Morgunblaðið - 30.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 30. des. 1955 } — — — — 1 _ í - * “fc ANNA KRISTÍN | EFTIR LALLI KNUTSEN Sfúlka með Verzlunarskólamenntun, vön vélritun óskast nú þegar. VERZLUN 0. ELLINGSEN H.F. FramKaldssagan 37 j hefir aldrei verið lagin sú list að Jjúga. Athugul augu og góð greind hefðu getað lesið hugsanir mínar, en í svipinn var ívar gæddur hvorugu. — Manstu ekki að Anna Kristín var líka vreik? sagði ég loks. Alveg á sama hátt -og þú. Hún fékk köldu, ógleði og kvalir innvortis. — Jú, samþykkti hann treglega. En mér er sagt að hún hafi bara orðið svona vegna .... Hann þagnaði, Það var eins og hann þyrði ekki að segja meira. — Ég varð líka veikur á Hlöðum, bætti hann svo við. Þá veiktist hún ekki. — Hjálpi mér allir heilagir, sagði ég. Þú etur Og drekkur svo óskaplega að við illu er að búast. Innyflin þola það ekki til lengdar. — Reyndu ekki að skjóta þér undan spurning- unni, sagði hann ógnandi. Ég verð að komast að hinu sanna í þessu máli. Stundum held ég að hún hafi gert það, en þess á milli finnst mér það óhugsandi. Því setti hún að reyna að....? Ég meina, hún er þó konan mín. Ég hefi ekki verið henni vondur, Hún gæti ekki gert mér þetta. Hann starði biðjandi á mig og neðri vör hans titraði.. — Ef hún hefði gert þetta, hélt hann svo éfram, þá hlýtur hún að hata mig. En það gerir hún ekkí. Ég veit það. Henni hefir oft liðið vel hjá mér. Og hvaða eiginmaður myndi gefa henni það frjálsræði, sem hún hefir haft hjá mér? Nei, ég trúi því ekki að hún vilji mig feigan. Segðu að þú trúir því ekki heldur. Þú, sem elskar systur þína innilega, þú veizt að slíkur verknaður gæti leitt til lífláts hennar sjálfrar. Ég horfði þegjandi fram fyrir mig meðan hann talaði. Ég sá í huganum hvílíka eymd og óham- ingju ég myndi orsaka, ef ég segði sannleikann. Ef til vill yrði syst- ir mín lokuð inni á geðveikra- hæli, ef hún þá ekki færi beint á höggstokkinn. Börnin hennar myndu fá fyrirlitningu á móður sinni og heimurinn mundi kalla hana hórkonu og eyturbyrlara. Nei, meðan ég drægi andann skyldi ég berjast gegn svo hræði- legum örlögum systur minnar, hennar, sem ég elskaði heitast allra. Þess vegna sagði ég ákveð- in: — Hún gerði það ekki. — Viltu sverja það? — Ég sver það. — Ég trúi þér, sagði hann lágt. Þú hefur aldrei kunnað að ljúga. En hvað eigum við að gera við hann? — Fyrst segirðu mér hvað gerðist. Svo sjáum við hvað við getum gert. — Við fórum á veiðar. Þegar við komum inn í skóginn sagði ég að ég vissi allt og heimurinn væri ekki nógu stór fyrir okkur báða. Að minnsta kosti ekki Mæri. — Og hvað sagði hann þá? ■— Hann leit á mig, hneigði sig og shagði: — Ég bið yður fyrir- gefningar. Ég hefi brotið meir af mér við yður en hægt er að bæta. Öll sökin er mín. Mín og einskis annars. Ég er ekki sterkur, höfuðs maður, og ég þoli ekki að bera þessa syndabyrði. Þetta sagði hann, og ég veit ekki hvort þú trúir því eða ekki, en satt er það samt, að reiði mín hvarf meðan hann talaði. Hann var svo róleg- ur og virðulegur og þó eins og dauðadæmdur maður. — Farið þér burt héðan, Rand- uif liðsforingi, sagði ég við hann. Annars krefst ég ekki af yður. ■— Þér eruð göfugmenni, höfuðs- maður, svaraði hann þá, en ég j krefst meir af sjálfum mér. Ann- I ar okkar verður að deyja og það er ég. Hann gekk frá mér inn í ' skóginn og ég sá hann leggjast á kné í mosann og taka af sér hár- kolluna. En ég trúði því ekki að hann ætlaði.... — Hvað eigum við að segja Önnu Kristínu? — Ég veit það ekki, sagði ég þreytulega. Ég hugsa að það sé nokkuð sama hvað við segjum, hún trúir okkur ekki. Þetta var það versta, sem fyrir gat komið, ívar. —Ég veit það, sagði hann mæðulega. Við riðum af stað heim. Ég vissi að sjálfsmorð Jörgens Randulf mundi ekki bæta ástandið á Mæri, og í fyrsta skipti á ævinni þræði ég að komast burt frá syst- ur minni. 22. kafli. Það leið fram undir jól og alltaf var Anna Kristín rúmföst. Allan daginn lá hún kyrrlát og þögul og starði út í loftið. Hún virti ívar ekki viðiits, þegar hann kom að spyrja um líðan hennar. Og allt frá því að ég flutti henni fregnina um dauða Randulfs, lét hún sem hún sæi mig ekki. Sú eina, sem mátti vera yfir henni, var Sesselja, og dag nokkurn komst ég að því að Sesselja hafði fengið ívar til að senda eftir Kötju. Ég varð óð og uppvæg, en það var til einskis. Svo djúpt hat- aði Sesselja mig að hún kaus held ur að Katja hjúkraði systur minni en ég. Þegar Jokum kom aftur frá Þrándheimi var Katja ekki í fylgd með honum. Hún gat ekki farið frá Merete Carstensson, sem lá í bólunni og tók Kötju, með allan hennar galdur, fram yfir lærðar hjúkrunarkonur. j Á jóladaginn var stórhríð. Jókum hafði komið með gjafir frá Ebbe, þar á meðal þunga gull- I hálsfesti til mín. Ég hafði mikið hugsað um Ebbe þetta haust. Ég vissi að mér þótti vænt um hann, en örugg var ég ekki um ást hans til mín. Auðvitað fann ég að hann var hrifinn af mér, en þó var ég þess fullviss að það var Anna Kristín sem hann þráðL Á annan í jólum varð ívar veik- ur. Sjúkdómurinn hagaði sér ná- kvæmlega eins og í tvö fyrstu skiptin. Hann náði sér, en grun- ur minn var vakinn og ofboðsleg hræðsla greip mig enn einu sinni. Svo var það að Lárus kom til mín dag nokkurn og sagði for- málalaust: — Faðir minn sagði mér að Katja hefði sent með sér böggul til frúarinnar. Ég hélt kannske að yður væri þægð í að vita þetta, jómfrú, Við litum hvort á annað og frekari samræður voru óþarfar. Við skildum hvað gerzt hafði. Nú hófst ólýsanlega erfiður tími fyrir mig. Ég vakti yfir öllu, sem ívar borðaði og drakk. Ég varð að reyna að vernda hann án þess að Sesselja og hitt vinnu- fólkið yrði vart við. Ef nokkuð kvisaðist, mundi ívar fljótt heyra það og þá væri systir mín glötuð. i Að vísu elskaði ívar enn Önnu Kristínu, en hann mat lif sitt meir en hana. Ég gleymi aldrei angist þeirri og kvöl serri ég lifði í þennan vetur. Ég þorði ekki að fara úr eldhúsinu meðan matur var til- reiddur, þorði ekki annað en standa síðust upp frá borðum og var, í fám orðum sagt, alltaf á nálum. Dag einn sagði systir mín víð mig: — Það er sannarlega kom- inn tími til að þú giftist, systir góð. Ég leit á hana. Svipur henn- ar var kuldalegur. Áttu við að þú viljir fara að losna við mig? spurði ég. — Ég á við það að þú ert að verða gömul. Karlmenn- irnir vilja helzt ungar konur. — Hvern ætlarðu mér fyrir eigin- mann? sagði ég háðslega. Er það Ebbe? Hún hristi höfuðið. — Nei, hann hefir elskað mig í mörg ár. Honum hefði ég átt að giftast. En þú þarft að eignast mann, sem elskar þig sjálfrar þín vegna en ekki sem endurskin af mér. Þetta voru nákvæmlega mínar hugsanir, sem hún setti þarna Kotturinn og músin 2, boðínn í skírnarveizlu; hann átti ekki einu sinni neina frænku, , Hann fór rakleitt út í kirkju og sleikti efstu og feitustu skánina ofan af flotinu. Síðan sprangaði hann sér tii skemmt- unar uppi á húsþökum, litaðist um og baðaði sig í sólskin- inu og sleikti út um í hvert sinn, sem hann hugsaði um flotið. Hann kom ekki heim fyrr en komið var kvöld. „Jæja, þarna ertu þá kominn,“ sagði músin, „og ekki er að spyrja að því, að þú munt hafa skemmt þér vel.“ I „O-já, ekki vantaði það,“ svaraði kötturinn og var drjúgur með sig. „Hvað var svo barnið látið heita?“ spurði músin. „Skánin af,“ svaraði kötturinn. „Nei, nú er ég hissa,“ varð músinni að orði. „Skánin af, — það er kátlegt nafn. Er það algengt í þinni ætt?“ „Hafðu nú bara á höfðinu, kelH mín,“ sagði kötturinn. „Það er ekki hótinu lakara en Brauðmolaþjófur, eins og hann var skírður strákurinn hann frændi þinn, sem þú hélzt undir skírn um daginn.“ Var svo ekki talað um þetta frekar. Nokkru síðar fór kötturinn aftur að langa í eitthvað gott í munninn. „Þú verður að gera mér þann greiða að gæta hússins aftur ein í dag,“ sagði hann við músina, „ég er aftur boðinn í skírnarveizlu, og af því að krakkinn hefir hvítan hring um hálsinn, get ég ómögulega afþakkað boðið.“ Aumingja músin var alveg ugglaus, og kom henni ekki til hpgar að malda í móinn. Kötturinn brá sér aftur inn í kirkjuna og sleikti nú helm- inginn af flotinu úr krukkunni. „Ekki er nokkur matur jafngóður á bragðið 'og sá, sem maður borðar sjálfur,“ hugsaði hann og var hinn hreykn- asti yfir dagsverkinu. FLUGELDAR Fagnið nýja árinu! — Kveðjið gamla árið! Til áramóta verða hinir skrautlegu og margbreytilegu llVOLl-ÍLUGELDAR og stjörnuljós seldir hjá okkur. Gerið innkaupin tímanlega og forðizt þrengslin. Flugeldasalan Goðaborg Austurstræti 1 Freyjugötu 1 (Gengið inn frá Veltusundi) MÁLASKÓLI Halldórs Þorsteinssonar £ N S K A F R A N S K A í T A L S K A SPÁNSKA Kennsla hefst 9. janúar. Auk framhaldsflokka hefjast nú ný námskeið. Innritun fer fram í Kennaraskólanum frá 4—7 síðd. Sírni 3271. Hendur yðap þarfhast umönnunar Fitar ekki — en mýkir eins og krem C'TÍ'r} f 'br, . ; r,.' !., > V ... Heildsölubirgðir: STERLING H.F. Ðöfðatúni 10. Reykjavík. Simi: 1977. jþrátt fyrir daglcgt amstur 08 uppþvott nýtizku uppþvotla efoum* haldið þór höodum ybar mjúkum og sléttum mcð nokkrum dropum af BREINiNG HANDBALSAM — bczta vöru fyrir vinnandi hendur ilmandi handáburðurt eftir hússtörfin. HflflDD Bflisnm £aijbd&/uMe,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.