Morgunblaðið - 25.10.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. okt. 1955 Einkamitalea Framh. aí bla. 1 flufhingi er langt komið, að menn fá yfirsýn yfir hversu vænlegt málið er. Menn hafa oft farið til sáttanefnda, þegar hugurinn hef- ur verið mestur til málshöfðunar. Sáttakerfið hefur ekki haft til- aetluð áhrif. RÍKAR KRÖFUR TIL MÁLATILBÚNAÐAR í stað þess er aftur lagt til í frv. og talið vænlegra, að gera miklu rikari kröfur til málsundirbúnings. Stefna þarf að vera miklu ýtarlegri, skýra málið í öllum aðalatriðum og segja hvaða sönnunargögn eru fyrir hendi. Og verjandi á að vera miklu skjótari til að gera grein fyrir sjónarmiðum sín- um en nú tíðkazt. Þannig ættu menn þegar í upphafi að gera sér nokkurnveginn grein fyrir aðstöðu sinni og mun það sízt gera sættir óvænlegri. SAMI DÓMARI FARI ME9 ALLT MÁLIÐ Áherzla er á það lögð í hinu nýja frumvarpi, að sami dómari fjalli sem mest um öll atriði dómsmáls. Skv. núgildandi lög- um hefur það tíðkazt, að aðrir dómarar taka vitnaskýrslur og notazt er um of við skrifleg vott- orð, sem þá eru e.t.v. staðfest hjá r.ynjar um frest, vcrður þeim synjunarfresti ekki skotið til j Hæstaréttar. Kveðið er berum j orðum á um endurupptöku máls,! sem fram til þessa hefur verið heimiluð með lögjöfnun frá ákvæðum um Hæstarétt. Ákvæði eru um að krefjast megi aðgerða dómstóla til öflunar sönnunar- gagna áður en mál er höfðað. Felld skuli niður ákvæði um að láta málsúrslit velta á aðildareið. Heimilt skal að leita lögreglu- aðstoðar til að hafa upp á stefnd- um manni, er það ákvæði nauð- synlegt síðan þéttbýli jókst. Þá er merkilegt ákvæði í frum varpinu, um að dómara verði ekki vikið úr embætti nema með dómi og fer sérstakur starfsdóm- ur með slík mál. Sé hann skipað- ur elzta prófessor í lögfræði og tveimur mönnum útnefndum af dómsmálaráðherra. Fjöldi ann- arra nýmæla eru í frumvarpinu. Sentlineínd til „MÍR“ 9 MANNA sendinefnd frá Sovét- ríkjunum kom til Reykjavíkur í fyrradag í boði menningartengsla Islands og Ráðstjórnarríkjanna. Er hér um fimm listamenn að ræða: Sjapesnikov, sem er bari- tón-söngvari við óperuna í Len- ingrad, E. D. Gratsj, fiðluleikari, er unnið hefur fyrstu verðlaun í alþjóðlegri samkeppni í París, S. N. Vakman píanóleikari og listdansparið Bogamolova Vlasov frá stóra leikhúsinu í Moskvu. Mun listafólkið skemmta í Reykjavík og Hafnarfirði og ef til vill víðar. — Verður fyrsta skemmtunin í Þjóðleikhúsinu á mánudagskvöld. Formaður nefndarinnar er Drúzin rithöfundur, en auk hans er með í ferðinni fiskifræðingur, sem er forstjóri fiskirannsóknar- stofnunarinnar í Murmansk, skólastjóri frá Moskvu og hljóm- sveitarstjóri. Frumvarp Gísla Jónssonar Eftirliti verði komið á með starfsemi ríkisins Eðlílegt að umboðsmaður Alþlngis iylgist fast með hvernig Ijármunum ríkis er varið GÍSU JÓNSSON hefur flutt frumvarp á Alþingi um eftirlit með rekstri ríkisins. Er tilgangurinn með þessu, að Alþingi og fjár- veitinganefnd þess geti haft hönd í bagga með ríkisrekstrinum, sem stöðugt hefur víkkað og aukizt hin síðari ár. Er ætlazt til að eftirlitið eigi samstarf og ræði við forstöðumenn ríkisstofnana um aðferðir til sparnaðar, það fylgist með starfsmannahaldi, af- köstum og geri tillögur til úrbóta á vinnuskilyrðum. T. d. myndi það athuga hvort ekki væri þarflegt að taka upp hina nýjustu tækni við skrifstofuhald ríkisins. Um allt slíkt skipulag og sparnað ætti eftirlitið að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar og Alþingis. öðrum dómurum o. s. frv. En leggja verður áherzlu á það, að sami dómarinn hafi einn og sjálfur sem mest áhrif og snertingu af gangi þess. | Þessvegna er í frumvarpinu ( mjög aukið á skyldu vitna til ^ að mæta á fjarlægum stöðum j og jafnvel heimild til að kveðja menn háða ríkisvald- inu, sem búa erlendis til vitn- isburðar. Þá eru vegalengdir sem vitni er skylt að ferðast mjög lengdar, enda eru sam- göngutæki nú orðin það full- komin, að slíkt er eðlilegt. Einr.ig er dómara veitt heimild til að halda dómþing hvar sem er á landinu í því máli, sem undir liann kemur. Þá á að eyða þeim «ið, sem mjög hefur tíðkazt, að j menn hafa verið fengnir til að , skrifa undir vottorð utan réttar j og síðan koma þeir aðeins fyrir rétt til þess að staðfesta vottorð- ið. Með því er að nokkru búið að binda vitnið. Þykir það ekki heppilegt. Skulu slík vottorð nú <ekki tekin gild, en dórnari spyrja vitnið sjálfstætt. FRUMFLUTNINGUR Eins og áður er sagt, skal stefna skv. frv. vera miklu ýtarlegri en nú tíðkast. Síðan skal fara fram frumflutningur málsins. Greinist málflutning- ] ur þannig í frumflutning og ' aðalflutning. Þetta auðveldar mönnum yfirsýn yfir málið og hverra gagna þeir þurfi að ieita. SKRIFLEG SKÝRSLA UM MÁLFLUTNING Þá er það einnig nýmæli, að áður en sjálfur aðalflutningur málsins hefst á dómara að vera J lieimilt að krefjast skriflegra skýrslna frá málsaðilum um \ það hvernig þeir telja málið standa. Með þessu er að vísu hætta á að þessar skriflegu skýrslur geti komið í stað munnlegs málflutnings. Slíkt ] er þó ekki ætlunin, heldur er þetta ráð tekið vegna þess að • það hefur viljað við brenna að hinn munnlegi málflutningur sé ekki undirbúinn. Hér mega dómstólar vera á verði, ákvæð ið er talið nauðsynlegt en fel- ur í sér nokkrar hættur og má það ekki verða til þess að hindra munnlegan málflutn- jng sem er öruggastur til skjótra og réttra málsúrslita. FJÖLDI NÝMÆLA f ÚRBÓTAÁTT Meðal annarra nýmæla í frum- varpinu má nefna, að ef dómciri FJÁRVEITANDI FYLGIST MEÐ Á þingfundi í Efri deild gerði Gísli Jónsson nýlega glögga grein fyrir þessu umbótaríka frumvarpi, sem allt stefnir í þá átt að fjárveitandi ríkisins, Al- þingi, geti haft hönd í bagga með hvernig fénu er varið. Sagði flutningsmaður í ræðu sinni m. a.: — Frumvarp um eft- irlit með rekstri ríkisins var fyrst borið fram á Alþingi árið 1948 af Jóhanni Þ. Jósefssyni, sem þá var fjármálaráðherra. — Stöðvaðist það þá við síðustu umræðu, aðallega vegna þess, að ekki var samkomulag um, hvern- ig skipa skyldi í embættið. Síð- an flutti ég frumvarpið nokkuð breytt árið 1952 og hlaut það ekki að heldur afgreiðslu. Enn hefur ríkisstjórnin ekkert gert í ! málinu, svo mér þykir rétt að bera það fram á þessu þingi. STARFSEMI FJÁRVEITINGANEFNDAR Gísli Jónsson svaraði síðan þeirri spurningu, hvort þörf væri á slíku eftirliti. Sagði hann m. a.: — Hin sívaxandi afskipti ríkísvaldsins af öllu fjármála- og athafnalífi þjóðarinnar hljóta að kalla á slíkt eftirlit. Árið 1945, þegar ég tók í fyrsta skipti sæti sem formað- ur fjárveitinganefndar, var tekinn upp sá háttur að kalla til viðtals alla þá menn, sem hægt var auðveldlega að ná í og höfðu forstjórn fyrir stofnunum ríkisins. Var rætt ýtarlega við þá um að draga úr gjöldum í sambandi við reksturinn. Langflestir þessara manna tóku samstarfinu vel og skyldu þörfina. Einstaka vildi ekki beygja sig undir þessar yfirheyrslur eins og þeir köll- uðu það og kvörtuðu yfir því við yfirboðara sinn, fjármála- ráðherra. Þá lýsti Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra því eindreg- ið yfir, að hann teldi þessar viðræður alveg nauðsynlegar og óskaði mjög eindregið eftir því að fjárveitinganefnd héldi þessum upptekna hætti. VÍÐTÆKARA EFTIRLITSSTARF En nú er það vitað, hélt Gísli Jónsson áfram, að Fjárveitinga- nefnd hefur mjög takmarkaðan tíma til slíkra starfa. Hún getur aðeins gripið niður á einstökum atriðum. Hér þarf að gera þessa eftirlitsstarfsemi miklu víðtæk- ari. Aðrar þjóðir hafa þann sið, að fjárveitinganefnd er föst nefnd, með föstum starfsmönn- um allt árið. Með því móti fá þeir miklu meiri þekkingu á mál- unum, meiri möguleika til að hafa eftirlit með hvernig fénu er varið. Þess er varla að vænta að slíkur háttur verði hafður á hér, að þessi 9 manna nefnd verði látin starfa allt árið. Hitt væri til stórbóta ef formaður fjárveitinganefndar væri látinn vera fastur starfsmaður allt árið um kring. Og ef ekki hann, þá er á valdi þingsins að kjósa ein- hvern annan til slíks starfs. KVARTANIR VIÐ RÍKISREIKNINGA í sambandi við þetta mál benti Gisli á það, að á hverju ári fara nú fram miklar umræður á þingi um ríkisreikningana. Þar hefur margraddað komið fram, að ekki væri allt sem æskilegast í rekstri ríkisins, en hinsvegar erfiðleikar á að koma fram umbótum. Er t. d. afleitt hve þingið getur seint gagnrýnt það sem miður er talið, vegna þess að atburðirnir eru , löngu liðnir þegar ríkisreikning- arnir loksins koma fram. IILUTVERK EFTIRLITSINS Hlutverk eftirlitsmannsins, skv, frumvarpinu á að vera: Frh. á bls. 12, Þorsteinn Víglundsson - minning í FREMSTU röð hinnar vonglöðu aldamótakynslóðar, sem nú er óðum að hverfa af vettvangi lífsins, voru ung hjón austur í Biskupstungum, Víglundur bú- fræðingur Helgason og Jóhanna K. Þorsteinsdóttir, sem bjuggu allan búskap sinn í Höfða með myndarbrag í öruggri trú á mátt hinnar ísl. moldar. Þeim hjónum varð 8 barna auðið, og á ég marg- ar kærar minningar frá æsku- samvistum við þann fríða hóp. Fjögur þessara glæsilegu systkina eru nú látin, og í dag verður hið yngsta þeirra, Þorsteinn, til mold- ar borinn. Hann andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 14. þ. m. Þorsteinn Víglundsson var fæddur í Höfða 3. nóv. 1922. Hann ólst upp í föðurhúsum og aðstoð- aði foreldra sína við búrekstur- inn, er hann komst .á legg og allt til þess er hann fluttist til Hafn- arfjarðar fyrir fáum árum. Síð- ustu árin vann hann að iðnaði hjá bróður sínum, Magnúsi ræð- ismanni, hér í Reykjavík. Þor- steinn var kvæntur Önnu, dóttur Erlendar Halldórssonar, eftirlits- manns brunavarna á íslandi, og konu hans, Guðríðar Sveinsdótt- ur. Þau áttu einn son, Víglund, sem nú er á fjórða ári, efnis- drengur, eins og hann á kyn til. Þau hjónin, Þorsteinn og frú Anna, voru samhent við að efla heill heimilis síns á alla lund. Þar er nú skyndilega sköpum skipt. Heimilisfaðirinn ungi, sem gekk glaður og góðviljaður að hverju starfi, hefur óvænt verið brott kallaður. Hann veiktist skyndi- lega, svo að ekki reyndist unnt að bjarga lífi hans, þótt allt, sem i mannlegu valdi stóð, væri til þess gert. Við kveðjum í dag þennan geð- þekka og prúða mann, sem verð- ur ógleymanlegur frændum, vin- um og samstarfsmönnum sínum. Við minnumst þá sérstaklega konu hans og kornungs sonar, sem mestur harmur er að kveð- inn. En sú er bót í máli, að þau eiga sér ljúfar minningar um ástkæran eiginmann og föður, sem engan skugga ber á. Austan úr Biskupstungum munu í dag beinast margar hlýjar hugsanir vestur yfir fjöllin að dánarbeði þess manns, sem mat átthaga sína svo mikils, að hann vígði aðfram kominn af þjánin-gum son sinn frumvaxta til varðveizlu erfða- hlutar síns í ættaróðalinu fagra við Hvítá, þar sem öll æskuspor hans sjálfs höfðu legið. Blessuð sé minning Þorsteins Víglundssonar. Sigurður Skúlason. ★ ÞAÐ er fagurt í uppsveitum Árnessýslu. Stórbrotin og tignar- legur fjallahringur á þrjá vegu, en til suðurs sér til hafs, þar sem báran gjálpar við lága strönd. Og sveitin er grösug og gjöful börn- um sínum, sem endurgjalda henni með ævilangri tryggð. Það er komið að veturnóttum og ungur maður, sem flutzt hefur burt úr sveitinni sinni, er þar aftur. Hann fýsir á fornar slóðir, æskustöðvarnar heilla hann til sin og að þessu sinni til að kveðja hann hinztu kveðju, þótt honum sé efalaust ekki ljóst, að nú er kveðjustund, að þessi för er hans síðasta, að hann á ekki aftur- kvaemt á vit bernskustöðvanna. Þær minnast litla drengsins, sem sleit hér sínum fyrstu skóm, dreymdi hér sína bernskudrauma. Þorsteinn Viglundsson frá Höfða er fallinn frá á bezta skeiði. Er þá fjórða sinni vegið í hinn sama knérunn, áður hafa 3 af 8 myndarlegu systkinunum á Höfða verið burt numin, tvö í frumbernsku og eitt á æskuskeiði. Sízt mun okkur, sem þekktum Þorstein heitinn, hafa komið í hug, að svo skammt væri til leið- arloka. Hugur hans var altekinn af viðfangsefnunum, sem biðu hans. Hann var nýlega kvæntur mynqarle«ri konu og áttu þau einn son, sem Þorsteinn unni i mjög. Hann lagði sig allan frarh um að tryggja hag fjölskyldu sinnar sem bezt. Framtíðarheimi ilið var í smíðum. Og húsbónd- inn lagði hart að sér. DraumuU ungu hjónanna um eigið hús 1 fallega bænum hennar var að rætast. En skyndilega syrti að. Hinn ungi heimilisfaðir veiktist alvar- lega. Og eftir skamma dvöl á sjúkrahúsi hér heima var leitað til færustu vísindamanna er- lendis. En ekkert stoðaði. Sú hönd, sem hér tók um stjórn- völin, var sterk. Vit og verk okk- ar mannanna stoðuðu ekki. Góð- ur og gegn drengur var allur. Sá, sem þessi fátæklegu kveðju orð ritar, kynntist Þorsteini heitn um nokkuð hin síðustu ár. Ávallt var hann hinn fölskva- lausi og hreinlyndi maður, glað- ur en þó alltaf stilltur vel, drenglundaður og vinfastur. Starfsmaður var hann ágætur, ábyggilegur og samvizkusamur. Og ég veit að samstarfsmenn hans og allur hinn f jölmenni hóp- ur starfsfólksins á Bræðraborg- arstíg 7 saknar Þorsteins og þeir mest, sem þekktu hann bezt. —- Fráfall hans er ekki einasta sjón- arsviptir skyldmennum, vinum og samstarfsmönnum, heldur er einnig þjóðhagslegt tjón að slík- um myndar- og ágætismönnum. En mestur og hörmulegastur er að sjálfsögðu missir hinnar ungu konu hans og sonar. Aldrei framar fagna framréttar hendur föður sínum, þegar hann kemui’ heim að loknu dagsverki, og aldrei framar lyftir þreyttur fað- ir litla drengnum sínum í fang sér. Þau örlög eru þung litlum glreng. Þann missir getur enginn bætt að fullu. En megum við láta hugann staðnæmast við þá hugsun eina? „Aðeins það sem við höfum misst eigum við eilíflega". Eitt- hvað á þá leið hefur mikill nor- rænn andans maður sagt. Og svo veit ég að þeim, er syrgja Þor- stein heitinn fer. Minninguna um góðan og vammlausan dreng tekur enginn frá þeim, hana eiga þeir eilíflega. Og þegar hinzta hvíla Þor- steins heitins er lögð í skaut móður jarðar, langar mig til að vera í hópi þeirra, sem þakka honum samfylgdina og kveðja hann með söknuði. S. E. H. Jón Magnússon fréffasljéri sæmdur riddarakrossi Dannebrogsorðunnar SAMKVÆMT tilkynningu frá danska sendiráðinu hefir Friðrik konungur níundi sæmt Jón Magnússon, fréttastjóra útvarps- ins, riddarakrossi Dannebrogs- orðunnar. Alhugssemd ÚT af ummælum forstjóra Mjólk ursamsölunnar í Morgunblaðinu h. 22. þ.m. vill Úthlutunarskrif- stofa Reykjavikurbæjar taka fram eftirfarandi: Nefnd ummæli forstjórans mætti ef til vill skilja á þann veg, að skrifstofan hafi átt þátt í því, að tekin var upp mjólkur- skömmtun í bænum. Skrifstofan hefir að sjálfsögðu engin afskipti og enga íhlutun haft um það, a'ð mjólkurskömmtun var tekin upp, en hins vegar tekið að sér að af- greiða mjólkurseðlana með öðr- um skömmtunarseðlum, eins og áður hefir verið gert, þegar mjólk urskömmtunarseðlum hefir verið úthlutað. F. h. Úthlutunarskrifstofu Rey kj avíkurbæ j ar. Björn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.