Morgunblaðið - 25.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.1955, Blaðsíða 16
 ¥®ðaráfl!91 éw N kaldi eða stinningskaldi. Létt- skýjað. wgttnMðfrifr 243. tbl. — Þriðjudagur 25. októbcr 1955 Iðnþing Islendinga Sjá bls. 9. Annarlitli drengnrinn lézt af völdum slyssins Fimmta dauðaslysið a þessu ári HIÐ HÖRMULEGA slys á Hafnarfjarðarveginum, síðdegis á laugardaginn, leiddi til dauða litla drengsins, Sigurðar Thor- oddsens, er fluttur var meðvitundarlaus af slysstað í Landsspítal- ann. — Með dauða hans hafa á þessu ári 4 börn látið lífið hér í Reykjavík af völdum umferðaslysa og ein öldruð kona. Rannsóknarlögreglan vann fram á nött aðfaranótt sunnu- dagsins að því að rannsaka slys- fram á nótt aðfaranótt sunnu- daginn. GOTT SKYGGNI Frásagnir vitna voru mjög sam hljóða um, að er slysið varð, hafi skyggni verið mjög gott. Jafnvel svo, að maður nokkur, sem varð sjónarvottur að því er drengirnir lentu á bílnum, kvaðst auðveld- lega hafa greint úr bíl sínum gangandi vegfarendur alla leið niður á Miklatorgi. Slysið varð á móts við benzín- og olíustöð Shell. Vitnum ber og saman um að maðurinn, sem ók bílnum, er drengirnir urðu fyrir, hafi ekið greitt og sum vitnin segja mjög greitt. Hafi bíllinn ekki hægt ferðina við að rekast á drengina. Var sá árekstur svo harður að bíllinn dældaðist mikið að fram- an. — MEÐ HUGANN VIÐ NÝBYGGINGARNAR Maðurinn sem ók bílnum, Ólaf- ur Ólafsson, Lönguhlíð 19, kvaðst aftur á móti ekki hafa ekið með mikilli ferð og tæplega orðið þess var er bíll hans skall á drengjunum. — Þá kveðst hann ekki hafa séð mannaferðir á göt- tmni. Hann kvað það hafa hvarfl að að sér er hann kom til kunn- ingja síns í Þóroddsstaðabúðum, að hann myndi jafnvel hafa vald- ið slysi. Sagði hann kunningja sínum frá því og bað hann að aka sér á lögreglustöðina, sem hann gerði. Ástæðuna til þess, að hann ekki virtist vera með hug- ann við aksturinn, taldi Ólafur vera þá, að hann myndi hafa haft hugann of mikið við nýbygging- arnar í Hlíðunum, sem hann var að horfa á, er hann ók upp Haf narf j arðarveginn. Rannsókn fer nú fram á því, hvort Ólafur hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann fékk taugaáfall er hann kom í lög- reglustöðina og hefur verið und- ir læknishendi um helgina. ★ Sigurður Thoroddsen var sjö ára. Hann var sonur Jónasar Thoroddsens fulltrúa og konu hans, frú Bjargar Thoroddsen. Hann lézt á sunnudagsmorgun án þess að komast til meðvit- Reynf að bjarga jarðýfunum, sem sukku á Hjóaffrð! ÞÚFUM, 24. okt.: — í gær komu tvö af varðskipum ríkisins, Þór og Óðinn til Mjóafjarðar til að hefja björgunarstörf á jarðýtum þeim, sem sukku þar fyrir rúm- um mánuði. Höfðu þeir með sér innrásar- ferjuna er þær sukku úr, sem nú er búið að gera við. Kafari fór niður og athugaði ýturnar og var önnur í réttri stöðu, ekki mikið brotin að sjá. En hin var á hvolfi, meira brotin, Fór dagurinn í þessar athug- anir. í dag verður reynt að ná ýtunum upp, Er í athugun að bjarga þeim á þann hátt að draga þær til lands. — P. P. ' undar. — Var Sigurður yngstur 1 fjögurra systkina. Vinur Sigurðar litla er með honum var og slasaðist, Ólafur M. Hákonson, Drápuhlíð 12, hlaut opið beinbrot á vinstra fæti. — Hann er á Landsspítalanum. Fimm ölvoðir við okstur í bænum UM ÞESSA helgi voru fimm menn teknir af lögreglunni ölvaðir við akstur, en slík af- brot eru af almenningi talin hin alvarlegustu og ekki að ástæðulausu, því drukknir menn við bílstýri eru stór-' hættulegir menn. Einn þeirra manna, sem tekinn var í fyrrinótt, tvítug- ur piltur, ók bíl þeim, er hann' var með á annan bíl upp á‘ gangstéttina og á glugga í kjallaraíbúð. — Rúðan möl- brotnaði og rigndi glerbrotun- um yfir sofandi börn, sem lágu undir glugganum. Ölvun við akstur er að verða slíkt vandamál, að ekki virðist hjá því komizt að grípa til róttækra ráðstafana til þess að reyna að sporna við slíkum afbrotum. Heimsókn forsslis- ráðherra og utan- ríkisráðherra ii! Þýzkalands fresfað FYRIRHUGAÐRI heimsókn for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra til Sambandslýðveldisins Þýzkalands hefur vegna veikinda forfalla verið frestað um sinn. Þrjú ný tilfelli BORGARLÆKNIR skýrði Mbl. svo frá í gær, að und anfarna tvo sólarhringa, hefðu læknar bæjarins tilkynnt þrjú ný mænusóttartilfelli. ★ ★ ★ í síðustu viku voru mænu- sóttartilfellin alls 44. Af þess- um sjúklingum lömuðust 17. Yfirleitt er um vægar lamanir að ræða. Er tala mænusóttar- sjúklinga hér í bænum nú orð in 109 og eru 38 þeirra lamað- ir. Um heildartölu mænuveikis sjúklinga í yfirstandandi far- aldri er ekki fullkunnugt, en utan Reykjavíkur munu 35— 40 manns hafa tekið veikina. ★ ★ ★ Hér í Reykjavík er mikið um kvilla um þessar mundir, sem sennilega standa þó ekki í sambandi við mænusóttina. Útvarpið bilaði ÚTVARP Reykjavík þagnaði skyndilega í gærkvöldi klukkan rúmlega hálf tíu. — í nær klukku stund var stöðin þögul. Ástæðan var sá að rafmagnsstrengurinn að útvarpsstöðinni á Vatnsendahæð bilaði. SVIetsala ársins í Þýzkalandi TOGARINN Harðbakur hafðl heppnina með sér, er hann land- aði afla sinum í Bremerhaven í gær. — Aflinn sem var um 250 lestir seldist fyrir rúmlega 146 þús. þýzk mörk, eða fyrir um 584,000 krónur. Er þetta langsam- lega hæsta aflasalan í Þýzkalandi á þessu ári, en sölur hafa yfirleitt verið lélegar, sem kunnugt er. í fyrra í nóvembermánuði seldi togarinn ísólfur rúml. 200 tonn af fiski fyrir sömu fjárupphæð. f gær var allmlkill fiskur á boðstólum í Bremerhaven en sá fiskur var nær eingöngu karfi, aftur á móti var Harðbakur með blandaðan fisk, mikið af þorski, nokkuð af upsa og ýsu. Skipstjóri á Harðbaki er einn Auðunsbræðr anna, Sæmundur Auðunsson. Seff verður á slofn slégerð fyrir bæklunarsjúkíinga Ungur maður lýkur sveinspréli í iðninni. UNGUR íslenzkur skósmíða- sveinn, Steinar Waage, Skipa sundi 35, hefur fyrstur íslenzkra skóiðnaðarmanna lokið prófi í skósmíði fyrir bæklaða, við Bækl unarsjúkdómaspítalann í Árós- um. Lauk Steinar prófi sínu með ágætum vitnisburði og fyrir frá- bæra vandvirkni í sveinstykki sínu fékk hann silfurmedalíu. í blöðunum í Árósum var skýrt frá þessu og myndin sem hér fylgir er af Steinari með svein- stykkið milli handanna, er úr „Demokraten“. í samtali við blaðið skýrði Steinar frá því að það hefði verið próf. Snorri Hallgrímsson, sem varði doktorsgráðu sína við Árósa háskóla, er hvatt hefði sig til þess að leggja inn á þessa braut, en námið hóf Steinar fyrir 4 árum. Blaðið segir frá því að Steinar mun þegar hann kemur taka til starfa í sérgrein sinni, en hingað til hefur ekki verið hægt að út- vega bæklunarsjúklingum skótau við þeirra hæfi. Þegar fram líða stundir mun Steinar veita forstöðu skósmíða- stofu sem í ráði er að setja upp í Landsspítalanum til framleiðslu á hverskonar skófatnaði fyrir bæklunarsjúklinga, segir blaðíð. Sveinsstykkið, sem Steinar smíðaði, voru skór eftir nákvæmu máli, eins og alltaf er. Málið var af honum sjálfum, því sem barn lamaðist Steinar af lömunar- veiki. Fclag Fatlaðra og lamaðra hér í bæ, veitti Steinari lítilsháttar styrk, en það hefur heitið honum fullum stuðningi við að koma upp skóvinnustofu sinni er hann Steinar með sveinsstykkið. kemur heim. Hann hefur hug á því að skreppa til Þýzkalands til þess að kynna sér nýjungar þar, áður en hann fer heim. Steinar Waage, sem er 22 ára, er sonur Skarphéðins Waage, verkstjóra. f samtali sínu við Árósarblöð, lætur Steinar mjög vel af dvölinni í borginni. Æfingastöð fyrir lamaða sett á stofn Fél. fatlaðra og lamaðra kaupir híis IGÆRDAG staðfesti Svavar Pálsson, formaður Félags fatlaðra og lamaðra, í samtali við Mbl., að félagið hefði fest kaup á hús- inu Sjafnargötu 14, í því skyni að setja þar á stofn og starfrækja æfingastöð fyrir fólk, sem lamazt hefur af völdum mænuveiki. Vel heppnuð Leikhúss Heimdallar Lokið fyrsta leiksumri SÍÐASTLIÐIÐ sunnudagskvöld var lokasýning í Leikhúsi Heim- dallar á óperunni Töframaðurinn eftir Mozart. Áhorfendur, sem voru eins margir og húsrúm frekast leyfði, hylltu listamenn- ina ákaft í sýningarlok. Með þessari sýningu lauk hinu fyrsta starfs- ári Leikhúss Heimdallar. — Jú, sagði Svavar Pálsson,* þetta er rétt og mun verða að því unnið að stöðin geti tekið til starfa um eða fyrir næstu ára- mót. UM ÁRAMÓT Slíkar æfingastöðvar taka við fólki er sjúkrahúsvist þess lýk- ur. Þar eð málið er á undirbún- ingsstigi, taldi Svavar Pálsson ekki ástæðu til þess nú, að ræða nánar um starfsh'ætti æfinga- stöðvarinnar, en endurtók, að kappkostað yrði að æfingastöðin gæti tekið til starfa eigi síðar en um áramótin. 3 lömunartiifelli í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI: — Nú munu milli 10 og 20 manns hafa tek- ið mænuveikina hér í bæ. Þrjú börn liafa lamazt lítillega, en að öðru leyti er hún frekar væg. Virðast börn innan 10 ára aldurs vera í meirihluta, sem veikina taka. — Þessar upplýsingar eru frá héraðs-. lækninum. G. E. MIKIL ÁNÆGJA Það var mjög mikil ánægja í Leikhúsi Heimdallar s.l. sunnu- dagskvöld við lokasýningu á óperunni Töframaðurinn. Sjálf- stæðishúsið var þéttskipað áhorf- endum, sem tóku forkunnarvel hinum ungu óperusöngvurum, þeim Þuríði Pálsdóttur, Kristni Hallssyni og Magnúsi Jónssyni. í sýningarlok voru leikstjórinn, Einar Pálsson, söngvarar og hljómsveitarstjórinn, Björn Ólafs son, ákaft hylltir og barst þeim fjöldi blóma. Með sýningu þessari lauk hinu fyrsta starfsári Leikhúss Heim- dallar. STARFSEMIN I SUMAR S.l. sumar tók Leikhús Heim- dallar til meðferðar þrjú við- fangsefni. Fyrst var sýnt leikritið Óskabarn örlaganna eftir B. G. Shaw. Voru sýningar á því leik- riti 12 að tölu. Þá var sýnt leik- ritið Nei-ið eftir Heiberg og voru 17 sýningar. Loks var svo flutt óperan Töframaðurinn eftir Mozart og voru 10 sýningar. Á þessu fyrsta leiksumri hafa 11 listamenn komið fram í hlut- verkum hjá Leikhúsi Heimdall- ar auk 7 hljómlistarmanna, sem hafa aðstoðað. Við ýmis störf í þágu leikhússins hafa unnið um 30 menn, mest sjálfboðaliðar. Forstöðumaður leikhússins og leikhússins og leikstjóri hefir ver- ið Einar Pálsson. MENNINGARVIÐBURÐUR Þegar Leikhús Heimdallar tók til starfa í byrjun júlímánaðar s.l. sumar var um algert nýmæli að ræða, ekki einungis í félags- starfi Heimdallar, heldur einnig i ieiklistarlífi höfuðborgarinnar. Sumarleikhús hafa ekki verið starfrækt hér fyrr. Ýmsir örðug- leikar voru að sjálfsögðu fyrir Heimdall að leggja út í þetta fyr- irtæki. Mikið sjálfboðastarf þurfti að krefja á þeim tíma, sem ungt fólk á erfiðast með að sinna félagsstörfum. Hér var um til- raunastarf að ræða, sem gat brugðið til beggja vona, en ekki verður sagt annað en að tilraun þessi hafi tekizt vel. Rekstri leik- hússins hefir verið haldið uppi með þeim hætti, sem ráð var fyrir gert. Sýningar þess hafa verið vel sóttar og það hefir átt vinsældum að fagna. Verður því ekki annað sagt en að vel hafi tekizt í þeirri viðleitni Heimdallar að beina æskulýðnum inn á hollar brautir í skemmtanalífinu, en það er ein- mitt tilgangur félagsins með starfsemi þessari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.