Morgunblaðið - 29.03.1956, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. marz 1956
MORGUNBLAÐIÐ
21
„Oddsviii
"í
Valencia í hútíðaskrúða
— Áróður í Jbýzkum kennslubókum
Frh. af bls. 20
pólitísku greinum, fær að taka
burtfararpróf í háskólum DDR.
KENNSL.URÆKUR
— Það gæti verið fróðlegt að
heyra nánar um pólitiskt upp-
eldi í barnaskólum í DDR. Þú
hefir líklega ekki í fórum þín-
um kennslubækur að austan?
— Jú, gerðu svo vel — og um
leið snaraði hann heilum stafla
á borðið hjá mér. Ég hefi þýtt til
gamans nokkra kafla úr þeim
sem sýnishom:
í lesbók hánda bömum á 2.
skólaári, bls. 10 stendur þetta:
„Og loksins rann upp hinn lang-
þráði hamingjudagur: Þann 8.
marz hlaut skólinn okkar nafnið
Wilhelm Pieck-skóli. Við nem-
endur erum hreyknir af þessu
nafni, því að við vitum, að Wil-
helm Pieck er „hetja starfsins.“
Við vitum, að hann vinnur að
því dag hvern, að aldrei verði
stríð framar. Öllum þykir vænt
um forsetann okkar, og við lof-
um honum því að vera dugleg að
lær;..“
í kennslubók í landafræði
handa 10—11 ára bömum stend-
ur þetta á bls. 32: „Árið 1945
frelsaði rússneski herinn Berlín
undan oki fasista. Hið stóx’feng-
samyrkjubúunum. Fulltrúi Marx-
málbræðslunnar sagði: Við höf-
um lokið tveggja ára-áætluninni
á hálfu öðru ári. Náttúrufræð- (
ingurinn sagði: í hverju þorpi
þarf að gera Misschurin-akur.
í sömu bók stendur á bls. 16
— 17:
10. Andlag.
1. Þolfallsandlag.
a) með áhi'ifasögnum: Við
viljum koma í veg fyrir notkun
k j arn oi’kuvopna.
b) með afurbeygðum sögnum:
Við óttumst ekki.
2. Þágufallsandlag.
a) með sögnum: Hver undir-
skrift styður hinn mikla málstað.
b) með lýsingarorðum: Við
erum vinveitt öllum friðelskandi
mönnum.
(Hér er r.uðvitað miðað við
þýzku í kennslubókinni).
Hér eru nokkur dæmi úr
reikningsbókinni, sem sleppur
ekki heldur við póliíískan anda:
16. í Sovétrikjunum gerir
framleiðsluáætlunin fyrir árið
1950 ráð fyrir fi’amleiðslu 158.000
t. ullar á samyrkjubúunum, en
188.000 t. árið 1951. Hve mörg %
er aukningin?
6. Afkastamesta vei’kakonan
(Aktivistin) í klæðaverksmiðju í
Zurichau stjói’naði þremur vél-
mannastéttarinnar. Stj órnin von-
aðist til að geta sundrað þessari
stétt pólitískt á þennan hátt.
Á bls. 254 í sögulok 10. skóla-
árs er Bismarck lýst þanníg:
Otto voix Bismarck, sem var kom-
inn af junkax-afjölskyldu í Brand
enburg, gegndi mikilvægu hlut-
verki í frekari þróun Þýzkalands.
Á yngri árum hafði hann numið
lög í Göttingcn og vei’ið um-
boðsstjórnarembættismaður um
.nokkiut skeið. Síðan dró hann sig
í hlé og settist að á jarðeignum
sínum við Neðri-Saxelfi. Bis-
mái’ck var mikill maður vexti
og óhémjulegur i skapi. Hann var
skarphygginn og stefnufastur, en
lítt vandur að meðulum. Hann
var ráðríkur og harður við
bændur og vinnumenn á jörðum
sínum, Hann var svarinn óvin-;
ur verkamanna óg bænda.
Ég ætla að láta hér staðar ’
numið, þó að af nógu sé að taka
og lengi mætti halda áfram. Þessi
dæmi sýna, hvemig áróðri er
hægt að koma fyrir alls staðar og
allt af; þannig að eitthvað af hon
um hlýtur að síast inn í þá, sem
sífellt er hamrað á. Bezta dæmi,
sem ég hefi heyrt nýlega um
áhrif hinna þrotlausu endurtekn- j
inga á áróðrinum um vináttuna
við Sovétríkin, sem klingir sí og
æ í DDR, er um litla. skólastúlku,
sem ætlaði að segja frá listaverk- i
um úr málverkasafninu í Dresd-
en, sem fyrir skemmstu var skil-
að (að mestu) frá Rússlandi. —
Litla stúlkan skrifaði í sakleysi
sínu: „Og nú hafa vinir okkar
í Sovétríkjunum enn einu sinni
sýnt okkur vináttu sína með því
að skila okkur aftur málverkun-
um, sem Rússarnir stálu 1945.“
Hinn væntanlegi
Hér gefur að líta einn af hinum stórkostlegu og sérkennilcgu bál-
köstum, sem sjá má á torgum og götum borgarinnar Valeneiu a
Spáni um þetta leyti árs í tilefni af komu vorsins. Halda borgar-
búar ekki ósvipað upp á komu vorsins eins og við íslendingai>^
höldum upp á síðasta dag ársins eða þrettándann — með brenmim
og gleðskap. Því að þegar liða fer á þann dag, sem hátíðahöldin
fara fram, er kveikt á fjölda bálkasta, sem margir hverjir eru af5
stærð á við þriggja hæða hús. — Greinin hér að neðan er skrifuð
af spönskum manni. sem, lýsir hinum glæsiiegu vorhátiðahöldum
5 Valenciu.
tlr austur-þýzkri kennslubók. Lenin dansar við börnin kringum
jólatré
lega minhismerki í Treptowgarð-
inum var reist til minningar um
hermenn Sovétríkjanna, sem létu
Jífið til þess að frelsa föðurland
okkar. Þetta er fegursta minnis-
merki, sem til er í Þýzkalandi.
.... Eftir seinni heimsstyrjöld-
ina stjórnuðu stóx-veldin fjögur
Berlín fyrst saiheiginlega. Árið
1948 klufu hernámslið Vestur-
veldanna borgina og hinir am-
erísku stríðsæsingamenn fluttu
mikið herixð tii Vestur-Berlínar.
Skriðdrekar þeirra valda stór-
tjóni við heræfingar í Griine-
wald. Frá Vestur-Berlín senda
stríðsæsingamcnnirnir glæpa-
mannaflokka inn í lýðveldið okk-
ar. Með sprengjutilræðum og
með því að koma alls konar orða-
sveirni á loft er þeim ætlað að
trufla hina friðsamlegu endur-
reisn okkar. En alþýðulögreglan
er á verði og hið vinnandi fólk
er árvakt og kemur í veg fyrir
fframkvæmd þessara áætlana.“
Ofannefnd kennslubók er í
tveim heftum. Fyrra heftið er
um „Volksdemokratien", þ. e.
Sýð-Jýðveldin í Evrópu, en hitt
um „kapitalistisku löndin.“ Þar
®r sagt um Sviss: — í báðum
heimsstyrjöldunum framleiddu
Svissiendingar kynstur af vopn-
um handa öllum löndum. Einn-
iig nú vinnur iðr.aður landsins
fyrir hervæðingu auðmagnsrikj-
anna.
ÁRÓÐUR ALLSSTAÐAR
Jafnvel málfræðikennslan og
Btafsetningarreglurnar eru gegn-
sýrðar af pólitík, eins og sjá má
af eftirfarandi dæmum í þýzku-
kennslubók 8. skólaárs, bls, 14
—15:
1. a) Breyt beinu ræðunni í
eftirfarandi t.exta í óbeina ræðu
með tengiorðum! b) Breyt í ó-
toeina ræðu án tengiorða! (Aths.:
Hér er auðvit.að miðað við
þýzku): Vei-kakona í Mecklen-
burg lagði eftii-farandi til: Það
-yerður að bæta vinnubrögðin á
knúðum rafstólum og afkastaði
með þeim 148.000 ívafsþráðum.
Þar með fór hún 111% fram úr
því, sem henni var ætlað að af-
kasta.
a) Hve mikið var henni ætl-
að?
b) Hve mörg % af áætluninni
voru öll afköstin?
SAGAN LTMRITUÐ
Verstar eru kennslubækurnar
í sögu, eins og geta rná nærri,
enda var árum saman notazt við
bækur þýddar úr rússnesku. —
Uppistaðan í þeim er saga stétta-
baráttunnar og saga kommúnista
flokksins. Það, sem einkennir
mjög þessar bækur, er sífelld
endurtekning nokkurra stefja,
jafnvel allt að fimm sinnum á
sömu blaðsíðu. Þannig er t. d.
I tíma og ótíma klifað á þræla-
höldurum og þi’ælum og þjóð-
unum skipt í þessar tvær stétt-
ir. Og auðvitað er svo Sovétrikj-
xmum skipað hærra en öllu öðru
og flest miðað við þau. í 11.
bindi, sögu tímabilsins frá 1640
—1870, bls. 164 stendur t. d.:
í Sovéti’íkjunum, þar sem völd-
in eru í höndum hinna vinnandi
stétta og framleiðslunni stjói-nað
samkvæmt áætlunum þeim í hag
þannig, að velmegun hinna vinn-
andi stétta fer sívaxandi, getur
hvorki komið til kreppu né at-
vinnuleysis. Þróun kapítalismans
leiddi til landvinningastyrjalda.
Hið sósíalistiska sovétveldi hefir
fylgt og mxm fylgja stefnu frið-
arins. Með því að styðja varnir
hins sósíalistiska ríkis okkar
styðjum við friðsamlega endur-
reisn og málstað friðarins.
í sögukennslubók handa nem-
endur í 11. skólaári (17—18 ára)
stendur á bls. 26: Samtímis of-
beldislegum kúgunarráðstöfun-
um gegn sósíaldemókrötum beitti
Bismarck sér fyrir lýðskrums-
legum alþýðutryggingarlögum til
þess að mynda mótvægi gegn
byltingarkenndum kröfum verka
Grindsvík
BR AUTRYÐ J ANDI slysavarna
hér á landi, formaður og prestur
á Stað í Grindavík, á tímabilinu
1878—1896, Oddur V. Gíslason
var fæddur þann 8. apríl 1836 í
Rej’kjavík. Það eru því liðin 120
ár frá fæðingu hans þ. 8. apríl n.k.
Væri nú ekki réttur tími til að
minnast stai’fsemi hans með gjöf-
um til söfnunar þeirrar, er nú
stendur yfir til Oddsvita í Grinda
vík.
„Hraunprýði“ slysavarnadeild
‘ kvenna í Hafnarfirði hefur sýnt
þar mikla rausn og góðan skiln-
i ing á málefninu með því að gefa
i í þá söfnun stóra fjárupphæð,
hafi þær heiður og þökk fyrir
gott fordæmi.
Gætu nú fleiri farið að dæmi
þeirra þó í smærri stíl væri, því
margt smátt gerir eitt stórt.
Frá ýmsum stöðum í landinu
eru bátar, sem leita hafnar í
Grindavík og það er mikil ánægja
fyrir gefendur að hafa auðveldað
þeim landtökuna þar með því að
koma þar upp innsiglingamerkj-
um af fullkomnustu gerð, sem
gætu afstýrt slysum, svo gætu
fleiri félög styrkt þetta málefni.
Ég vona að félag Suðui-nesja-
manna leggi þar fram myndar-
lega afmælisgjöf.
Sýnum nú mátt samtakanna,
hrindum þessu góða málefni í
fi’amkvæmd, það væri öllum til
sóma og viðeigandi minnisvai-ði
reistur brautryðjandanum, sem
starfaði að slysavörnum á þessum
slóðum. Látum nú Oddsvita lýsa
og' vísa öi’ugga leið í dimmviðri
og náttmyrkri vetrarins, gegnum
brimgarðinn í örugga höfn í
Grindavík.
Sæmundur Tómasson,
tyrrv. form., Grindavík
X BFZT AÐ AVCLÝSA X
W I MORGUNBLAÐIN V T
AÐ má þekkja fólk og jafnvel
heilar þjóðir á því, með hverj-
um hætti það skemmtir sér. Fólk
lætur í ljós tilíinningar sinar og
tilhneigingar um leið og það gef-
ur sig á vald gleðinni og glaumn-
um á hátíðisdögum þeim, sern hér
um ræðir, þegar hægt er nokkurn
veginn að gleyma andstreymi
lífsins. Hver einasta borg heldur
þessa hátíð með sínum hætti, eftir
því sem bezt hæfir lunderni
fólksins.
Valencia á Spání, höfuðborgin
í auðugu og skemmtilegu héraði,
heilsar komu vorsins með sér-
stæðri skemmtun, sem á hennar
máli kallast „les falles" (frb.
faljes), sem þýðir flugeldar.
í upphafi var skemmtun þessi
aðeins óbi’otin dægrastytting tré-
smiða, sem að kvöldi hátiðar
heilags Jósefs, vei’ndardýrlings
þeirra, minntust þess, að daginn
var tekið að lengja, og voru há-
tíðahöldin fólgin i þvi, að brennd
ir voi’u trjábolir, sem notaðir
höfðu verið til að hengja á olíu-
lampa til notkunar við vinnu á
vetrarkvöldum. Þessi hátíðahöld
smiðanna þóttu of tilkomulitil
skemmtun. Þess vegna hefir
sennilega einhverjum ungum ti'é-
smið dottið í hug að skreyta
bjálkann, sem brenna átti, með
beygluðum hattkúf og jakka-
gai'mi. Þetta, sem þannig var í
fyrstu aðeins grófgerð skripa-
mynd, varð þó fyrirrennari nú-
verandi hátiðahalda og er nú
notað sem hátíðannerki. Senni-
Iega verður mynd þessi á næstu
hátíð látin fá lítilmótlega grímu,
sem reynt verður .að láta líkjast
ágjörnum harðstjóra, ströngum
verkstjóra eða lötum félaga. Þess
vegna verður bálkösturinn ekki
framar ljótur trédrumbur né
meiningarlaust skrípi, heldur
x-aunverulegur hlutur eða eins
konar imynd skoplegra galla og
yfirsjóna. Fréttin flaug þegar i
stað til annarra trésmíðaverk-
stæða og vai’ð hvarvetna kunn.
Hátíð smiðanna varð almennings
eign. Og næstu ár voru reistir á
mörgum stöðum trépallar og gróf
gerðar myndir málaðar á spjöld
og risastórar brúður úttroðnar
með hálmi, og áttu brúður þessar
að tákna alþekkt fólk á við'kom-
andi slóðum: léttúðuga eigin-
konu, blindan eiginmann, hégóm
legan spjátrung, illgjarnan fant,
andstyggilegan okrara. — A ein-
um degi varð hin slæma stytta
að eins konar niðstaur, þar til
snemma um kvöldið að brennan
hófst; eldslogar og neistar döns-
uðu og blönduðust hávaða OR
gleðihrópum fólksins og spreng-
ingum púðurkerlinga. Hátíðin
tók framförum, eftir því sem árin
liðu, listin blómgaðist og náðt
hæstu tindum fegui'ðar og and-
ríkis. Og sú óbi’otna hátið, sem
trésmiðirnir einu sinni héldu, er
orðin iburðarmesta stórhátíð.
sem gefur nútímaboi'g sérstætt
aðdráttarafl. En þrátt fyrir þetta
hefir hátíðin ekki á nokkurn hát't
misst gildi sitt né heldur háðið,
sem á bak við liggur glatað til—
gangi sínum. Og jafnvel nágrann
arnii’, sem með vikulegum þátt-
tökugjöldum og ýmiss konar þjón
ustu á sinu svæði, leiða og stýra
skörulega öJlu hátíðahaldinu á
þessari glæsilegu skemmtun.
Heila þrjá daga halda yfir
hundrað ferlíki, — sum jafnvel
á stærð við þriggja hæða hús, —
auk tuga af mvndastyttum 1
skrautfylkingu yfir strætí og
toi’g. Flögg og marglitar veifur
blakta frá svölum og gluggum
húsanna, himinninn blánar, lúðr-
arnir hljóma og folksmergðin
flæðir endalaust allan sólarhring'
inn. þar ti! að Iokum nákvæmlega
á miðnætti hinn 19. mai’z allt
hrófatildrið er brennt til ösku, —
allt, sem búið er að vinna að og
kappkosta að koma upp í heilt ár„
Á þessari hátíðlegu og við-
kvæmu stund má heita, að allir
íbúar borgarinnar séu á götunum,
og glampar eldanna leika á fram
hliðum húsanna. Þúsundir flug-
Frh. á bls. 31