Morgunblaðið - 25.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ j Ekh :/ með vopnum vegið EFTIR SIMENON ~srtr arsr ir? rrr- mr — ~rrr =c Þriðjudagur 25. okt. 1955 Framhaldssagan 24 fara og líta inn í hinar herbúð- irnar'7. „HVaða hinar herbúðirnar?" „Þessar sem eru staðsectar í gistihúsinu. Jean Métayer og lög- fræðingurinn hans, sem kom núna í morgun". „Hefur hann fengið sér lögfræð ing?“ „Hann er varkár, drengurinn .... í dag eru hlutaðelgandi persónur staðsettar sem ht'r seg- ir: í höllinni, þér og prestu inn. í gistihúsinu, Jean Métayer og hinn lögfræðilegi ráðgjafi hans.“ „Haldið þér þá, að hann kunni að hafa gert það?“ „Þér fyrirgefið mér, þctt ég geri mig heimakominn". Og Mai- gret hellti óboðið viskíi í glus sitt, drakk út í einum teyg, þurrkaði svo vandlega varir sínar og kveikti í pípunni. „Það vill líklega ekki svo til, að þér kunnið að meðhondla fastaleturs prentvél?" Hann yppti öxlum: „Ég kann hvorki það né neina aðra vinnu. Vandræðin eru þau, að ég kann lireint ekki neitt“. „Jæja, hvað sem öðru líður, þá ætla ég að biðja yður þess, að fara ekki héðan úr þorpir.u, án minnar vitundar. Viljið þér lofa mér því?“ Greifinn horfði alvarlega og rannsakandi á umsjónarmanninn, eins og hann hyggðist lesa eitt- hvað út úr svipnum: „Ég lofa því“, svaraði hann loks hátíðlega. Maigret gekk út. Þegar hann gekk niður hallartröppurnar, nið urlútur og annars hugar, varð hann þess allt í einu var, að mað- ur gekk við hlið hans. Hinsvegar hafði hann enga hugmynd um það, hvar honum hafði skotið svo skyndilega upp. „Afsakið mig, umsjónarmaður. Mig myndi langa mjög mil ið til að tala við yður í örstutta stund. Ég var að frétta það áðan.... “ „Frétta hvað?“ „Að þér séuð raunverulega eins konar heimamaður hér á staðnum og að faðir j'ðar hafi gegnt því starfi, sem nú hvílir á mínum herðum. Viljið þér veita mér þann heiður, að koma inn í hús mitt og drekka eitt glas með mér?“ Og ráðsmaðurinn með gráa hökutoppinn dró hann með sér þvert yfir hallargarðinn. Allt var til reiðu heima hjá honum. Koníaksflaska með merki sem auglýsti hinn háa aldur þess, stóð á borðinu í stofunni, ásamt diskum með keksi og tvíbökum. Frá eldhúsinu barst lykt aí káli og svínafleski inn til þeirra. „Eftir því sem mér hefur verið sagt, þá hafið þér verið kunnug- ur á greifasetrinu, þegar hagur þess var allur annar en nú Þeg- ar ég kom hingað, þá var þegar farið að halla mjög undan fæti, hvað efnahag of afkomu snerti. Það var ungur maður frá París, sem .... Þetta koníak er frá bú- skapartíð gamla greifans". Maigret starði á borðið, með útskornu ljónamyndur.um o? hug urinn reikaði um stund til íöngu liðinna bernskudaga... Aftur fann hann til þreytu, bæði andlegrar og líkamlegrar. í gamla daga þorði hann aldrei að ganga inn í þessa stofu, nema þá á sokkaleistunum eða inni- skóm, vegna hins gljálakkaða gólfs. „Ég er í mjög miklum vanda staddur .... og mig langar til að spyrja yður ráða .. Við erum fátækt fólk. Þér vitið, eins vel og ég .sjálfur, að enginn safnar auði í ráðsmannsstarfinu hérna.. “ Ráðsmaðurinn þagnaði og strauk hökutoppinn, en hélt svo máli sínu áfram: „Stundum kom það fyrir á laug ardögunum, að ekki voru nógu miklir peningar til í kassanum, svo að ég varð að borga verka- mönnunum úr mínum eigin vasa. Stundum varð ég líka að lána peninga tíl kaupa á kvikfénaði, sem bændurnir á hjáleigunum urðu að fá. .. .“ „Með öðrum orðum, þá skuld- aði greifafrúin yður fé, eða hefi ég ekki skilið orð yðar rétt?“ „Greifafrúin hafði aldrei nein afskipti sjálf af peningamálunum. Peningarnir streymdu eins og vatn. Það var aðeins, þegar um bráðnauðsynlega hluti var að ræða, að þeir voru ekki fyrir hendi.... “ „Og það voru þér, sem jafnan hlupuð undir bagga, þegar svo bar undir?“ „Hið sama hefði faðir yðar líka gert, haldið þér það ekki? Það er stundum svo, að maður getur alls ekki látið fólkið sjá það, að kass- inn sé tómur. Ofurlitlu hefi ég svo líka getað stungið undan.. “ „Hversu miklu?“ „Má ekki bjóða yður aftur í glasið? .. O, ég hefi nú ekki talið það nákvæmlega saman .. Ætli það séu ekki a.m.k. ein sötíu þúsund .... Og nú er það útförin og þá verð ég einu sinni ennþá að....“ Fram í huga Maigrets kom gömul mynd: Hin litla skrifstofa föður hans, í nánd við prenings- húsin, klukkan fimm e. h. á laug- ardag. Hvert mannsbarn, sem eitt- hvert starf hafði á greifasetrinu, allt frá saumastúlkunni til dag- launamannsins, beið fyrir utan. Og í kringum gamla Maigret, sem stóð við borðið með græna baðm- ullardúknum, var allt fullt af litlum peningahrúgum. Síðan gekk allt vinnufólkið í halarófu framhjá borðinu og skrifaði nöfn sín eða gerði bara kross í gjaldskrána. „Og nú er ég að brjóta heilann um það, hvernig ég eigi að ná því aftur.... “ „Já, ég skil. Þér hafið skipt um arinn, sé ég er“. „Já, þér munið að sá gamli var úr við. Marmarinn er nú betri". „Mikið betri“, tautaði Maigret lágt. „Éíú munu allir lánardrottn- arnir steypa sér yfir mann, eins og blóðþyrstir ránfuglar. — Við munum þurfa að selja .. og þá er allt veðsett". Hægindastóllinn, sem Maigret sat í, var alveg nýr, eins og ar- inninn. Sennilega hvorttveggja keypt í verzlun í Boulevard Bar- bés. Á litlu hliðarborði stóð vand- aður grammófónn. „Ef ég hefði ekki átt son, þá hefði mér vissulega staðið á sama, en hann hefur sína lífsstöðu til að hugsa um . . Ég kæri mig ekki um að taka velingatökum á hlutunum....“ Unglingsstúlka gekk yfir gang- inn, framan við dyr stofunnar. „Þér hafið líka eignast dótt- ur?“ „Nei, þetta er stúlka héðan úr þorpinu, sem lcemur hingað til að annast hreingerningar og önnur grófari verk á heimilinu". „Jæja, við tölum betur um þetta síðar, Monsieur Gautier. Afsakið mig, en mörg aðkallandi störf kalla á mig....“ „Má ekki bjóða yður örlítinn sopa í glasið, svona að skilnaði?" „Nei, ómögulega, þökk fyrir .. Svona a.m.k. sjötíu og fimm þús- und sögðuð þér, var ekki svo?“ Og hann gekk út með hendur í vösum, reikaði framhjá stórum hóp gæsa og áfram, meðfram Notre-Dame tjörninni, sem ekki gáraðist lengur af stormi. Klukkan í kirkjuturninum sló tólf, há og þunglyndisleg högg. í veitingastofu Marie Tatin UngUngspiltur % helzt með bílprófi, óskast til afgreiðslustarfa. Stórholtsbúð Stórholti 18 VERZLUNARHÚSNÆÐI óskast til leigu, sem næst Miðbænum. — Uppl. veita Jón Skaptason, Sveinbjörn Dagfinnsson héraðsdóms- lögmenn, Búnaðarbankahúsinu, kl. 5—7 e. h. Sími 82568. SKIPST JORA og 1. vélstjóra vantar á góðan línubát sem á að stunda lanóróðra með línu frá Hafnarfirði n. k. vetrarvertíð. — Upplýsingar í síma 9127. 300 fermetra húsnæði á góðum stað í bænum, til leigu. — Hentugt fyrir léttan iðnað eða sem lagerpláss. — Nánari uppl. gefur Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Laugavegi 10 — Sími 82478. HUSMÆÐUR! REI sparar yður þurrkun . við þvotta á gólfum, hurðum, gluggum, veggjum og loftum Allt þornar sjálfkrafa — án blettaskila. REYNÍÐ REI! — Notið REI til alls hrcinlætis á heimilinu þó ekki væri nema til verndar höndunum, sem REI heldur hvítum og mjúkum. Heildsölubirgðir: V. Sigurðsson & Suæbjiirnsson h.f. s • 4 * * lllCTDIC ^ H RÆRIV ELAR með hakkavél, grænmetis- og kaffikvörn, þeytara, hrær- ara og hnoðara, berjapressa o. fl. — Kr. 2,600,00. Fást með afborgunarskilmálum. HEKLA H.F. Austurstræti 14 BORÐIÐ NORSKU BERGENESÚPURNAR Tegundir: SVEPPASÚPA SELLERÍSÚPA PÚRRUSÚPA TOMATSÚP4 HÆNSNASÚPA SPÍNATSÚPA BLÓMKÁLSSÚPA Bergenesúpurnar eru ódýrar, ljúffengar og fást í næstu matvöruverziun. — Reynið einn pakka í dag. NYKOMIÐ KÁPUEFNI, margir litir. Frottésloppar, kvenna stór og lítil númer. Amerískir morgunkjólar. Saumlausir nælonsokkar. Gardínuefni, margar gerðir. Mollskinnsbuxur drengja, allar stærðir. Barnavettlingar, Sirs, margir litir. VETRARKÁPUR kvenna, ný sending. Vefnaðarvöruverzlunin Týsgötu 1 — Sími 2335. Sendum í póskröfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.