Morgunblaðið - 02.02.1956, Page 12

Morgunblaðið - 02.02.1956, Page 12
12 MORGUNBLAÐl# Vegir að komasi í eð?!!®gl hcrf AKUREYRI, 1. febr.: — Snjó hefir tekið mjög upp hér í hlák- unní, sem verið hefir undanfarna daga. Þó er enn ekki fært til Dalvíkur nema kraftmiklum bíl- um. Búið er að hreinsa veginn til Grenivíkur, og inn Eyjafjörð beggja vegna er fært öllum bíl- um. Þá er færið sæmilegt um Öxnadal; að vísu sterkum bílum. Mjólkurflutningar eru komnir í eðlilegt horf hér. Líklegt er nú, að fært sé yfir Öxnadalsheiði, a. m. k. öllum tveggja drifa bíl- um. - Sfokkhóbmbréf Frh. at bls. 9. ur, sem nefndin hefur safnað um mótstöðukraft hinna ýmsu ald- ursflokka gegn áfengi. Af 1000 manns, sem teknir voru fyrir ölvun í nóvember, var meðal- aldur 42 ár. Það er nokkuð hærri tala en áður, en meðalaldur síð- ustu ára, var 39 ár og fjórir mán- uðir. Sýnir þessi tala glöggt, að mótstöðukraftur eldri kynslóðar- innar virðist minni en hinnar yngri. Átakanlegt dæmi um þetta er blaðafrásögn, sem birtist fyrir skömmu. Þar segir frá því, að á elliheimili nokkru hér í borg sagði meiri hluti starfsfólksins upp starfi sínu, vegna drykkju- skapar vistmanna. Fyrirkomulag var þannig, að á karladeild heim- ilisins var ekki sérstakur vakt- maður, heldur skiptust gömlu mennirnir á um að taka þetta að sér. En eftir að vínið var gefið frjálst, fóru karlarnir að drekka ósleitilega. Sá, sem var á vakt það og það kvöldið, réði ekki við neitt, ef hann var þá ekki með- sekur. Gerðust öldungarnir há- vaðasamir og miklir fyrir sér, vöktu forstöðukonuna um miðj- ar nætur og öðru vistfólki varð ekki svefnsamt. Vegna stöðugrar ölvunar, þurftu þeir einnig meiri umhirðu en endranær, og þvi sá starfsfólkið þann kost vænstan að segja upp, eins og fyrr getur. SAGT UPP, SÉ MÆTT Á VINNUSTAÐ UNDIR ÁHRIPUM ÁFENGIS Ennfremur lætur Hellgren þess getið, að hjálparbeiðnir til nefnd- arinnar hafi aukizt um 80% eftir 1. október. Hin frjálsa vínsala veldur því, að nú er erfiðara en áður að koma drykkjumönnum á réttan kjöl, en þó tekst nefnd- inni það í flestum tilfellum. Um 100 drykkjumenn hafa fimm- faldað afbrotaafköst sín, en að öðru leyti gerum við ráð fyrir, að ástandið batni, þegar nýja- brumið er farið af, segir Hell- gren að lokum. Atvinnurekendur hafa nýlega birt skýrslur um ástandið á vinnu stöðum eftir að hin nýju lög öðl- uðust gildi. Er það yfirleitt gott, en sums staðar hefur orðið að grípa til þess ráðs að segja mönn- um upp vinnu svo sem vikutíma, ef þeir hafa mætt slælega. Þá hefur líka fljótt breytzt til batn- aðar, því hér er kaup ekki hærra en svo, að mönnum kemur betur að vinna flesta daga. Annars gildtr það hér í öllum stöðum, háum sem lágum, að vanræki menn störf vegna drykkjuskapar eða mæti á vinnustað undir áhrif- jutn „áfengis, er þeim sagt upp fyrirvaralaust. Vafalaust á það sirrri ríka þátt í því, að ástandið eb ekki verra en raun ber vitni. SÍokkhólmi, 28. jan. 1956. ,Jón Hnefill Aðalsteinsson. - ðr daglðiis lífbw Frarnh. af bls. 8 fram Öðru sinni, kvað hann ætíð hafa ^varað því til — að það ivær.i enn ekki ákveðið. í Banda- I j'íkjuraim — og reyndar víðar — ' i?r beðið eftir því með mikilli eftirvæntingu — hver ákvörðun dr. Whítés verður. Menn varpa þeirri spurningu fram: Verður það Eisenhower? En doktorinn dregur þá á svarinu. Fimmtudagur 2. febrúar ’56 ! Lögregniélag Beykjavíkiu | iitiiinisl 20 óra aímælis síns HINN 24. jan. s.l. var árshátíð Lögreglufélags Reykjavíkur haldin að Hótel Borg og jafn- framt 20 ára afmæli félagsins, en það var stofnað hinn 16. desem- ber 1935. Tiigangur félagsins er að efle samvinnu meðal lögreglumanna í Reykjavík og beita sér fyrir öllum velferðarmálum þeirra, sérstaklega launakjörum, trygg- ingum, menntun, vinnutilhögun og vinnuvernd. Form. félagsins, Erlingur Páls- ' son, yfirlögregluþjónn, bauð gesti velkomna og setti samkvæmið og tilnefndi veizlustjóra Ingólf Þorsteipsson, yfirvarðstjóra. j Því næst tók form. til máls og ræddi um helztu atriði í 20 ára starfsemi félagsins. Þá héldu ræður Bjarni Bene- diktsson, dómsmálaráðherra, og mælti fyrir minni íslands, Sigur- jón Sigurðsson, lögreglustjórí, fyrir minni lögreglunnar, Gunnar Thoroddsen fyrir minni Reykja- víkur. Færði hann Lögreglufélagi Reykjavíkur að gjöf kr. 10.000,00 frá bæjarráði Reykjavíkur í Slysa- og styrktarsjóð lögreglu- félagsins. Form., Erlingur Páls- son, þakkaði þessa höfðinglegu gjöf. Þá flutti Eysteinn Jónsson, fjár málaráðherra, ræðu um viðhorf sitt til lögreglunnar. Form. B.S.R.B., prófessor Ólaf- ur Björnsson, færði Lögreglufé- laginu hamingjuóskir í tilefni af- mælisins og þakkaði því fyrir gott samstarf á liðnum árum. Lárus Salómonsson, lögreglu- þjónn, fJutti frumort kvæði. Þá voru þeir heiðraðir fyrir ánægjulegt samstarf við Lög- reglufélagið og Vinsamlegan skiln ing á hinu erfiða og ábyrgðar- mikla starfi lögreglunnar: Bjarni Benediktsson, Eysteinn Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Sigurjón Sigurðsson og Valdimar Stefáns- son. Voru þeim færðir að gjöf haglega gerðir ermahnappar með lögreglustjörnunni. Þá voru einnig heiðraðir með sams konar gjöfum Jakob Björns son, fyrsti form. félagsins, og Þórður Geirsson, fyrrv. lögreglu- þjónn, hinn einasti núlifandi lög- reglumanna, þeirra, sem gengu í lögreglu Reykjavíkur um og eftir síðustu aldamót. Því næst voru borð upp tekin og dansað fram eftir nóttu. Lögreglukórinn söng í sam- kvæminu og einnig skemmti HjáJmar Gíslason með gamanvís- um o. fl. Lögreglufélag Reykjavíkur hef ir beitt sér fyrir margs konar menningarstarfsemi innan lög- reglunnar, svo sem stofnun karla kórs og söngkennslu, íþróttaæf- ingum, svo sem sundi, leikfimi, björgunaræfingum og frjálsum íþróttum. Félagsmenn hafa byggt handa sér með frjálsum samtökum 45 íbúðir og í byggingarsamvinnu- félagi 50 íbúðir, allt mjög vandað og gott húsnæði. Þá hefir Lögreglufélagið kom- ið sér upp tveimur sjóðum. Lög- reglusjóði, sem riú er orðinn rúm lega kr. 105.000,00, og er varið til ýmís konar mennta og menning- arstarfsemi innan lögreglunnar, og Slysa- og styrktarsjóði, sem nú er nálægt kr. 11.500,00, eftir afmælisgjöfina frá bæjarráði. Þá hefir lögreglan komið sér upp bókasafni með 1250 eintök- um af úrvalsbókum, vel inn- bundnum. Þá hefir Lögreglufélagið tekið sér 5 hektara land í Heiðmörk til skógræktar og gróðursett þar nú þegar um 9000 trjáplöntur sem flestar dafna vel. Lögreglufélag Reykjavíkur hefir verið viðurkenndur sjálf- stæður samningsaðili af ríki og bæ um launamál sín og önnur hagsmunamál, sem snerta sér- stöðu lögreglunnar. Hefir félagið staðið þar í fylkingarbrjósti fyrir allri lögreglu landsins . K.F.U.M. cg K. í Hafnarfirði 45 ára HAFNARFIRÐI: — Kristilegt félag ungra manna og kvenna hér í bæ, K.F.U.M. og K., eiga 45 ára afmæli um þessar mundir, og verður þess hátíðlega minnzt í húsi félaganna næstkomandi laugardagskvöld. Fást aðgöngu- miðar hjá Jóel Ingvarssyni, Srandgötu 21. — Á sunnudags- kvöldið verður svo almenn sam- koma kl. 8,30, og talar séra Bjarni Jónsson vígslubiskup. Eru allir velkomnir. K.F.U.M. og K. hér í Hafnar- firði var stofnað 2. og 8. febr. af séra Þorsteini Briem sem þá var aðstoðarprestur séra Jens í Görð um, og konu hans frú Valgerði. — G. E. — Iþréttir Frh af hls 7 íslendingum gekk ekki sem bezt. Þeir duttu allir nema Stefán Kristjánsson. Hann hafði þó versta rásnúmerið eða nr. 100 og var brautin þá orðin mjög slæm. Valde- mar varð að hætta neðst í brautinni (ekki talað um hvers vegna) — 95 menn tóku þátt í keppninni, sem fram fór í góðu veðri — sólskini og nókkurra gráðu frosti. 8 keppendanna voru dæmdir úr leik og meðal þeirra var Steinþór Júlíusson. Fremstur fslendinganna var Eysteinn Þórðarson eða nr. 56. og tími hans var 3:49.4. Einar Valur Kristjánsson var í 60. sæti á 3:53,4 og Stefán Krlstjánsson í 62. sæti á tím- anutn 3:59,1. (Tími sigurvegarans Sailers varð 3:00,1. Tími 10. manns var 3:12,3. Bezti Norðurlandabúinn var Sollander Svíþjóð nr. 16 á 3:17,1. 29. maður varð Svíinn Olle Dalmann á 3:24,9. Tveir Norðmenn komust að marki, urðu nr. 22 og nr. 50. Tveir voru dæmdir úr leík). Framhald af bls 2 Opelbíl, sem stóð á Bragagöt- unni, — og að kvöldi þess 30. jan. varð Chevrolet sendiferðabíJl, sem stóð á bílastæðinu við Sjó- mannaskólann fyrir barðinu á einum þessara ökuníðinga Æskilegt væri og reyndar von- andi, að menn þeir, sem hér eiga hlut að máli, og valdið hafa eig- endum þessara bíla tjóni, sæju sig um hönd og gæfu sig fram við rannsóknarlögregluna. En hún vill jafnframt heita á bílstjóra, því enginn veit nær röðin kemur að honum, að hjálpa lögreglunni til þess að hafa hendur í hári þessara manna. — Sama máli gegnir um aðra borgara, að lög- reglan væntir þess að þeir komi einnig til liðs við sig. A dansleiknum leikur Dixieland-hljómsveitin „ALLIR EDRÚ”, ásamt söngvaranum Magnúsi Magnússyni. Aðgöngumiðar á kr. 20 00 seldir frá kl. 8 Aðeins verður selt inn í neðri salinn og því vissara að tryggja sér miða tímanlega. H.Á.Í. ........................................... Múrarafélag Reykjavíkur: | l ■ 4 ARSHATIÐ Múrarafélags Reykjavíkur verður í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 3. febrúar klukkan 9 e. h. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu félagsins í dag, fimmtu dag og á morgun kl. 5—7. ATH. Skemmtiatriðin byrja kl. 10. Skemmtinefndia. ■ ■r Foreldrar í næstu viku mun morgundeild taka til starfa í leikskól- anum í Brákarborg. Uppl. á skrifstofu Sumargjafar. Sími 6479 og í Brákarborg, sími 7748. Forstöðukonan, «■■< Frá GolfskálamLm 3 Tökum árshátíðar, veizlur, fundi. Sendum út í bæ : heitan og kaldan veizlumat, smurt brauð og snittur. | Uppl. í síma 1066 og 4981. Ingibjörg Karlsdóttir. Steíngrímur Karlsson. ;| ------ M A R K tJ S Eftir Ed Dodd WAIT A MINUTE, SHERIFR..V' OKAV, MARK. BUT f|* I I V/ANT TO SAY SOMETHINS JAINT GONNA DO YOU BEFOP.S VOU DO ANYTHING// ANY GOOD...THAT OOS’S v A. ^ A S.A A MURDERER AND HE’S N-v GOT rry GO/ ._______ 1) — Markús. Nú ætla ég enn einu sinni í fullri vlnsemd að biðja þig um að víkja til hliðar:' Ég er vinur þinn og vll engar deiiur við þig, en ég skal og verð að drepa hundinn. • 2) — Bíddu augnablik hrepp- stjóri. Mig langar fyrst að segja svolítið við þig. 3) — Jæja, Markús, en það er alveg þýðingarlaust. Hundurinn hefur valdið mannsláti og h;;ð verður að lóga honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.