Morgunblaðið - 08.05.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1956, Blaðsíða 1
16 síður At(kbsku 103. tbl. — Þriðjudagur 8. maí 1956 Prentsmtðjft Morguiiblatiuu Samþykkt ráðherrafundar NATO i Paris: Hernaðsrlegt öryggi líisnaa3syn Dr. Kristinn Guðmundsson tók ekki til máls á fundinum um hina nýju afstoðu Islands RÁÐHERRAFUNDUR Atlantshafsbarídalagsins, sem hald- inn var dagana 4.—5. þ. m. í París undir forsæti dr. Kristins Guðmundssonar, utanríkisráðherra, samþykkti ályktun varðandi afstöðu bandalagsins innbyrðis og út á við. í yfirlýsingunni er lögð á það áherzla, að Atlantshafs- ríkin megi ekki slaka á viðbúnaði sínum og verði að efla samheldni sína og styrk. Atlantshafsbandalagið heldur áfram að vera fyrst og fremst hernaðarlegt bandalag til varnar, eins og það hefir verið. — í ályktuninni segir svo m. a.: „Þær ástæður, sem lágu til stofnunar Atlantshafs- bandalagsins eru enn í gildi. Ekkert hefir miðað í þá átt að leysa tiltekin stórkostlega þýðingarmikil vandamál Evrópu, svo sem sameiningu frjáls Þýzkalands, sem verður að leysa á þann hátt, að það samrýmist eðlilegri nauðsyn allra aðila á öryggi.“ „Vestrænar þjóðir geta ekkert slakað á viðbúnaði sín- um, þar til þessi vandamál hafa verið leyst og þar til samkomulag hefur náðst um afvopnun, sem sjái fyrir nauðsynlegu öryggi allra og fullnægjandi eftirliti hefir verið komið á.“ „Herbúnaður Sovétríkjanna heldur stöðugt áfram að aukast. Öryggi er þess vegna lífsnauðsyn og Atlantshafs- ríkin verða að halda áfram að efla fyrst og fremst sam- heldni sína og styrkleika.“ Það vekur athygli, að dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkis- ráðherra, undirritar þessa yfirlýsingu fyrir íslands hönd. Þegar forsœtisráðhcrra lagði af stað í Þýzkalanetsförina Hann tók alls ekki til máls á fundinum og skýrði ekki frá að nokkur stefnubreyting væri í vændum gagnvart bandalaginu af hálfu íslands. Á sama tíma sem gerð er um það ályktun á Alþingi hér heima, að gerbreyta um stefnu gagn- vart varnarsamtökum vestrænna þjóða og svipta þær aðstöðu þeirra hér á landi, sem yrði til að veikja Atlantshafsbandalagið, gefur íslenzki utanríkisráðherr- ann út yfirlýsingu með 14 öðrum ráðherrum bandaíagsins um að öryggi sé lífsnauðsyn og að At- lantshafsríkin verði að halda á- fram að efla samheldni sína og styrkleika. Slík tvöfeldni mun vera fátíð • í viðskiptum þjóða á milli og munu bandamenn íslands vera í: enn meiri vafa en áður, hver sé' hin raunverulega afstaða lands-1 ins til samtaka hinna vestrænu < þjóða. — Eins og getið var umí í blaðinu á sunnudaginn, hefur1 það orðið ofan á að fresta að ræða samþykkt Alþingis innan bandalagsins þar til kosningar hér séu afstaðnar. Gefur það bendingu um að innan banda- lagsins sé litið svo á, að sam- þykkt Alþingis hafi verið kosn- ingabrella, sem ekki sé á að beggja og afstaða dr. Kristins á fundinum bendir í sömu átt. Þessi mynd var tekin þegar Ólafur Xhors forsæíisráðherra lagði upp í hina opinbeu heimsókn til dr. Konrads Adenauers kanslara Vestur-Þýzkalands. Var það á sunnudagsmorguninn. Á miðri nyndinni sést forsætisráðherra á ljósum frakka en til hægri frú Oppler, kona þýzka sendiherrans hér, frú Ingibjörg Thors, frú Elsa Guðmundsson, kona dr. Kristins Guðmundssonar, dr. Oppler sendi- herra, Jón Magnússon féttastjóri, Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi, Henrik Sv. Björnsson ráðu- neytisstjóri og Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. — Til vinstri á myndinni er áhöfn Gullfaxa, en flugstjóri í þessari ferð var Jóhannes Snorrason yfirflugstjóri. (Ljósm. P. Thomsen). Forsætisráðherra íslands í Bonn Sat i gær boð forseta og íorsætis- ráðherra V.-Þýzka!ands ASUNNUDAGSMORGUNINN lagði Ólafur Thors forsætisrái- herra, frú hans og fylgdarlið af stað í hina opinberu heimsókn til dr. Konrads Adenauers forsætisráðherra Vestur-Þýzkalands. Fór hann með Guílfaxa Flugfélags íslands og var haldið til Hamborg- ar. Gekk ferðin þangað ágætlega. í gær sat forsætisráðherra hádegisveðarboð dr. Heuss, forseta Sambandslýðveldisins og í gærkveldi kvöldverðarboð hjá dr. Adenauer. Forsætisráðuneytið gaf í gærkveldi út svohljáðandi fréttatil- kynningu um fyrsta dag heimsóknarinnar. Tilkpmkg Mœatsholsráðsias Tilkynning Atlantshafsráðsins sem birt var á laugardagskvöld- ið, hljóðar svo orðrétt (skv. einka skeyti frá Reuter til Morgun- blaðsins): „Atlantshafsríkin gerðu fyrir sjö árum með sér Norður-Atltnts hafssáttmálann til þess að mæta ógnun kommúnista við sameigin- legar hugsjónir þeirra og menn- ingu. Um nokkurt skeið höfðu þau séð stofnað í voða öll- um mannréltindum, sem þjóðir þeirra telja nauðsynleg lífi og frelsi, einkum þingbundinn; ríkis stjórn, frelsi einstaklingsins, rétt arskipulagi og prentfrelsi. Með hvarfi hins síðasta frjálsa stjórn- arfars í Austur-Evrópu, þ. e. í Tékkóslóvakíu, með flutninga- banninu í Berlín árið 1948 og með innrásinni í Kóreu tveimur árum síðar, töldu hinar frjálsu þjóðir : mælinn orðinn fullan. Þörf sam- 1 eiginlegra varna var þeim mun augljósari, sem hinar frjálsu þjóðir höfðu afvopnazt eftir síð- ari heimsstyrjöldina. Þetta voru ástæðurnar til þess að Norður Atlantshafsbandalagið var stofn- að og herveldi þess byggt upp, og þetta er orsökin til þess að byrð- arnar sem bera hefir orðið til þess að geta varið Atlantshafssamfé- lagið hafa upp frá þeirri stundu verið bornar sameiginlega. Atlantshafsríkin hafa ekki hald ið uppi sameiginlegum varnarað- j gerðum án árangurs. Þær hafa með góðum árangri bægt frá árás Sovétríkjanna í Evrópu og hafa stuðlað að því að Sovétstjórnin hefir tekið upp stjórnmálastefnu, Framh. á bls. 10 ftlafo þféða VVASHINGTON i gær: — Eisen- hower forseti skýrði ameríska þinginu frá því í dag að stjórn hans væri með ráðagerðir um að senda kjarnorkuvopn til þátt- tökuríkjanna í NATO. ★ TÍTÓ í P4RÍS PARÍS í gærkvöldi: — Tuttugu þúsund hermenn og slökkviliðs- menn si.oöu vörð rneöfram leið- inni sem Tito marskálkur og föru neyti hans ók um er marskálkur- inn kom í opinbera heimsókn til Parísarborgar í morgun. 80 júgóslafncskir útlagar hafa verið sendir til Korsiku og munu dvelja þar þá 6 daga, sem Tito dvelur í Frakklandi. Aðrir júgó- slafneskir útlagar eru undir lög- reglueftirliti. Félag júgóslafneskra útlaga í Frakklandi hefir beðið Coty Frakklandsforseta að koma á l'ramfæri við Tito beiðni um að 230 þús. Serbar, Króatar og Slovenar sem útlagarnir segja að sitji í fangelsum og fangabúðum í Jiigóslafíu, verði látnir lausir. Hinar miklu varúðarráðstaf- anir rifja upp morðið á Alexand- er, konungi Júgóslafa, er hann kom í opinbera heimsókn til Frakklands árið 1934. Enginn júgóslafneskur þjóðhöfðingi hefir komið til Frakklands síðan, eða OPERUSYNING I HAMBORG Forsætisráðherra og föruneyti hans komu til Hamborgar með Gullfaxa á áætluðum komutíma sunnudaginn 6. maí eftir ágæta ferð. í flugvélinni bauð Flug- félag íslands til hádegisverðar, en framreiðsluna annaðist Þor- valdur Guðmundsson, forstjóri Þjóðleikhúskj allarans. Á flugvellinum í Hamborg var dr. Kristinn Guðmundsson, utan- * rikisráðherra, sem nýkominn var af fundi Atlantshafsbandalags- ins, ásamt dr. Helga P. Briem og konu hans og Árna Siemsen, ræð- ismanni, sem ávarpaði gestina og bauð þá velkomna. Á flugvellin- um voru ennfremur staddir dr. Dannmeyer, prófessor, formaður Þýzk-íslenzka félagsins, fulltrú- ar utanríkisráðuneytisins í Bonn, ! Mohr stallari, og frú Svood, full- trúi borgarstjórnar Hamborgar. Ráðherrafrúnum voru færðir blómvendir við komuna. Síðan var haldið til Hótel Vier Jahreszeiten og þar snædd- ' ur kvöldverður. Að loknum kvöldverði voru gestirnir við- staddir sýningu á ÐonCarlos eft- ir Verdi í Óperuhúsi Hamborgar. KOMÍÐ TIL BONN Að lokinni óperusýningunni var haldið með næturlest til Bonn og komið þangað kl. 9,30 í morgun. í Bonn tóku á móti hinum íslenzku gestum forsæt- isráðherrann dr. Adenauer, utan- ríkisráðherrann dr. von Brentano, ráðuneytisstjórinn dr. Hallstein, forsetaritari dr. Klaiber von Welck, yfirmaður utanlands- deildar utanríkisráðuneytisins, dr. Globke, ráðuneytisstjóri for- sætisráðuneytistns og fleiri em- bættismenn Sambandslýðveldis- ins. Ennfremur borgarstjórinn í Bonn og borgarritari, starfsmenn íslenzka sendiráðsins og margir aðrir embættismenn ríkis og bæjar. Síðan var haldið til Hótel Petersberg í Bonn, þar sem ráð- herrarnir og föruneyti þeirra sem nefnd hefir verið „samstaða". i?*iunh. á bW. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.