Morgunblaðið - 10.01.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.1956, Blaðsíða 6
6 Kf ORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. jan. 1958 Frétlir frá Knattspyrna HÓPUR knattspyrnumanna frá Kaupmannahöfn fór um jólin í keppnisferð til Þýzkalands og Spánar. Varð þetta engin sigur- för, því að Danirnir töpuðu báð- um leikjunum — en íþróttasið- unni er ekki kunnugt um marka- töluna. Við heimkomuna sagði Carl Holm (B 1903), að hinar snöggu og nákvæmu sóknarlotur Spán- verjanna hefðu Danir ekki getað stöðvað. f liði Spánverja lék inn- herji áður ‘lítt þekktur untan- lands, og þótt. Dönunum svo mikið til hans kama, að þeir telja hann einn af b«;ztu leikmönnum álfunnar. — Da íirnir nutu „sum- arveðurs" á Spáni, gengu jakka- lausir, en þó famst Spánverjun- um kalt og br jttu frakkakraga sína upp. í Frankfurt voru Danirnir dá- lítið óheppnir — gerðu sjálfs- mark í leikbyrjun — en þeir hrósa leik Þjóðverjanna. Útlit er fyrir að góð samvinna á knattspyrnusviðinu takist nú með Dönum o/ Þjóðverjum. — Fagna Danir þ’d að „gamalt og gott samband“ sé nú aftur að opnast milli þessara þjóða og telja sér feng í því að fá tæki- færi til að kep; a við Þjóðverja!! Hlaup HINN 31. janúar flýgur danski hlauparinn Gu inar Nielsen til Johannesborgar í Afríku Er þetta keppnisferð. 4. febrúar keppir hann í 1500 m hlaupi í Benoni skammt frá Jóh annesborg, en þar verður haldið s' órmót í tilefni af 50 ára afmæii íþróttafélagsins þar. Ekki er vituð um keppinauta Nielsens, en boð voru send all- mörgum erlendum íþróttastjörn- um. — Gunnar Nielsen á einnig að hlaupa í Dúrban, Port Elisabeth, Höfðaborg, Preloria og Betlehem í Oranje. Einnig er hugsanlegt að hann keppi á móti í Rhodesíu á heimleiðinni. Verðlaun DANSKA blaðið BT veitir árlega gullverðlaun þcim íþróttamanni dönskum fyrir bezta íþróttaafrek ársins. Nefndin er ákveður hver hljóta eigi verí launin er skipuð íþróttaleiðtogum, m.a. formönn- um sérsamba idanna (Skyldi ekki kenna einhverrar hreppa- pólitíkur á funoum þeirrar nefnd ar?). Nefndin hefur nú skilað niður- stöðu sinni og ákveðið að tveir menn skuli fá verðlaunin, þeir Gunnar Nielsen fyrir að jafna heimsmetið í 1500 m hlaupi og skyttan Ole Hv d Jensen fyrir að verða Evrópumeistari o. fl. Handknattleikur ÁKVEÐINN er landsleikur i handknattleik milli Dana og Þjóðverja. — Var eftirvænting mikil fyrir þann leik, en hefur nú minnkað, vegna þess að 5 af þýzku landsliðsmönnunum hafa tilkynnt að þeir geti ekki verið með. Ástæðan er sú, að Þjóðverj- ar leika fyrst landsleik við Svía og verða Þjóðverjanir fimm að fara heim þegar eftir þann leik vegna atvinnu sinnar. Meðal þeirra, sem ekki keppa í Danmörku er bezti leikmaður Þjóðverja, „Atom-Otto" Mayr- chzak, markmaðurinn frábæri Pankomin og 3 sóknarleikmenn aðrir. Eru því líkur á dönskum sigri stórum meiri en áður. „HjolEis" aftur í röð bezftu skituftumonna Verður i Ölympíuliði Moregs FRAM til þessa hefur verið illa spáð fyrir árangri norskra skauta- hlaupara í vetur. Það var allalmenn skoðun, að norsku garp- arnir, sem á undanförnum árum hafa skipað sæti beztu skauta- manna heims, væru nú að glata þeirri forystu. En 2. jan. s.l. fór fram úrtökumót meðal norskra skautamanna fyrir Olympíuleikana í Cortina og árangur á þvi móti sýnir, að norskir skautahlauparar eru nú ef til vill sterkari en nokkru sinni fyrr. ★ ÁRANGUR „HJALLIS“ Einna mesta athygli og gleði vakti árangur „skauta- kóngsins“ Hjalniars Ander- sen. Árangur hans er litlu lakari en þegar hann náði beztum árangri 1950—1952 og vann meðal annars 4 gull- verðlaun á Olympíuleikum. Úrtökumótið fór fram á Bislett-leikvanginum og stóð í 2 daga. Ef undan er skilið sprett- hlaupið — 500 m skautahlaup — þá náðist svo góður árangur að jafnt Rússar sem heimsmeistar- inn sænski frá í fyrra, Sigge Eric- son, verða að ná sínum allra beztu timum, eigi þeir að keppa um^verðlaunin á Olympíuleikun- Hjalmar Andersen. um við skautahlaupara sem Knut Johannessen, Roald Aas og ekki sízt „Hjallis" Anderson, sem tryggði sér Ítalíuferð með svo frábærum tíma sem 17:08,2 á 101 km vegalengd. ★ MÁNUDAGURINN 2. JANÚAR í frétt um afrek „Hjallis“ og árangurinn á mótinu skrif- ar íþróttaritstjóri Aftenpost- ens, Per Chr. Andersen, að mánudagsins 2. janúar 1956 muni lengi verða minnzt í í- þróttasögu Noregs. Knut Johannessen setti heimsmet á „láglendisbraut" með 2:15,1 á 1500 m vega- lengd. Og með tíma sínum á 10 km vegalengd, 16:52,8, náði hann næst-bezta tíma, sem skráður hefur verið. Að- eins „Hjallis" á betri tíma — og svo Rússamir og Sigge Erieson á „hálendisbrautum". Það er nú orðið ávalit aðgreint hvort skautabrautin er hálendis- braut eða láglendisbraut. Stafar það í upphafi frá þeim imdra- verðu tímum sem Rússamir náðu á skautabrautinni i rússnesku fjöllunum. Skautasvell fcemur ó Tjöminni ÍÞRÓTTABANDALAG Reykja- víkur skýrði blaðinu svo frá í gær, að strax og veður leyfði yrði unnið að því að skafa og lag- færa skautasvell á Tjörninni. Þetta hefur ekki verið gert fram til þessa — fyrst vegna bannsins við íþróttaiðkun vegna mænuveikinnar og frá áramótum hefur skafrenningur og rosatíð komið í veg fyrir að hægt væri að gera svellið gott. íþróttabandalagið sér um að svelli sé haldið við á Reykjavík- urtjörn, en Reykjavíkurbær legg- ur fram fé til þess að svo megi verða. Kurt Homrin til Juventus FRÖNSK fréttastofa hefur til- kynnt, að sænski landsliðsmaður- inn í knattspyrnu, Kurt Hamrin, frá AIK í Stokkhólmi, hafi und- irritað þriggja ára samning við Junventus, sem atvinnumaður í knattspyrnu. Opinber staðfesting á frétt þessari er ekki fyrir hendi og eðlilegt er- að menn taki frétt þessari með nokkrum efa, þvi að enn er i gildi á ítaliu bann við „innflutningi" knattspyrnu- manna. ‘ En staðreynd er að fyrir nokkrum dögum kom Kurt Hamrin til Rómaborgar. Þar hafði hann enga viðdvöl, en ók áfram til Turin, þar sem félagið Juventus er starfandi. 1982 koniu fyrir 9 réttar ÚRSLIT leikjanna á laugardag: Bolton 0 — Huddersfield 0 x Bristol Rov. 4 — Manch. Utd 0 1 Bury 2 — Burnley 2 x Doncaster 3 — Nottm Forest 0 1 Everton 3 — Bristol City 1 1 Leeds 1 — Cardiff 2 2 Luton — Leicester (frestað) — Manch. City 1 — Blackpool 1 x Notts Co. 0 — Fulham 1 2 Sheff. Wedn. 1 — Newcast.le 3 2 West Ham 5 — Preston 2 1 Wolves 1 — WBA 2 2 Vegna niðurfellingar eins leiks og óvæntra úrslita í nokkrinn leikjum komu ekki fram fleiri en 9 réttir leikir, og það aðfeins á einum seðli, sem hlýtur 1982 kr. Vinningar skiptust þannig: 1. vinningur 496 kr. fyrir 9 rétta (2). 2. vinningur 99 kr. fyrir 8 rétta (20). Vatteraðir greiðshtsloppar Síðir, stuttir — Fjölbreytt úrval Margir litir — Margar stærðir MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 AIR-WICK - AIR-WICK Lykteyðandi og lofthreinsandi imdraefnl. Njótið ferska loftsins innan húoS allt árið. Aðalumboð: i Ólafur Gíslason & Co. H.f., Sími: 81J7*. tíandavinnunámskeið • Byrja næsta handavinnunámskeið 16. þ. m. — Kenni fjölbreyttan útsaum. Einnig að hekla, orkera, gimba, prjóna, kúnststoppa o. fl. — Áteiknuð verkefni fyrir- liggjandi. — Allar nánari uppl. kl. 2—7 e. h. Olína Jónsdóttir, handavinnukennari, Bjarnastíg 7 — Sími 3196. Tvo landmenn vantar við m.s. Fagraklett. — Upplýsingar um borð i bátnum við hafnargarðinn í Hafnarfirði og í síma 7636 eftir kl. 5. Fokheld verzlunar- eða skrifstofuhæð 115 ferm. ásamt 60 ferm. geymsluplássi i kjallara, við Miðbæinn til sölu. — Sérhitaveita. STEINN JÓNSSON, hdl. Kirkjuhvoli — sími 4951. Ný íbúð til leifju íbúð, á annarri hæð í einu af nýju sambýlishúsunum við Eskihlíð, er til leigu, þegar smíði hennar er lokið, en það verður að öllum líkindum um næstu mánaðamót. — íbúðin er fjögur herbergi, eldhús og bað, ásamt innri forstofu, góðum skápum, geymslu, aðgangi að þvotta- húsi o. s. frv. — Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. — Tilboð með upplýsingum um núverandi heimilisfang, at- vinnu og fjölskyldustærð umsækjanda sendist afgr. Mbl. fyrir laugardaginn 14. janúar n k. — Tilboð merkist: „Eskihlíð — 943“. ÚT5ALA Útsala á ýmsum vörum á morgun og næstu daga. Verzl. Matthildar Björnsdóttur, Laugaveg 46.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.