Morgunblaðið - 24.01.1956, Side 14
14
MORCVNBLAÐIÐ
Þuiðjudagur 24. jan. 1956
ANNA KRISTÍN
EfTIR LALU KNUTSSN
faac.tr:
FramKaldssagan 56
í lok október voru komin
; hörkufrost Á einhvern hátt tókst
! Jfetri Timmermann að komast
fcínn til mín dag nokkurn. Hann
; ntarði á mig sem þrumu lostinn
1 nokkra hrið. Svo sneri hann sér
;'á iiæli og gekk út án þess að
negja eitt einasta orð. Nokkrum
: klukkutímum seinna kom læknir-
inn. Harrn var gamail, grár fyrir
hærura, og hafði oft komið að
iVIæri í heimsókn til okkar. Hann
virtist jafn skelfdur og Timmer-
mann og sagði við hann. — Hér
er ekki vært fyrir skynlausar
akepnur hvað þá fyrir manneskj-
ur. Við flyjum hana srax upp.
— Hver ber ábyrgðina? spurði
Timmermann. — Ég geri það. Ég
skrifa fógetanum og þér sendið
iiraðboða með það.
Sama dag var ég flut í jóm-
fruherbergið. Þar fárveiktist ég
Og !á marga daga rænulítil Þeg-
ar mér var farið að batna vaknaði
ég við það einn morgun að Lárus
sat við rúmstokkinn.
. , — Hvernig fór fyrir henni?
npurði ég strax. Hann beit á vör-
1 ina: — Mér finnst að þú ættir nú
heldur að hugsa um sjáifa þig en
hana. Hú.n mundi komast klakk-
Xaus úr sjálfu víti. Það er langt
síðan hún var flutt burtu. Það tók
þá sex sólarhrrnga að koma henni
til Bröttueyrar, því að þeir urðu
alltaf að halda kyrru fyrir á dág-
ínn, en ferðast á nóttunni. Eftir
að hún var sett þar á land hefir
okkert spurzt til hennar. Þú þarft
ekki að óttast um hana. Hér er
foréf til þín frá Carstenson. Hann
hefir áreiðanlega bjargað henni.
Það hefði kóstað hann fé og
frelsi ef hann hefði ekki getað
komið henni af landi burt. — Og
hin?
— Magisterinn er í varðhaldi.
Systurdóttir þín var send eitt-
hvað burtu. Brostrop er kominn
iil föðurbróður síns. Sesselja er
í fangelsi í Þrándheimi og Katja
líka., Ég hefi heyrt að hún hafi
;játað á sig útvegun eitursins fyrir
eystur þína, eftir að Sesselja benti
þtim á hana. Ebbe skrifaði mér
viiigjarnlegt bréf, þar sem hann
sagði mér að systur minni væri
borgið og að allt myndi gert sem
hægt væri mér til hjálpar. Bréf-
ínu lauk með þessum orðum: —
Geti ég eitthvað gert fyrir þig,
persónulega, þá láttu mig bara
vita. Mér geta þeir ekki hróflað
við.
En þar skjátlaðist Ebbe Car-
stenson. Kristín í Birkihlíð og
ræðararnir, sem fluttú Önnu
K. istínu burt, voru tekin föst og
yfirheyrð. Þau skýfðu frá því að
Timmermann hefði lagt á ráðin
•um flóttann og ég hefði hitt hann
í skóginum. Einnig sögðu þau að
eystir mín hefði lengi leynzt í
Birkihlíð og að Ebbe Carstensscn
hefði lagt henni til peninga. En
hvað orðið hefði um hana eftir
að hún var flutt til Bröttueyjar,
það vissi ekkert þeirra.
Ebbe var tekinn fastur.
Nú hófust hörmungar á ný. Ég
var flutt í fangelsið í Þrándheimi.
Þar lá ég mikið veik vikum sam-
an. Timmermann yar hnepptur í
varðhald, og nú þyngdust ákær-
urnar gegn mér um helming, peg-
ar vitað var um hlutdeild mína í
flóttanum. En Ebbe Carstensson
hugði á befndir. Eftir að kona
hans og systir höfðu fengið
áhcyrn hjá konungi var Ebbe lát-
inn laus. Rann kenndi fógetanum
um handtoku sína og bar honum
það á brýn að hann hefði stolið
af opinberu fé, er hann heíði und-
j ir hönduro. Fógetin var geymdur
; í f tngelsi Þrándheims á meðan
mér var sleppt úr fangelsinu.
Það var bjartur vormorgun.
Lárus kom og sótti mig. í tvö
ár hafði ég liðið óumræðilegar
kvalir. Gigtin hafði beygt bak
mitt og kreppt útlimina. Hár mitt
var orðið þunnt og litlaust. And-
lit mitt var rist rúnum fangelsis-
vistarinnar, og þær mundu aldrei
mást burtu.
Augu mín þoldu ekki birtuna,
fyrst þegar ég kom út, en Lárus
tók mig í faðm sér og bar mig út
í vagninn, sem beið okkar. Hann
var í mikilli geðshræringu. Þeg-
ar vagninn var farinn af stað
kyssti hann hendur mínar hvað
eftir annað. Ég leit á þær. Þær
voru óhreinar. Og ég var klædd
tötrum. Samt elskaði Lárus mig
og ætlaði að giftast mér. Örlögin,
ætluðu að unna mér þeirrar
hamingju. •
Við nálguðumst torgið. Mikill
mannfjöldi var á ferli og revkjar
þef lagði inn í vagninn. Allt í
einu barst hátt skelfingaróp að
eyrum okkar. Það var kona, sem
æpti — Guð minn góður, hvað
er þetta? hrópaði ég.
Ökumaðurinn kallaði til okkar:
— Það er verið að brenna galdra
norn á torginu. Hún hjálpaði hús
freyjunni á Mæri, þeirri forynju,
til að myrða manninn hennar. j
Ég sat grafkyrr og orðvana. En
Lárus þrýsti mér ástúðlegn að sér i
og sagði: — Hlustaðu nú á mig, 1
elskan mín. Allir íbúar Þrænda-
laga formæla systur þinni. Marg-
ir hafa orðið að láta lifið hennar
vegna. Sesselja hefir hlotið ör-1
kuml eins og þú. Timmermann
var skotinn á flótta. Bátshöfnin,
sem flutti hana frá Mæri, situr
í fangelsi. Kristín í Birkihlíð
sömuleiðis. Og nú er Katja'
brennd dag. Svaraðu mér nú
hreinskilnislega. Finnst þér hún
verðskulda allar þessar fórnir?
Ég lokaði augunum. Ég sá
Önnu Kristínu, mína elskuðu syst
ur, í æsku, þegar hún veitti mér,
barninu, alla þá ást og umhyggju,
sem hún mátti. Ég sá hana á brúð
kaupsdaginn, þegar hún kraup
við rúmið mitt og kvaddi mig. Ég ENDIR,
sá hana dansa í sölum Mæris, að-
dáanlega fagra og heillandi. Ég
minntist ákafrar gleði hennar og
taumlausrar hryggðar, ástúðar
hennar og ævintýraþrár. Ég fann
að ást mín til hennar mundi
aldrei fyrnast.
— Já, sagði ég grátandi. Allt
þetta verðskuldar hún.
32 kafli.
Nú eru liðin mörg ár síðan reyk
inn frá báli Kötju lagði til him-
ins. Ég er orðin gömul kona. Hug
ur minn til systur minnar er ó-
breyttur. fbúar sveitarinnar vita
það, og þess vegna er aldrei um
hana talað í mín eyru. í þeirra
vitund er hún argasta fordæða.
Méira að segja presturinn þolir
varla að heyra mig nefna nafn
hennar. Það er einkennilegt að
hann, sem er drottins þjónn og
góður maður, skuli ekki skilja, að
ekkert skeður án Guðs vilja.
Það er komin nótt. Síðasta kert
ið mitt er að brenna út og Lárus
segir að á morgun ætli hann að
fara til prestsins og biðja um ný
kerti.
Ég svara honum ekki, því að
ég veit að har.n þarf þess ekki
mín vegna. Það er kalt úti og mér
er einnig kalt. Ég á ekki eftir að
sjá sólina koma upp oftar.
Ég hefi verið hamingjusöm á
undanförnum árurn. Ást eigin-
manns míns hefir bætt sérhvert
böl. Aldrei hefi ég heyrt frá syst-
ur minni síðan hún flýði.
Og nú er ég að deyja. Ég horfí
á hann, sem liggur við hlið mér.
Hann er þreyttur og sefur fast.
Hirtirnir ganga ekki lengur á
landareign Mæris. Veiðimennirn-
ir verða að fara langt inn í skóg-
ana til þess að ná þeim.
Mér er orðið erfitt um andar-
drátt og hugsanirnar sljóvgast.
Ég legg frá mér pennann. Ljósið
slokknar. Gleðin og gæfan fvlgi
þér, Lárus. Hafðu þökk fyrir allt.
Og Guð miskunni systur minni
hvar sem hún er.......
Heta SitBa
mál hans \ ar rannsakað. t
Svo rann upp sá dagur, sem
2.
Eftir litla stund bað mamma hennar hana að fara út í
geymsluna og sækja eitt fang af vel þurrum viði. Móðirin
var að baka smákökur.
Beta flýtti sér út, en fast við geymsluna var Eiríkur og
Inga að búa til snjókerlingu. Beta varð að hjálpa þeim, og
um leið gleymdi hún loforði mömmu sinnar.
Þegar Beta kom ekki með spýturnar, sem hún átti að
sækja, þá varð mamma að sækja þær sjálf.
Um kvöldið var móðirin alveg dauðþreytt og hafði þar
að auki vondan höfuðverk. Hún varð að viðurkenna fyrir
manni sínum. að hún hefði víst ofbeðið sér með vinnu þenn-
an dag. Hún hefði haft það mikið að gera.
Beta litla hrökk við, þegar hún heyrði þessi orð móður
sinnar. Samvizkan sagði henni. að hún ætti mikla sök á
því að mamma hennar var með höfuðverk.
„Hugsa sér, ef mamma yrði nú veik. Hversu hræðilegt
væri það ekki! Hverngi færi það?“ hugsaði Beta litla.
Það tók Betu litlu langan tíma að sofna þetta sama kvöld.
Loksins sofnaði hún þó, og þá dreymdi hana undarlegan
draum. I
Hana dreymdi, að mamma hennar væri veik, afar mikið j
veik. Faðir hennar var hryggur, og hann sagði ekkert, eag
horfði aðeins á Betu sorgmæddum augum. Beta slcildi, að j
faðir hennar áleit það óhlýðni hennar að kenna. að mamma j
var veik. Vesalings mamma. Hve föl hún var. Hugsa sér ef j
hún dæi nú! j
Nú heyrði Beta að Skrauta baulaði í fjósinu. Hún hafði'
ekki verið mjólkuð, af því að mamma var veik.
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5
Utsak Útsala
Hin árlega útsala hefst hjá okkur í dag
Héi kemur verð á nokkrum vörutegundum:
Amerískir kvenkjólar, verð frá kr. 65,00
Amerískir morgunsloppar, verð frá kr. 75,00
Amerískar kvenblússur, verð frá kr. 45,SO
Enskar golftreyjur verð frá kr. 89,75
Enskar kvenpeysur verð frá kr. 40,00
Gaberdine-pils verð frá kr. 65,00
Uilarpils, verð frá kr. 50,00
Barnagallar, úti, verð frá kr. 95,00
Perlon-sokkar, verð frá kr. 25,00
Plastsvuntur, verð frá kr. 10,00
Þvottapokar, verð frá kr. 3,50
Gaberdiné og fóðurefni í bútum, verð frá
kr. 8,00 meter.
og allar aðrar vörur á stórlækkuðu verði.
Notið nú tœkifœrið
og gerið góð kaup
RAiUIINM
TEMPLARASUND!
Kvenkdpur
Peysoíatairakkor
seldir með miklum afslætti í dag og
næstu daga
Kápuverzlunin
Laugavegi 12 (uppi)
Afgreiðslu- og skrifstofustarí
Ung stúlka með gagnfræðapröf eða hliðstæð i
menntun óskast til afgreiðslu- og skrifstofustarfa a
opinbera stofnun. — Laun samkv. 14. fl. launa -
laga. — Eiginhandarumsókn, er tilgreini menntun
og fyrri störf, sendist afgr. blaðsins fyrir 28. þ. m.
merkt: „Afgreiðslustarf — 269“