Morgunblaðið - 29.03.1956, Blaðsíða 10
26
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 29. marz 1956
Hvers d Grænmetísverzlan rík-
isins nð gjnldn?
GRÆNMETISVERZLUN ríkisins
heíur starfaS í 20 ár. Þetta ríkis-
%rirtæki var á sínum tíma stofn-
sett samkvæmt sérstökum lögum
frá Alþingi. Samkvæmt þeim lög-
um skyldi stofnunin annast alla
verzJun með tilbúinn áburð og
ajá um dreifingu hans á hverja
höfn umhverfis landið. Hefur
ÍBMfíngaikostíráSinum verið jafn
aS á áburðarverðið, svo það gæti
•rðið alls staðar hið sama. Þetta
fyrirkomulag hefur reynzt hið
þýðingarmesta fyrir þróun land-
búnaðarins í landinu, ekki sízt
Mnna afskekktari byggðarlaga.
Að þessu leyti hefur áburðar-
salan gert sitt til þess að spoma
gegn eyðingu dreifbýlisins. Fyrir
þennan þátt í starfsemi stofnun-
arinnar er því fyllsta ástæða til
að þakka.
Annar meginþáttur áburðarsöl-
unnar og grænmetisverzlunarinn
ar — sala garðávaxta — hefur að
sðnnu ekki getað orðið jafn þýð-
mgarmikill, þar sem aðeins nokk-
ur hluti þessarar umfangsmiklu
verzlunar hefur farið fram á
vegum stofnunarinnar.
Allur innflutningur og dreifing
erlendra kartaflna hefur Græn-
■aetisverzlunin þó annaztog hefur
dreifingarkostnaðurinn verið
lagður á vöruverðið með sama
hætti og gert er um áburðinn.
Þannig hafa neytendur getað set-
ið allir við sama borð hvað snert-
ir verðlag þessarar vöru.
Á sama hátt hefði Grænmetis-
verzlun ríkisins getað haft á
hendi skipulagsbundna verzlun
með innlent grænmeti og kartöfl-
«r, hefði stcfnuninni verið falið
það. Er það ekki sök grænmetis-
sölunnar heldur þings og stjóm-
ar. —
Af þessum ástæðum mun fram
komið frumvarp, sem nú liggur
fyrir Alþingi, og beint er gegn
Grænmetisverzlun ríkisins, um
verzlun með garðávexti vera
fram borið.
Þess ber að vænta, að tilgang-
ur flutningsmanna með fmm-
varpi þessu sé góður og eigi
frumvarpið að koma á fastara
skipulagi um sölu garðávaxta og
annars grænmetis í landinu, enda
var á því full þörf til öryggis
fyrir framleiðendur þessara vara.
Mér er þó ekki ljóst hvemig
flutningsmenn hugsa sér fyrir-
komulag þessarar verzlunar, sem
aé rekin á einkasölugrundvelli.
Hver á að eiga fyrirtækið? —
Hver á að bera ábyrgð á rekstri
þess? Hverjar eru skyldur fvrir-
tarkisins gagnvart framleiðend-
am og neytendum?
Þessar og þvílíkar spurningar
hljóta að vakna hjá okkur bænd-
t»i», þegar Alþingi fjallar um
inálefni, sem okkur varðar sér-
•taklega. Og í sambandi við slíkar
spumingar hlýtur sú spuming
einnig að vakna og koma fram
é varir okkar, hvers vegna er
þetta ekki gert stórum einfald-
■ra í framkvæmd — grænmetis1-
▼erzlunin — en hér er gert ráð
fyrir með frumvarpi því, er nú
iiggur fyrir Aiþingi?
Því er ekki starfandi rikis-
fyrirtæki, sem er búið að geta
■ér gott orð í starfi sínu í tvo
ératugi fengið í hendur það verk-
efni með auknu starfssviði, sem
það á samkvæmt gildandi lögum
«8 hafa með höndum í stað þess
•ð taka það úr höndum þess og
láta það í hendur nýs fyrirtækis,
«em ekki er einu sinni vitað
hvaða aðili starfrækir, eða ber
ábyrgð á rekstri þess.
Sé það hugmynd flutnings-
»anna, að kaupa Jarðhúsin í
Reykjavík fyrir þessa nýju starf-
■emi á kostnað okkar bændanna
og reka þau á okkar ábyrgð, eða
á hvern hátt annan sein það kann
nú að vera hugsað, vil ég með
þeseurn fáu orðum lýsa andúð
MáBni á þeirri hugmynd.
Þeim peningum, sem bændum
er gert að greiða með Búnaðar-
málasjóðsgjaldinu er áreiðanlega
betur varið á einhvern annan
hátt, t.d. til félagsmála úti í
sveitunum og búnaðarmála þar
sem uppbyggingin er skemmst á
veg komin. Hver er svo trygg-
ingin fyrir því, að rekstur þess-
arar nýju stofnunar verði með
þeim hætti, að hún þjóni hags-
munum bændanna allra jafnt
hvar sem er á landinu?
Ef stofna skal til róttækra
breytinga um verzlun með græn-
meti, eða setja á fót einkasölu,
sem annast skal alla verzlun
þessara vörutegunda, er enginn
annar aðili til en ríkið, sem þetta
á að annast. Þetta liggur í hlut-
arins eðli og ætti ekki að þurfa
að röksíyðja það frekar, þar sem
ekki er vitað að einkasölur séu
starfræktar af einstaklingum
heldur aðeins af því opinhera.
Sé hér hins vegar ekki um
einkasöluverzlun að ræða, heldur
takmarkaða verzlun og stað-
bundna fyrir aðalmarkaðssvæði
landsins er mál þetta ekki siður
athyglisvert frá sjónarmiði
bænda.
Það, sem hér þarf og ætti að
koma til viðvíkjandi verzlun
grænmetis er það, að ríkið á-
byrgist framleiðendum verðlags-
grundvallarverð fyrir t.d. kartöfl
ur og verði Grænmetisverzlun-
inni falið að sjá um þessa fram-
kvæmd.
Á sama hátt er nauðsynlegt, að
ábyrgð ríkisins nái einnig til
flestra annarra framleiðsluvöru-
tegunda landbúnaðarins, sem eru
verðskráðar í verðlagsgrundvelli,
enda er sanni næst að gildandi
lög tryggja bændum hið skráða
verð, þótt forsvarsmenn bænda-
samtakanna hafi ekki séð ástæðu
til þess, að færa sér þessi laga-
ákvæði í nyt.
Þegar þessa skoðun hefur borið
á góma á félagsmálafundum
bænda, hafa ýmsir forráðamenn
þeirra verzlunarfyrirtækja, sem
verzla með landbúnaðarvörur lát
ið þá skoðun í Ijós, að ábyrgð rík-
isins þýddi það, að rikið yrði að
taka verzlun landbúnaðarvar-
anna í sínar hendur og væru þeir
af þeim sökum þessari fyrirkomu
lagsbreytingu mótfallnir. — Sé
þetta rétt ályktað virðist svo, að
framkomið frumvarp um græn-
metisverzlun ætti að fela það í
sér, að þetta væri ótvírætt ríkis-
fyrirtæki en ekki einstaklings-
eða félagsverzlun, ef frumvarpið
ætti að fela í sér réttarbætur fyr-
ir bændur almennt. Hitt væri allt
af hjáróma rödd úr eyðimörku
þess hugsunarháttar, sem leggur
blessuna sína é hin misjöfnu fram
leiðsluverð til bænda, en telja
Grænmetisverzlun ríkisins svo
viðsjárverða stofnun, að nauð-
synlegt sé að leggja hana að vellL
Hér er þó um að ræða ríkis-
fyrirtæki, sem einna bezt og
dyggilegast hefur starfað og rek-
ið hefur verið með mestri hag-
sýni, reglusemi og heiðarleik. —
Fyrirtæki, — sem hefur leitazt
við að skapa viðskiptamönnum
sínum á hinni löngu og hafnlitlu
strandlengju íslands sömu við-
skiptakjör á þeim vörum, sem
stofnunin hefur fengið til sölu-
meðferðar.
Þessi þjónusta hefur verið
þannig af hendi leyst, að ekki
virðist nein ástæða til þess, að
vantreysta Grænmetisverzlun-
inni til þess að hafa á hendi áfram
þau störf, sem forráðamenn stofn
unarinnar hafa af hendi leyst
með þeim ágætum, að varla verð-
ur á betra kosið, þótt starfssviðið
yrði aukið verulega frá því sem
nú er.
Þegar um slíkt stórmál er að
ræða, sem þetta, að binda á eina
hönd alla grænmetisverzlun þjóð
arinnar, er nauðsynlegt að uaicfe-
búa málið vel og betur en hér er
gert ráð fyrir. »
Póstferðir til Grímseyjar
Er það of stór ábyrgðarhluti
fyrir þá ágætu menn, sem hafa
unnið að framgangi mála þessara
og vilja ganga milli bols og höf-
uðs á Grænmetisverzlun ríkisins.
Hin dreifða byggð íslands á nú
í vök að verjast á ýmsan hátt.
Að vísu eru lífskjörin stórum
betrb en áður var og búnaðar-
aðstaðan sömuleiðis. Að einu
leyti hefur þó aðstaða bænda í
hinum afskekktari héruðum
aldrei verið jafn alvarleg og ein-
mitt nú um langt skeið.
Ástand síðustu styrjaldar hef-
ur ekki læknazt og varir enn i
íslenzku þjóðlífi. Faxaflóaþéttbýl
ið heldur áfram að soga til sín
landsfólkið með sívaxandi að-
dráttarafli með þeim afleiðing-
um að blómlegar jarðir eru svipt
ar hverri vinnufærri hönd, er þar
vex upp. Gengur þetia svo langt,
að jafnvel rafmagnið, þar sem
það er komið og átti að reynast
allra meina bót á aðsteðjandi
vandamálum sveitanna, getur
ekki rönd við reist, enda virðist
það fremur ætla að flýta fyrir
þessari vafasömu þróun, en
hindra hana, vegna skefjalausrar
gjaldheimtu á hendur bændum í
rafmagnsgjöldum, sem þeir fá
ekki undir risið, nema þá helzt
með því móti að senda bömin að
heirnan til þess að afla fjár til
greiðslu á þessum forgangskröfu-
reikningum rafmagnsins.
Eðlilegt virðist, að hver sú rík-
isstofnun — hvor sem um Græn-
metisverzlunina er að ræða, eða
einhverja aðra stofnun sem hefir
reynzt svo drengileg og heiðar-
leg í viðskiptum sínum, að til
sannrar fyrirmyndar er, að hún
verði ekki látin gjalda þess eins
og gert er ráð fyrir í frumvarpi
því, er meiri hluti landbúnaðar-
nefndar Alþingis flytur varðandi
verzlun með grænmeti og beinist
gegn Grænmetisverzlun ríkisins.
Þær opinberar stofanir, sem
hafa í aldarfjórðung sýnt hag-
sýni og ráðdeild í rekstri eiga
fremur að njóta verðugrar viður-
kenningar þings og þjóðar, en
blóðugum vígabrandi sé otað að
þeim.
Ég vil ekki mótmæla því, að
það kunni að vera nauðsynlegt,
að endurskipuleggj a grænmetis-
verzlunina í landinu til hags og
öryggis fyrir framleiðendur,
enda hefur framleiðsla garð-
ávaxta verið svo ótryggur at-
vinnuvegur, að þess hefur varla
verið að vænta, að bændum hafi
þótt fýsilegt að leggja garðrækt
fyrir sig sem sérstakan atvinnu-
veg. En þeta er alveg jafnt hægt
að gera, án allra refsiaðgerða
gegn Grænmetisverzluninni. —
Yæri lang heilbrigðast að fela
henni alla framkvæmd þeirra ráð
stafana, sem taldar væru nauð-
synlegar til þess að skipa þess-
um málum í viðunandi hátt,. Á
þennan eina hátt væri tryggð
staðgóð reynsla grænmetissöl-
unnar í þessum málum.
Þær ráðstafanir til úrbóta, sem
gerðar kunnu. að verða, tel ég
mjög varasamar og veígalitlar án
fullrar ríkisábyrgðar á fram-
leiðsluverði garðávaxta, en eins
og nú er komið þjóðarbúskap
okkar og þjóðskipulagi, virðist
óhjákvæmilegt að allar helztu
landbúnaðarvörur njóti slíkrar
ríkisábyrgðar, ef alhliða þróun
landbúnaðarins á að vera tryggð
á sómasamlegan hátt.
Árnesi, 18. jan.
Hermóður Guðmundsson.
Situr við sama
í /Usír
PARÍS, 20. marz. Landvarna-
málaráðherra Frakka er farinn
til Alsír til þess að kynna sér
herbúnað Frakka í landinu. Und-
anfarna daga hafa verið sífelld
átök með Frökkum og uppreisn-
armönnum — og hafa margir
uppreisnarmenn fallið í þessum
bardögum, en ekki hafa orðið
teljandi skaðar í liði Frakka.
ÞAÐ má telja fullvíst, að engin
sveit á landinu eigi við meiri
erfiðleika að búa í samgöngumál-
um en Grímsey, einkum að vetr-
inum. Ferðir eru aðeins 3 hverja
viku, áætlaðar. Utan þess er ekki
um ferðir að ræða, nema af til-
viljun, ef til fiskibáta næst sem
geta flutt menn í land, ef á ligg-
ur. Hygg ég að slík samgöngu-
skilyrði séu fullkomlega eins-
dæmi á þessu landi, nú á dög-
um.
Póstbáturinn, m.s. Drangur frá
Akureyri, hefur annazt þessar
ferðir um langt skeið. Myndu
ferðir þessar, þótt fáar séu, bæta
úr brýnustu samgönguþörf eyjar-
búa, ef báturinn fylgdi stöðugt
áætlun. En okkur finnst nokkuð
skorta á, að svo sé. Það er ekki
sjaldgæft, að hann breyti áætlun
hingað, þótt okkur sé ekki kunn-
ugt um neinar gildandi ástæður
til þess, svo sem veður, vélar-
bilun eða annað slíkt. Virðist því
svo sem útgerð m.s. Drangs telji
sér ekki skylt að halda áætlun
hingað fremur en henni gott þyk-
ir. Þó hefur þessi skoðun skip-
stjórans sjaldan eða aldrei kom-
ið glöggar í ljós en núna, laug-
ardaginn 10. þ .m. Þá lá bátur-
inn á Siglufirði og bar þá að fara
út hingað. Samkvæmt veðurfregn
var þá ládauður sjór á Siglunesi;
hér var líka sjólaust, en dálítil
vindbára. Skipstjórinn hafði tal
af þaulreyndum sjómanni hér, er
hann hefur jafnan snúið sér til,
þegar hann hefur talið þurfa að
leita fréttá héðan um veður og
sjó. Táldi sjómaðurinn að vind-
inn myndi brátt lægja og gera
stillt veður. Þetta reyndist líka
svo og var síðari hluta dags blíð-
viðri eíns og bezt getur orðið.
En nú brá svo við að skipstjóri
vildi ekki fara að ráðum þessa
manns og staldra við og ekki vildi
hann heldur bíða veðurfregna,
sem þó var stutt bið, en sigldi til
Akureyrar og fellur ferðin því
niður um nokkra daga að minnsta
kosti. Vissi skipstjóri þó, að a. m.
k. tvær konur þurftu nauðsyn-
lega að komast til lands, önnur
í áríðandi verzlunarerindum fyr-
ir verzlunina hér og hin til að
leita læknis.
Þessi framkoma skipstjórans á
m.s. Drang á sér ekki fordæmi,
þar sem ég þekki til. Minnir hún
helzt á hroka dönsku skipstjór-
anna á einokunartímabilinu, sem
töldu sig hafa rétt til að slá skoll-
eyrum *við óskum og þörfum ís-
lendinga.
Nú er mér spurn: Gilda önnUr
ákvæði í póstlögunum fyrir
Grímsey en önnur héruð? Eða
hefur útgerð m.s. Drangs sér-
samning við póststjórnina um að
geta breytt áætlun bátsins eftir
eigin vild? Og ef svo er, sam-
kvæmt hvaða grein póstlaganna
er sá samningur gerður?
Við þessum spurningum leyfi
ég mér að vænta svars hlutað-
eigenda.
Grímsey 11. marz 1956.
Einar Einarsson.
Vestar íslendingor í heimsóbn
ÞÚFUM, 12. marz: — Með es.
Heklu hinn 10. þ. m. var meðal
farþega frá Reykjavik til ísa-
í fjarðar Þórður Guðmundur
Hjaltason frá Súðavík, sem und-
! anfarin 32 ár hefur verið búsett-
| ur í Ameríku. Var hann nú á leið
J til Álftafjarðar vestra, til að
• heimsækja sínar gömlu ætt-
byggðir og frændfólk.
1 tilefni þessu ræddi fréttamað-
ur við hann og fræddist um ýmis-
legt er á daga hans hefur drifið
þessi 32 ár, er hann hefur dvalizt
fjarri ættbvggð sinni.
Hann fluttist til Voncover í
Kanada og var þar í 5 ár. Vann
hann þar að pípulagningu fyrir
bæinn.
.
■ Ví?
i Klara og Þórður G. Hjaltason
Eftlr þessa dvöl sína þar flutt-
ist hann til Point Roben á
Kyrrabafsströndinni og hefur
dvalizt þar síðan og stundað
þar allan tímann laxveiðar, sem
allmikil stund er lögð á þar í ná-
grenninu. Eru það aðallega 6 teg-
undir laxa, sem veiddar eru. Eru
net eða herpinót eingöngu notuð
við þessar veiðar.
Laxategundir þessar eru mis-
jafnlega verðmiklar, frá 16—32
cent lbs. og fer fiskurinn að
mestu leyti til niðursuðu. — Er
fiskigegnd allgóð stundum, og
hafa veiðimenn allgóða atvinnu,
þegar vel veiðist. Veiði þessi er
stunduð eingöngu að sumrinu og
stunda þá fiskimenn aðra tima
ýmsa vinnu, eða þeir hafa nokk-
ur not af búskap og er það aðal-
lega nautgriparækt og þá einkum
holdakyn, sem alið er, enda er
sá fénaður jafnan léttur á fóðr-
um, þvi að lítt verður vart vetrar
á hinni suðrænu strönd Vestur-
álfu. Þarf aðeins lítið innifóður
handa nautpeningnum, enda land
þröngt til búskapar.
Þórði hefur liðið ágætlega þar
vestra, en er nú kominn til heim-
sóknar til ættbyggðar sinnar og
hyggst dvelja í Álftafirði og þar
vestra íram í mai-mánuð.
Þórður er kvæntur Klöru
Magnúsdóttur Hannibalssonar,
skipstjóra frá ísafirði. Er hún
með honum í ferðinni og hyggst
dvelja með manni sínum í þess-
ari heimsókn. Eiga þau fjögur
uppkomin böm, 2 syni, sem báðir
eru kennarar, og 2 dætur, sem
báðar eru giftar húsfreyjur
vestra.
Á Kyrrahafsströndinni, þar
sem Þórður á heima, eru bað-
staðir míklir, er fólk sækir mikið
úr borgunum. fbúar i bæ þeim
er Þórður ú heima í, eru 3000, en
að sumrinu dveljast þar um
10.000 maBH.
Veðrátta er þar jafnan mjög
mild. Fellibyljir eða slíkar ham-
farir koma þar aldrei. en nokkur
úrkoma er þar oft. Fólki vegnar
þar yfirleitt vel.
Ég óska Þórði og frú Klöru,
ánægjulegrar ferðar um hinar
fornu slóðir, ættbvgða sinna. —
Þau tala bæði ácæta vel íslenzku,
þó að þau heyri nú orðið sjaldan
móðurmál sitt tnlað. bvi að fátt
er af löndum í þeirra nágrennL
Hér eru góðir fulltrúar okkar á
ferð, sem kynnt hafa ísland vel
vestan hafs. — Páll Pálsson.
Reytingsafli
HAFNARFIRÐI — Afli hefur
verið heldur tregur hjá línu- og
netabát’mum síðustu daga. Núna
um helgina voru flestir línubát-
arnir með frá 6 og upp í 10
skippund. Reykjanesið fékk þó
betri afla eða um 20 skippund.
Togaramir veiða nú flestir i w,
og hefur afli verið tregur.