Morgunblaðið - 18.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1955, Blaðsíða 1
16 siðiir MðMfe 41 árgangwr 264. tbl. — Föstudagur 18. nóvember 1955 Prenttndt|a M»rgunblaðsiiw Myndin sýnir Hans Fischer Heinesen, hafnarstjóra í Klakksvík, á tali við fiskimann nokkurn úr þorpinu. í fyrradag var hafnar- stjórinn dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Þótti Klakksvíkingum það harður dómur, eins og aðrir þeir dómar, er féllu yfir Klakksvík- ingum, og kom til talsverðra óeirða í þorpinu, er úrslit réttar- haldanna voru kunngerð. Frá bæjarstjórnarfundinum í gær: V Raunhæf áætlun um útrýmingu herskálaíbúða og annars heilsuspillandi húsnæðis THIögur Sjálfsiæðismanna samþykklar TILLÖGUR Sjálfstæðismanna og áætlun um byggingar til útrýmingar herskála, og annars heilsuspillandi hús- ræðis, voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Jóhann Hafstein bftr. fylgdi tillögunum úr hlaði með ítar- legri ræðu, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. J. H. hefur ásamt Gísla Halldórssyni arkitekt unnið mjög að undirbún- ingi þeirrar áætlunar, sem lögð var fram. Á eftir ræðu J. H. tóku full- trúar minnihluta-flokkanna til máls. Guðm. Vigfússon (K) taldi að íbúðirnar, sem byggja ætti væru allt of litlar, allt Of fáar og yrðu allt of lengi í byggingu. Lagði hann ásamt Alfreð Gísia- syni (U) fylgdarmanni sínum á svipuðum ferðalögum, fram venjulegar yfirborðstillögur, þar sem gert var ráð fyrir þeim Btóru tölum, sem stórum yfirboð- um fylgja. Alfreð Gíslason taldi að með byggingu 200 smærri íbúða væri verið að byggja nýja „Höfðaborg". Kvartaði hann und- an, að framsögumaður hefði ekki viðurkennt hið „mikla framlag minnihlutaflokkanna til bygg- ingamálanna í bænum". Þórður Björnsson (F) bar fram tillögu um rannsókn á herskálaíbúðum og heilsuspillandi ibúðum í bæn- um, en kom annars ekki efnis- lega inn á tillögurnar. Bárður Danielsson (Þ) taldi, að skipa ætti byggingarnefnd til að sjá um framkvæmdir, og að ekki væri rétt að byggja einnar hæðar hús. Jóhann Hafstein tók til máls og svaraði athugasemdum, sem komið höfðu fram. Skv. tillög- unum skyldi skipa sérstakan framkvæmdastjóra, sem annað- ist framkvæmdir undir stjórn og eftirliti bæjarráðs. Bæjarráð væri hin eiginlega byggingar- nefnd og væri í hennar valdi að taka nánari ákvarðanir um allt sem lyti að framkvæmdum. Þeir tillöguuppdrættir, sem lagðir hefðu verið fram nú, væru bæj- arstjórn aðeins til glöggvunar og leiðbeiningar en það væri á valdi bæjarráðs að láta gera á þeim breytingar eða þá aðra nýja og hagkvæmari, ef þess væri kostur. Samkeppni um uppdrætti gæti og komið til greina. VARANLEGAR ÍBÚÐIR J. H. tók fram að það væri Framhald á bls. 2. Útgerðin ú kröiu ú lieiHmgium starfsgrundvelli _s SÍÐDEGIS í gær varð enn eitt dauðaslys á götum bæjarins. Laust eftir klukkan 4 varð öldruð kona, Guðrún Sigríð- nr Pétursdóttir, Bólstaðahlíð 13, fyrir strætisvagni á Miklu- braut á móts við Stakkahlíð. Vagninn var á leið vestur Miklubraut, er Guðrun Sig- ríður var að fara yfir götuna. Lenti hún fyrir vagninum og beið þegar bana. Guðrún Sigriður var ekkja, 77 ára að aldri. — Þetta er sjöunda banaslysið á götum Reykjavíkur í ár. D- -n Úr ræðu Ólafs Thors forsætis ráðherra á aðallundi L.Í.Ú. OLAFUR THORS, forsætis- og siávarútvegsmálaráðherra flutti ýtarlega ræðu við setningu aðalfundar L. í. Ú. og birtist hér stuttur útdráttur úr henni: Fyrst vék forsætisráðherra að því, að menn töluðu nú mikið um þau vandræði, sem þjóðin ætti nú við að etja og oft mætti helzt skilja sem slíks væru eng- in dæmi fyrr. Sannleikurinn væri þó sá, að þjóðin hefði aldrei búið við betri kjör. Það gæti hver dæmt um af sjálfs síns reynslu. Hitt væri rétt, að ýmis vansmíði væri á þannig, að efnahagskerf- ið hefði gengið úr skorðum á ýmsum sviðum, en slíkt væri ekki nýtt í þjóðlífinu. Að lokn- um kosningum 1949 var um það Forsætisráðherranum í Iran sýnt banatilræði í bænahúsi Shahsins Teheran, 17. nóv. Reuter-NTB. FORSÆTISRAÐHERRANUM í íran, Hussein Ala, var í dag sýnt banatilræði, og slapp hann nauðuglega. — Tilræðismaðurinn hitti í mark og særði forsætisráð- herrann í hálsinn. Var hann fluttur í sjúkrahús og gert að sárum hans, en hann gat haldið aftur til vinnu sinnar skömmu siðar. • Var skotið á forsætisráð- herratm, er hann var á leið út úr bænahúsi shahsins, en þar hafði hann verið viðstaddur minning- arguðsþjónustu. Tilræðismaður- inn var handtekinn þegar í stað. • Á þessum sama stað — við bænahús shahsins í miðri höfuð- borginni — var Ali Razmara, þá- verandi forsætisráðherra írans, myrtur 7. marz 1951. • Hussein Ala tók við for- sætisráðherraembættinu af Za- hedi hershöfðingja, 7. apríl s.l. Var Hussein Ala á sínum tíma einn af áköfustu andstæðingum Mossadeks og hefur um langt skeið verið einn bezti vinur shahsins. Hann gegndi embætti forsætisráðherra um skeið árið 1951, — Sýrlendingar hóta hörðu WASHINGTON, 17. nóv. — Sýr- lenzka stjórnin varaði í dag Bandaríkjamenn við að láta ísraelsmönnum vopn í té. Ef svo færi kvaðst sýrlenzka stjórnin neyðast til að afla sér vopna frá útlöndum. Um leið og Sýrlend- ingar sendu Bandaríkjamönnum þessa aðvörun tilkynnti Tass- fréttastofan í Moskvu, að Sýr- land og Sovétríkin hefðu gert með sér viðskiptasamning. —Reuter-NTB. Hussein Ala—skotsár á hálsinum Verkalýðssamtökin í Argentínu láta undan síp BUENOS AIRES, 17. nó'v. — í dag var svo að sjá sem argen- tinsku stjórninni — undir for- ustu nýja forsetans, Pedro Aram- buru — hefði tekizt að ná yfir- höndinni í viðureigninni við verkalýðssamtökin, sem voru máttarstólpi stjórnar Peróns. — Verkalýðssamtökin boðuðu alls- herjarverkfall s.l. mánudag, en flestir verkamennirnir sneru aft- ur til vinnu sinnar í dag. Verk- fallinu hefur enn ekki verið af- lýst en svo er að sjá sem það muni fjara út af sjálfu sér. Stjórnin hyggst gefa verkalýðs- félögunum tækifæri til að endur- skipaleggja samtök sín. Hefur stjórnin tekið í sínar hendur aðal bækistöðvar verkalýðssamtak- anna, og gert sjóliðsforingja nokkurn að formanni samtak- anna. að ræða að leggja óbærilega skatta á þjóðina eða fella krón- una. Hnigið hefði verið að síðara ráðinu sem kunnugt væri. Það hefði sætt mikilli gag«- rýni stjórnarandstoðunnar, sem þó engin önnur urræði hefði borið fram, og allra sázt bent á hvernig skyldi inn- heimta þá skatta, sem ella hefði þurft að leggja á þ.íoð- ina. Rétt væri að vonirnar, sem tengdar voru við gengis- lækkunina, hefðu ekki að fulla rætzt. Verzlunarárferðíð á árinu 1950 hefði verið íslend- ingum óhagstætt, þ. e, a. s. a$ aðkeyptar vörur hefðu hækk- að meir í verði en framleiðslu vörur íslendinga. BÁTAGJALDEYRIRINN Þá hefði verið gripið til báta- gjaldeyris og hefði það kerfi verið valið vegna réttmætra óska útgerðarmanna, sem frem- ur kysu að fá hlunnindi í sam- bandi við nokkurn hluta þess, sem þeir' drægju í þjóðarbúið, heldur en að uppbætur væru greiddar úr ríkissjóði. Þetta kerfi hefur staðið óbreytt aS mestu þar til um síðustu ára- mót. Þá hefur ríkisstjórnin rýrt hlunnindin um 10%. Nú nýveriS hefðu svo útgerðarmenn gegn vilja og ráðum ríkisstjórnarinn- ar hækkað álagið á bátagjald- eyrisskírteinin. Allar hefðu þessar ráðstafanir ríkisvaldsins sætt gagnrýni stjórn arandstöðunnar. Fyrst gengis- lækkunin síðan bátagjaldeyririnn Þegar svo bátagjaldeyrisfríðind- in voru skert um síðustu áramót, var deilt á stjórnina fyrir að hún væri að ráðast á útvegs- menn og sjómenn og þegar út- vegsmenn hækkuðu álagið ný- verið, var deilt á stjórnina fyrir að þola slíka hækkun á nota- þörfum almennings. Ráðherrar.n sagði, að þessar ádeilur þyrftu ekki að spretta af óvild í garð útvegsmanna %g sjómanna. Stjórnarandstaðan væri aðeins að deila a aðgerðir stjórnarinnar eins og gerist og gengur, en ádeilurnar væru samt skaðlegar vegna þess, að þær rugluðu réttan skilning almenn- ings á því, að útgerðin er einii aðalburðarásinn í efnahagslífi þjóðarinnar, sem dregur í búið nær allan þann gjaldeyrir, sem íslendingar þurfa til að greiða innfluttar vörur. Útgerðin væri þessvagna dráttarhestar en eng- in ómagi. BYRÐI, SEM SJÁVARÚTVEG- URINN FÆR EKKI RISH) UNDIR Hitt taldi ráðherrann þó enn skaðlegra, að með síhækkandi kaupgjaldi væri búið að leggja slíka byrði á sjávarútveginn, atf hann fengi með engu móti undir risið nema með síhækkandi styrkjum. Risaspor í þa átt hefði þrátt fyrir aðvaranir stjórnar- valdanna, verið stigið með hin- um almennu kauphækkunum á, síðastliðnu vori og enn liti út fyrir, að þessi feigðardans ætii Framh. á bk. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.