Morgunblaðið - 16.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1955 r 1 \ ANNA KRISTIN Vegna jarðarfarar Carls Finsen ofrstjóra verða skrifstofur vorar lokaðar - EFTIR LALLI KNUTSEN frá kl. 12—16 í dag. sc zag. ac 3C ~ ^sz. .zzL Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. Framhaldssagan 1 ÞAÐ eru mörg ár síðan þeir hræðilegu atburðir gerðust, sem breyttu öllu lífi mínu. Ég var ung þegar ógæfan barði fyrst að dyrum á Mæri. Tæplega 13 ára. Anna Kristín var 16. Hún var einkasystir mín og það var rnjög kært með okkur. Fáir hafa orðið eins hart úti -og Anna Kristín. Ég veit að það var kallað sjálfskaparvíti, en hVernig má það vera? Ráðum við nokkru um rás viðburðanna? Sjálf hefi ég mátt gjalda þess að ég hjálpaði henni. En ég iðr- ast þess ekki. Ég iðrast þess ekki, þo að ég sé nú fátæk, vesöl kona, eiginkona leiguliðans á koti því, er tilheyrir höfuðbólinu, sem eitt sinn var eign föður míns. Ég iðr- aðist þess aldrei þann tíma, sem ég staulaðist fram og aftur um gólfið í fangaklefanum og bjóst þá og þegar við að standa frammi fyrir dómurum mínum. Ég sagði þeim að ég fyndi ekki til nokkurs samvizkubits og þá var ég bendl- uð við galdra. Nokkrum árum áður hafði Lisbeth Nypen verið brennd og það hafði haft mikil áhrif á land- stjórann. Má vera að það sé ástæð an til þess að ég fór ekki sömu leiðina. En mest á ég það að þakka þeim, sem nú er eigin- maður minn. Hann bjargaði mér úr fangelsinu og giftist mér, þó ég væri orðin fötluð og veik vegna illrar meðferðar og óholl- ustu í rökum fangaklefanum. Síð- an hefir hann annast mig og veitt ínér heimili og athvarf, því að fjölskylda mín hefir afneitað mér. Anna Kristín flekkaði mann- orð fjölskyldunnar en henni var fyrirgefið það, eins og allt annað. En það, sem ættfólk mitt gat ekki fyrirgefið var að ég giftist vinnu- manni föður míns. En því mun ég aldrei sjá eftir. Hann hefir reynzt mér betur en nokkur ann- ar hefði gert og saman höfum við átt ótal unaðsstundir. Auðvitað getur hann ekki alltaf verið hjá mér, og stundum þjáist ég andlega og líkamlega og finnst lífið eintóm kvöi, en þá setur hann fyrir framan mig pappir og blek og segir: — Skrifaðu. Þú skalt skrifa minningar þínar um allt sem skeði á Mæri. Nú þegar haía sögurnar um þig og Önnu Kristínu fengið á sig þjóðsagna- blæ. Þegar þu ert komin undir græna torfu veit enginn hvað gerðist eða hvers vegna það gerð- ist. Þess vegna skaltu skrifa. Og nú sit ég löngum við rit- störf. Það sem ég skrífa er harm- saga, sem kostaði líf og h'fsham- ingju margra. En þannig átti að fara. Enginn flýr örlögin. Þegar ég er horfin héðan á presturinn að fá þessi blöð í hend ur. Presturinn okkar er góður og vitur maður. Hann aumkar ekki óðalsbóndadóttirina frá Mæri, þó að hún sé nú févana, fötluð og gömul og búi í lágreistum kotbæ. Ég man enn daginn sem það byi'jaði. Það var í maí. Sveitin lá böðuð í sólargeislum. Anna Kristín var óróleg. Vorið gerði hana ætíð örlyndari en ella. Hún narraði mig með sér út í skóg. Ég vissi að við myndum fá ávítur þegar við kæmum heim aftur. Faðir okkar, Matthías Orning, óðalsbóndi á Mæri og Eiðum, var ekki mildur maður, en hann var heiðarlegur og réttlátur. Mamma var heldUr ekki biíðlynd. Hún var stíflynd og ströng og sýndi ;okkur lítið ástríki. Henni fannst fæðingar okkar hafa gert sig gamla fyrir tímann. Pabbi var ríkur. Okkur vantaði bara kær- leikann. Og þess vegna bundumst við sterkum böndum, systurnar. Anna Kristín auðsýndi mér alla þá ástúð sem ég með réttu hefði átt að fá hjá foreldrum mínum. Hún var örlynd og við- kvæm, en ástrík og góð í sér. Hennar stærsti galli var sá, að hun framkvæmdi fyrst og hugs- aði svo. Hún elskaði marga karl- menn, en allir brugðust henni. Hún krafðist alltaf einhvers af þeim sem þeir gátu ekki gefið henni. Að síðustu setti hún líf sitt að veði vegna mannsins sem hún unni. En nú skal ég halda áfram sögunni. Á Mæri hagaði svo til að milli búgarðsins og skógar var autt svæði, hálfgerð mýri. Þegar við komum’ út var Lárus þar fyrir. Lárus var sonur hestavarðar föð- ur míns, og fallegur piltur. Þó ég væri ekki gömul skildi ég, að hann gaf systur minni hýrt auga. Hún gat farið með hann eins og hún vildi. Nú sagði hann okkur að leggjast upp á kerruna og síð- an lagði hann stórar heyviskai yfir okkur, þannig að við sáurost ekki. Hann var að fara með mat út í skóg til hjartanna. Þá var hjartaveiði á Mæri konungleg skemmtun. Við fórum ekki af kerrunni fyrr en við vorum komin langt inn í skóginn. Ég fann strax þúfu þakta vorblómum. Jörðin | ilmaði og vorgolan þaut í trjá- toppunum. Öðru hverju talaði ég til Önnu Kristínar, en ég var svo hugfanginn af blómunum, brum- knöppunum á trjánum, öllum vor boðunum sem ég sá, að ég veitti engu öðru i kring um mig athygli. Allt i einu heyrði ég skrjáf í lauf- inu og stór hjörtur snarstanzaði beint fyrir framan mig, Ég ætpi upp yfir mig og komst í sama bili að raun um að ég var alein. Sam- tímis mundi ég líka að ég hefði , ekki lengi fengið svar frá Önnu Kristínu. Ég æpti aftur. Til allr- ar hamingju varð hjörturinn jafnhræddur og ég. Hann hvarf á harðaspretti inn í skóginn. Anna Kristín kom hlaupandi. Hún var heit og rjóð og hafði misst silkihárnetið sitt, svo hár hennar flóði niður á bak. — Ó, fyrirgefðu, sagði hún. Ég hélt að þú yrðir ekki hrædd, komdu við skulum flýta okkur heim. — Kemur Lárus ekki með okkur? sagði ég með grátstafinn í kverkunúm. — Nefndu ekki Lárus á nafn, sagði hún fljótt, þú mátt aldi'ei segja frá því, að hann flutti okkur hingað. — Ég er eng- inn kjáni, sagði ég móðguð. Anna Kristín var rjóð og augu hennar tindrandi og leyndardóms full. — Treyjan þín er fráhneppt sagði ég allt í einu. Hún roðnaði, greip í treyjubarmana, hneppti síðan að sér treyjunni, tók í hend ina á mér og við gengum heim- leiðis. — Þú verður að laga á þér hárið, sagði ég, annars færðu skammir. — Ef hann dirfist að slá mig þá skal ég flýja héðan, sagði hún hörkulega, og þá tek ég þig með mér. — Hvert eigum við að fara? — Það veit ég ekki. Við verðum að komast til ein- hvers staðar þar sem við erum manneskjur, en ekki bara jóm- frúrnar á Mæri. — Já, en þú get- ur ekki farið úr landi, sagði ég undrandi. þú ert erfigi Mæris. Orð hennar höfðu gert mig ó- rólega. Allt frá því að ég mundi fvrst eftir mér hafði ég litið á Önnu Kristínu sem þá persónu, sem mundi viðhalda ættinni. Við áttum enga bræður. Ættin gerði þess vegna kröfur til okkar. Líf okkar tilheyrði raunverulega ekki okkur, heldur þeirri ætt, sem búa skyldi á Mæri í fram- tíðinni. — Ætlarðu aldrei að gifta þig- spurði ég. — Jú, en aðeins þeim manni sem ég elska. Hún bætti Indíánarnir koma 13 Þegar allt var tilbúið til að leggja af stað frá víginu, kom mjög óvæntur atburður fyrir. Kvöld nokkurt kom braðboði til vígisins og færði bær fréttir, að hundruð Indíána væru þar á næstu grösum og hyggðust áreiðanlega gera árás. Undirbúningur var þegar gerður til að mæta árásinni, og voru nokkrir hermenn sendir út til þeses að njósna um liðsstyrk þeirra. Komu þeir til baka að nokkrum tíma liðn- um, og höíðu þá slæmar fréttir að færa. Indíánarnir voru afar fjölmennir og að öllum líkindum vel vopnum búnir. Þetta var þjóðflokkur langt innan úr landi, sem börðust ekki með Frökkunum, heldur hötuðu þeir alla hvíta menn og drápu þá hvar sem þeir náðu til þeirra. Eftir tvo daga birtust Indíánarnir, og gerðu þeir þegar árás á vígið og virtust engu skeyta um mannslífin. Óðu þeir fram eins og vitskertir menn, reistu upp hvern stigann á fætur öðrum. En þeir voru jafnan skotnir niður, sem gerðu tilraun til þess að komast upp á virkisvegginn. Fáir af hermönnum Sesilíusar féllu, með því að virkis- veggirnir skýldu þeim mjög vel. Þó féll einn og einn her- maður fyrir eiturörvum, sem Indíánarnir skutu af mikilli fimi í gegnum skotraufir á virkinu. Barizt var af miklum vígamóði í tvo daga, en þá fór heldur að draga úr sókninni hjá Indíánunum. Sesilíus og menn hans reiknuðu með að nú væru þeir að undirbúa nýja sókn, og væri því heppilegra að standa vel á verði. Og þeir ályktuðu rétt. Nú var gerð ofsaleg árás á vígið og flykktust Indíánarnir fram í stórum hópum. Hver stig- inn á fætur öðrum var reistur upp að víginu, og tókst íjölda Indíána að komast inn í vígið. Barizt var í návígi með öxum og hnífum og féllu margir af liði beggja. Sesilíus barðist af miklum ákafa og felldi á báða bóga. Hann hljcp nú inn í herbergin, þar sem fjölskylda hans hafðist við, til þess að vita hvernig henni liði. Pósthússtræti 2 — Borgartúni 7 Skriistofa okkor er lokuð í dag frá hádegi, vegna jarðarfarar Carls Finsen forstjóra. SVEINBJÖRN JÓNSSON hrl. GUNNAR ÞORSTEINSSON hrl. Lokað i dag eftir hádegi, vegna jarðarfarar Carls Finsen, forstjóra. Almennar tryggingar h. f. 12 KDBIKFET Sérstakur frystir fyrir 70 pund. — Sjálfvirk affryst- ing. — Aðeins nokkrir skápar fyr irliggjandi. Miðað við stærð og gæði er verðið mjög hagstætt kr. 10.950,00 Stærð: Hæð': 165 cm. Breidd: 80 cm. HEKLÁ H.F. Austurstr. 14 Sími 1687 Úrvals, hollenzkt HAFRAMJÖL Agr.aí Marðf/örð & Co. h.f. — símar 7020 og 3183 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.