Morgunblaðið - 20.11.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.11.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. nóv. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 7 andi Emirapn í i 71 SfgríSur sjölug Veglegf samsæfi í GT-húsinu í því filefnl í kvöid IDAG fagna tvær stúkur, Verðandi nr. 9 og Einingin nr. 14, í Reykjavík, 70 ára afmælum sínum. Verður í því tilefni sam- ciginlegt samsæti í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík, þar sem mætt- ir verða auk stúkumeðlima fulltrúar rikis og bæjar. Þá verður dagskrá útvarpsins síðdegis á sunnudaginn einnig helguð afmæli þessu og einnig bætist þar við stúkan Morgunstjarnan nr. 11 í Hafnarfirði, sem átti 70 ára aímæli s. 1. sumar. Ræddu fréttamenn í fyrradag við þá Þorstein J. Sigurðsson, fyrrv. æðsta templar, fyrir hönd Verðandi og Freymóð Jóhannesson, æðsta templar, fyrir hönd Einingarinnar, í þessu tilefni. STÚKAN VERÐANDI I STOFNUÐ 1885 Skýrði Þorsteinn J. Sigurðsson svo frá, að 3. júlí 1885 sé stofn- i dagur Verðandi. Var aðalhvata- maður þeirrar stofnunar og stofnandi, Björn Pálsson. Einn af fyrstu félögum stúkunnar var Björn Jónsson, ráðherra og rit- stjóri, og vann hann ósleitilega fyrir málefni hennar. Sömuleiðis Jón Ólafsscn, alþingismaður, og nokkru síðar en ekki sízt Jakob Möller, sem nú er nýlátinn. Sameiginlega hafa stúkurnar! í Reykjavík beitt sér fyrir ýmis konar velferðarmálum auk áfeng t ismála, .svo sem tryggingarmál- um, sjúkrasamlagsmálum, leik- listarmálum, íþróttamálum og fleira mætti telja. Höfuðstefna reglunnar er að vara fólk við áfengisnautn, og hefur hún gert að kjörorði sínu: „Drekkið aldrei fyrsta staupið“. Stjórn Verðandi skipa þessir menn; Gunnar Jónsson æðsti templar, Runólfur Runólfsson ritari, Þóranna R. Símonardóttir varatemplar, Sigriður Sigurðar- dóttir fjármálaritari, Jóhannes Jóhannesson gjaldkeri, og Þor- steinn J. Sigurðsson fyrrv. æðsti templar. Umboðsmaður stór- templars er Róbert Þorbjörnsson. EININGIN NR. 14 Freymóður Jóhánnesson skýrði frá stofnun Einingarinnar, en hún var stofnuð 17. nóv. 1885, af 14 félögum stúkunnar Framtíðin. Var aðalstofnandi hennar Jón Olafsson, alþingismaður og rit- stjóri. Voru fyrstu fundir stúk- unnar haldnir í húsi Þorláks Johnsonar í Lækjargötu 4 Það var Einingin sem var frum kvöðull að byggingu Góðtempl- arahússins í Reykjavík og voru byggingaframkvæmdir hafnar veturinn 1887, eftir að stúkunni hafði verið úthlutað lóð fyrir hús ið á svellinu á Tjörninni. Gerð- ust félagar stúkunnar sjálfboða- liðar við bygginguna og var á þann hátt fyllt upp tjörnin þar sem húsið nú stendur. Um vorið gekk stúkan Verðandi í lið með Einingunni og var þaðcn af sam- eiginlegt átak beggja stúknanna að koma húsinu upp, sem var vígt 2. cktóber 1887. Var Góð- templarahúsið þá veglegasta og stærsta samkomuhús landsins. Um þessar mundir var mikill drykkjuskapur í Reykjavík, og víða selt áfengi í verzlunum. Jón Ólafsson, sem þá var þingmaður, flutti um það lagafrumvarp á Alþingi sem samþykkt varð, að banna að unglingum væri selt áfengi á samkomustöðum og að vínveitingaleyfi væri ekki, nema með samþykki kjósenda. Freymóður Jóhannesson kvaðst álíta, að eitt af þýðingármesta starfi stúknanna væri það, að vera öðrum félögum á landinu til fyrirmyndar um starfshætti. —- Hefði það og tekizt vel og flest félög hefðu tileinkað sér starfs- hætti stúknanna og jafnvel á sjálfu Alþingi gætti áhrifa frá þeim. Framkvæmdanefnd Einingar- innar sltipa þessir menn: Æðsti templar Frevmóður Jóhannesson, varatemplar Ingibjörg ísakr-dótt- ir, fjármálaritari Örnólfúr Valdi- marsson, fyrrverandi æðsti templ ar Einar Valdimarsson, umboðs- maður stórtemplara í stúkunni er Marías Ólafsson. - A hl» 13 að meta góðar !>æ Ævisaga Schweitzers, ,,Kristín Lafransdótt- ir“, Ævintýri H. C. Andersens. Ævisaga Geirs Sigurðssonar skipstjóra, ferðabók til Ástralíu o. fl. GERIÐ PENNA YÐAR ENDINGARRFTRI ELNA BLLKID SEM INNIHELDUR solv-x 1,|J, IÖ OZ. K1 '■ Igj tyr | ■ðsmáður: Sig. H k>> <etur evði- iwnna Það 'turlegt að Qumk. Að inniheldur ■t> hreinsar ’arnar tær- "■•nnan Kr. 28,85. ifcV Rvlk 6016-1 SJOTUG er á morgun Sigríður Snæland, Haðarstíg 2 hér í bæ Hún er fædd að Hafsteinsstöðum í Skagafirði, dóttir Jóns Jóns- sonar hreppstjóra og Steinunnar Árnadóttur konu hans, og þar ólst hún upp. Sigríður var þegar á barnsaldri mjög tópmikil, og æv- intýraþrá og eirðarleysi æskunn- ar og aldamótaáranna hlaut hún í ríkum mæli. Hugur hennar stóð | snemma til annarra hluta en þeirra, sem gerðust í fábreyttu sveitalífi. Hún lagði leið sína í skóla og tók gagnfræða- og kenn- arapróf. Síðar var hún einn vetur í hússtjórnardeild Kvennaskól- ans. Um tveggja ára skeið var hún barnakennari í Skagafirði. Ekki kaus hún þó að gera kenrtslu sér að ævistarfi, heldur : sigldi hún utan til náms í nudd- lækningum og lauk þar prófi í þeirri grein. Að náminu loknu settist hún að í Hafnarfirði, þar sem hún hafði lækningastofu í nærfellt 20 ár. J Sigríður giftist árið 1924 manni j sinum Pétri Snæland, sem hafði ■ misst fyrri konu sína, og gekk hún börnum hans í móður stað. Þau ár, sem Sigríður átti heima í Hafnarfirði hafði hún ærið að starfa. Sjúklingar hennar voru að jafnaði margir og vinnudag- urinn langur. En jafnframt því að annast sjúklinga síná var hún sköruleg húsfreyja ú stóru og gestkvæmu heimili. Hún kunni vel að sinna mörgu án þess að vanrækia neitt. Árið 1940 íluttust þau Pétur og Sigríður norður í Skagafjörð og áttu þar heima næstu 5 ár, en vendu svo suður aftur og settust að í Reykjavík. Tók þá Sigríður aftur upp sín fyrri störf og hefur gegnt þeim síðan. Segja má, að Sigríður hafi að staðaldri stundað nuddlækning- ar síðan hún byrjaði þær i Hafn- arfirði fyrir 34 árum. Mörgum mundi fmnast það ærið dagsverk, en ekki er það á Sigríði að sjá eða heyra að hún sé hvíldar þurfi enn um sinn. Sigríður er ekki íhlutunarsöm um máléfni annarra, samt kem- ur henni fleira yið en almennt gerist. Hún á ekki til það tóm- læti um annarra hag og líf, sem nokkuð hefur einkennt yngri kynslóð.'r, og vonbrigði aldarinn- ar hefur hún staðið betur af sér en flestir jafnaldrar hennar, án þess að brynja sig með tómlæti og afskiptaleysi. Sigriöur er að eðlisfari rómantisk og sveim- hugul og stundum kann að sýn- ast sem viðhorf hennar séu næsta óraunhæf. En þessir eðlis- þættir hennar hafa þó kannski framar öðrum gert hana að þeim bjargfasta veruleika sem hún er öllum þeim sem henni hafa kynnst. Heimili Sigríðar og Péturs hef- ur orðið atnvarf fleiri einstakl- inga en almennt gerist. Þó að beim hiónum hafi ekki orðið f virna auðið var hús þeirra jafn- >n fullt af börnum og unglingum, ’estum úr Skagafirði, sem stund uðu nám í Flonsborgavskóla, og nutu handleiðslu þeirra hjóna sem yæru þau í foreldrahúsum. Árni Hafstað. — ÞVÍ HEFIR mjög verið haldið fram, að alltof mikið sé gefið hér út af ómerkilegu lesefni, en slík rit fæðast aðeins og eiga sér ekkert líf, sagði Arnbjörn Krist- insson, framkvæmdastjóri Bóka- útgáfunnar Setbergs, er hann ræddi við blaðamenn í gær. Ég er cindregið þeirrar skoðunar, sagði Arnbjörn, að íslendingar kunni enn að meta góðar bækur. Fimm bækur koma um bessar mundir út hjá Setbergi og von er á þremur öðrum á næstunni. Bæk Sigrid Undset H. C. Andersen urnar, sem út eru komnar eru: Ævisaga Alberts Schv/eitze>’s; eftir prófessor Sigurbjörn Fmars son, 1. bindi af „Kristínu Lafrans- dóttur" eftir Sigrid Undset, „Hætt an heillar", eftir Dód 0’“staorne ig tvær ævintýrabækur eít.iv H. C. Andersen. ÆVISAGA SCHWEITZFRS Eins og áður hefir verið skýrt frá hér i blaðinu hefir próiessor Sigurbjörn Einarsson ritaö ævi- sögu þessa fjölhæfa snillings og mannvinar. Var sá háttur hafður á í samráði við Schweitzer sjálf- an og einkaritara hans, en sjálfs- ævisaga hans ekki þýdd. Hafði prófessor Sigurbjörn aftur á móti greiðan aðgang að öllum ritum Schweitzers og ýmsum ritum'um hann. Bókin er yfir 300 bls. að stærð prýdd fjölda mynda. KRISTÍN LAFRANSDÓTTIR Skáldsaga Sigrid Undsot, „Krisiin Lafransdóttir“, er eitt af höfuðverkum í norrænni skáid- sagnagerð. Kom bókin fy-rst út í Noregi 1920 og vakti þá gífur- lega athygli. Varð þetta skáld- verk fyrst og fremst til þess að ITndset hlaut Nobelsverðlaunin 1928. Það er fyrsta bindíð, „Krans inn“, sem nú er komið út í þýö- ingu Helga Hjörvars og Arrihcið- ar Sigurðardóttur. Hjörvar flutti söguna sem kunnugt er í útvarp- ið fvrir allmörgum árum, en end- ursagði þá suma kaflana og sieppti öðrum. Hefir Arnheiður fyllt upp í bær eyður, og kveður Helgi það verk mjög vel af hendi leyst. — Ég efast um að á nokkr- um stað í verkum Undset sé að finna eins mikla ritsnilld og í síðasta hluta fyrsta bindis, sagði Helgi Hjörvar við blaðamenn. ÆVINTÝRI H. C. ANDERSEN Þær tvær bækur með ævintýr- um H. C. Andersen, sem Set.berg gefur nú út, eru upphaf á 150 ára afmælisútgáfu. Bækurnar eru prentaðar í Óðinsvéum, fæðing- arbæ Andersens, á alls 20 tungu- málum. íslenzka þýðingin er Steingríms Thorsteinssonar. Ævintýrin eru prýdd hinum skemmtilegustu teikningum eftir Gustav Hjörtlund. í þessum tveimur bókum eru sögurnar: Næturgalinn, Litli Kláus og stóri Kláus, Svínahirðirinn og Eldfær- in. , SJÓFERÐABÓK Sjóferðabækur eru vinsælar hér, eða svo revndist að minnsta kosti „Skipstjórinn k Girl Pat“ eftir Dod Orsborne. Nú er komin út önnur bók eftir Orsborne, er nefnist „Hættan heillar“. Segir þar enn frá glæfraferðum þessa sérstæða ævintýramanns. Her- seinn Pálsson hefir íslenzkað bók ina, og er hún prýdd fjölda mynda. ÆVISAGA GF.IRS SIGURÐS- SONAR SKIPSTJÓRA O. FL. Þær þrjár bækur, sem koma út á næstunni hjá Setbergi, eru: Ævisaga Geirs Sigurðssonar, skipstjóra, sem Thorolf Smith blaðamaður hefir skrásett. Ferða bók eftir Vilberg Júlíusson, kenn- ara, er nefnist „Austur til Astra- líu“ og þýdd skáldsaga eftir Slaughter, er nefnist „Læknir vanda vafinn“. Bókaútgáfan Setberg hefir ekki áður gefið út jafnmargar bækur og nxi — og sést af því, sem hér að frnman er sagt, að þær eru ekki að lakari endanum. fullorðið fólk og gera sér þess iulla grein hvern þétt þessi heiðurskona hefur átt í þroska ; þeirra sem þeir fá henni seint fullþakkað. Það eru engar ýkjur þó sagt sé, að Sigriður hafi kosið mörg- um örlög, og ég held að óhætt sé að fullyrða að hún hafi ver- ið góð örlagadís. Á sjötugsafmæli sínu dvelur Sigríður heima á æskustöðvun- um, hjá Jóni bróður sínum á Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Kaffi Mýbrenni jg malað, i ioft öéttum nellophanumbóðunr Verzl. Halla l*órarin.\ Vi»stur8 1 y Bverfisi’ . Ht./.l t*i 4lK.LV* - «<u« i vm izuv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.