Morgunblaðið - 06.03.1956, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. marz 1956
MORGUNBLAÐIÐ
9
Menningarsjóður gefur út fjöldu
BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins er nú að
undirbúa útgáfustarfsemi sína á
þessu ári og hafa flestar bækurn-
ar þegar verið ákveðnar.
Á s.l. ári var útgáfan með
mesta móti. Auk 5 félagsbóka
voru gefnar út 7 aukafélagsbæk-
ur og landkynningarbækurnar
Myndir frá Reykjavík og Facts
about Iceland.
Fyrirhugaðar félagsbækur á
þessu ári, auk hinna föstu rita
Andvara og Almanaksins, eru
þessar:
Lönd og lýðir: í þessum vin-
sæla flokki er ætlunin að út komi
tvær bækur. Er önnur þeirra bók
um Kína, Japan og nálæg lönd
(Austur Asía) eftir Jóhann
Hannesson, þjóðgarðsvörð Er
hann flestum íslendingum kunn-
ugri þessum löndum og er því
ekki að e faað bók hans verður
hrin fróðlegasta. Hin bókin sem
fyrirhuguð er í þessum flokki er
Mannkynið, eftir Ólaf Hansson,
menntaskólakennara. Verður það
allmikið verk og enn óráðið hvort
það verður gefið út í einu eða
tveimur bindum. Engin bók er til
á íslenzku um þetta efni og ná-
lega ekkei't verið um það ritað
iiema stuttir kaflar í kennslubók-
um. Verður þessi bók því nýstár-
leg og vafalaust hin skemmtileg-
asta.
íslenzk úrvalsljóð: Til útgáfu
I þessu safni haía verið valin
kvæði eftir Jón Þorláksson á
Bægisá, og sér Andrés Björnsson
fulltrúi um útgáfuna. Ljóð Jóns
Þorlákssonar eru í fárra manna
höndum, og mun því úrval af
kvæðum og þýðingum þessa
merka manns verða mörgum
aufúsugestur.
Nóbelsverðlaunahöfundar: Með
þessu ári hefst nýr flokkur skáld-
sagna hjá Bókaútgáfu Menning-
arsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Verður honum sennilega valið
nafnið Nobelsverðlaunahöfundar.
Eins og nafnið bendir til er hér
fum að ræða útgáfu á sögum eftir
rithöfunda, er hlotið hafa bók-
menntaverðlaun Nobels. Hefur
fátt bóka komið út á íslenzku eft-
Ir þá höfunda, er orðið hafa þessa
heiðurs aðnjótandi, en með þess-
um nýja flokki hyggst útgáfan
leitast við að gera verk öndvegis
skálda heimsins að almennings-
eign. Enn er ekki ráðið hver
fyrsta bókin verður, en sennilega
verður valin skáldsaga eftir Norð
urlandahöfund. Þessi nýi bóka-
flokkur tilheyrir félagsbókum út-
gáfunnar.
Hversvegna? Vegna þess! Þá
má geta þess, að á þessu ári verð
ur byrjað að gefe út bókina
„Hvers vegna? Vegna þess!“ en
hana gaf Þjóðvinaiélagið út fyrir
aldamótin síðustu. Varð hún með
fádæmum vinsæl, og opnaði al-
menningi nýja sjónaiheima, eirik-
tim á sviði efnafræði og eðlis-
fræði. Hefur bókin verið upp-
seld og eftirspurð um áratugi.
Til mála kemur rð „Hvers vegna?
Vegna þess!“ verði ein af félags-
hókurn útgáfunriar í ár.
G-uðm. Arnlaugsson, mennta-
skólakennari, hefur tekið að sér
að annast útgáfuna og auka hana
<og endurbæta í ssnuæmi við
framþróun þehra visindagreina,
«r bókin fjallar ura, Væntir Bóka
útgáfa Menr.ingarsúóðs óg Þjóð
vkiafálagsins þoss, að þessi nýja
útgáfa njóti aimennra %'ir.sælda,
sem hin íyrri, og verðr þjóðinni
til fróðleiks og brcrka.
fíeimsbókmenj ítasagan. Á þessu
ári kemur út r/.ða'i hluti hinnar
umdeiidu Heimshó cmenntasögu
Kristmanns Guð.riundssonar.
Fyrra bindi bókarinnar, sem út
kom fyrir síðustu icl, se.idist vel,
þrátt fyrir árásir & varlútS og
hö.fund þess og bíða menft nú síð-
ara bindisins meö eftíivæntingu.
Kristalíar neuiist bók. er út
mun koina á þess.t áxú Tr það
safn j-pakmæia og hnyttiyrða, er
séra Gunnar Á.niason h'-fur valið
og þýtt. Hefur hliðstæð bók ekki
góðru bóku í ór
komið út á íslenzku fyrr, en
slíkar uppsláttarbækur eru al-
gengar á erlendum málum og
mikið notaðar t. d. af ræðumönn-
um, blaðamönnum o. fl. Verður
þetta án efa hin gagnlegasta bók
fyrir marga.
Andvökur Stephans G. 3. bindi
kemur út á árinu. Með því lýkur
að mestu þeim ljóðum, er áður
hafa verið prentuð. í 4. bindi
verður svo að mestu óprentuð
kvæði skáldsins og ævisaga þess.
Eins og kunnugt er annast dr.
Þorkell Jóhannesson háskóla-
rektor útgáfu þessa verks.
Hér hafa nú verið taldar þær
bækur, er væntanlegar eru á
þessu ári frá Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Að sjálfsögðu hefur útgáifan ýmis
legt á prjónunum varðandi fram
tíðina, þótt fi'á fáu sé hægt að
skýra að svo stöddu.
Þess ber þó að geta, að útgáfan
hefur keypt útgáfuréttinn að bók
um Bjarna Sæmunrtssonar, Fisk-
unum, Fuglunum og Spendýrun-
um. Er ráðgert að fyrsta bókin
komi út á næsta ári. Er endur-
útgáfa þessara bóka hið mesta
þarfaþing, því enn þann dag eru
þessar bækur Bjarna eitt hið
merkasta er ritað hefur verið um
| dýrafræði á íslenzku. Að sjálf-
sögðu verða bækurnar gefnar út
með viðaukum, sem samdir verða
af viðurkenndum fræðimönnum
. á þessu sviði.
Á næsta ári kemur út 2. bindi
af hinni merku ævisögu Tryggva
Gunnarssonar eftir dr. Þorkel
Jóhannesson. Fyrsta bindi þessa
verks kom út í fyrra, eins og
kunnugt er og hlaut hina beztu
dóma og seldist nálega upp.
Þá hefur útgáfan í hyggju að
gefa út allstóra Mannkynssögu
og er það verk á undirbúnings-
stigi. Hefur verið leitað til Ólafs
Hanssonar menntaskólakennara
um að hann annist ritstjórn þessa
verks.
Ennfremur er í ráði að gefa
út bók um líf og kjör Vestur ís-
lendinga, frá upphafi íslendinga-
byggða til vorra daga. Hiefur
Guðni Þórðarson blaðamaður
viðað að sér fjölþættum og
skemmtilegum fróðleik um þetta
efni, ásamt góðum myndakosti.
Er hugsanlegt að bók þessi verði
tilbúin til útgáfu á næsta ári,
Þá er í undirbúningi útgáfa 9.
bindis hinnar miklu íslandssögu
Menningarsjóðs. Fjallar það um
landshöfðingjatímabilið. Hefur
Magnús Jónsson prófessor tekið
að sér að rita þetta bindi, og mun
það væntanlega geta komið út
næsta ár.
Eins og sjá má af ofantöldum
bókum, er þar um að ræða vald-
ar bækur til fróðleiks, þroska og
skemmtunar. Væntir útgáfan
þess að félagsmenn og aðrir taki
þeim fegins hendi og að þær
verði til þess að auka enn vin-
sældir hennar meðal þjóðarinnar.
VE8TMANNAEYJAR, 5. marz. —
Sjómenn á bátum héðan, heima-
bátum og aðkomubátum, munu
lengi minnast þessa dags. Að sögn
kunnugra hefur aldrei annar eins
afladagur komið hér hjá línubát-
um, frá því elztu heimildir
herma. Héðan róa sem kunnugt
er milli 70—80 bátar. Af öilum
þessum flota, voru aðeins tveir
bátar með minni afla en 10 tonn!
— En í dag var einnig sett afla-
met á línu, er ísleifur þriðji,
skipstj. Sig. Ögmundsson, kom
með 35 tonn af fiski úr róðrin-
um. — Hér í þessum mikla út-
gerðarbæ er því mikil ánægja
meðal fólks, yfir svo miklum
afladegi. Hér á eftir eru þau skip
talin sem voru með 15 tonn og
þar yfir: Gullfaxi NK 30 tonn,
Björg Eskif. 28, ísleifur II, Er-
lingur II. og Hiidingur með 25
tonn hver, ísleifur 1. og Leó með
24 tonn hvor, Maggí og Gísli
Johnsen 23, Tjaldur og Jötunn 22
tonn hvor, Von, Jón Stefánsson,
Suðurey, Kristbjörg, Týr og
Gammur allir með 20 tonn hver,
Erlingur V. 18 tonn, Freyja 17,5
tonn, Bergur 17, Ver Sidon,
Erlingur III. og Gylfi 16 tonn
hver og með 15 tonna afla voru:
Kári, Kap, Sjöfn, Björg NK, Sjö-
stjarnan og Farsæll.
í róðrinum í dag var beitt loðnu
í fyrsta skiptið á vertíðinni.
— Tr. G.
HAFNARFIRÐI — Afli var mjög
tregur hjá línubátunum í s.l, viku
en er nú eitthvað að glæðast. í
gærkvðldi voru margir þeirra ul
dæmis með upp i 15 skippund. —
Nú hafa bátarnir — 22 — fengið
í kringum 2530 smálestir í 440
róðrum á móti 3676 smál. í 669
róðrum á sama tíma í fyrra,
Róðrafjöldinn var miklu meíri
f fyrra, þar sem róðrar hófust
seinna nú vegna samningaumleit-
ana. — Togarinn Ágúst kom af
veiðum í gærmorgun með um 120
tonn af saltfiski. — G. E.
AKRANESI. 5. marz: — í dag
voru 20 bátar á sjó. Um klukkan
9 í kvöld voru 15 bátar komnir
að landi og voru með 5—7 lestir
almennt en einn þeirra var með
9 '°stir og var það Farsæll.
f dag komu hingað 3 bílar með
Joðnu til beitingar fyrir róður í
kvöld. Var loðnan flutt alla le iíT
fró Þorlákshöfn.
Einn bátanna héðan, sem
Freyja heitir er á loðnuveiðum
við Vestmannaeyjar, fékk
snemma í morgun milli 80—100
tunnur. — Er skipið væntanlegt
hinpað það tímanlega i kvöld, að
hægt verður að beita með nenni
línu bátanna í kvöld.
KEFLAVÍK, 5. marz: — Aflinn
í dag var allsæmilegur. Hæstu
bátar, Sævaldur og Bjarmi, voru
með 10 torrn hvor. Næstur vai
Hilmir með 9 tonn. Nokkrir bátai'
voru með 7 og 8 tonn. Einn bátur
I hefur leitað árangurslaust að
I loðnu.
*
Islnnd teknr þátt í norrænni heim-
ilisiðnaðarsýningn í Finnlandi
NORRÆNA heimilisiðnaðarsam-
bandið heldur næsta þing sitt um
heimilisiðnaðarmál og einnig sýn
ingu á heimilisiðnaði í Lahti í
Finnlandi dagana 30. júní til 2.
júlí í sumar. Ætlazt er til að
hvei-t Norðurlandanna sendi full
trúa sína til þingsins, einn eða
fleiri og einnig að hvert landanna
leggi fram sinn hluta sýningar-
efnis og hafi þannig hvert sína
deild á sýningunni. Ákveðið hef-
ur verið að sýningin skuli að
þessu sinni aðallega vera bundin
við þessa muni.
I. Karlmannaviima: Smíðisgrip
ir úr málmi (jám, messing, silf-
ur) einn.g gripir úr be.ni, horni
og leðri.
II. liveixnaviima: Alls konar
prjónaviuna. Sérstaklega lögð
áherzla á þjóoJegar aðferðir og
mynztur. (Skýringar á.óvenju-
legum aðftrðuTi æskilegar, annað
hvort í lesmáli eða teikning:x).
Æskilegt er að hehruliáiðnaðar
félög og kvenfélög á hveijum
stað hafi forgöngu um að safn;. og
láta gera siíka .muni, þannig að
ísland geti í<akxð þátt í sýningu
þessari á sæmilegan hátt. Mun-
ina má sen<Ia lil Sambands ísl.
heimilisiðnaðarfélaga, frú Rr.gn-
hildar Pétursdóttúr Háteigi, Rvík
eða Stefáns Jónssox ar, /.ui >
oti'æti 9, Rvík, og þurfa að vera
komnir til Reykjavíkur i’vrir lok
maí. Munirnir verða trygg. ir ::'rá
því þeir faxa úr lr.rci þ; r til þeir
koma aftur í hendur eigonda, og
því reskilegt að upp té gef ð það
verð, er þeir skulu tryggðir t'yrir.
Af fyrirlestruxn oi • o • •. niefn
um bingsins má ne. ia: "rir-
lestrar: 1. Samband i ■'iir, iör.-
aðavins við þjóílegr. v>nl.i' -■
ingu. 2. Heimilisiðnað.«;g 1.
•ðnaður.
Aí umræðuefnum trá nefna:
). Kennsla sjúkra ogsfatla’.'ra. 2.
Menntun kemiar» til atv kenna
hcimilisiðx'að.
Þeitn sem éhuga hafa á bess-
tun rnalum, öörum- en fulltrúum
Sambands isl heimilisiðnaðarfé-
luga, er einnig he;milt að koir a til
þingsins og sjá sýninguna. Sér-
staklega skal þeim, sem staddir
kunna að vera í Finnlandi eða í
nánd, bent á þetta.
Þess má geta hér, að nýútkomið
er hefti um síðasta Norræna
heimilSsiðnaðarþingið, hajdið í
Danmörku 1953 ásamt sýningu,
sem ísland tók þátt í. Heftir er
prýtt myndum frá sýningunni ög
frásögnum af henni, þar eru einn-
ig birt erindi þau er flutt voru
á þinginu og annað um heimilis-
iðnaðarmál. Kostar 15 kr. Sent
gegn póstkröfu. Má panta hjá
Stefáni Jónssyni, Auðarstræti 9.
Reykjavík. Fyrirspurnir um
þing og sýningu má einnig senda
þangað.
Samband ísl. heimilisiðnaðarfél.
ösipr flugmaður fiS starfa
fijá afríkönsku fluifélagi
Verður á imianlandsflugleiðmii þar
1JNGUR íslendingur, Snæbjörn Samúelsson, leggur í dag land
undir fót. Er ferðinni heitið allt suður til Jóhannesarborgar, sem
er syðst í Afríku. Þar verður hann flugmaður.
Snæbjörn hefur undanfarið
starfað sem verzlunarmaður hér
í Reykjavík. Hefur hann verið í
bílaverzluninni Smyrli við
Tryggvagötu. Að loknu flugnámi
hér heima árið 1950, fór hann til
Bretlands og lauk þar prófi at-
- •;
Framhald af bls 2
Kjarnorku og kvenhylli. Að lok-
i.m vorður dansað. Þá er einnig
kl. 8 það kvöld málfundur stúd-
entafélagsins í bæjarþingsalnum
cg k! 10 verða görnlu dansarnir
í Templó.
Á laugardaginn er kvikmynda
j sýning í Sauðárkróksbíói kl. 1
e.h. Ungmennafélagið Tindastóll
sýnir háða leikþættina í Bifröst
kl. 3 e.h. og kl. 5 er aftur kvik-
myncfesýning í Sauðárkróksbíói.
KI. 7,30 sýnir Leikfélag Sauðár-
króks Kjarnorku og kvenhy11:, i
Bifröst, kl. 10,15 síðd. hefst sam-
söngur Kirkjukcrs Sauðárkróks
í Blfröst og lcl. 11,30 hcfst þar
dap.sieikur. Þcrinan dag verður
sýndnr gamanleikur í Ten >16 kl.
r op gómlu dai'sarnir hH'jáit þar
| kl 10 um kvöldið.
Su: .nudagurinn 18. marz er
l' ka.-.í , -ir Sæluvikunnar. Þann
j dag . j nir Sauðárkróksbíó kvik-
mynd kl. 3 e.h. og aftur kl. 5 e.h.
■ KI. 8.30. um kvöldið sýnir Ung-
nininuí lagið Tindastóll háoa
| sj< ileikina í Bifröst og kl. 11
hefst lokadansleiku:, scm stend-
ur fram eftir nóttu. — Guðjón.
Snæbjörn Samúelssou
vinnuflugmanna. Hér hefur Snæ-
björn ekki flogið sem atvixinu-
flugmaður..
HLAKKAR TIL
AFRÍKUDAGA
Snæbjörn er óráðinn í þvi hve
lengi hann muni verða í Afríku,
en flugfélagið, sem hann er ráð-
inn til, heitir Africair. Samnir.g-
urinn gerir ráð fyrir þvi að sex
mánuðir verði sem nokkurs kcw»-
ar reynslutími hans. í samtali við
Mbl. í gær, kvaðst SnæbjÖrn
hlak»;a .til þess að hefja starf sitt
þar syðra. — Mér er nú e.vlcert
að vanbúnaði, eftir að hafa feng-
ið inngjafir er gera nir.im ór.æm-
an fyrir ýmiss konar hitabeítis-
sjúkdólium. — Annars c,- loffc-
lagið í Johannesarborg talið mjög
heilnæmt. Þeir flugmenn brezkir,
sem ég hef hitt, sagði Snæbjörn,
og starfað hafa í þágu þessa flug-
félags, hafa borið því og Afríku
góða söguna. Jóhannesarborg er
nýtízkuleg borg og þar eru bæki-
stöðvar flugfélagsins, og þar mun
ég búa. Maður sá er réð mig í
flugmannsstai'fið heitir K. J
Anderson. Hann hefur haft trygg-
ingaviðskipti við Flugfélag ís-
lands og þekkir þar flugmenn og
forréðamenn.
í INNANLANDSFLTJGI
Snæbiörn verður á flugvélum
sem aðallega eru í innanlands-
flugi. Hefur flugfélagið mikla
flutninga á fólki fyrir námafélag
sem rekur auðugar gull- og dem-
antanámur skammt frá Jóhann-
esarborg.
Snæbjörn fer í dag flugleiðis
til Lundúna, hefur þar sennilega
j.’iku viðdvöl, en flýgur síðan suð-
ur á bógir.n. Snæbjörn er sonur
' Samúels Guðmundssonar er var
bóndi að Kirkjubóli vestra í
Múlasveit í Barðastrandarsýslu,
en hann er látinn, Móðir Snæ-
björns er Árndís Árnadóttir-og á
hún heima vestur á Bíldudal.
Hý mJáikiES’sfslð
ítiornafirði
HÖFN í Hornafixði, 4. marz: -—
Á föstudaginn var tók hér til
staría ný mjólkurstöð Kaupfélags
ins hér á Hornafirði. Fyrst í stað
verða það aðeins bændur í Nesja-
jhreppi sem mjólk flytja til stöðv-
arinnar. — Nesjahreppsbændur
sjá þorpsbúum fyrir allri xjý-
mjólk, en hér eru nú 500 íbúar.
Úr því sem afgangs er verður
tfxamleitt skyr og smjör.
I — Gunnar.