Morgunblaðið - 10.04.1956, Síða 11

Morgunblaðið - 10.04.1956, Síða 11
Þriðjudagur 10. apríl 1956 MORGUNBLAÐIÐ 11 Konungshjónin Ræða Jóhanns Hafsfeins Frh. af bis. i JVIÓTTAKAN Á FLUGVELLINUM Þegar landgöngubrúin hefur verið lögð að flugvélinni og kon- ungshjónin ásamt fylgdarliði sínu gengur út, munu lögreglumenn mynda heiðursvörð meðfram dregli, sem lagður verður að land göngubrúnni, en við hinn enda hans taka forsetahjónin á móti konungshjónunum. Þar verða og ráðherrar og embættismenn sem taka á mófi hinum konunglegu gestum. HAFNAKFJARÐARBÍÓ: „MAXIE“ H AFNARF J ARÐARBÍÓ sýnir nú nýja kvikmynd „Maxie“, með litlu telpunni Sabine Egg- erth í aðalhiutverkinu, en hún lék annað aðalhlutverkið í Ögn og Anton, sem Tripolibíó sýndi hér fyrir nokkru. í þeirri mynd vann Sabine litla hug og hjarta allra áhorfenda með ótrúlega góðum leik sínum. — Kvikmynd- in „Maxie“ fjallar um eitt af mestu vandamálunum eftir síð- ustu heimsstyrjöld, — börnin, sem týndust, — urðu munaðar- laus, eða á ýmsan hátt viðskila við foreldra sína í ógnum og upp- lausn styrjaldarinnar, en var svo af yfirvöldunum komið fyrir á bamaheimilum eða tekin til fóst- urs á einkaheimilL Síðan hófst svo tíðum örvæntingarfull leit hinna réttu foreldra að börnum sínum og leiddi það oft til átak- anlegs harmleiks er börnin voru tekin frá góðum fósturforeldrum, sem þau unnu, enda mundu oft- ast ekki eftir öðrum foreldrum. Kvikmyndin „Maxie“ tekur ekki svo sorglega á þessu efni, sem hér hefur verið lýst, en gefur þó nokkra hugmynd um þessi vandamál. Við sjáum Maxie litlu una hag sínum vel hjá góðum fósturforeldrum og í hópi glað- værra systkina. En svo „finnst“ hún og er tekin til föður síns, sem er ekkjumaður en nýkvænt- ur í annað sinn. Einnig á hinu nýja heimili, hjá hinum nýju for- eldrum, unir Maxie sér vel, enda lætur faðir hennar allt eftir henni. En svo rísa upp ný vanda- mál, sem verða Maxie litlu ör- lagarík. Hún verður að fara af heimilinu og er sett í kostskóla. Þar kemst hún að því að ekki er allt eins og sagt hefur verið um tengsl hennar við hið nýja heimili sitt og „föður“, og verður það til þess að hún strýkur úr kostskólanum og heim til fóstur- foreldra sinna. — Allt fer þó vel að lokum, —- öllum til gleði, nema ef til vill fósturföður henn- ar, skósmiðnum hrjúfa, en til- finninganæma. — Yfir mynd þessari er yfirleitt ljúfur og notalegur blær, þó að eftirlæti föðurins á Maxie sé nokkuð vanhugsað og hann taki ekki í því efni nægilegt tillit til ungrar konu sinnar, og mörgum áhoríendum mun finnast Maxie verða furðu lítið um að skilja við hina gömlu og góðu fóstur- foreldra og heimili þeirra, þar sem hún hefur átt svo góð og ánægjuieg bernskuár. — En hvað um það, myndin er um flest prýðilega gerð og vel leikinn. Willy Fritsch, sem við dáðumst að fyrir um tuttugu og fimm ár- um í „Einkaritara bankastjór- ans“ og fleiri þýzkum kvikmynd- um, leikur nú Walter Rhomberg, forstjóra, „föður“ Maxie og er gaman að sjá hann aftur og góð- an leik hans. Aðrir Ieikendur fara einnig ágætlega með hlut- verk sín, en þó fyrst og fremst Sabine litla í hlutverki Maxie. Hún er afburða snjöll og leik- ur hennar ennþá betri en í „Ögn og Anton", og er þá mikið sagt. Er óhætt að mæla eindregið með þessari mynd. £ g o. Þegar konungshjónin og for- setahjónin hafa heilsast leikur lúðrasveit danska konungssöng- inn og siðan þjóðsöng íslands. — Síðan munu fagna konungshjón- unum og fylgdarliði ráðherrar allir í ríkisstjórninni, Jörundur Brynjólfsson forseti Sameinaðs Alþingis, Gizur Bergsteinsson forseti hæstaréttar, Bodil Beg- trup sendiráðherra, L. B. Bolt- Jörgensen sendiherra, Sigurður Nordal sendiráðherra, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, frú Auður Auðuns forseti bæjar- stjórnar Reykjavíkur, Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri, Hen- rik Sv. Björnsson ráðuneytis- stjóri, Hörður Bjarnason húsa- meistari, Sigurður Hafstað deild- arstjóri, Sigurjón Sigurðsson lög reglustjóri, Agnar Kofoed-Han- sen flugmálastjóri, L. Storr aðal- ræðismaður og G. Blæhr sendi- ráðsritari. Auk þess verður á flug vellinum hið sérstaka fylgdarlið forsetahjónanna, en í því eru Guðmundur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri, frú Gróa Torfhild- ur Björnsson, Pétur Sigurðsson forstjóri landhelgisgæzlunnar og Niels P. Sigurðsson stjórnarráðs- fulltrúi. í fvlgdarliði konungs- hjónanna verða Ernst Christian- sen varaforsætisráðherra, J. V. F. Vest stallari konungs, K. Schack greifafrú og S. Glarborg höf- uðsmaður. EKIÐ UM BÆINN Eftir móttökuathöfnina á flugvellinum verður ekið . til bæjarins, um fánum skreyttar goiur. 1 ryrsta biinum verða hans hátign Friðrik IX. og herra Ás- geir Ásgeirsson forseti. í næsta bil hennar hátign Ingiríður drottn ing og forsetafrúin Dóra Þór- hallsdóttir. Síðan kemur bíllinn sem i verða Christiansen ráð- herra og Olafur Thors forsætis- ráðherra og fyigdarmaður ráð- herra, Niels P. Sigurðsson. Verð- ur þessi bíll auðkendur með stafnum C. — Síðan kemur bíll- inn sem flytur sendiráðherra Dana hér, fru Bodil Begtrup, L. B. Bolt-jörgensen sendiherra og dr. Kristinn Guðmundsson utan- ríkisraðnerra. Þessi bill verður auðkendur með stafnum D. Þá kemur bíll merktur A og í hon- um verða greifafrú Schack, frú Gróa Toríhildur Björnsson og Pétur Sigurðsson forstjóri og í síðasta biinum, sem auðkendur verður með stafnum B verða Vest stallari konungs, Guðmund- ur Vilhjálmsson framkvæmda- stjóri og Glarborg höfuðsmaður. Á bls. 16 er sýnt um hvaða götur verður ekið. Er þar búizt við miklu fjölmenni. M.a. munu skólabörn fjölmenna þar sem fri verður gefið í bai'na- og gagnfræðaskólunum. Víða munu verzlanir og skrifstofu verða lok- aðar meðan á þessari móttöku- athöfn stendur. ATBURÐIR DAGSINS Forsetahjónin fylgja konungs- hjónunum suður í Ráðherrabú- stað til stofu í konungsíbúðinni, en íyigdariið konungs og forseta ekur að Hótel Borg. Forsetahjónin bjóða konúngs- hjónunum til tedrykkju að Bessa- stöðum í dag. Munu konungs- hjónin aka suður eítir kl. 3,40 og þaðan koma þau klukkan hálf fimm síðd. Kiukkan 7,10 í kvöld munu sendiherrar eriendra ríkja hér í bænum ganga fyrir konungshjón- in í móttökusalnum í Ráðherra- bustaðnum. Verða þar auk kon- ungshjónanna fylgdarlið þeirra frá Danmörku, auk þess Henrik ‘Sv. Björnsson skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Þessi athöfn mun verða stutt, því hátíðakvöldverður að Hótel Borg hefst kl. 8. Munu þar flytja ræður sínar hans hátign Friðrik IX. og Ásgeir Ásgeirsson forseti. Borðhaldinu lýkur um klukkan 11, ér konungshjónin aka heim. Nokkru síðar munu forsetahjón- in fara. Þar rneð lýkur fyrsta degi konungsheimsóknarinnar. Framhald *>f hls ? urinn hefir tekið upp baráttuna fyrir varanlegri hersetu '. Ennfremur: „Sérhagsmunaklík- an, er ræður Sjálfstæðisflokkn- um, hefir hagnazt vel i sambandi við hersetuna og vill ekki missa af þeirri uppsprettu. Það sjónar- mið má sín meir en óttinn við þá hættu fyrir sjáltstæoi þjóð- arinnar, þjóðemi og menningu, sem fylgja mundi langvarandi hersetu, sem ekki yrði réttmætt með yfirvofandi stríðshættu". Svo mörg eru þau orð. Þau eru tekin úr einni og sömu for- ustugrein Tímans, þann 4. apríl s. 1. En þau eru inntakið af svip- uðum áróðri, sem þetta blað og Alþýðublaðið hafa síðan flutt. En hver er þá raunverulega af- staða Sjálfstæðismanna eða Sjálfstæðisfíokksins á Alþingi í þessu máli. Ekkert talar skýrara máli um það. en sjálf tillagan, sem Sjálfstæðismenn fluttu. Hún hefst þannig: „Svo sem fram kemur í sjálf- um varnarsamningnum, hefir það ætíð verið tilætlun Alþingis og ríkisstjórnar, að erient varnarlið verði ekki lengur hér á landi en nauðsynlegt væri vegna öryggis landsins, og þar með friðsamra nágranna þess, að endanlegu mati íslenzkra stjórnarvalda. ■Alþingi áréttar þennan vilja sinn og lýsir yfir því, að það telur rétt, að hafinn sé nauðsynlegur undirbúningur þess, að svo megi verða“. 4 Hins vegar er svo efni til- lögu Sjálfstæðismana á þá leið, að áður en ákvörðun sé tekin um brottför varnarliðsins þurfi að athuga rækilega hvort tveggja ástand og horfur í alþjóðamálum og hvernig fyrir skuli koma margháttuðum úrlausnarefnum, ef hér skapast af þeim sökum. Tillagan greinir síðan ýms þau atriði, sem rannsaka þurfi, og sýnt er fram á, að um engin af þessum atriðum eða öðrum, sem íhuga þarf, liggi nein greinar- gerð fyrir, hvorki á Alþingi né innan rikisstiórnar. Af þessum og ýmsum öðrum ástæðum töld- um við málsmeðferð Framsókn- ar- og Alþýðuflokksmanna mjög hæpna og óhyggilega og að hún væri „því fremur löguð til að vekja tortryggni, sem utanrikis- ráðherra hefir hvorki gert ríkis- stjórn, Alþingi né almenningi grein fyrir hinum breyttu við- horfum, sem um ræðir, . enda virðist tillagan ekki komin frá honum, heldur flokksþingi Fram- sóknarmanna, því að á síðasta ráðherrafundi Atlantshafsráðsins, hinn 16. des. s.l., sem nú er undir forsæti utanríkisráðherra íslands, var gerð álvktun, sem mjög fór í aðra átt“, eins og segir í ályktun okkar. Lögðu því Sjálfstæðismenn til, að málið yrði ekki afgreitt að svo stöddu, heldur beint til utanríkisráð- herra, að hann léti rannsaka og undirbúa málið betur og leggi um það fullkomna skýrslu fyrir næsta Alþingi. Þetta er í fáum orðum afstaða okkar Sjálfstæðismanna á þingi. Þegar við viljum árétta þá stefnu Alþingis, að erlent varnarlið verði ekki lengur hér á landi en nauðsynlegt sé vegna öryggis landsins, þá er þvi skrökvað, að við viljum endilega varanlega erlenda hersetu. Þegar við vilj- um, að þetta veigamikla utan- ríkismál sæti meðferð, sem er í samræmi við allar fyrri venjur okkar íslendinga í slíkum málum, að það sé vandlega rannsakað og undirbúið, og freistað til hins ítrasta að ná samstöðu lýðræðis- fiokkanna um þq,ð, þá er því skrökvað, að við með því viljum taka upp baráttu fyrir varanlegri hersetu, til þess að verða ekki af ^iagnaðinum af henni, enda þótt við með því vísvitandi séum að fórna sjalfstæði þjóðarinnar, þjóðerni og menningu. Við Sjálfstæðismenn höfum sagt: Við gerum ráð fyrir, að þingmenn lýðræðisflokkanna aRra beri sama bug í brjósti til þess að losna eins fljótt og verða má við erlenda herseíu í landinu. En við teljum, að andstæðingar okkar hafi gerzt sekir utt það að falla fyrir þeirri freistingu að vilja hagnýta sér þetta viðkvæma mál í þeirri kosningabaráttu, sem framundan er. Það, sem þeir segja ósatt um okkur, í sambandi við þetta mál, er það, sem þeir óska að þeir gætu sagt meðan á kosningum stendur, en sem þeir * vita, að er fjarri sanni. Málstað okkar leggjum við; óhræddir undir dóm kjósenda, og j hann er þannig, að við þurfum ekki á því að halda að segja ósatt. UMSAGNIR AÐ VESTAN OG AUSTAN Áður en ég lík máli mínu vil ég víkja nokkrum orðum að því, , hvernig umheimurinn hefir snú- í izt við ályktun Alþingis i varn- j armálunum. Um það hafa spunn- t izt allmikil blaðaskrif og jafn- vel deilur. Mér hefir skilizt, að Framsókn- 1 armenn telji sig geta réttlætt málsmeðferð sína með tiivitnun- um i ummæli ameríska utanríkis- ráðherrans, Dulles. Alþýðublað- ið segir, að Dulles skilji betur hinn íslenzka málstað en við S j álfstæðismenn. Hvað hefir þessi maður sagt? Óbrigðulast er að láta hann sjálf- an tala. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna segir: „Jú, ég held, að álykt- unin beri vott um þá skiljanlegu j ósk þingmanna, að hinum er- lenda her þar verði fækkað eins mikið og möguiegt er“. Er það þetta, sem Framsókn- armenn meintu með ályktun j sinni — að hinum erlenda her j verði fækkað? Ennfremur segir Dulles: „Eins og yður mun kunnugt, hefir ályktunin sjálf vitaniega engin bcin áhrif á alþjóðlegum vett- vangi“. — Mér kemur slík yfir- lýsing kynlega fyrir sjónir. En er það svo, að Framsóknarmenn ; skáki í þessu skjóli? Loks segir Dulles: „Þetta vandamál og allt, er að því lýt- ur, verður án efa rætt næstu mánuðina. En ég held ekki, að það beri vott um annað en þá ósk, að fækkað verði hernum eins mikið og hægt er af öryggis- ástæðum. Spumingin um það, hvernig það megi gera, án þess að örygginu verði stofnað í j hættu, er mál, sem sennilega j verður rætt á einhverjum funda I okkar í Atlantshafsbandalaginu“. Ef Tíminn og Alþýðublaðið telja þessi ummælí málstað sin- um til framdráttar, þá hefi ég ekki annað um það að segja en: — Þeir um það! En víðar blása vindar en úr vestri! Það má' marka af fögnuði hinna rússnesku kommúnista yfir því, sem að Alþingi íslands hefir ályktað. Innan um fréttirnar að austan um það, að fyrrum utanríkisráð- herra Ungverjalands, Rajk, hafi verið hengdur saklaus — þó að hann hafi sjálfur lesið upp í marga klukkutíma játningar um sekt sína — að Stalín hafi verið miskunnarlaus fjöldamorðingi og banamaður eiginkonu sinnar — má lesa, að Rússar telja álykt.un Alþingis sprottna af „ættjarðar- ást“ íslendinga! i Reyndar vissu þeir, hvað verða mundi, fyrirfram, að því er utan- ríkisráðherra þeirra, Molotov, hefi upplýst í viðtali við sænsk- an blaðamann — af því að Rúss- arnir eiga svo marga vini á ís- landi. Vissu Hermann og Gylfi, að þeir væru í þessum vandaða félagsskap? — Ég veit, að ég er farinn að fjölyrða um það, sem flestir hugsa nú um og vera mun m. a. ástæða þess, að kommúnistaflokk urinn hefir nú enga í framboði við í hönd fárandi kosningar, en flokksmenn hans fela sig á bak við verkalýðs- óg álþýðusam- tökin, — í hinu svokallaða „Al- þýðubandalagi“. Fer ég ekki um þetta fleiri orðum, en lýk máli mínu með eftirfarandi orðum: HIN ISLEN/KA STEFNA: H\ er er stefna Sjálfstæðis- j manna almennt um meðfeið 1 utanríkismála og sérstak-ega sambandi við varnarmálin? Og i hverju hefir frá þessari stefr.ru verið brugðið, sem að mírrum : dómi er ekki aðeins okkar st:eír4t, heldur á að vera — hefir verfð og er hin íslenzka stefna: 1. Veigamiklar ákvarðanir um örj-ggismál þjóðarinnar seu ekki teknar, nema að yel undirbúnu og rannsökuða. máli. Frá þessu hefir verið vikið þannig: Engar greinargerðtr né rannsóknir liggja fyrír innan ríkisstjórnar eða Al- þingis, sem álvktun Alþingis getur grundvalíast á. 2. Þess sé vandlega freistaðj, að ná samstöðu lýðræðisílokk- anna um þær ákva: ðann; sem teknar eru. Látið hefir verið '0110:«’ höfuð leggjast að reyna að ' tryggja samstöðu flok t.a um málið — en það þess í stað gert að samningsmáli i sam- bandi við væntanlegt kosn- ingabandalag tveggja flokka 3. Áður en ákvörðun um upp- sögn varnarsamningsins sé tekin fari fram endurskoðun hans í samræmi við 7. gr samningsins, og fyrst þegár niðurstöður þeirrar endur- . skoðunar liggja fyrir, séu ákvarðanir teknar um upp- sögn. Ákvörðun um uppsögn. varnarsamningsins er nú tek- ; in áður en fyrir liggja niður- stöður eftir lögboðr.a ertdur- skoðun samkv. 7. gr. — þ. e. alveg án tillits til þess hverj- ar þær ei’u. 4. Lögð sé megináherzia á, að erlendur her dvelji ekki lengur l.landinu en nauðsyn krefur vegna öryggis þess, eins og fram kemur i sjálfum j varnarsamningnum, og er utanrikisráðherra skylt að i vaka yfir því á hverjum tima j og hafa forustuna urn, að þeirri stefnu sé framfylgt. ! Menn getur greint á um j gildi hervarna til öryggis iawcS j inu. En um hitt verður ekkl deilt, að það er með öllu óverj j andi og ábyrgðarlaus afstaða j að fara með sjálf öryggismál ; þjóðarinnar eins og mi hefir I verið gert, þar sem þasii era j beinlínis gerð að samningá- i máli milli tveggja fiokka íij ráðagerðum þeirra um alls- j herjar atkvæðaverzlun með I kjósendur landsins. Eru ófyrirsjáanlegar afleið- ingarnar af slikri ráðs- mennsku, bæði inn á við í landinu og út á við í skiptum okkar við bandalagsþ jóðlr. sem sýnt liafa okkur fyllsta trausí í hvívetna. Það verður nú m.a. verk- j efni íslenzkra kjósenda í kosn- ingunum eftir tvo mánuði, að kveða upp úr um það, hvort fólkið vill að við höldum áfram hefðbundinni. íslenzkri utanríkisstefnu í samræmi við þá afstöðu, sem SjálfslæðlS- menn hafa mótað, eða h' ort a að draga utanrikismálin niður í svaðið, eins og nú hefir verið gert, sem leiða mundl fljótt ttl þess að ísland glataðí þeirri virðingu og trausti, sem þjóð- ín hefir fram til þessa áunnitf sér á alþjóðlegum vettvangi. Cefur 15 ])íis. kr. HAFNARFIRÐI — Barnaverndar félag Hafnarfiarðar hélt aðal- fund sinn fyrir skömmu. — A fundinum var samþykkt tJlaga frá stjórn félagsins um að g'eía 1 15 þúsund krónur til kennslu- og leiktækja innanhúss til dag- heimilisins á Hörðuvöllum. j í stjórn félagsins voru kosnir ! Jóhann Þorsteinsson formaðui ' ■ Sigríður Sæland, Stefan Julíus ' I son, Sólveig Eyjólfsdóttir oe j i mgibjörg Jónsdóttir. —G.E.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.