Morgunblaðið - 02.12.1955, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.12.1955, Qupperneq 14
14 MORGUNBI.AÐIB Föstudagur 2. des. 1955 ==■ .--a-gr^íJcr^ng: ^ .a^.-.ac—sn=—a»j AMMA KRISTÍN [ EFTIR LALLI KNUTSEN Framhaldssagan 15 hennar og flytja sögurnar til ná- grannanna. í hvert skipti sem ívar kom heim, forðaðist Randulf Mæri. Hrædd og kvíðafull revndi ég að i.:omast að því hvort hann grun- aði nokkuð, en gat ekki orðið vör við það. Ég þjáðist af vitneskj- unni um þetta allt saman, og varð .Cegin þegar jólaannríkið hófst. í þrjár vikur var bruggað, bakað og brasað. ívar sendi heila kassa íulla af ýmis konar góðgæti frá | 'Þrándheimi og skilaboð með, þess : efnis, að hann mundi ekki geta 1 verið heima á jólunum vegna anna í nefndinni. Kveldið 23. desember fór ég snemma að hátta. Ég var dauð- þreytt eftir allt erfiðið undan- farna daga. Randulf hafði ekk- ert komið um kveldið og systir mín sagðist koma upp þegar hún hefði slökkt ljósin. Mér seig fljót- : lega blundur á brá, en um það leyti, sem ég var að sofna heyrði . ég fótatak Önnu Kristínar og mér | heyrðist einhver vera með henni. Ég hugsaði ekki frekar um það en gerði mér þó grein fyrir í svefnrofunum að þetta var ekki ívars fótatak. Svo steinsofnaði ég. Ég vaknaði við það að einhver ! hristi mig. Ég spratt upp í rúm- inu og spurði hrædd. — Hvað er þetta? — Vertu róleg, það er ég, Sesselja. Höfuðsmaðurinn er kominn, farðu. niður og opnaðu fyrir honum. Hann ætlar að brjóta hurðina. Ég fer inn til Önnu Kristínar, en þú verður að reyna að tefja fyrir honum niðri. Gefðu honum vín. Ég smeygði mér í flýti í morg- unkjól og fór í inniskó: — Til hvers þarft þú að fara inn til ! Önnu Kristínar? spurði ég. Hún svaraði ekki en glotti. Þá mundi ég eftir fótatakinu í stiganum. — Sesselja, sagði ég, en komst ekki lengra, því hún leit á mig með einkennilegu brosi. Ég skildi hvað hún meinti. Eins og örskot þaut ég niður stigann og að útidyrun- um. kynnir henni fjarveru sína um jólin. — Þú hefur svei mér munninn fyrir neðan nefið, mágkona, draf- aði í ívari. Ég var að byrja að reyna að koma honum úr kápunni, þegar annar gestanna rak upp skellihlát ur. Ég sá, að þetta var hár mað- ur, en annað sköpulag á honum sá ég ekki, því það huldu dúðarn- ar. — Ég skal taka við þessu, sagði hann og hló enn. ívar er töluverWdrukkinn. Við komum á snekkjunni minni og ég verð að viðurkenna, að við skáluðum all oft á leiðinni. Þekkið þér mig ekki? Ég heiti Ebbe Carstensson. Auðvitað þekkti ég hann. Hann hafði verið í brúðkaupi Önnu Kristínar, og hann hafði oftar komið til Mæris, en ég hafði sjald an talað við hann og lítið kynnst honum. Aftur á móti var ég vel kunnug orðrómnum, sem af hon- um fór. Hann var sagður ríkasti maðurinn í Þrándheimi og dáður af konum. Með hjálp hans klæddi ég ívar úr yfirhöfninni, síðan læsti ég útidyrunum og leit í kring um mig í forstofunni, þar flóði allt í vatni vegna snævarins, sem inn hafði borizt. — Hvers vegna í ósköpunum gerðuð þið ekki boð á undan ykk- ur? sagði ég vingjarnlega. Ég vrerð að fara og láta ylja upp svefnherbergin, Ég hljóp írá þeim og inn í hjúa- sofu. Þar fann ég þrjár vinnukon- ur, sem ég skipaði að fara upp á loft og kveikja upp í ofnunum í tveim gestaherbergjum. Síðan gekk ég niður til gestanna, og minnug þess sem Sesselja hafði ráðlagt mér, sagði ég í flýti: — Komið þið inn í dagstofu, það er hlýtt þar enn, svo skal ég koma með eitthvað volgt að I drekka. I — Mér þykir mikið fyrir því 1 að baka yður allt þetta ónæði, jómfrú, sagði Ebbe Carstensson, kurteislega. Ivar var nú kominn inn og sezt ur í stóra sófann við borðið. Hann líktist stórum, klunnalegum birni þar sem hann sat álútur og studdi olnbogunum á borðið, — Ég er giftur fegurstu kon- unni í Noregi, sagði hann, reis svo allt í einu upp í sætinu og hrópaði til mín: — Heyrðu, þú þarna, farðu upp og náðu strax í hana. Varir mínar voru þurrar og ég átti bágt með að hafa vald yfir röddinni: — Hún sefur. Hún hefur ekki verið vel frísk í dag. Hérna er franskt brennivín, ívar, og hér er ég líka með það skozka, ef þú vilt toddý, og ölið er heitt. ívar leit á mig blóðhlaupnum augum. — Það er kominn tími til að þú giftir þig og öðlist hús- freyjustöðu. Það fer ekki vel á því að þú takir ráðin í annara manna húsum. I Svo sárt sviðu mér orð hans að augu mín fylltust tárum. Og áð- ur en ég kæmi fyrir mig orði, sagði Ebbe Carstensson: , — Þú ert svín, ívar Mogens- j son, og jómfrúin er alltof fögur til að passa svín. Svo sneri hann | sér að mér: — Ef þér viljið gjöra < svo vel og sýna mér svefnher- bergin, jómfrú, skal ég sjá um hann. Ég þurrkaði mér um augun og gekk á undan þeim út í ganginn. Þar var ískalt. — Hérna upp, hvíslaði ég. Ég hafði gleymt að taka með mér ljós, en hann tók það, sem stóð á kommóðunni í ganginum og lýsti okkur upp stig ann. j — Gjörið þér svo vel, þetta er ; eina herbergið, sem við gátum | hitað upp í flýti, sagði ég, þegar við vorum komin inn í svokallað græna herbergi, sem var lítið, en vistlegt. í sama jbili hrökk ég við. Ég heyrði lágt skóhljóð í stigan- um, svo var opnuð útidyrahurð- in og kaldan gustinn að utan lagði upp til okkar. Ebbe Carstens ‘ son fór út á ganginn og ætlaði niður. Ég var frávita af hræðslu. — Nei, farið ekki, sagði ég í fáti. Hvernig lízt yður á rúmið? Viljið þér fá hitaflösku í það? ívar stóð úti fyrir. Hann var orðinn fokvondur og sparkaði hvað eftir annað i hurðina. Þegar ég reif opnar dyrnar fékk ég hríð- argusu í andlitið. — Hvern and- skotann á þetta að þýða? Á ekki að hleypa mér inn í mitt eigið hús? Ég heyrði að hann var mikið drukkinn. Með honum voru tveir gestir, en ég þekkti hvorugan, þeir voru svo dúðaðir og snjóug- ir. Ivar rambaði nú inn. — Hvar í fjandanum er allt heimilisfólk- ið? Hvar er konan mín? Getur hún ekki tekið á móti bóndanum eins og sæmir góðri eiginkonu? — Ég missti alveg stjórnar á mér og hrópaði: — Ef þú hefðir hagað þér eins og siðaður maður og tilkynnt að þín væri von í kveld, þá væri hún auðvitað hér. En þið skiljið það ekki, karlmennirnir, að jólaann- ríkið getur reynt svo á þrek kon- unnar, að hún kýs heldur að sofa ein en í hjónarúminu. Við höfum ekki tíma til að drekka okkur blindfullar og ferðast svo víðsveg ar um landið. Við hefðum tekið betur á móti þér, ef við hefðum vitað fyrirfram um komu þína, en þú tekur þann kost að koma dauðadrukkinn, sparkar utan hús ið og bölvar öllu í sand og ösku. Geturðu búizt við að þú sért boð- inn velkominn? Eftir þessa ræðu sneri ég mér að gestunum. — Ég bið yður að afsaka mót- tökurnar á Mæri, en þær hefðu orðið sómasamlegri ef húsbónd- inn værí ekki nýbúinn að senda konu sinni bréf þar sem hann til- Sjóðurinn i Alhambra SPÖNSK ÞJÓÐSAGA F Y RIR nokkrum árum átti Lópe Sanches heima í Al- hambra. Hann var garðyrkjumaður í hinni gömlu mánahöll og var glaður og viðfelldinn maður, eins og flestir í Anda- lúsíu eru. Hann átti fjórtán ára dóttur, sem Sanchita hét. j Hún var vön að leika á gítar eða dansa með glymjandi handskellum í kring um föður sinn þegar hann var aö hlynna að blómunum. Oft söng hún með hárri, fagurri röddu, eða hún hljóp eins og ungur hjörtur gegn um lunda og eftir trjágörðum Alhambra. t Miðsumarnóttin var haldin heilög á þessum stað. Allir, sem áttu heima í kringum Alhambra, voru þá vanir að fara upp að íjallinu, sem er á bak við Genenalife. Þar var mið- sumarnóttin haldin hátíðleg með andlegum söngvum, með brauði og víni, eins og siður var frá gamalli tíð. ( Nóttin kom með glaða tunglsljós. Allir tindar á Sierra Nevada fjöllum Ijómuðu eins og silfur og langt niðri í daln- um mátti greina Granadaborg með kirkjuturnum sínum og hvolfþökum. Að hætti mára voru kveikt bál á ýmsum stöðum til að fæla burt illa anda, sem einkum á þessari nóttu gjörðu mönnunum slæmar búsifjar. Meðan aðrir voru að dansa, hljóp Sanchita til og frá inn- an um gamlar kastalarústir, sem þarna voru, því að hún var enn of ung til að hafa verulega gaman af að dansa, Þá kom hún allt í einu auga á eitthvað, sem glóði í grasinu. j Þegar hún tók það upp, sá hún að þetta var skrautgripur úr gulli eins og mannshönd með útglennta fingur í laginu í og var gimsteinn í miðjunni. Hún festi gripinn í band, sem * • • DIF hreinsar auðveldlega flest óhreinindi. DIF er fljótvirkt, auðvelt í notkun og betra en allt, sem þér hafið áður reynt. DIF er ómissandi á öllum vinnustöðum og á hverju heimili. O. JoL nson Enn fremur kemiskur handhreinsir í dósum Dupont framleiðir aðeins það bezta. Alþekkt fyrir gæði. Bifreiðavöruverzlun FRiÐMIKS BERTELSEN Hafnarhvoll — Sími 2872. 'SiSUBEXE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.