Morgunblaðið - 10.01.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.1956, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. jan. 1956 ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN FramHcddssagoLn 44 /ar svo hræðileg móðgun að okk- ur blöskraði öllum. Ég held að Ove hafi varla vitað hvað hann gerði. Þessa mundi Gynter hefna grimmilega. Ég hélt að hann mundi þegar ráðast á Ove og drepa hann. En svo varð ekki, því að allt í einu rauf skær hlátur Önnu Kristínar þögnina. Undir hann tóku flestir. Gynter henti frá sér sverðinu, hvessti augun á Önnu Kristínu og gekk stein- þpgjandi burt. Hláturinn glumdi á eftir honum, þar sem hann gekk að hesthúsinu, tók hest sinn og reið brott. Mér var ekki hlátur í hug og ég sá að sama máli gegndi um Lárus og ívar. Við vissum að þetta gat orðið dýrt spaug. Gynt- er mundí aldrei fyrirgefa þeim, sem gerði bann að athlægi. Þegar gestirnir þyrptust inn aftur til að hefja dansinn á ný, íók ég mig út úr hópnum og fór upp l herbergi mitt. Ég stað- næmdist við. gluggann og horfði út. Hin fagra Jónsmessunótt var að kveðja og gullinn bjarmi morgunsins boðaði komu nýs d’ags. Iiurðin að baki mér opnaðist hljóðlega. Það var hann sem kom. — Nú hiýturðu að hafa komizt að raun um að eina ráðið til að forða mér frá frekari heimskupörum er að flytjast með xnér norður á heimsenda, sagði hann biðjandi. — Þú ert fyrir- hyggjulaus og óstýriiátur eins og barn, svo að það er ekki von að vel fari, svaraði ég. Hann greip mig í faðm sér. — Þú er ein fær um að gera mig að manni, sagði hann innilega og þrvsti mér að sér. Ég fann, að ég var öll á valdi hans og vilji hans varð minn vilji. Það var komið fram á dag, þegar hann fór frá mér. 28. kafli. Það hvíldi einhver ógnþrungin kyrrð vfir heimilinu daginn cftir. ívaf bað mig að finna sig inn é skrifstofu, er bar sat hann með plasið fyrir framan sig. Honum leið auðsjáanlega ekki vel eftir drykkjuna um nóttina. — Það tkársta, sem hægt er að gera, er að þú giftist honum, þessurn 1 ugsunarlausa heimskingja, og f irir strax með hann norður. — Gynt.er fytirgefur honum aldret. sivði hann strax og ég var sezt við borðið hjá honum. Ég kink- aði koili. — Það veit ég að hann gerir ekki og uppást.unga þín er ] klega ekki svo vitlaus. — Það er bezt að ég fari strax með hon- U)i að Eiði. Það verður að sýna l lóður þínni hann. — Ég held það i'; nú ekki svo nauðsynlegt, t'toði ég beisklega. Hún hefir t' Idrei gert neitt fyrir mig utan þ að að iæða mig i þennan heim. - - Ég fer til Þtándheims á morg- ua, sagði hann húgsandi. Ætii þ xð sé ekki bezt að ég taki brjót- i*in með inér, svo að Gynter rái ekki til han.s. Þið getið svo gift ykkur strax cg við komum 8 'tur hingað. — Því miður hefur hrúðguminn komið i veg fyrir að s /o geti orðið, sagði hann. Gynter væri vis tii að ráðast á hann fyrir altarinu. Nei, ég skai íá prestinn til að gefa ykkur saman í kyrrþev. Svo farið þið samdæg- urs norður með „Sæúlfinum1-. „Sæjifu.inn" var nýlegt skip, s ;m ívar átti. Sæmiiegt sjóskip og hraðskreitt. — Þú þarft sjálf- j gigt hafa eitthyað .nieð , þér, i h ;U hann áfram. Ég s-cal sjá um j a 5 Lárus komi öllu.m farangri um , burð iueoaiK við e.u;n ijarver- ' éndi. Segðu svo þ.num tiivonandi o ginmanr.i að í dag t'ari hann með mér að Eiði og á morgun til Þrándheims. — Er efnahagur þinn orsök þess að þú þarft að flýta þér til Þrándheims? spurði ég. Ég veit að hann er slæmur. — Hvað veiztu? — Allt, sem Anders hafði vitneskju um. — O, ástandið er ekki svo mjög bölvað. — Það er gott ef svo er, sagði ég efabland- in. — Það hefur, held ég, hent ifleiri en mig að tapa töluverðu á braski. Verst er að Anna Kristín hefir fylgzt með þessu. Ert það þú, sem berð henni fréttír? — Þú ættir að þekkja mig þetur en svo ívar, að þú ætlir mér þá skammsýni. Það er Katja. Hann bölvaði kröftuglega. — Reyudu að koma henni burtu, sagði ég. Hún er og verður alls staðar til ills. Var það Griffenfeld, sem ráðlagði þér að selja fiskinn til Ítalíu? — Nei, hann ráðlagði að selja til Spánar, en ítalska verð- ið freistaði mín. Ég þurfti nauð- synlega að fá mikla peninga, og vonaði að skúturnar kæmust klakklaust fram hjá sjóræningj- ; unum, þó þeir séu fjölmennir á Miðjarðarhafinu. — Og svo I timbrið? sagði ég. — Já, bölv- | aðir Englendingarnir sáu sér leik i á borði og keyptu af Eystrsalts- , löndnum, svo ég sit uppi með mitt | timbur óselt. — Og samt sóið þið j hjónin jafn miklu og áður, sagði j ég hörkulega. Þú gætir sannar- I lega sparað meira en þú gerir, | ívar Mogensson. Hann yppti öxlum ráðþrota. — i Eg veit það. En hvað skal gera? j Anna Kristín má ekki álíta að i eignirnar séu að þverra. Reyndu í að koma vitinu fyrir hana. -Hún var alveg tryllt af bræði, þegar hún talaði við mig í morgun. I Ég þurfti ekki að láta segja mér þetta. Ég vissi að Anna Kristín myndi ekki hika við neitt, sem gæti haldið Mæri í ættinni. Þegar ég fór frá ívari, fannst mér að nú mundi áhyggjum af mér létt, pða að minnsta kosti yrðu þær annars eðlis og ekki eins þungbærar. Auðvitað yrði lífið við hlið Ove norður í Þránda nesi ekki neinn dans á rósum, en Mæri yrði svo langt frá mér að það, sem þar gerðist mundi ekki hafa áhrif á dagiegt líf mitt, og það fannst mér nú nauðsyn. Þetta síðasta ár hafði reynt svo á taugar mínar og alla heilbrigði, að mér fannst óbærilegt að horfa fram á að það næsta yrði eins. Ég var alráðin í að giftast Ove Berning. Seinnipart dagsins tilkynnti ívar, að þeir legðu þegar á stað til Þrándheims. Við Anna Kristín og Sesselja urðum að hafa hrað- ann á við að taka til föt handa þeim til ferðarinnar og setja mat, í nestisskrínur. Við vorum önn- j um kafnar í eidhúsinu þegar Anna Kristín sagði gremjulega: — Ég skil ekki hvað þessi óskapa flýtir á að þýða. Ég held það hefði verið nóg að fara á morgun, eins og ætlunin var. Hún var að hella laxasúpu, sem hún og Sesselja höfðu búið til, í stóra krukku og setti hana síðan við hlið skrínunnar á horðið. í — Lárus hefir komizt að því að Gynter undirbýr árás á Ove. Þess vegna fer ívar í skyndi með hann. — Ég hélt að Ove Berning þyrfti ekki til Þrándheims, hélt systir mín áfram. Nei, en ívar vill koma í veg fyrir morð. Sesselja rak upp hljóð. Systir mín hafði komið með oúpukrukk- una og innhaldið gusaðist yfir hendur Sesselju, sem sat við horð ið. — Þér er nær að vera ekki þarna. Þú ert svo stirð að það er ómögulegt að hafa sig nálægt sér. Ég bý til nýja súpu. Sesselja svaraði ekki, en lagðist á hnén og fór að þurrka upp úr gólfinu. Allt í einu gekk Anna Kristín að skrínunni, tók upp úr henni glas með magadropum, sem ívar hafði ætíð með sér, hvert sem hann fór í seinni tíð. — Það er of lítið í þessu, ég skal fylla það, sagði hún og gekk til dyra. — Þetta er alveg nóg, mótmælti ég, hann tekur svo lítið í einu. Hún svaraði mér ekki en fór út með glasið. Tveim tímum seinna voru hest- ar söðlaðir og við Anna Kristín fylgdum ferðamönnunum til skips. Þegar þeir voru farnir í dag byrjar okkar árlega Mikið af allskonar metra- og stykkjavöru selt fyrir ótrúlega lágt verð. — Komið meðan úrvalið cr mest Útsala Útsala Vegna áformaðra breytinga á búðinni höf- um við útsölu næstu tvær vikur. Seldar verða eingöngu ógallaðar vörur með miklum afslætti. Verzlimin er svo ný að engar gamlar vörur eru til. Storesefni Ever glaze-efni Kakiefni Ullarkjólaefni Rayon-gaberd ine Ullarkápuefni Skólavörðustíg 12. \ UTSAIA a Kjólum — Kápum — Höttum Meira úrval en nokkru sinni fyrr KÁPUR frá kr. 295,00 KJÓLAR frá kr. 95,00 HATTAR frá kr. 35,00 Feldur h.f. Laugavegi 116 UTSALA á GLUGGATJALDAEFISIUM Mjög fjölbreytt úrval — Afar lágt verð Feldur h.f. Bankastræti 7 8KOÚTSALA Einstök pör, sýnishorn og lítið gallaðir kven- og unglingaskór, seljast með mjög miklum afslætti. Feldur h.f. Austurstræti 10 Einlit ullarkjólaefni Köflótt ullarkiólaeíni Röndótt ullarkjólaefni Hördúkadregill N ælon-gaberd ine Pilsefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.