Morgunblaðið - 10.01.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.01.1956, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. jan. 1956 wguttHðMfc Utg.: H.í. Arvakur, Reyltjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (óbyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vignr. Lesbók: Árm Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 20.00 á mánuði innanlandj. í lausasölu 1 króna eintakið. Samstarf ?,verkamanna oy bænda“ ÚR DAGLEGA LÍFINU \Jœ ncjija ía tvó i ^íi/i^ar — o<£ nýiuLótii ^réttir a^ JJaronl? IHINUM orðmörgu umræðum un myndun „vinstri stjórn- ar“ í landinu hefur því mjög verið haldið fram, að einn aðal tilgangur slíkrar stjórnarsam- vinnu væri að tryggja samstarf „verkamanna og bænda“. Umrseður um vinstri stjórn eru nú komnar á það stig, að nær eingöngu er rætt um samstarf EVamsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins. I>að er ómaksins vert, að at- huga lítillega hvernig háttað sé verkamanna- og bændafylgi Sjálfstæðisflokksins annars veg- ar og Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins hins vegar. Um það getur engum bland- azt hngur, að miklu fleiri verkamenn cru í Sjálfstæðis- flokknum heldur en Alþýðu- flokknum. Undanfarin ár hef- ur verkamannafylgi Sjálf- Stæðisflokksins stöðugt verið að aukast. Verkamenn og sjó- menn víðs vegar um land hafa gert sér það ljóst, að hags- munum þeirra var bezt borgið með því að efla Sjálfstæðis- flokkinn, sem haft hefur for- ysta um öflun nýrra atvinnu- tækja til landsins og átt rík- astau þátt í hinu aukna at- vúmuöryggi, sem skapazt hef- ur. Ef bændafylgi Sjálfstæðis- flokksins er athugað kemur það í ljós, að innan vébanda hans eru þúsundir bænda um land allt. Eru sennilega áhöld um það í hvorum núverandi stjórnarflokka séu fleiri bændur. Innan Alþýðuflokksins eru hins vegar svo að segja engir bændur og í Framsóknarflokkn- um sárafáir verkamenn. Verkamenn yfirgefa Alþýðuflokkinn Af þessu er það auðsætt, að því fer víðs fjarri, að raunveru- legt samstarf milli Verkamanna og bænda yrði nánara í svokall- aðri „vinstri stjórn" sem Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn stæðu að heldur en í stjórn þeirri, sem nú fer með völd í landinu. Bollaleggingar Framsóknarmanna og Alþýðu- flokksmanna um þetta atriði eru því ákaflega yfirborðslegar og hjákátlegar. Öllum bændum er það a. m. k. ljóst, að þáttur þeirra væri stórum minni í þeirri ríkisstjórn, sem Sjálfstæðis- flokkurinn væri ekki aðili að. Verkamenn myndu einnig sjá, að stjómarsamvinna Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins gerði hlut verkalýðsins sízt meiri en hann er nú, þegar Sjálfstæð- isflokkurinn hefur stjórnarfor- ustu. Verkamenn eru yfirleitt að yfirgefa Alþýðaflokkinn. — Margir þeirra skipa sér í rað ir Sjálfstæðismanna. Hin ráð- reikula forusta Alþýðuflokks ins, klofningur og innbyrðis deilur hafa firrt hann öllu trausii. Hættuleg ofurást Eitt af því, sem veldur þverr- andi travwti á AVþýðuflokknum er sú ofuxást, sem Framsóknar- friaddaman hefúr slegjð á hann. Samvinna Alþýðuflokksins við Framsóknarflókkihh á árunum 1934—1938 stÖðváði ' landnám jafnaðarstcfnutinar á íslahdi, í koðningunurh 934 vann Alþýðu-' flokkurinn mikinn sigur og fékk 10 menn kosna á þing. Komm- únistar voru þá ennþá svo að segja fylgislausir. En á fjórum árum hinnar fyrstu „vinstri stjórnar" Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins runnu komm únistar upp eins og fíflar í túni. Að sama skapi hrörnaði Alþýðu- flokknum. Hann hefur ekki borið sitt barr síðan. En alltaf hefur Framsókn þótzt elska hann jafn heitt. Og nú segist formaður Framsóknarflokksins endilega vilja tryggja samstarf „verka- ! manna og bænda“ með því að taka vesalings Alþýðuflokkinn með sér í ríkisstjórn. Það er vissulega kaldhæðni örlaganna að þetta skuli ger- ast rétt í þann mund sem of- urást Framsóknar á flokki jafnaðarmanna er að reyta af honnm siðnstu leifarnar af verkamannafylgi hans. Hið sameinandi afl Verkamenn og bændur munu halda áfram samstarfinu sín í i milli og við aðrar þjóðfélags-1 stéttir innan vébanda Sjálfstæð-' isflokksins. Þeir munu heldur ekki hika við, að eiga samstarf við aðra lýðræðisflokka til þess að hrinda í framkvæmd hags- ^ munamálum sínum og þjóðar- ( innar 1 heild. Sjálfstæðisflokkur-1 inn er og verður hið sameinandi afl hins íslenzka þjóðfélags. Samstarf allra stétta þjóð-l félagsins innan hans er stöðug trygging þess, að flokkurinn hagar starfi sínu og baráttu í samræmi við þjóðarhag. Hann stefnir að því að skapa1 hér og viðhalda réttlátu og rúmgóðn þjóðfélagi, þar sem allar stéttir geti lifað ham- ingjnsömu og þroskavænlegu lífi í sátt og samlyndi. Að þessu takmarki er gott að berjast. Þar sem flokkum SIÐAN þrýstiloftshreyfillinn kom til sögunnar, hafa vísindamenn hafið smíði á alls konar undar- legum flugtækjum, sem þeir hafa ætlað að knýja þrýstilofti — en komast sennilega aldrei á loft. Fyrir nokkru var skýrt frá því í Bandaríkjunum, að enn ein gerð af þessum tækjum hefði verið smíðuð, og er álit sérfróðra manna, að hér sé engin venjuleg nýjungagirnd á ferðinni. Enn sem koœið er, er flngtæki I.ippisch lítið. Hann stjórnar því af jörðu, entla mundi það vart geta borið mann. VeU anJi iLnÍar: fjöigar í SÍÐUSTU þingkosningum í Frakklandi fjölgaði stjómmála- flokkum þeim, sem eiga sæti á þingi a. m. k. um einn. Hinn nýi Poujadista-flokk- ur fékk um það bil 50 þing- menn kjöma. — Hefur sigur hans vakið hina mestu furðu. Eitt aðal stefnuskráratriði hans er afnám allra skatta. Um tvær milljónir kiósenda studdu þennan nýja flokk, sem í fljótu bragði virðist hafa hagað kosningaloforðum sínum og allri baráttu af fullkomnu ábyrgðar- leysi. Margt bendir til þess að mikið af fyrrverandi Gaullistum hafi kosið hinn nýja flokk. En flokkur þeirra má heita hruninn. Mjög ógæfusamlega horfir nú í frönskum stjórnmá'.um. í hinni nýkosnu fulltrúadeild eiga nú sæti um 200 fulltrúar kommún- ista og „poujadista". Við þá get- ur enginn átt samvinnu. Milli hægri flokkanna og mið- flokkanna eru hins vegar miklar deilur. Kllofningur róttæka flokks ins hefur einnig átt töluverðan þátt í að auka glundröðann. Stjórnarmyndun getur því orðið mjög erfið. Flokkafjoldinri virð- ist nú vera kominn vel á Vog með að koma lýðræði og þing- ræði íýrif kattarnef í móðúrlarídi lýðræðisins. i OFT hendir það menntamenn, sem í áratugi hafa húkt yfir lærdómsskræðum, að þeir týna sambandi við lífið og allt þess óstýrilæti, margbreytileika og vaxtarkraft. Ég er hræddur um að þetta hafi hent ungan menntamann, Eirík Hrein Finnbogason, sem í vetur hefur annazt útvarpsþátt- inn „Daglegt mál“. Þáttur þessi er afbragðs uppá- tæki. Við blaðamennirnir hjá ö)l- um dagblöðunum, fáum þar vel úti látnar ákúrur íyrir mistök okkar í ritstörfum, aðrir geta þá einnig af því lært. Erum við að sjálfsögðu menn til að taka rétt- mætum ávítum og forðast s imu mistökin aæst, eftir því sem unnt er. — Meðan Árni Böðvarsson hafði þáttmn voru umvöndunarorðin að jafnaði réttmæt, enda var mikið tillit tekið til ráðiegginga hans. Síðan Eiríkur tók við af honum hefur hins vegar skotið þar upp ýmiskonar bókaormsfirrum, sam- fara sérvizkulegu ofstæki svo áheyrendum verður að orði „slussslags er þetta“ og missa mjög traust á ábendingum þátt- arins í heild. Hér er ekki unnt að sinni að telja upp það alltof marga, sem Eiríkur hefur fordæmt meira með ofstæki en að vel hugsuðu máli, heldur verður vikið að einu. í síðasta þætti ítrekaði hann með gífuryrðum, það sem hann hafði áður staðhæft, að orðin „ís- fiskveiðar" og „saltfiskveiðar“ væru engin íslenzka og í raun- inni engin orð, af því að ekki væri hægt að „veiða ísfisk eða saltfisk. Þess vegna vSeri þetta órökrænt og ekkert mál. Það ætti að segja, „veiða í ís“, „veiða í salt“. ■ — .......................... En hvernij r þá með orð eius og: stangaveióár — er það að veiða stangir? Togveiðar er það að veiða tog? Landhelgis- veiðar *— er-þnð að véiða og hala inn héila landhelgi? Grænlands- veiftar — í i það að.ná Ursénlandi undan yíIrraðum Döna? Nei, góði minn. Hér hefur það eitt gerzt, að við nánari rannsókn hefur ein af formúlum fræðings ekki staðizt. Og ég er hræddur um, að fleiri formúlurnar kynnu að verða haldlitlar, ef það ætti að fara að hneppa hina lifandi tungu fólks- ins í þær. ★ ★ Stærðfræðingarnir geta sett upp fastar formúlur eins og að 2+2=4. En hið lifandi mál hlítir óhagganlegum rökreglum ekki nema að litlu leyti. í þessu felast einmitt litbrigði þess. Tungan er eins og óstýrlátur störmur, sem fer í sveipum um laufgaðan skóg og blæs úr ýmsum áttum. Þess vegna getur það skemmti- lega skeð, að með einu samsettu orði fáum við lýst, hvaða fisk við veiðum (þorskveiði), með öðru, hvaða áhald við notum (stanga- veiði), með því þriðja hvaða hreyfingu þarf til veiðanna (tog- veiði), með því fjórða hvar Englendingar veiða (landhelgis- veiðar) og með því fimmta get- um við lýst því, hvað við gerum við fiskinn, sem er veiddur (salt- fiskveiðar). Þetta hygg ég, að flestir skilji við nánari íhugun. Orðin „ísfiskveiðar“ og „salt- fiskveiðar“ hafa orðið til fyrir ákveðna þörf þeiria, sem þessa atvinnu stunda. Þessi nafnorð segja strax mikið um, hvernig veiðiferðinni er hagað, hvað hún tekur langan tíma, hvað margir hásetar eru, hve mikil hagnaðar- von fiskimannanna er o. s. frv. Það tjáir svo alls ekki fyrir bók- menntaðan fræðimann að koma og taka þessi handhægu nafnorð af fiskimönnunum og gefa þeim ekkert annað í staðinn en setn- ingu eins og „það að veiða í salt“. ★ ★ Eftir að hafa sýnt fram á nokk- ur mistök fyrirlesarans ætla ég alls ekki að fylgja hrokagikks- legu dæmi hans og segja að svona ofstækisfullur heimskingi ætti ekki að tala í útvarp, heldur fara upp í sveit og moka fjós. ★ ★ Nei, mistök geta orðið öllum á og hér virðast mér þau aðeins tafa af nokkrum öfgum. Úr því getur sérhver maður reynt að bæta með því að æfa sig í víð- sýni, ef svo mætti segja, „að láta hugsunina fara gegnum. ofurlítið fleiri heilafrumur“. Að lokum langar mig svo í góðu, að biðja Eirík um að hjálpa okk.’.t í næsta þætti um handhægt orð, sem vantar. Fyrir nokkruin árum fundum við blaðamenmrrjr gott Orð, „þyrilvængju', fyrir heliköþtér.1 Nú vefstr ókkur tunga um tönri áð þurfa áð segja„þrýsti loftsfarþegaflugvél“,- Getúr ekki góður 'rtiálfræðingúf foúið til eitt stutt og laggott orð yfir þetta?1 ; j, l«L HU|U . SÁ, sem unnið hefur að smíði þessa nýja flugtækis, er Þjóðverji nokkur, dr. Alexander Martin Lippisch að nafni. Hann var einn æðsti yfirmaður flugvélafram- leiðslu Þjóðverja í síðari heims- stvrjöldinni. Harua, er lika einn af frumkvöðlum að smíði flugvéla með hina svokölluðu delta-vængi og binnax víðfrægu Me 116, eld- flaugarinnar þýzku. Frá Þýzka- landi flúði hann skömmu áður en Rússar óðu inn í landið. Nú vinn- ur hann í Bandaríkjunum — og hefur náð mikilli frægð og orðs- tír fyrir störf sín þar vestra. FLUGFARIÐ, sem Lippisch hef- ur smíðað, er algerlega vængja- laUst. Er það knúið öflugum þrýstiloftshreyfli, en loftstraumn um frá hreyflinum er auðvelt að stjórna. Við smíði þriggja slíkra flug- tækja glíma menn aðallega við það vandamál, að halda þeim á réttum kili. En Lippisch hefur ráðið bót á þessu og segir, að sig. hafi lengi dreymt um vængja- lausa flugvél, því að vængir séu aðeins fyrir fugla. Hann bendir' á það, að ef til vill verði langt þangað til slíkur útbúnaður, sem hann hefur nú fundið upp, verði almennt kominn í not, því að t.d. hafi hann verið búinn að finna delta-vænginn upp órið 1930. ★ ★ ÞAÐ hefur því tekið tæp tuitugtt ár að koma þeirri hugmynd i framkvæmd, svo að við meguro ekki búast við skjótum umskipt- um í bráð. En Lippisch gerir sér hinar heztu vonir með flugfarið, og & þessu ári segist hann ætla að smíða annað enn stærra, sem á að vega rúma smálest. Þá mun hann ekki lengur stjórna farinu frá Íörffu. | ; ■ Farouk sá sinn fífil fegri. FAROUK fyrrverandi Egypta- lands konungur ákvað fyrir nokkru að veita fyrrverandi einkaritara sínum bætur þær, sem hún hafði krafizt af honum. Hafði hún stefnt Farouk og heimtað af honum 2.573 dollara. Einkaritarinn hafði brugðið Farouk um að vera í týgjum við „Ungfrú Finnland 1955“. Hann var þá í ítalíu, en þangað ætlaði finnska fegurðardísin að heim- sækja hann. ítölsku yfirvöldin neituðu þeirri finnsku um land- vistarleyfi, vegna kærubréís, sem einkaritarinn hafði sent þeim. Reiddist Farouk þessu svo, að hann sagði einkaritaranum upp. En hann var aldeilis ekki laus við einkaritarann, því að nú heimtaði hún af honum umgetn- ar skaðabætur vegna uppsagn- arinnar. Var Farouk stefnt íyrir dóm — en sveikst um að mæta. En nú ætlar hann sem sé að greiða þeírri ólánssömu bælurn- ar. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.