Morgunblaðið - 08.05.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.1956, Blaðsíða 8
8 MORGUty isLAblÐ Þriðjudagur 8. maí 1956 $¥0atttMaMfe ÍJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk, Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason trk VigSf, Lesbók: Ami Óla, sími 304*. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinssom. fíiistjóm, auglýsingar og afgreiSsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriítargjald kr. 20.00 á mánuði ínnaalaada I lausasölu 1 króna eintakiS. Kosningabrellur og alþjóðatraust ÞEGAR sambandslögin voru sett 1918 var ráð fyrir því gert, að Danmörk færi með utan- ríkismál íslands. íslendingar höfðu þá aldrei farið með þau mál og höfðu engin sendiráð né konsúlöt. En það var auðvitað bæði mik- ið metnaðar- og hagsmunamál, að landsmenn gætu sem fyrst tekið þessi mál í eigin hendur, enda var að því stefnt. í kringum sendiráð íslands í Kaupmanna- höfn skapaðist vísir að íslenzkri utanríkisþjónustu, sem var til taks þegar ísland slitnaði úr sam- bandi við Danmörku, við hernám hennar og svo þegar íslenzka lýð- veldið var stofnað 1944. Við höfum áunnið okkur traust Það tókst fljótt og undravel að byggja það kerfi sem utanríkis- þjónustan byggist á. Eftir styrj- öldina gátu íslendingar séð fyrir sér sjálfir í þe.isum efnum og tókust á hendur víðtæka þátt- töku í alþjóðlegu samstarfi. Til utanríkisþjónustunnar völdust ágætir menn með brennandi á- huga á að vinna landi sínu gagn og verða því til sóma. Hér heima tókst yfirstjórn þessara mála mjög vel en þar munu lengi sjást menjar um forystu Bjarna Bene- ditkssonar á þeirn tíma, sem hann var utanríkisráðherra. Það höfðu margir kviðið fyrir því, að við hefðum ekki mönn- j um á að skipa, sem kynnu leik- reglur í alþjóðamálum og gætu yfirleitt þannig á þeim haldið, að þátttaka okkar yrði landinu til gagns og sóma og svaraði þeim kostnaði, sem um væri að ræða. En þetta fór allt á annan veg. í íslendingar fengu sóma af framkomu sinni á alþjóða- vettvangi. Þeir hlutu verðugt I traust hinna stærri þjóða og j voru meðal stórþjoða taldir í hópi þeirra smárikja, sem ó- hætt væri að treysta. Voru íslendingar þar lagðir að jöfnu við aðrar Norðurlanda- þjóðir en þær eru alls staðar taldar meðal hinna áreiðan- legustu í viðskiptum þjóða á milli. Eining, sem rofnaði Eu nú hefur álit íslands og traust okkar sem þáttakenda í samstarfi þjóða á milli, beðið alvarlegan hnekki. Við höfðum borið gæfu til að standa að mestu saman um meginstefnuna í utanríkismálunum. Sjálfstæð- isflokkurinn, Framsókn og Al- þýðuflokkurinn höfðu samstöðu, sem átti að tryggja öryggi og festu í stefnu þeasara mála. Ein- ungis kommúnistar og nánustu fylgifiskar þeirra höfðu aðra skoðun, sem allir vissu hvaðan komin var og engum kom á ó- vart. Það var fyrst nú í vor, sem einingin um utanríkismálin rofn- aði á óvæntan og óheppilegan hátt, svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Annar stærsti flokkur Alþingis — Framsókn — gerði samþykkt á flokksþingi sínu um 1 nýja stefnu í utanríkismálum. Þessi ákvörðun var tekin án sam- 1 ráðs við aðra og án allrar at- ! hugunar. ★ Þessi samþykkt, sem gerð var í flaustri á flokksþingi ÚR DAGLEGA LÍFINU .... .. eins stjórnmálaflokks var svo í flýti flutt inn á Alþingi og barin þar í gegn án nokkurrar frekari athugunar. Sjálfstæð- ismenn reyndu að ná sam- komulagi um að málið fengi þá athugun sem þyrfti og bentu á allmörg skýrt tiitek- in atriði, sem rannsaka þyrfti áður en svo þýðingarmikil ályktun væri gerð, eins og hér væri um að ræða. Ennfremur var á það bent að sú laga- setning, sem liggur til grund- vallar þátttöku okkar í NATO gerði ráð fyrir tiltekinni með- ferð málsins en þeim lögum væri ekki fullnægt með þeirri aðferð, sem höfð væri. Þannig var hér um fvö megin- atriði að ræða: í fyrsta lagi var afstaða okkar sjálfra enn fullkomlega óathuguð og ó- rökstudd og í öðru lagi var ekki hirt um að kynna sér af- stöðu bandalags-þjóða okkar, eins og samið hafði verið um og því brotnar á þeim þær reglur, sem við höfðum sjálf- ir sett og samið um. Engin ástæða til slíkrar framkomu Með slíku atferli höfum við íslendingar brugðizt okkur sjálf- um og er það að vísu illt, en verra er þó að hafa um leið fyrirgert trausti okkar meðal þeirra, sem við höfum af fúsum og frjálsum vilja gert bandalag við, með því að brjóta á þeim samninga og haga okkur að öllu leyti gáleysislega. í þessu sam- bandi verður að hafa það hug- fast að í samstarfi þjóða á milli er litið á slíka framkomu með alvarlegum augum. Þessar þjóðir hafa alltaf og allstaðar látið okk- ur njóta fyllsta réttar og aldrei brotið á okkur orð né eiða. Róðrarmennirnir á feneysku gondólunum munu nú hverfa, en í þeirra stað koma vélamenn. HRINCEKJAN © FYRIR nokkrum órum var Stachanov þjóðhetja í Rússlandi. Þið kannizt auðvitað ekkert við Stachanov, því að hvorki bjó hann í Kreml — eða var góður skákmaður. Hann var hins vegar VeU ancli Árij^ar: jf) hefur skrifað mér eftir- farandi: „Kæri Velvakandi Þar sem þú leysir margar þrautir manna, langar mig til að biðja þig um að koma eftirfar- andi á framfæri og ±á svar við því: Nú þegar knattspyrnumótin eru hafin, þó eru eins og venju- lega umræður og þrætur hafnar um leið. Það, sem þrætan stend- ur um núna er það, hvort leyfi- legt sé að hafa nema einn kapp- leik á sama tíma hverju sinni hér í Reykjavík — og hvort KSÍ hafi þá leyfi til að vera með nám- skeið á sama tíma og knattspyrnu leikur fer fram. ^ * ,*•**, —f o Við alla samninga hafa þær staðið og við höfum notið mik- ils góðs fjárhagslega og á ann- an hátt af þátttöku okkar í samtökum hinna vestrænu þjóða. Við höfum því enga ástæðu til að koma þannig fram við þessar þjóðir að ekki sé farið eftir settum reglum. Þar scm biellur eiga ekki við Við íslendingar verðum ætíð að hafa það í huga að þó við teljum að við getum leyft okkur ýms brögð og jafnvel hrekki, hver gegn öðrum, í innanlands- málum, sem er þó full illt, þá getum við ekki leyft okkur ó- vandaða framkomu við aðrar þjóðir. Það gengur glæpi næst að fara moð viðkvæm og þýð- ingarmikil utanríkismál eins og væru þau kosningamál hér innan lands. Við íslendingar þurfum á því að halda að njóta trausts annara og því trausti megum við ekki spilla með kosninga- brellum og annarles-um kenj- um. Það getur orðið okkur dýrt að það orð komist á, að okkur sé illa treystandi. Við megum ekki við því að falla úr þeim flokki traustverðra þjóða, sem við höfðum áunnið okkur að teljast til. Þrætan er út af því, að í leik, sem leikinn var á íþróttaveliin- um þ. 30. apríl sl. var ákveðinn dómari gefinn upp í prentaðri leikskrá. En eftir þvi sém mér er tjáð neitaði hann að dæma þenn- an leik, vegna þess, að hann var ákveðinn í að mæta á umræddu námskeiði KSÍ, svo að annar maður varð að taka stöðu hans á vellinum. Nú er ég ekki með þessari fyrir spurn að kasta neinni rýrð á þann, sem tók að sér að dæma þennan leik. Hann hefur fórnað áðurnefndum námskeiðstíma til þess, að leikurinn gæti farið fram og á hann þakkir skildar fyrir það, því að eins og álagið er nú orðið á íþróttavellinum hér, veitir ekki af, að gerð verði áætl- un og niðurröðun leikja geti staðizt. — Með fyrirfram þakk- læti fyrir aðstoðina. — G.P.“ Svar: Það er óleyfilegt að fleiri en einn knattspyrnuleikur fari fram í senn, enda hefur það ekki verið gert hingað til. Hins vegar er ekkert sem bannar KSÍ að hafa námskeið samtímis knattspyrnu- leikjum, ef því sýnist svo. Þess má geta að námskeið það, sem staðið hefur yfir að undanförnu, hefur verið haldið fyrir knatt- spyrnudómara, en ekki knatt- spyrnumenn almennt og var ráð- inn til kennslunnar enskur sér- fræðingur, einn hinn færasti í heiminum á þessu sviði. Var hann nokkuð tímabundinn hér, svo að hraða varð námskeiðinu eftir föngum. Ymis vandamál SÖRLI“ hefur ýmsar spurning- ar fram að færa: ,,Er leyfilegt að selja kjallara þannig, að honum fylgi ekki hluti af viðkomandi lóð? Er leyfilegt að banna börnum, sem búa í kjall ara, að vera á lóð viðkomandi húss, á sama tíma sem börnum úr nágrannahúsum er leyft það? Er leyfilegt, þegar kjallari og efrihæð hafa sameiginlega upp- hitun, að þeir, sem á efri hæðinni búa, loki fyrir hitann þegar þeim sýnist — eða þegar þeir fara sjálf ir út, án tillits til þeirra, sem í kjallaranum búa?“ Gerir lífið leitt SÖRLI er augsýnilega einn þeirra, sem á í brösum við sambýlinga sína. Það er afleitt þegar nágrannar, sem í rauninni eiga svo mikið hvor undir öðrum, þurfa sífellt að standa í þrætum og illindum sín á milli. Þetta ger- ir þá bókstaflega að verri mann- eskjum og lífið allt erfiðara og óskemmtilegra. Ákaflega oft er hér um að kenna stirfni og þrá- lyndi annars eða beggja aðila og ef hvorugur vill reyna að fara sáttaleiðina og slá ofurlítið af sínum kröfum til að koma á móti hinum, geta þeir verið vissir um, að deilan og óvildin gera ekki annað en að magnast dag frá degi, þar til deiluaðilum verður ekki líft hvorum fyrir öðmm. Já, þá er nú komið í óefni að marki. Samningar og samkomulag UM fyrstu spurningu Sörla hef ég því til að svara, að ég tel sjálfsagt að hér sé um að ræða venjulegt kaupsamningsatriði, þ. e. stundum kunna lóðaréttindi að fylgja húskaupum, stundum ekki, eftir því sem um er samið, er kaupin voru gerð. Önnur spurn- ingin, um börn á lóðum, er per- sónulegri og kemur þar fyrst og fremst til góðvilji og Jipurð lóðar eigandans, en vafalaust hefur hann rétt til að banna börnum og öðrum, sem honum sýnist. af- not af lóð, sem er hans séreign. Þriðja spurningin, um hitann, er það óljós, að erfitt er að gefa á- kveðið svar við henni, en að sjálf- sögðu ættu þeir, sem búa á efri hæðinni að taka tillit til þess, að langoftast hitnar bæði seinna og minna í kjöllurum en efri hæð- um húsa. Annars mun víðast, þar sem er sameiginleg upphitun gengið frá ákveðnu samkomu- lagi um hitann og þá er auðvitað skylt og rétt að haga sér sam- kvæmt því sem nákvæmlegast til að forðast alla árekstra. sagður vinna á við 4—5 verka- menn, og hvöttu ráðamennirnir í Kreml aðra borgara til þess að fylgja því góða fordæmi. í mörg ár var Stachanov aðalumræðu- efni í blöðum og útvarpi — og menn fóru að halda að þessi Stachanov væri einhver eilífðar- vél. En svo var þó ekki, því að lengur má ekki minnast á Stac- hanov þar eystra, hvort sem það er af því að hann hefur farið fram á hærra kaup, eða þá að hann hefur gengið út af línunni. — ★ — © Ahnar maður hefur nú tekið sæti hans, því að nafn Schamach- mudovs klyngir nú í eyrum manna þar austur frá — á göt- um og gatnamótum. Menn eru ó- spart hvattir til að taka mann þennan með langa nafninu sér til fyrirmyndar, því að Krúsjeff sagði í ræðu fyrir skömmu: „Við þurfum fleira fólk, og þrátt fyrir að við fengjum 100 milljónir í viðbót við þær 200 milljónir, sem við höfum — þá væri það allt of lítið“. Schamachmudov er nefni- lega 14 barna faðir — og nú hvet- ur Krúsjeff alla dugandi menn til þess ao fara að ráði þessa önd- vegismanns. Til þess að gylla enn fyrir fólkinu þann heiður, sem maðurinn með langa nafið hefur hlotið, hefur Krúsjeff látið sæma hann æðsta heiðursmerki Ráð- stjórnarinnar. Þeir austanmenn vita þá þar með hver skilyrðin eru, til þess að hljóta þennan mikla heiður. | — ★ — © En það er ekki aðeins í Rúss- landi, sem á að útrýma rómantík- inni. Feneyjar hafa verið neims- frægar fyrir þá rómantík og frið, sem þar umveíur allt. AUt til þessa dags hefur það verið heit- asta osk njonaeína í allri Evrópu, að eyða hveitibrauðsdögunum á gondólum í síkjum þessarar draumaborgar. En friðurinn hef- ur nú verið rofinn í Fenevjum eins og víða annars staðar, því að : gondóiaeigeadur hafa nú fengið sér utanborðsvélar á báta sína —■ og borgin er nú eins og stór ver- stöð, laus við alla rómantík og unað, segja ferðamenn. — ★ — ® Englendingar eru þeir, sem einna Jengsr ætla að viðhalda gömlum venjum, og ekkert nema gott eitt um það að segja, þrátt fyrir að framkoma þeirra virðist okkur stundum æði brosleg. Frakkar gera mikið gys að Eng- lendingum fyrir kurteisisvenjur og gamalt umstang, og hér er ein góð: — ★ — @ Fyrir nokkru sökk farþega- skip á Ermarsundi með fjölda farþega innanborðs. Mikið fát greip fólkið, og vörpuðu sér allir útbyrðis, sém vettlingi gátu vald- ið. Tveir „gentlemen“ svömluðu samhliða í sjónum og syntu lengi án þess að yrða hvor á annan. Allt í einu hefur annar upp raust sína, dálítið vandræðalegur: „Af- sakið herra minn, að ég skuli snúa mér til yðar án þess að við höfum verið kynntir, en getið þér ekki vísað mér stytztu leiðina til Dower.“ © Winston Churchill hefur að undanförnu verið að leita fyrir sér um gott húsnæði við Riviera- ströndina í S-Frakklandi. Heyrzt hefur að Greta Garbo ætli að selja honum höll sína á eyjunni Cap d’Ail, hálfa mílu út af Monte Carlo. Á sínum tíma kostaði höll- in Gretu 200,000 franka, enda er hún sérlega fögur, og á góðum stað. Á stríðsárunum var eyjan traust hervirki Þjóðverja. AKUREYRI, 2. maí: — Fyrir nokkru landaði togarinn Sval- bakur hér 130 tonnum af saltfiski og 30 tonnum af nýjum fiski. Togarinn Jörundur landaði hér 170 tonnum af nýjum fiski og 75 tonnum af saltfiski. — Fréttarit- ari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.