Morgunblaðið - 15.11.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.11.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. nóv. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 riiiin vopnasðluna til Egypta Fyrrverasidi í'lificrssinni cg fékkneskir vcpmssérfrecðingar sfanda að baki vcpnasölunni trá Prag ÞAÐ ERU ýmiss athyglisverð atriði — sem mönnum hefir til þessa verið ókunnugt um — að baki vopnasölu Tékka til Egypta. Þau atriði varða nokkuð vestur-þýzku stjórnina bg hafa valdið henni áhyggjum — þar sem þessi vopnasala hefir stofn- að friðnum í löndunum fyrir ’botni Miðjarðarhafs í mikla hættu. — H — S>að bendir sem sé flest til, að Þjóðverji standi að vopna- kaupum Egypta og pólitískri stefnu þeirra í heild. Heldur lítið ber á þeim áhrifum, sem dr. Wilhelm Voss hefir í Austurlöndum, en áhrifa- vald hans er samt sem áður mikið. Dr. Voss kom til Kairó í febrúar árið 1951 til að fjalla um ýmis vandamál Þjóðverja og Egypta. Hann hafði verið hátt settur innan Hitlers- Tvelr Sslendingar r a ráði við dr. Voss og hina þýzku samstarísmenn hans. — 0 — Upplýsingaþjónusta Vestur-I veldanna komst að þessu fyrir skömmu síðan — og menn biða þess að sjá, hver verða viðbrögð vestur-þýzku stjórnarinnar, þar sem þetta hlýtur að hafa komið henni mjög á óvart. • ATTUNDA þing FAO — mat- væia- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna — hófst í Rómaborg 4. nóvember. Fulltrúar fslands á þinginu eru þeir Árni G. Eylands, stjórnpr- ráðsfullri og formaður íslenzku FAO-nefndarinnar, og Ólafur Stefánsson, nautgriparsektarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands. lisfaiátarann Pani Gauguin Heimsbdkmenntasaga Kiistmnnns komin út Dr. Voss — veldur Bönn-stjórn- inni áhyggjum. — klikunnar og veitti Skoda- verksmiðjunum forstöðu, eftir að Þjóðverjar höfðu lagt Tékkóslóvakíu undir sig. Skjótur frami beið hans í Egyptalandi. Hann var gerður j að formanni skipulagsnefndar varnarmálaráðuneytisins í stjórn artíð Naguibs og að sérstökum ráðgjafa varnarmálaráðuneytis- ins, er Nasser tók við völdum.. Hann fékk nokkra tugi þýzkra vopna og hermálasérfræðinga sér til aðstoðar, og orðstír hans innan varnarmálaráðuneytisins fór stöðugt vaxandi. Voss kom sér í samband við marga em- bættismenn í varnarmálaráðu- neyti Blanks í Bonn. Þetta sam- ; band varð svo náið, að vestur- þýzki sendiherrann í Kairó, dr. Giinther Pawelke, sagði af sér í fyrra, þar sem honum þótti Bonnstjórnin leita fremur ráða hjá Voss heldur en hjá honum sjálfum um málefni Egypta og landanna fyrir botni Miðjarðar- hafs yfirleitt. — H — Fyrir tveim árum síðan komu þrír Tékkar til að vinna með Voss í varnarmálaráðuneytinu. Þeir voru vopnasérfræðingar og höfðu á sínum tíma unnið með Voss, er hann var forstjóri Skoda verksmiðjanna. Hétu þeir Pránt- el, Nohinec og Kostrum. V arnarmálaráðuney tið sendi aðvörun um, að a. m. k. tveir þessara manna væru kommúnistar, þó að þeir segð- ust vera flóttamenn. Voss mat aðvörunina einskis. ÖIl líkindi eru til þess, að Tékk- arnir þrír hafi undirbúið vopnasölusamninginn í sam- BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, hefur sent á bókamarkaðinn tvær nýjar íukafélagsbækur, — Heimsbók- menntasögu, fyrri hluta, eftir .ristmann Guðmundsson, rithöf- jnd, og Kennslubók í bókbandi l smiðum, eftir Guðmund Frí- nann. Eru þetta hinar gagnieg- stu og fróðlegustu bækur, hvor sínu sviði. Heimsbókmenntasagan er alger ýjung í íslenzkri bókaútgáfu. á furðulegt teljast, að hjá jafn íikilli bókaþjóð skuli slík bók kki hafa verið gefin út fyrr en j, að Bókaútgáfa Menningar- jóðs og Þjóðvinafélagsins ræðst þetta, og fær Kristmann Guð- rundsson til að vinna þetta erk. Má ætla að mikill fengui yki í þessari bók, sem gefur öll- m almenningi tækifæri til að kka sjóndeildarhring sinn i eimi bókmenntanna og kynnast idvegisskáldum annarra þjóða g bó'kmenntastefnum. Heimsbók íenntasagan verður í tveim indum, og er þetta fyrra bindi 172 bls. að stærð í Skírnisbroti og prýtt mörgum myndum af frægustu rithöfundum og skáld- um heimsins. Kennslubók í bókbandi op smíðum er hin fróðlegasta bók og mun koma mörgum að góðum notum. Hér hefur verið tilfinn- anlegur skortur á handbókum í flestum iðngreinum og mikil eft- irspurn eftir slíkum bókum á er- lendum málum. Bók Guðmundar Frímanns, bætir því hér úr brýnni þörf. Höfundurinn er reyndur fagmaður í báðum þeim greinum er bókin fjallar um, og hefur jafnframt haft á höndum kennslu í þeim um langt skeið. Fjölmargir hafa áhuga fyrir að binda bækur sínar sjálfir, en skortir tilsögn og leiðbeiningar. Hið sama má segja um smíðar. Með hjálp þessarar bókar ætti hver sæmilega laghentur maður að geta lært að binda inn bækur og smíða ýmsa nauðsynlega og gagnlega muni fyrir heimili sitt, auk þess er bókin tilvalin kennslu bók við handavinnu í skólum. í bókinni eru um 100 teikningar til skýringar efni hennar, sem sett er fram á auðskilinn hátt en þó af nákvæmni. Ætti Kennslubók í bókbandi og smíðum að verða hin gagnleg- asta bók, bæði fyrir þá, sem eru að nema þessar iðngreinar, og eins hinna, er vilja fást við bók- band og smíðar sem heimilis- vinnu. Bókin er rösklega 200 bls. að stærð og vönduð að öllum frá- gangi. Með bókum þessum hefur j Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins sent á markað- ; inn fjórar af sjö aukafélagsbók | um sínum á þessu ári. Þær sem áður voru komnar eru: Saga ís- lendinga, 8. bindi, 1. eftir Jónas Jónsson, og Tryggvi Gunnarsson, 1. bindi, eftir dr. Þorkel Jóhann- esson. Á MORGUN, miðvikudaginn 16. nóvember, mun franski sendi- kennarinn við Háskólann, ungfrú Marguerite Delahaye halda fyr- irlestur og sýnda kvikmynd í fyrstu kennsiustofu Háskólans um líf og verk vranska* iistmál- arans, Pau'i Gauguin. Það má segja, að verk Gauguin marki fráhvarf í málaraiistinni frá impressionismanum og meðal þeirra er að finna 'nm fyrstu meistaraverk nútima málaraiist- ar. Fáir málarar skipa mikil- vægari sess í listasögunni en hann. Paul Gauguin er fæddur í París 7. júní 1848 og dó 8. maí árið 1903 á Dominique-eyju, einni af Kyrrahafseyjunum. Ævi- örlög hans urðu á mnrgan hátt óblíð. Hann var ekki fyrr kvænt- ur Mette Gad ungri og laglegri danskri konu en hann fann rísa hið innra með sér volduga og óviðráðanlega listköllun, sem veldur slíku umróti i lifi hans, að hann er knúinn til að fórna fjölskylduhamingju sinni og veraidlegri velgengni. Árið 1883 Verzlunin Blóm & Ávextir 25 ára. Verzlunin Blóm & Ávextir 25 úru ÍDAG er 25 ára ein elzta blóma- I verzlun þessa bæjar. Er það verzlunin Blóm & Ávextir. Hún var stoínsett 15. nóvember 1930 af frú Ólafíu Einarsdóttur, Hofi, og frú Ástu Jónsdóttur, nú sendi- ráðherrafrú í Ósló. Tildrögin til stofnunar þessarar verzlunar munu vera þau, að þá höfðu ný- lega byrjað blómarækt þeir Bjarni Ásgeirsson, nú sendiráð- herra í Osló og Guðmundur Jónsson á Reykjum. Var verzlun- inni ætlað að selja þá fram- leiðslu. Hér voru að sönnu starf- ræktar blómasölur, en vart gátu það talizt raunverulega blóma- verzlanir. Frú Anna Hallgríms- dóttir seldi þá blóm heima hjá sér. Ennfremur var blómaverzl- unin Sóley, sem aðallega seldi gerfiblóm og innflutt pottablóm. Ekki var framleiðsla þeirra fé- laga á Reykjum, Bjarna og Guð- múndar-, svo mikil að fullnægði verzluninni, en þeir ræktuðu fyrst og fremst rósir og nellikur. Varð Blóm & Ávextir því að flytja inn allmikið af erlendum blómum bæði afskornum og enh- fremur pottablómum. Árið 1942 keypti Hendrik Berndsen verzlunina og hefur hann átt hana síðan. Er verzlun hans vinsæl, enda veitir hún ágæta þjónustu. Nú á þessum tímamótum verzl- unarinnar hefur Berndsen látið breyta allri innréttingu hennar og færa útlit hennar í nýtízku- legra horf. Hefur hann notið við það aðstoðar Svisslendings eins, Pierre Flotron, sem m. a. hefur stundað nám í blómarækt og skreytingu í Danmörku. Telur Berndsen hann einn færasta mann á þessu sviði, sem verið hefur hérlendis. Verzlunin Blóm & Ávextir er mjög snotur að öllum búnaði. ÖIlu er þar smekklega og hagan- lega fyrir komið og sannast þar að fátt gleður augað jafn mikið og fögur blóm, sem haganlega er fyrir komið. Morgunblaðið vill ekki láta hjá líða að óska .afmælisbarninu til hamingju og vönar það megi 1 blómgast og dafna. Paul Gauguin. gefst hann hreinlega upp við að sameina þetta tvennt: list og peninga, hann lætur af banka- atvinnu þeirri, sem hann hafði stundað og tveimur árurh síðar yfirgefur hann fjölskyldu sína til að helga sig óskiptan listinni. Ást hans á málaralistinni var slík, að þar gat enginn skipting komið til greina, fyrir hana gat hann þolað brosandi og með ljúfu geði hverskonar eymd og and- streymi. ÁHRIFARÍK DVÖE Á SUÐURHAFSEYJUM Hlutverk hans í lifinu var að mála og verk hans verða eftir því sem á líður æ sérstæðari í samræmi við hinar frumlegu og óvenjulegu aðstæður iistamanns- ins. Leið hans liggur til Brittaníu, bar sem hann málar myndir ein- faldar að formi og litum. Ferð hans til hitabeitisiandanna (1887) og Provence (1888), sannfaérðu Gauguin enn betur en orðið var um vanmætti impressionismans til að tiá til fullnustu hið sanna náttúrlega eðli hlutarna. Hann varð einn af upphafsmönnum Pont-Aven symboiistastefnunnar. Árið 1890, fullur af þrá eftir sjálfstæði og lýju lífi, tókst hann ferð á hendur suður til Tahiti og settist þar að. Dvölin bar og síðar á Dominique höfðu mjög djúpstæð áhrif á Gauguin sem listamann, en fyrir hann sem mann varð hún harmleikur. Draumur hans um að lifa langt frá allri siðmenningu — meðal frumstæðra manna, hafði ræzt en hann fór heldur ekki var- hluta af sjúkdómum, eymd og illvilja annarra manna. ! í dag eru verk Gauguins dreifð um gervallan heim og listrænt víðfeðmi þeirra er með einsdæm- um. List hans er oft með frum- stæðum blæ og felur um leið í sér hiua miklu klassísku hefð, Áhrif hans um og eftir 1890 eiga ekki sinn líka í sögu málaralist- arinnar. Þau leystu iistamennina undan oki venjunnar og ein- strengingsháttarins, hvöttu þá til að tjá sjálfa sig hiklaust og ótrauðir eftir því sem hugmynda- flug og löngun hvers og eins bauð og réttlættu hverskonar duttlunga og öfga 20. aldarinnar. Mikil aðsókn að Filmís KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Filmía hélt fyrstu sýningar vetrarins s.l. laugardag og sunnudag. Var sýnd mexíkönsk úrvalsmynd Maria Cadelaria. Aðsókn var mjög mik- il, og hvert sæti hússins skipað báða dagana. Öll félagsskírteinin seldust upp og urðu margir frá að hverfa, sem gerast vildu meðlimir félags- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.