Morgunblaðið - 16.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. 99 Haustþoka44 yfir Tíminn setur upp hundshaiss gagnvart miililiðarannsókninni EINS og kunnugt er fluttu sex þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins á Alþingi fyrir skömmu til- lögu um að sérfróðum mömium skyldi falið að rannsaka þátt milliliða í framleiðslukostnaði þjóðarinnar, þannig að úr því fá- ist skorið, hvort hann sé óhóflega mikill. Skal samanburður gerður á milliliðakostnaði hér og í ná- lægum löndum. Jafnframt verði athugað, hvort og þá hvernig auðið sé að lækka milliliðakostn- að. Skal leitast við, að hraða þess ari rannsókn svo að álitsgerð liggi fyrir er næsta reglulegt Al- þingi kemur saman. Ætla mætti, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem sífeilt hafa kallað hann „flokk miliilið- anna“ hefðu fagnað þessari t-1- lögu. Þeir hafa haldið því fram, að hinn svokallaði milliliðagróði væri meginorsök dýrtíðarinnar og erfiðleika framieiðslunnar. En einskis fagnaðar hefur orðið vart af hálfu „milliliða- hetjanna" í vinstri flokkunum. Þvert á móti gerðust þau und- ur í gær, að Tíminn setur upp hundshaus þegar hann nefnir rannsóknartillögur Sjálfstæðis manna í fyrsta skipti um leið og hann lýsir því yfir, að til- lagan „hafi ekki þótt umhugs- unarverð og sé vitanlega mark leysa“. Þannig er þá áhugi Tímans eft- ir allt saman fyrir því að það sé leitt í ljós, hvernig milliliðastarf- seminni sé háttað í landinu. — Hann bregzt hinn versti við þeg- ar tillaga er flutt um það á Al- þingi að spilin verði lögð á borð- ið í þessu efni. Auðvitað er það eintóm blekk- ing og hræsni þegar Tíminn kem- ur með þá mótbáru gegn rann- sóknartillögu Sjálfstæðismanna, af nefnd sérfróðra manna, sem Alþingi kysi, hafi „ekkert laga- legt vald“ til þess að framkvæma þá rannsókn, sem tillagan gerir ráð fyrir. Hið opinbera getur hæglega veitt slíkri nefnd alla þá aðstoð, sem hún þarfnast til þess að geta rannsakað þátt milliliðanna á hvaða sviði sem er. Ef það kemur í ljós, að slík aðstoð nægir ekki þá er einnig hægurinn hjá fyrir Alþingi að kjósa sérstaka rann- sóknarnefnd samkvæmt 39. gr. stjórnarskrárinnar til þess að vinna verkið. Sjálfstæðismenn töldu, er þeir fluttu fyrrgreinda tillögu, áð heppilegra væri, að hún væri skipuð sérfróðum mönn- um i sviði efnahagsmála, heldur en að hún væri skipuð þingmönnum einum, eins og gert er ráð fyrir um rannsókn- r arnefndir samkvæmt stjórnar-' skránni. Fyrir flutningsmönn- um tillögunnar vakti það fyrst og fremst að rannsóknin yrði framkvæmd á sem skyn- samlegastan og öruggastan hátt, þannig að raunhæfur ár- angur næðist með henni. Sjálfstæðismenn hafa ,rA engu að leyna Sjálfstæðisflokkurinn hefur í þessu efni engu að leyna. Hann viU, fá hreiniega úr því skorið hvort milliliðastarfsemi sé hér ó- | hóflega mikil og hvað sé hæft í | þeim staðhæfingum, að hún eigi ríkan þátt í dýrtíðinni og erfið- > leikum framleiðslunnar í land- inu. Til þess að bregða ljósi yfir þessi atriði þarf að fá sem gleggstan samanburð við milli- liðakostnað hér og í nálægum löndum, t.d. verzlunarálagningu, verð á ýmis konar þjónustu, kostnað við dreifingu landbún- aðarvara, tilkostnað útflutnings- framleiðslunnar o. s .frv. Sjálfstæðismenn vilja með öðrum orðum að rannsóknin verði eins víðtæk og frekast er kostur. Það mun áreiðan- lega ekki standa á þeim til samvinnu við hvern þann að- ila, sem að því vill stuðla, að ábyggileg vitneskja fáist um, hvernig milliliðastarfseminni sé háttað. Ef það kemur í ljós að milli liðagróði sé óhóflegur og í- þyngi framleiðslunni verður að gera tillögur um úrbætur. Þá á að skera fyrir mein- semdina. Yfirborðshjal vinstri flokkanna En vinstri flokkarnir kæra sig ekkert um það, að gengið sé hreint til verks í þessum efnum. Þess vegna segir Tíminn í gær, að rannsóknartillagan „hafi ekki þótt umhugsunarverð". Þess vegna notar hann tækifærið til þess að ráðast með fúkyrðum að Sjálfstæðismönnum einmitt þeg- ar þeir hafa lagt fram raunhæfa tillögu um rannsókn er afli vitneskju um milliliðagróðann. Tíminn hefur verið króaður af í þessu máli. Hann hefur verið neyddur til þess að lýsa yfir, að hann hefur ekki' meinað neitt með fjasi sínu um milliliðagróðann, nema það eitt, að reyna að klekkja á Sjálfstæðisflokknum. Aðalmálgagn Framsóknar- flokksins stendur nú uppi með hundshaus sinn afhjúpaðann gagnvart rannsókn á milliliða- starfsemi í landinu. Það var mjög fróðleg afhjúpunarat- höfn. En hún mun ekki hafa áhrif á stefnu Sjálfstæðis- manna í þessu máli. Þeir hafa ákveðið, að víðtæk rannsókn á þætti milliliðanna í þjóðfé- laginu skuli framkvæmd. Það er svo mál Tímans og Fram- sóknarflokksins hvort hann snýst gegn henni. En þjóðin mun fylgjast vel með því, hver afstaða „milliliðahetj- anna“ verður til þessa máls. Nú fæst prófsteinn á einlægni þeirra og mun gefa góða hug- mynd um það, hvað fyrir þeim hefur raunverulega vakað neð hinum orðmörgu skrifum sínum um milliliðagróðann. Sjálfstæðismönnum er það fyrst og fremst áhugamál, að úr þeim misferlum verði bætt, sem á kunna að vera í þessum efnurn. Ef væntanleg rannsókn leiðir í ljós, að erfiðleikar framleiðslunn. ar og dýrtíðin í landinu eigi að meira eða minna leyti rætur sínar að rekja til óhóflegrar milliliða- starfsemi, þá hlýtur þeirri stað- reynd að verða mætt með við- eigandi aðgerðum. Lí T IÐ gengur saman með ut- anríkisráðherrunum í Genf, og tilgangsleysi viðræðnanna er nú orðið jafnaugljóst og haust- þokan, sem á kvöldin leggst yfir skógivaxna bakka Genfarvatns- ins. ★ ★ ★ RÁÐSTEFNU utanríkisráðherr- anna lýkur í dag — einum degi fyrr en áætlað var. Utanríkis- ráðherrar Vesturveldanna urðu sammála um, að bezt yrði að ljúka ráðstefnunni sem fyrst, eftir að Molotov tók þá gall- hörðu afstöðu til Þýzkalandsmál- anna, að frjálsar kosningar þar í landi kæmu ekki til greina á næstunni, og lýsti því yfir, að tillaga Eisenhowers um ljós- myndun herstöðva úr lofti væri óhagkvæm sem fyrsta skrefið í áttina til alþjóða afvopnunar. „Kalda stríðið" virðist nú aftur hafa yfirhöndina yfir „andanum frá Genf“, sem til varð á fundi æðstu manna fjórveldanna í sumar. ★ ★ ★ í DAG taka utanríkisráðherrarn- ir sameiningu Þýzkalands aftur til umræðu. Til þessa hefur ekk- ert gengið í þessum efnum — MacMillan, Pinay og Dulles hafa setið fast við sinn keip og þver- tekið fyrir, að lausn Þýzkalands- málanna gæti byggzt á öðru en Molotov úti fyrir bústað sinum, Maison Blanche, í grennd við ÞjóðabandalagshöIIina í Genf. — Er ósveigjanleiki hans „frávik“ eða hefur hann ráðamenn í Kreml að baki sér? VeU andi ólri^a ar: „íslenzka brúðu- leikhúsið“ K' ENNARI“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að biðja þig að birta nokkur orð í dálkum þín- um viðvíkjandi ágætri barna- skemmtun, sem nú er á boðstól- um hér í höfuðstaðnum. Þar á ég við „íslenzka brúðuleikhúsið", sem nú sýnir í Iðnó. S.l. sunnudag fór ég með þrjú börn mín í Iðnó til að horfa á ævintýraleikina, „Rauðhettu" og „Grámann í Garðshorni“, sem brúðuleikhúsið sýnir. Það er skemmst frá að segja, að börnin skemmtu sér ljómandi vel, og ég hafði sjálfur óblandna ánægju af sýningunni. Holl skemmtun EG vil vekja athygli foreldra á því, að þetta er ólíkt betri skemmtun og hollari, en misjafn- ar myndir, sem sýndar eru á barnasýningum kvikmyndahús- anna. í hléinu á milli leikritanna sýndi Baldur Georgs töfrabrögð. í lok sýningar hafði Jón E. Guð- mundsson, listmálari, en hann mun vera stofnandi brúðuleik- hússins, sýnikennslu í bastvinnu og handbrúðugerð. Það var auð- heyrt, að börnin fylgdust með af. lifandi áhuga. Það voru brosandí barnsandlit, sem héldu heim til sín að lokinni sýningu. Hafi Jón E. Guðmundsson og aðrir, sem unnið hafa að því að koma á fót þessari listrænu, fögru og heilbrigðu skemmtun fyrir yngstu borgarana, beztu; þakkir. Það ber að þakka það, sem vel er £ert-“ Lítt siðuð börn VELVAKANDI er ekki dóm- bær á skemmtanir „íslenzka brúðuleikhússins". þar sem hann hefir sjálfur ekki haft tækifæri til að sjá þær. En rétt er það hjá bréfritara, að hollar barna- skemmtanir eru mikils vírði — og ekki er vanþörf á þeim hér í N't-í ^átt er ömurlegra en að koma inn í forsal kvikmynda- húsanna síðdegis á sunnudögum og hitta þar fyrir kraðak af börn- um og unglingum frá aldrinum 5 upp í 14 ára. Þau láta öllum illum látum og virðast aldrei hafa kynnzt neins konar aga. Það er mjög eðlilegt, að hraust og fjörmikil börn séu fyrirferð- armikil — en fyrr er fullt en út af flóir, eins og þar stendur. Svo er að 'sjá sem foreldrarnir víli ekki fyrir sér að senda lítil börn s;n einsömul á kvikmynda- sýningarnar. Gildar ástæður geta reyndar legið að baki þess, en ólíkt er skemmtilegra að sjá full- orðna í fylgd með börnunum. „Verði ljós“ OG svo er hér „Rödd úr Kópa- vogi“: „Nú er orðið æði þéttbvggt hérna úti á Kársnesinu, en skyld- um við, sem þar búum, eiga að oaufast um göturnar enn eitt kammdegið, og enn ein jól, í svarta myrkri? Ótrúlegt er, að eitthvað sé ekki aðsigi með götulýsingu í þess- im hluta okkar nýja bæjar, en á '■■verju skyldi nú helzt standa? ^að skyldu þó aldrei vera ein- hverjir smámunir. Hér eiga sennilega ýmsir aðiljar hlut að máli og tek ég því það ráð að biðja þig fyrir þessa litlu eftirgrennsl- an í því trausti, að sá, sem valdið hefir, rísi upp og segi: „Verði ljós“, en þetta má helzt ekki dragast fram undir þann tíma, er bjartar nætur ganga í garð. Nú er hinn hentugi tími. P. S.“ ★ Er bessu hér með komið á framfæri og vonandi fá Kársnes- ingar götuljósin — í síðasta lagi Uertdi. «em rlæðlí •nHW frjálsum kosningum og Eden- áætluninni. Rússar hafa hins veg- ar haldið fast fram tillögu sinni um stofnun alþýzks ráðs, er hefji undirbúning að sameiningu lands ins. Til hvassra orðaskipta kom á ráðstefnunni út af þessari til- lögu Molotovs, og sagði Pinay, að tillagan miðaði að því að gera allt Þýzkaland kommúniskt. — Sennilegt er, að tillögur beggja aðila renni út í sandinn í með- ferð einhverrar sérfræðinga- nefndarinnar. Engu síður er hugur í utan- ríkisráðherrum Vesturveldanna að finna lausn á Þýzkalandsmál- unum. í Genf er aragrúi sendi- nefnda frá Bonn, sem lagt hafa hart að Vesturveldurum að flýta lausn þessara mála, og er Dulles, MacMillan og Pinay það ljóst að þeir verða að endurskoða afstöðu sína innan skamms *— og reyna að telja um fyrir Molotov — til að halda trausti vestur-þýzku þjóðarinnar. ★ ★ ★ VESTUR-ÞÝZKI utanríkisráð- herrann Von Brentano dvaldist í t tvo daga í Genf og lýsti þá yfir ánægju sinni yfir stefnu Vestur- j veldanna, sem hafa haldið fast við það, að sameining Þýzka- lands gangi fyrir öryggismálum Evrópu, þar sem Þýzkalandsmál- in væru raunverulega það, sem stofnaði öryggi álfunnar í hvað mesta hættu. í umræðunum um Þýzkalands- málin í dag mun Molotov senni- iega bera fram tillögur sinar um, að erlendir herir verði fluttir burt af þýzkri grund og vígbún- aður Þjóðverja í framtíðinni tak- markaður mjög. Það eru mjög lítil líkindi til, að hann breyti á nokkurn hátt afstöðu sinni til frjálsra kosninga í Þýzkalandi. Enda mun tilgangur Rússa fyrst og fremst vera að draga Þýzka- landsmálin á langinn. Þeir vilja gjarna sjá, hvernig verður um- horfs í vestur-þýzkum stjórnmál- um, þegar Adenauer er fallinn frá. ★ ★ ★ EN ÖLL líkindi benda samt til þess, að einmitt vegna Þýzka- landsmálanna muni utanríkis- ráðherrar þríveldanna leggja mikla áherzlu á að haldin verði utanríkisráðherrafundur á næsta ári. ★ ★ ★ ÞEGAR er vonlaust um nokkurt samkomulag í afvopnunarmálun- um — þau hafa verið tekin end- anlega út af dagskrá. Raunveru- lega gerðu menn sér aldrei mikl- ar vonir um, að árangur næðist á þessu sviði. Bandaríkjamenn halda því fram, að alþjóða af- vopnun verði að hefjast með því að koma upp eftirlitskerfi með herafla og vígbúnaði þjóðanna — og vilja, að komið sé í fram- kvæmd tillögu Eisenhowers um ljósmyndun herstöðva úr lofti og tillögu Bulganins um eftir- litsstöðvar með samgöngumið- stöðvum á landi. Bandaríkjamenn hafa ekki getað gert fyllilega grein fyrir tillögu sinni um eftirhtskerfi í einstökum atriðum, þar sem bandarísk hagfræðinganefnd vinnur að rannsókn á þeim vándkvæðum, sem kunna að verða á framkvæmd slíks kerfis — og skýrslur þeirra verða ekki til reiðu fyrr en eftir áramót. ★ ★ ★ ENDA hefði það sennilega ekki dugað til, þar sem Molo- tov hefur sett bann við kjarn- orkuvopnum og minnkun á herafla ríkjanna ofar öllu öðru, og er það í kynlegri mótsögn við ræðu, sem Bulg- anin flutti í æðsta ráði Sov- étríkjanna 4. ágúst og lýstl hanii þar yfir því, að í tillögu sinni hefði Eisenhower einmitt ! komið við kjarna málsins. Umræðurnar um afvopnunar- málin hafa því aðeins leitt til _ Prh á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.