Morgunblaðið - 06.03.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.1956, Blaðsíða 1
16 síður 43. árgangur 55. tbl. — Þriðjudagur 6. marz 1956 Prentsmiðja Morgunhlaðsin* Tii átaka kom með verkfalls- ] Flokkur Adenauers i vasin á í Bad mönnum og lögreglu í Helsengtors wurtemberg Búazt má við, að lausn laurta- deilunnar dragist á langinn Helsingfors, 5. marz. VERKFALLSMENN í Finnlandi fóru í dag kröfugöngur og stofn- uðu til nokkurra óeirða í mótmaelaskyni við, að olíufélög halda áfram sölu á benzíni, en með þessari sölu hefur verið komið í veg fyrir, að samgöngur stöðvuðust. í Helsingfors urðu nokkur átök milli verkfallsmanna og lögreglunnar. Tókst lögreglunni að lokum að koma kyrrð á, svo að hægt var að halda benzínsölunni áfram. í öðrum stærri borgum Finnlands kom einnig til nokkurra óeirða. BONN, 5. marz. — í þingkosning- unum er fóru fram í Baden- Wiirtemberg í Vestur-Þýzka- landi í gær, hlaut flokkur Aden- auers, Kristilegir demókratar, 56 þingsæti, og er það sex sætum fleira en flokkur Adenauers hafði áður. Kvaðst Adenauer vera mjög ánægður með úrslitin — einkum ef litið væri á þau í ljósi almennra þingkosninga, er fara eiga fram í V-Þýzkalandi næsta ár. Jafnaðarmenn töpuðu tveim þingsætum — og hafa nú 36. Höfðu verkfallsmenn gengið inn á, að 10% af venjulegu ben- zínmagni yrði selt, en verkfalls- vörðunum tókst ekki að tak- marka söluna við þetta magn, og kröfðust verkfallsmenn því þess, að olíufélögin yrðu svipt raf- magni. ★ ★ ★ Lögreglustjórinn í Helsingfors tilkynnti í dag. að allt yrði gert, sem hægt væri til þess að tryggja vinnufrið við benzínstöðvarnar og rafmagnsstöðvarnar. Höfðu verkfallsmenn hótað að koma því til leiðar, að rafmagnið yrði tek- ið af Helsingforssvæðinu öllu á mánudagsmorgun, ef yfirvöldin sviptu ekki olíufélögin þegar raf- magni. Bæjaryfirvöldunum í Helsing- fors tókst þó að koma í veg fyrir, að borgin yrði svipt rafmagninu, og gas og vatn fá bæjarbúar einnig enn. Símaþjónustan er einnig starfrækt. Annars er ástandið í Helsingfors mjög ótryggt. T. d. hafa sjúkrahúsin gripið til þeirrar öryggisráðstöf- unar að taka aðeins við þeim sjúklingum, sem eru mjög hætt komnir, og sjúklingar, sem ekki eru mjög þúngt haldnir, hafa verið fluttir heim af sjúkrahús- unum. Er þetta m. a. gert, þar sem óvíst er, hversu lengi bæj- aryfirvöldunum tekst að koma í veg fyrir, að vinnan við raf- magnsstöðvarnar stöðvist algjör- lega. ★ ★ ★ í nokkrum finnskum borgum hafa bæjaryfirvöldin neyðzt til að verða við þeirri kröfu verk- fallsmanna að svipta oliufélögin rafmagni, til þess að vinna við rafmagnsstöðvarnar stöðvist ekki. Finnska stjórnin skipaði í dag nefnd, sem strax hóf viðræður við afcvinnurekendur og verk- fallsmenn. Almennt er það skoð- tm manna, að verkfall þetta leys- ist ekki skjótt. Er hér um að ræða launadeilu. Hafa verka- menn farið fram á, að laun þeirra verði hækkuð um 12 ihörk á klukkustund í tímavinnu, en vinnuveitendur hafa ekki vilj- að gangast inn á meira en 6.50 marka hækkun. Eden og iVlofíet ræðast við á sunnudaginn — PARÍS, 5. marz — Franski for- sætisráðherrann Guy Mollet mun hitta Sir Anthony Eden að máli n. k. sunnudag. Mollet mun snúa aftur heim að kvöldi sama dags. Telja fréttamenn, að Sir Anthony hafi boðið Mollet til þessara við- ræðna vegna þeirrar gagnrýni á stefnu Vesturveldanna í alþjóða- málurn, er kom fram í ræðu franska utanríkisráðh. Pineau s. 1. föstudag. Frá MiðjarðarhafslÖndunum: SSTUR VIÐ SAMA Á KÝPUR LUNDÚNUM og NTCOSIU, 5. marz — Brezki nýleodumálaráð- herrann Lennox-Boyl, ræddi í dag um Kýpurmálið í brezka þinginu og viðræður sínar við Makarios erkibiskup. — Skýrði hann svo frá, að Makarios erki- biskup hefði neitað að fallast á tillögur Breta. en Makarios erki- biskup sagði á blaðamannafundi á Kýpur í dag, að Bretar hefðu í engu viljað verða við kröfum Kýpurbúa. JERÚSALEM, DAMASKUS og KAÍRÓ — Til nokkurra átaka kom við landamæri ísraels í dag. Skutu sýrlenzkar vélbyssuskytt- ur á ísralska flugvél, og segja ísraelsmenn, að flugvélin hafi verið yfir ísrölsku 1andi. Varð flugvélin að nauðlenda í grennd við Dafna í Efri-Galíleu, og meiddist flugmaðurinn nokkuð. Einnig skiptust ísralskar her- sveitir og egypzkar hersveitir á skotum við Deir el Balah á Gaza- svæðinu. Ekkert mannfall varð. Þrír ísralskir lögregluþjónar féllu i gær, er Sýrlendingar og ísraelsmenn áttust við við Galíleu vatn. Fulltrúi ísraels hjá S. Þ. fór í dag á fund Dag Hammar- skjölds, og er talið víst, að þeir ræði þau átök, er orðið hafa að undanförnu a landamærum ísraels og Sýrlands. Á meðan gengur á ýmsu við landamæri ísraels, ræðast þeir við í Kaíró forseti Sýrlands og Gamel Abdel Nasser um ýmis þau vandamál, er Arabaríkin eiga við að stríða. Saud konungur Saudi-Arabíu kemur til Kaíró til að taka þátt í viðræðunum, er fjalla munu m. a. um fjárhags- lega aðstoð Jórdaníu til handa, ef Bretar draga að sér höndina í þeim efnum. í Vestur-Þýzkalandi óttast menn mjög, að mikil flóð fylgi í kjölfar kuldanna, er herjað hafa þar undanfarið — eins og í öðrum löndum Evrópu. í Bonn er þegar tekið að gera ýmsar öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir örlagaríkar afleiðingaar af miklum vatnavöxt- um. Á myndipni sjást menn fylla poka af sandi. Er sandpokunum síðan komið fyrir, þar sem fljótlegt er að grípa til þeirra. Starf Glwbbs,.] Jórdaníu ómakle^a launiið Edeii hyggst ræða við haadaitiefm Breta om áhrif þessa atbnrðar Lundúnum, 5. marz. IDAG ræddi Sir Anthony Eden í neðri deild brezka þingsins um brottvikningu Glubb „pasha“ úr hershöfðingjaembætti arab- ísku herdeildarinnar í Jórdaníu. Ákveðið hefur verið að ræða mál þetta nánar í brezka þinginu síðar í þessari viku. Lét Eden svo um- mælt, að brezka þingið harmaði mjög brottvikningu Glubb og tveggja annarra brezkra liðsforingja, er störfuðu við arabisku her- deildina. Glubb „pasha“ hefur verið yf- irmaður herdeildarinnar í rúm 30 ár, og sagði Eden, að ævistarf hans í þágu Jórdaníu væri ómak- lega launað af Jórdaníumönnum. Lýsti Eden yfir því, að brezka stjórnin mundi fara fram á, aff | aðrir brezkir yfirforingjar og liðsforingjar, sem eru í þjónustu herdeildarinnar, yrðu Ieystir frá störfum, þar sem engan veginn væri sanngjarnt að ætlast til, affi menn gegndu ábyrgðarstörfum án öryggis. Sagði forsætisráðherrann, að hann hyggðist ræða við aðra for- ráðamenn Vesturveldanna um þau áhrif, er þessi atburður hefði á öll samskipti Jórdaníu og Bret- lands og ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Gaitskell, forustumaðUr stjórn- arandstöðunnar, lét í ljós þá skoðun, að þessi atburður væri alvarlegur hnekltir fyrir stefnu Breta og áhrif í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, og kvað nauðsyn bera til, að mál þetta yrði tekið til alvarlegrar athug- unar sem fyrst. Sir Anthony lýsti því yfir að- spurður, að allt yrði gert sem hægt væri til að vernda brezka flugvelli og brezkt starfslið á flugvöllunum. Því er fleygt, að stjórnin hafi þegar ákveðið affi senda liðsauka til Jórdaníu vegna þessa. í fréttaskeytum frá Amman, höfuðborg Jórdaníu, segir, að sú ákvörðun Husseins konungs að víkja Glubb úr embætti sé mjög vinsæl — og hafi þetta gért kon- unginn að þjóðhetju á einni nóttu, og myndir af honum séu nú hvar- vetna á lofti. í blöðunum kemur það fram, að starf Glubb „pasha“ er nú að engu metið, en þar er rætt um hann fyrst og fremst sem Glubb — í einkennisbúningi arabisku herdeildarinnar — fyrir missi einkennisbúningsins fær hann Bath-orðuna. Dónó bólgin nf vatnnvöxtnm Mikil flóð talin yfirvofandi ★ LUNDUNUM, 5. marz — MikU hætta er talin á því, að Dóná flæði yfir bakka sína fjórum Iöndum. Hækkaði yfir borð árinnar skyndilega í nótt, ímynd erlendra afskipta af inn- er leið, og er yfirborð árinn- anlandsmálum Jórdaníu. Hvergi er þó haft orð á því, að Jórdanía vilji rjúfa vináttusamning sinn við Breta. Blöðin í Jórdaníu minnast ekki einu orði á þá fjárhagslegu að- stoð, sem Bretar hafa veitt Jórd- aníu undanfarin ár — og nemur sú aðstoð um 225 millj. isl. kr. Hefur fé þetta runnið að mestu til arabisku herdeildarinnar, sem er einasti velvopnaði og velæfði herinn i löndum Araba fyrir botni Miðjarðarhafs. Er sagt, affi Egyptaland, Saudi-Arabia og Sýrland hafi lofað Hussein kon- . . , ungi f járhagslegri aðstoð, ef þessi nu að þvi að styrkja stifluna brezka tekjulind þrýtur. við raforkustöðma. Var því( Anthony Eden neitaði í dag f spáð, að Dóná myndi flæð þinginu að svara fyrirspurn um, yfir bakka sína við Vínarborg hvort þessari fjárhagslegu aðstoð í fyrramálið. í Bayern í Suðlur yrði haldið áfram. — Reuter Þýzkalandi hefur vatnið ar orðið ískyggilega hátt. Dóná er önnur lengsta áin Evrópu, svo sem kunnugt e ---- 1800 mílur á lengd. ★ Tékkneskar sprengjuflug vélar vörpuðu í dag sprengj um á íshrannir í ánni á landa mærum Tékkóslóvakíu og Ungverjalands. Hínar gríðar stóru byggingar Ybbs-Persen- berg raforkustöðvarinnar í Austurríki voru í dag taldar vera í talsverðri hættu af yfir vofandi flóðum I Dóná. — Hundruð verkamaima vinna ánni hækkað mjög, og nokk ur hús á árbakkanum í Pleint- ing brotnuðu eins og eldspýtu stokkar, er miklir ísjakar, e flutu á ánni bólginni af vatna vöxtum rákust á húsin. ísin í ánni hefir hrannazt mikið og eru íslirannirnar víða hæð við há hús. ELIZABETH Englandsdrottn- ing hefur ákveðið að gera John Glubb að riddara af Bathorðunni. Er þetta ein elzta orða Bretaveldis, stofnuffi árið 1399, og eru aðeins þeir menn, er sýnt hafa frábært hugrekki, sæmdir þessari orðu. Orða þessi gefur Glubb heimild til að titla sig „Sir“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.