hol- landi. Heitir skipið Kyndill og fór það á föstudaginn frá Hol- landi áleiðis til Reykjavíkur. — Skipstjóri er Pétur Guðmunds- son, sem verið hefur skipstjóri á Skeljungi. KAUPMANNAHOFN: — I fáum löndum er eins mikið um sjálfs- morð og í Danmörku. Samkvæmt skýrslum frömdu 1054 Danir sjálfsmorð 1953, 670 þeirra með því að taka inn ýmiss konar eitur. Um 3000 menn reyndu að fremja sjálfsmorð með því að taka inn svefnlyf, en þeim var flestum bjargað á síðustu stundu. Jöðurlandsvin- irnir" voru á móti TEL AVIV, 24. okt.: — í dag samþykkti fsraelsþing þingsálykt unartillögu þess efnis að fordæma kommúnistaríkin fyrir vopna- sölu til Arabaríkjanna og stofna f riðinum á þann hátt í voða. Allir þingmenn samþykktu tillöguna — nema þingmenn kommúnista. Þeim líkar vopnasalan ágætiega. — Reuter. Holland sígur 25 sm. HAAG: — Rannsóknir hafa nú leitt í Ijós, að ástæðan til þess að Holland er alltaf að sökkva í sæ er sú, að Norðurlönd hækka sífellt. Nýjustu rannsóknir sýna, að Holland sekkur 25 sm. á hverri óld. Sænskur læknir, próf. Nils Hugo Theorell, hlaut Nóbelsverðlaun- in í læknisfræði í ár. Er hann heimskunnur maður fyrir rann- sóknir sínar á enzymum (hvöt- um). — Sænskur læknir hefir ekki fengið Nóbelsverðlaunin siðan 1911. A FUNDI bæjarráðs á föstudag- inn, var lagt fram bréf Húsatrygg , inga Reykjavíkur, þar sem lagt er til, að brunabótamat í bænum j verði hækkuð um 20%. — Þessa till. Hústrygginga samþykkti ( bæjarráð fyrir sitt leyti á þessum fundi. 6 þúsundir haf a séð Kjarvalssýninguna ALLS hafa nú 6000 manns séð sýningu Kjarvals í Listasafni ríkisins. S.l. sunnudag komu 1500 sýningargestir. Sýningin er opin daglega kl. 1—10. — Aðgangur er ókeypis. lúdentakosninpr á laugardag NÆSTKOMANDI laugardag, 29. október, fara fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla íslands. — í kjöri verða þrír listar. Er einn listinn borinn írarn af kommún- istum, jafnaðarmönnum og Þjóð- varnarmönnum sameiginlega, annar af Félagi frjálslyndra stúdenta og hinn þriðja ber Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fram. Lista Vöku skipa eftirtaldir menn: 1. Sigurður H. Líndal, stud. jur. 2. Jón Þ. Hallgrímsson, stud. med. 3. Rafn Hjaltalín, stud. theol. 4. Jón G. Tómasson, stud. jur. 5. Leifur Björnsson, stud. med. 6. Ævar ísberg, stud. oecon. 7. Einar Baldvinsson, stud. med. 8. Dóra Hafsteinsd., stud. jur. 9. Bjarni Felixson, stud. phil. 10. Júlíus Sólnes, stud. polyt. 11. Örn Bjarnason, stud. med. 12. Konráð Adolphssoon, stud. oecon. 13. Anna Lilja Kvaran, stud. philol. 14. Hjörtur Torfason, stud. jur. 15. Þórir Einarsson, stud. oecon. 16. Hrafn Tulinius, stud. med. 17. Magnús Óskarsson, stud. jur. 18. Sverrir Hermannsson, stud. jur. Nýr þýikur fogari hér UM helgina kom hingað til Reykjavíkur nýr þýzkur togari, Vestfalen. Ketilrör var sprungið. Þetta er svo til nýtt skip, var tekið í notkun í ágústmánuði. Er álíka stór og togararnir okk- ar, en nokkuð gangmeiri. Vestmannaeyingor athuga mögu leika ó smíði óætlunarskipa VESTMANNAEYJUM, 24. okt. EIN S og kunnugt er af fréttum hér í blaðinu var fyrir skömmu haldinn borgarafundur hér í Eyjum um samgönguerfiðleika þá, sem Eyjabúar eiga við að búa og hvað helzt væri til úrbóta og þá sérstaklega hvað viðvíkur samgöngum á sjó. Var á fundinum kosin 9 manna nefnd, er athuga skyldi þessi mál. Nefndin tók þegar til starfa og var einn liðurinn í starfi hennar að athuga um smíði skips, er halda skyldi uppi áætlunarferð- um milli lands og eyja. Sér til aðstoðar í þessu fékk nefndin Erling Þorkelsson, véla- Utanríkisráðherrar Vestur- veldanna marka stefnuna í Genf Vilja sameinað Þýzkaland í öryggisbandalagi Evrópu LUNDÚNUM, 24. okt. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Vesturveldanna ræddu í dag um sam- eiginlega stefnu sína á Genfarfundinum. Segir fréttaritari brezka útvarpsins, að þeir hafi komizt að fullu samkomulagi um stefnuna í Þýzkalandsmálum. Vilja þeir sameina allt Þýzkaland í eitt ríki og skipi það sæti í sameiginlegu öryggisbandalagi Evrópu. FLEIRI MÁL . málin og samskipti Austurs og Síðdegis ræddu ráðherrarnir Vesturs. — Von Brentanó utan- um önnur dagskrármál á Genfar- j ríkisráðherra Vestur-Þýzkalands ráðstefnunni, s. s. afvopnunar- tók þátt í viðræðum ráðherranna. Margar merkilegar n mbótaf illögur í frumvarpi dómsmálaráðherra að nýjum einkamálalögum IN Ý J U frumvarpi til laga um meðferð einkamála í héraði er lagt til að gerðar verði ýmsar breytingar á réttarfars- reglunum. Þýðingarmesta breytingin er sennilega sú, að ætlazt er nú til að mál verði ekki höfðað fyrr en það hefir fengið talsvert viðtækari undirbúning en nú tíðkast. Er að því stefnt, að máls- aðiljar séu búnir að gera sér ýtarlega grein fyrir málstað sín- um þegar þeir höfða málið. Þá er í frumvarpi þessu gert ráð fyrir að sáttanefndir séu afnumdar, enda ætlazt til að dómari geti leitað sátta hvenær sem er, eða jafnvel skipað menn til að leita sátta í hverju einstöku máli. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra gerði grein fyrir frumvarpinu í fróðlegri framsöguræðu í Neðri deild Alþingis í gær. Tók hann þó fram að ekki væri hægt í stuttri ræðu, að greina frá öllum breytingum, sem stefnt er að með frumvarp- inu, aðeins drepa á helztu atriðin. —<' FRUMSMÍÐ FRÁ 1936 Bjarni hóf ræðuna með því að greina frá undirbúningi málsins. Eins og kunnugt er voru árið 1936 sett heildarlög um meðferð einkamála. Var það til stórra bóta því að fram til þess hafði löggjöf um þetta efni verið í molum, í ýmsum afgömlum lögum og til- skipunum. Var það dr. Einar Arnórsson, sem mestan þátt átti í samningu þeirra laga. | En nú eru nærri 20 ár liðra. Er ekki nema eðlilegt að ýmsir gail- ar hafi fundizt á lögunum. Þau voru frumsmíð og á ýmsan hátt komið inn á algerlega nýjar brautir. Við notkun reglnanna sjá menn við dóm reynsiunnar að ýmsu má betur skipa. ÞEIR SEM HAFA UNNIÐ GOTT STARF Þessvegna beitti dómsmálaráð- herra sér fyrir endurskoðun lag- anna og skipaði þá Einar Arnórs- son, Gizur Bergsteinsson og Jónatan Hallvarðsson í nefnd til þess að vinna það verk. Einar Arnórsson hvarf að eigin ósk frá þeim stórfum, er samning frum- varpsins var skammt komið. En Theodór Líndal tók síðar sæti í nefndinni. Dómsmálaráðherra fór síðan yfir frumvarpið ræddi það við nefndarmenn og nokkrar breytingar voru gerðar í sam- ráði við hann. Tók ráðherra fram á þingi í gær, að nefndin hefði unnið gott starf og þá ekki sízt Gizur Bergsteinsson, sem hefur haft forustuna. SÁTTAKERFIÐ HEFUR EKKI HAFT TILÆTLUÐ ÁHRIF Ráðherra rakti nokkrar breyt- ingar sem stefnt er að með frum- varpinu. Ein meginbreyting er það að lagt er til að sáttanefndir verði í felldar niður. Sáttanefndir voru fyrst settar seint á 18. öld og voru taldar vinna þarflegt verk, en eins og nú er komið telja menn að sáttanefndir séu orðnar úr- eltar. | Það er staðreynd að sáttanefnd- j ir hafa ekki getað komið í veg fyrir að fjöldi mála er höfðaður , án þess að vera nægilega undir- ; búinn og það er ekki fyrr en mál- 1 . Frh. á bls. 2. verkfræðing, og kom hann hing- að fyrir nokkru og átti fundi með nefndinni. Fól nefndin Erlingi að gera uppdrætti að 300 til 360 tonna skipi, gera jafn- framt áætlun um skipsverðið og rekstursgrundvöll þess. Vinnur Erlingur nú að þessum málum. —Bj.Guðm. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.