Morgunblaðið - 05.01.1956, Side 5
Fimmtudagur 5. janúar 1956
MORGUNBLAÐIÐ
I
Hannibol Signrðsson
málorameístarí
Minningarorð
Fæddur 31. júlí 1887.
Dáinn 28. desember 1955
í DAG verður borinn til hinnstu
ihvílu hér í Reykjavík einn af
ágætum borgurum þessa bæar,
Hannibal Sigurðsson málara-
meistari, Eiríksgötu 8.
Hann var fæddur að Garðsvík
S Svalbarðsstrandarhreppi og
voru foreldrar hans Sigurður
Jónsson og Anna Jóhanna Gríms-
dóttir, og höfðu þau gengið i
Jhjónaband 1877. Foreldrar Sig-
urðar voru Jón Ásmundsson
Ibóndi á Syðri Tungu á Tjörnesi
(d. 29. júní 1857) og kona hans
Ása Jónsdóttir (d. 5. júní 1868)
En foreldrar Önnu voru Grímur
Jóhannesson bóndi í Garðsvík,
ættaður úr Fjörðum (d. 9 júlí
1873) ok kona hans Sæunn Jóns-
dóttir bónda á Látrum Jónsson-
ar; (hún var fædd 1827 og dó
26. marz 1920).
Þau Sigurður og Anna bjuggu
fyrst í Garðsvík, en fluttust
seinna að Sigluvík í sömu sveit.
Þeim varð sex barna auðið. Tvö
þeirra dóu þegar í æsku, Ásgrím-
ur og Ásrún, en upp komust
Pálína, Grímur Jóhannes,
Hannibal og Ásrún yngri. Eru
þau ]iú tvö á lífi Grímur og
Ásrún og bæði búsett í Reykja-
vík.
Skömmu eftir að þau hjónin
fluttust til Sigluvíkur missti
Sigurður Önnu konu sína frá
íjórum börnum, því elzta á 14.
ári. Hún andaðist 1. september
1893. Bjó Sigurður síðan enn
rúmt ár í Sigluvík með ráðs-
konu. Höfðu þá að undanförnu
verið harðindaár nyrðra og hélt
Siguröur að stórum betra mundi
að vera á Suðurlandi, því að þar
væri árgæzka meiri. Varð það
því úr að þeir tóku sig saman
hann og Gunnlaugur Friðgeirs-
Kon bóndi í Fjósatungu í Fnjóska-
dal og afréðu að flytjast búferl-
um suður í Borgarfjörð. Keyptu
þeir af Thor Jensen jarðirnar
Ánabrekku og Einarsnes og flutt-
ust suður vorið 1895, Gunnlaug-
ur að Einarsnesi og Sigurður að
Ánabrekku. En Sigurður naut
þess lítt að vera kominn í betra
tiérað, því að hann andaðist árið
1899. Þá var Hannibal 12 ára að
aldri. Fór hann þá að Einarsnesi
til Gunnlaugs bónda og dvaldist
þar fram til tvítugsaldurs. Tókst
þá órofa vinátta með honum og
Bonum Gunnlaugs, þeim Birni
lækni og Geir bónda sem oftast
er kenndur við Eskihbð í Reykja-
vík.
Tvítugur að aldri fór Hannibal
ftil Ísí' ijarðar að nema þar roálara
iðn og mun það meðfram hafa
verið vegna þess, að Grímur
bróðir hans var þá búsettur þar.
Lauk Hannibal þar iðnnámi og
Btundaði síðan málaraiðn þar og
I ýmsum stöðum.
Á ísafirði kynntist hann Guð-
rúnu Jónasdóttur frá Björgum í
Möðiuvaliasókn við Eyafjörð,
föðu) systur Þorsteins Hannesson-
ar óperusöngvara. Þau Guðrún
og Eannibal felldu hugi saman
Og giftust 2. marz 1913. Guðrún
var in gjörfulegasta kona og
mesti skörungur, gáfuð vel og
réttsýn í hvívetna. Árið 1920
sigldu þau hjónin til Danmerkur
og dvöldust þar eitt ár. Varði
Hannibal þeim tíma til þess að
fullkomna sig í iðn sinni, því að
þá voru Danir enn íslendingum
fremri á því sviði.
Þegar heim til íslands kom aft-
tir, settust þau að í Reykjavík
og áttu hér heimili siðan. Voru
þau samhend og samhuga um
flest og fell aldrei neinn skuggi
á sambúð þeirra. Húsbóndinn
Btundaði atvinnu sína af kost-
gæfni og trúmennsku og ávann
pér fljótt hylli allra þeirra er
hann starfaði fyrir, en húsfreyj-
an bjó þeim gott og hlýlegt
heimili. Þangað var gott að
koma. Hjónin voru glöð og reif
við gesíi sína, allt var þar með
snyrtibrag og andrúmsloftið var
þrungið af samúð og hlýu hug-
arfari.
Árið 1951 varð Hannibal fyrir
því þunga áfalli að missa heils-
una og varð upp frá þvíJítt fær
til vinnu, en honum hafði starfið
altaf verið lif og lífið starf. Hafði
hann ekki verið hvellisjúkur um
ævina og eru það mikil viðbrigði
að vera alit í einu sviftur fullu
starfsþreki. Ofan á þetta bættist
svo sú mikla sorg, að hann missti
konu sína, inn trygga lífsföru-
naut. Guðrún andaðist 6. febrúar
1952. Varð Hannibal það þung-
bær söknuður, þótt hann talaði
þar fátt um. Og nú varð lífið
tómlegra en áður þar sem hann
var orðinn einn, því að þeim
hjónunum hafði ekki orðið barna
auðið. En ást hans og hlýhugur
beindist þá að ungbömunum þar
í húsinu. Urðu þau sem sólar-
geislar í rökkvaðri ævi hans, og
hann varð þeim eins og ástkær
afi.
Læknar höfðu ráðlagt Hannibal
að reyna ekkert á sig, enda var
hann oft sárþjáður. En hvenær
sem af bráði gat hann ekki setið
auðum höndum, og má vera að
hann hafi ekki hlíft sér svo sem
skyldi. Um seinustu jól virtist
þó heilsan sæmileg. En aðfara-
nótt ins 28. desember yfirþyrmdi
sjúkdómurinn hann allt í einu
(það var blóðstífla) og var hann
látinn áður en nýr dagur risi úr
djúpi nætur.
Hannibal var maður í meðal-
lagi hár, en þrekinn og svaraði
sér vel, • dökkur á hár og stað-
festulegur, enda enginn veifi-
skati. Hann barst ekki á og hafði
sig hvergi í frammi opinberlega.
Hann var seintekinn og valdi sér
vini eftir reynslu. Og sá sem einu
sinni hafði öðlast vináttu hans
mátti eiga hana vísa upp frá því.
Var hann trygglyndur og vin-
fastur og varð aldrei fyrri að
flaumslitum. Hann var trúaður
og því vandur að virðingu sinni
og dagfari öliu, greindur vel,
hjálpsamur og raungóður. Var
hann búinn flestum þeim mann-
kostum, er góðan Ísíending mega
prýða, og er því sannarlega skarð
fyrir skildi, er slikir menn falla
í valinn.
Á. Ó.
•JJa
Utsala:
BÓKABÚÐ KRON
Bankastræti 2. Sími 5225.
ZETA
ferða-ritvélin
hefir dálkastilli og sjálfvirka setningu á spássíu. 44 ryklar.
Er jafnsterk og vanaleg skrifstofu-ritvél, en vegur aðeíns 6
kg. — Tilvalin jólagjöf.
Einka-umboð:
MARS TRADtNG COMPANY
Bankastræti 2. Sími 5325.
Alls konar vélar til að nota við grjótnám, svo sem: griótnniln-
ingsvélar, flokkimarvélar og margar fleiri gerðir
Útflytjendur: NIKEX
Hungnrian Trading Company for Products of thc Heavy Industry
Budapest 4, POB 103, Hungary — Cables: NníEXPORT