Morgunblaðið - 29.03.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.1956, Blaðsíða 8
24 fl O K G U /V tí L h tí l *t Firmntudagur 29. marz 1956 ~J\uenjnóSin ocj ^JreimiliÁ Hafið kökur sem ábætisrétti Bjarfsýnismaður lýsir heimilis- eg liinaiarháttim almennings 1976 ÞAÐ er mjög góð hugmynd að láta miðdegisverðinn, hvort sem hann er veizla eða' einungis sunnudagshádegi fyrir heima- fólkið, enda með einhverri góðri köku. Hún þarf alls ekki að vera dýr, það eru til svo ótalmargar sem velja má í milli. Hér fara á eftir tvær uppskriftir. VATNSKÖKUR FYLLTAR MEÐ KREMI Bezt er að baka þessar kökur aflangar. Það gerir þær dálítið hátíðlegri. Deitrið: 3 dl. vatn, 2 tsk sykur, 150 gr. smjörl., 4 egg, 150 gr. hveiti. Kremíð: 2 egg, 2 matsk. sykur, vanilla, 3 tsk. hveiti, 2% dl. mjólk og e. t. v. tvær matsk. þeyttur rjómi. Vatnið, sykurinn og smjörl. er látið í pott og suðan látin koma upp, en potturinn þá tekinn af eldinum og hveitinu hrært sam- an við og potturinn aftur látinn á hitaplötuna og látinn vera litla stund yfir mjög góðum hita. Þá er potturinn aftur tekinn af eld- inum og deigið er kælt og eggj- unum er síðan hært saman við, einu í einu. Deiginu er nú spraut- að úr sprautupoka á smurða plötu í aflan.ear kökur. Þær eru látnar í mjög heitan ofn og bakaðar í um það bil 10 mín. Ekki má opna ofninn á með- an kökurnar eru inni í honum. Er nú hitinn minnkaður og kök- urnar ekki teknar út fyrr en eftir 10 mín. Þegar þær eru bakaðar eru þær 1 skornar í sundur og fylltar með kreminu, en það er búið til á þann hátt að öllu er hrært saman j og síðast þevttum rjómanum. I Glerungur er síðan látinn ofan á I kökurnar eaman að hafa hann í j mismunandi litum. Úr þessari uppskrift fáið þér um 25 kökur, sem geta geymst í kassa með smelltu loki. Það verð- ur að vera vel þétt því annars verða kökurnar linar. SVKIJRBRAUÐ MEÐ ÁVÖXTUM OG HLAUPI Það tekur ekki margar mínút- ur að hræra saman sykurbrauðs- deig og baka einn slíkan botn. Þegar á að nota hann er tilvalið að bleyta botninn með ofurlitlu sherry eða appelsínusafa, niður- soðnir ávextir eða soðin epli er látið ofan á og hlaupi hellt yfir. Þá hafið þér fengið finan ábætis- rétt. Sykurbrauðsdeig: (fyrir -4) 1 egg, 100 gr. sykur, rifinn börkur af Vi sítrónu eða appel- sínu, 50 gr. hveiti, 1 slf. tsk. lyfti- duft. Eggið er þeytt með svkrinum, börkurinn, hveitið og lyftiduftið látið saman við og deiginu síðan hellt í smurt form og kakan bök- uð við góðan hita í um það bil 15 min. Eggjahikarinn má festa á diskinn M E N N heyra því oft spáð að mannkynið sé' á hraðri leið til glötunar, að það er næstum hressandi að lesa hvað Banda- ríkjamaðurinn Morris L. Ernest; segir í "bók sinni „Utopia“ sem j nýlega er komin út. Hann spáir ekki langt fram í timann, lætur sér nægja 20 ár og lýsir fyrir okkur ánægjulegri tilveru, sem Þægileg uppfinning. Eggjabikar með klemmu, sem hægt er að klemma á diskbarminn. við, börn okkar og barnabörn gætum vel tekið þátt í. MENNIRNIR RÁÐA VEÐRUM OG VINDI Höfundurinn er ekki lengi að eyða öllum áhyggjum vitra manna um fæðuskort á jörðinni í framtíðinni. Bæði mun verða mögulegt að drýgja matvælin á ýmsan hátt og einnig mun matar- þörfin hjá hverjum einstökum minnka mjög með réttu matar- æði. Meira landsvæði verður ræktað, kuldabeltislínan flytzt norðar og takmarkalínan fyrir kornrækt flytzt með. En fyrst og fremst mun verða meiri og betri uppskera af hinu ræktaða landi vegna þess að menn hafa lært að ráða veðrum og geta því látið rigningu, sólskin og vinda skiptast á í réttu hlutfalli og eins og bezt hentar. Með þessu lærum við að lifa hamingjuríkara lífi. Tekjur aukast, vinnutíminn styttist nið- ur í fimm vinnudaga á viku með lívcsð á að gera, þegar börssin sjúga Simgur sima? ALLAR mæður, og yfirleitt allir þeir, sem hafa haft smá- börn undir höndum, kannast við hinn hvimleiða vana margra þeirra, að sjúga fingur. Þetta er ofur eðlilegt fyrir smá barnið, og í tíð ömmu okkar var ekkert eðlilegra en að stinga fingrinum upp í barnið er það skyldi sofa. Sum börnin hættu sjálf að sjúga fingurinn er þau urðu stærri en ef vaninn vildi ekki hverfa af sjálfu sér, þá gripu ömmurnar til annars ráðs, t. d. að rjóða fingurinn sinnepi eða einhverju bragðsterku og þá hætti barnið oftast nær. SKAÐLEGT Síðar fundu tannlæknarnir út að það væri mjög skaðlegt fyrir börnin að sjúga fingur vegna þess að þá væri hætta á að tennurnar yrðu skakkar er þær kæmu. Var þá reynt með öllum hugsanlegum ráðum að fá börnin til þess að hætta að sjúga fingurna. Á næt- urnar voru þau höfð með vettl- inga og á daginn með stífar erma- líningar þannig að hendin náði ekki upp í munninn. Enn í dag eru hinir lærðu ekki á sama máli um þetta vandamál. Tanniæknarnir halda enn fast i við sinn keip, að börnin megi ekki fyrir nokkurn mun sjúga fingur, en á móti því mæla barna- sálfræðingar og sumir barna- læknar. Margir eru fylgjandi banninu og geta aldrei séð smá- börn í friði er þau sjúga fingur sinn. En hvernig er nú hægt að ætl- ast til þess að mæðurnar geti vit- að hvort þær eigi að banna börn- um sínum að sjúga fingur eða ekki þegar lærðir læknar og sál- fræðingar eru ekki á eitt sáttir um það? Við vitum öll að ekkert er barninu eðlilegra en að sjúga eitthvað, og við getum átt á hættu ef við erum sífellt að banna banna börnunum það að þau verði óróleg og taugaóstyrk. VANDINN MIKLI Eitt sinn kallaði móðir sem átti 7 mán. gamalt barn á barnasái- fræðing heim til sín. Barnið saug fingurinn í sífellu og móðirin var angistarfull yfir því. Sálfræðing- urinn veitti því strax athygli að mjög vel virtist hugsað utn litla drenginn, en í hvert skipti og hann stakk fingrinum upp í sig kom mamma hans, greip í fing- urinn og sagði hastarlega „uss“. En um leið og móðirin sneri sér við var fingurinn aftur kominn á sinn stað. Móðirin var óróleg og gat ekki séð barnið í friði. Er þetta hafði gengið nokkra stund fór barnið að gefa frá sér ó- ánægjuhljóð er það fékk ekki sínu framgengt. Sálfræðingurinn spurði þá móð urina hvernig hennifyndistef hún sæti og væri að lesa í blaði og svo kæmi einhver 5. hverja mínútu og rifi blaðið úr höndum hennar. — Yrði hún þá ekki einnig tauga- óstyrk? — Móðirin skyldi strax þetta sjónarmið, sem hún hafði ekki gert sér grein fyrir áður. Að sjálfsögðu vill engin sam- vizkusöm móðir horfa á barnið sitt sjúga fingur og fá þar af leiðandi skakkar tennur. Margar tilraunir eru árlega gerðar til þess að komast að raun um hvort tennurnar verði skakkar hjá þessum fingur-börnum, en litið hefur áunnizt. Sum börn sem aldrei hafa sogið fingur sína fá skakkar tennur og þau sem gera Frh. á bls. 31 6 stunda vinnu á hverjum degi. Svefnmeðul verða alveg óþörf, þar sem taugaspenningurinn, sem þjáir fólk nú á tímum hverfur með hinu áhyggjulausa lífi. Svefn þörfin minnkar úr 8 tímum nið- ur i 6 tíma og frítíminn verður meiri en hingað til hefur þekkzt. VIÐ MUNUM SYNGJA, SPILA, DANSA, TEIKNA OG MÁLA Árið 1779 var 80 tíma vinnu- vika í Bandaríkjunum. Árið 1900 var vinnuvikan komin niður í 60 tíma, árið 1925 var hún 50 tímar, árið 1933 47 tímar og árið 1953 höfðu allir Bandaríkjamenn 40 stunda vinnuviku (að undan- skildum þeim sem vinna við landbúnaðarstörf, því þeir hafa haldið sér við 52 stunda vinnu- viku). — Árið 1976 verður vinnuvikan því komin niður í 30 tíma eða ennþá minna. Hinnar skapandi vinnu fá þó þeir einir að njóta sem gefa sig að listum, vísindum eða að því að búa til nýjar vélar. Hinir verða að fá útrás fyrir sköpunargleði sína í frítímanum. Höfundurinn ræðir mikið um allar þær áhyggjur, sem menn hafa af því hve frítíminn er orð- inn langur. Reyndar segir hann að það séu einmitt þeir, sem mestan hafi frítímann, sem mest- ar áhyggjur hafi. Hann bendir á að hverju menningartímabili hafi tilheyrt fámenn stétt, sem ekki hafi þurft að strita fyrir | daglegu brauði en hinir ýmsu trúarflokkar hafi haldið fast við | þá siðakenningu að erfiðisvinna | sé hin mesta dyggð og sjálfsögð | skylda. Hinir fáu „útvöldu“ hafi þó á hverjum tíma verið aðal stoð menningar og fagurra lista og á sama hátt muni það vera þegar allur fjöldinn fær fleiri tómstundir til sinna yfirráða. Þá muni renna upp nýtt blómatíma- bil í menningarsögu okkar. Morris L. Ernst spáir þvi að hlutföllin á milli þeirra, sem þiggja og þeirra sem skapa lista- verk muni breytast. Útvarpið muni að vísu hafa rétt á sér sem Afskornir túlípanar TÚLIPANAR eru meðal vinsæl- ustu blómanna afskornu. Þeir ríkja á blómamarkaðinum frá jólum til vors. Á vorin eru þeir mesta prýði garðanna í bænum. Þeir eru vissulega harðgerðir og vandalítið að fjalla um þá. Ekki er þó úr vegi að rifja dá- lítið upp, hvernig bezt er að halda þeim fögrum og vel lifandi, eftir að við höfum fengið þá úr blóma- búðinni. Gerum ráð fyrir, að afgreiðsla þeirra til okkar sé með ágætum. Þá er vandinn lítill, — aðeins sá að láta þá í vatn í vasa eða könnu. Bezt er, bæði vegna útlits og viðhalds, að % af túlipaninum standi upp úr vasanum, en % fyrir neðan efstu brún hans. Ef til vill er vasinn svo látinn í heita stofu, þar sem mikið er reykt og hitinn er þurr. Það á ekki vel við blóm frekar en okk- ur mannkindur. Blómhöfuðin beygjast slöpp niður. Þegar tími og tækifæri eru fyrir hendi, tök- um við vasann með blómunum þangað, sem vatn, vaskur og borð eru fyrir hendi. Leggjum síðan pappír, t.d. prentpappír, útbreidd an á borðið, tökum síðan túli- panana og klippum neðan af þeim, annaðhvort ofan í vatni, semsé undir yfirborði vatnsins, Frh. á bls. 31 Óánægðu konurnar ganga i dýrum pelsum. | nokkurs konar „auka“-skemmt- un þegar heimilisfólkið situr önn- : um kafið við að vefa, mála, teikna, móta í leir eða sauma. En annars hættir fólk að hlusta á útvarp. Menn kjósa fremur að lesa sjálfir, leika sjálfir á hljóð- færi og reyna sig í hinum ýmsu hlutverkum á leiksviði. í hverju sambýlishúsi verður stofnuð ein | eða fleiri hljómsveitir, dans- | klúbbar, félög „frístunda“-leik- ! ara, málara og myndhöggvara. | Ljósmyndavélin og kvikmynda- jvélin munu víkja fyrir penslin- I um og málaraléreftinu. ÁRIÐ 1976 GENGUR HÚSMÓÐIRIN í HEIMA- SAUMUÐUM KJÓLUM Kvenfólki mun veitast margs- konar léttir við heimilisstörfin, en konan kýs að vefa sín gólf- teppi sjálf og sauma kjóla sína. Eftir 20 ár vill hún heldur verja sparifénu til að kaupa eitthvert hljóðfæri heldur en loðkápu. — Hinar dýru loðkápur bera aðeins konur sem hafa þörf fyrir að dylja öryggisleysi og óánægju innra með sér. Menn hætta að hafa kanaríufugla, ketti og hunda sem heimilisdýr. Menn munu hafa yfir að ráða slíku jafn- vægi hugans að óþarfi verður að fá útrás fyrir tilfinningar sínar með því að gæla við slík dýr. Gifta konan getur kosið um það sjálf hvort hún vill vinna úti eða helga sig heimilisstörf- unum. Heima fyrir eru alltaf næg verkefni og störf hennar þar verða skemmtilegri. Húsrým- ið stækkar, því hver meðlimur fjölskyldunnar hefur rétt til að vera í friði fyrir hinum. Að vísu gildir þessi spádóm- ur Morris L. Ernst aðeins fyrir Ameríkumenh, en ef við þorum að taka hann trúanlegan, er varla Vafi á því að við hin, bæði í hinum vestræna og austræna heimi verðum einhverra þessarra kosta aðnjótandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.