Morgunblaðið - 05.09.1956, Page 1

Morgunblaðið - 05.09.1956, Page 1
43. árgangur 202. tbl. — Miðvikudagur 5. september 1956. Prentsmiðja Morgunblaðsins Mew York Kfarald Tribune Rússar huía ekki breytt um stefnu — og öryggi NATOs er öryggi íslands Tíminn stingur forystugrein undir stól EFTIRFARANDI leiðari er úr bandaríska stórblaðinu New York Herald Tribune og birtist þar ekki alls fyrir löngu. Tíminn hefur gert sér far um upp á síðkastið að birta greinar úr þessu víðkunna blaði, m. a. nokkrar eftir Walter Lippman, frsegan bandarískan stjórnmálafréttaritara. Þar sem Tíminn virðist ekki hafa áhuga á að birta annað úr New York Herald Tribune en það sem hann heldur að geti gagnað „hinum nýju viðhorfum“ Tímaforkólfanna, fer aðalinntak forystugreinarinnar úr „Tribune" hér á eftir í lauslegri þýðingu. MIKIL.VÆG HERSTÖÐ í upphafi forystugreinarinnar getur blaðið þess að Alþingi fs- lendinga hafi samþykkt að reka Bandaríkjamenn frá Keflavíkur- flugvelli. Bandaríkjamenn hafi lagt hann og byggt mannvirkin fyrir 150 milljónir dollara. Síðan segir blaðið: Keflavíkurflugvöll- ur, sem er miðja vegu milli Moskvu og New York, er mjög mikilvægur fyrir allt hernaðar- flug á norðanverðu Atlantshafi, svo og fyrir alla loftflutninga á þessu svæði; einnig er hann mikil vægur viðkomustaður þrýsti- Koupmáttur launanna hefði orðið meiri ef tillogur Sjálfstæðismanna hefða verið framkvæmdar Biiið milli kaupgjaldsvísitöiu og framíærslu- vísitölu nú 8 stig til érsloka EINS og kunnugt er lögðu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í fyrrverandi ríkisstjórn fram tillögur í stjórninni í byrj- un marzmánaðar s. I. um niðurgreiðslur á nokkrum helztu neyzluvörum almenniugs í því skyni að stöðva vöxt dýr- tíðarinnar og koma i veg fyrir hækkun framleiðslukostn- aðar í landinu. Framsóknarflokkurinn snerist gegn þessum tillögum og varð því ekki úr framkvæmd þeirra. Báru ráðherrar hans því við, að hér væri um bráðabirgðaúrræði að ræða. KOMA EKKI AÐ SAMA GAGNI Nú hefur hin nýja ríkisstjórn gripið til ráðstafana, sem eru alger bráðabirgðaúrræði. Auk þess koma þau ekki að sama gagnl og ráðstafanir þær, sem Sjálfstæðismenn vildu láta gera til að halda dýrtíðinni niðri á s. I. vetri. Kaupgjaldsvisitalan var þá 173 stig, miðuð við vísitölu framfærslukostnaðar 1. febrúar, sem var 175.54 (176). Bilið milli framfærsluvísitölu og kaupgjaldsvísitölu var rúmlega 2 stig, og hefði vegna niðurgreiðslunnar orðið óbreytt 1. maí og 1. ágúst. MINNI KAUPMATTUR UAUNANNA í bráðabirgðalögum núverandi ríkisstjðrnar felst það, að bilið milli framfærsluvísitölu og kaupgjaldsvísitölu verður um 8 stig frá 1. ágúst til ársloka, og kaupmáttur launa sem því nemur minni. Með niðurgreiðslunum hefði kaupgjaldsvisitalan hald- izt í 173 stigum, kaupmáttur launa orðið að sama skapi meiri og hækkun á afurðaverði til bænda orðið nær helmingi minni en hún verður í haust vegna lægri til kostnaðar. Auk þessa hefðu sparazt margvíslegar upp- bætur til atvinnuveganna. HVORTVEGGJA BRAðABIRGÐAURRÆÐI Gera má ráð fyrir að niðurgreiðslur þessar hefðu kostað ríkissjóð um 25—30 millj. kr. tll ársloka, en eins og tekið hefur verið fram, var hér um bráðabirgðaúrræðl að ræða á sama hátt og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru aðeins hugsaðar sem bráðabirgðalausn. loftsorrustuvéla og radarstöðv- arnar mynda mjög mikilvægt varnarnet sem er hið nauðsyn- legasta, ef hætta er á ferðum. 18 MÁNUÐIR Síðan minnist blaðið á ríkis- stjórnina og heldur áfram: fs- land sagði að það ipundi taka við öllum stöðvum í Keflavík, þótt landið hefði hvorki her né flota. Einnig lýsti ríkisstjórnin því yfir að landið mundi halda áfram að vera í NATO, en bætti því jafn- framt við að erlendur her í land- inu væri ekki lengur nauðsyn- legur vegna þess að ástandið í heiminum væri nú betra en 1951, þegar samningurinn var undir- ritaður. 18 mánuðir verða þó að líða, áður en Bandaríkjaher verð- ur að fara af landi brott. AUKIN ÁHRIF RÚSSA — SVAR NATOS Þá minnist blaðið á verzlunina og bendir á, hversu Rússar hafa náð föstum tökum á henni, minn- ist síðan á „sendinefndir" o. þ. h. frá kommúnistaríkjunum og þá áherzlu sem þau virðast leggja á að komast hér til áhrifa. Reyni Rússar m. a. að færa sér í nyt þjóðernistilfinningar landsmanna — og sé óspart slegið á þá strengi. — Síðan segir blaðið: . . . Svar Atlantshafsráðsins (við fyrirspurn íslenzku stjórn arinnar um það, hvort nauð- synlegt væri að hafa hér her eða ekki) undirstrikaði það að nauðsynlegt sé að Bandaríkja- her verði áfram I landinu á vegum NATOS. Ríkisstjórn eyjarinnar getur auðvitað virt álit Atlantshafsráðsins að vett- ugi og krafizt þess að herinn hverfi á brott innan 18 mán- aða. Ráðamenn innan banda- lagsins eru uggandi yfir þeirri staðreynd að kommúnistar eiga fulltrúa í ríkisstjórninni, sem gæti haft aðgang að leynd arskjölum ráðsins fyrst ísland heldur áfram að vera í NATO. Hinum frjálsa heimi — og ekki sízt íslandi — yrði áreiðan- lega fyrir beztu að viðurkenna að Rússar hafa ekki með hin- um „nýju viðhorfum" sínum kastað fyrir borð heimsvalda- stefnu sinni. Einnig yrði hag hins frjálsa lieims bezt borgið, ef tekið væri tillit til svars Atlantshafsráðsins. ÖRYGGI BANDALAGS- ÞJÓÐANNA Blaðið lýkur þessum orðum sínum með því að vitna í álit Atlantshafsráðsins og segir: — Og „okkar öryggi“ er einnig öryggi íslands. Nú hefur Dior kveðið upp „haust-dóm“ sinn, og var hann kunn- gerður í París um mánaðarmótin. Hausttízka Diors hefur hlotið nafnið „segullinn“, en útlínur hausttízkunnar eru í líkingu við segul. Er ekki að efa, að „segullinn“ á eftir að draga aö sér marg- an kvenmanninn — því að Dior vandar mjög til smíðisgripa sinna — og minnast menn vel hve „vor-ör“ hans hitti vel í mark. Myndin að ofan þarf ekki frekari skýringa við — hér er segullinn kominn — og sennilega magnast aðdráttarafl hans með hverjum deginum sem líður. Nína enn í London, segir Moskva MOSKVA, 4. sept. — Stjórnar- deild nú í Moskvu, sem fer með íþróttamál, tilkynnti í dag, að rússneski kringlukast- arinn Nina Ponomareva, sem var ákærð fyrir að hafa stolið tveim höttu'm í verzlun einni í London á dögunum, mundi Heimsmel í 3000 m hlaupi MÁLMEY, 4. sept. — Gordon Pirie setti nýtt heimsmet í dag er hann hljóp 3000 metra hlaup í Málmey. Hljóp hann vegalengd- ina á 7:52,8 mín. Gamla metið átti Iharos frá Ungverjalandi og var það 2:55,6 mín. Pirie hafði áður jafnað þetta heimsmet Ihoros í Noregi, en hljóp nú svo glæsilega undir heimsmetstímanum. —Reuter. Hvað segir Masser? KAIRO, 4. sept. — Súez- nefndin mun í kvöld halda þriðja fund sinn með Nasser, og er þá búizt við því, aö Nasser láti í ljós álit sitt á til- lögu Dulles, sem Súez-nefnd- in skýrði fyrir honum í gær. í dag undirbjuggu báðir aðilar sig af kappi. Nasser ræddi við utrnríkisrá^'-'-rra sinn og fleiri áhrifamenn — og Súez-nefndin sat á löngum fundi. Er frétta af fundi Súez- nefndarinnar og Nassers beðið með mikilli eftirvæntingu, því að hann hefur enn verið hinn þögulasti í samskiptum sinum við nefndina — og búizt er við því, að hann láti gamminn geysa í kv«ld. London á fimmtudaginn. Færi hún með flugvél, sem kæmi við í Helsingfors á leið sinni til Moskvu. Hinir rússnesku iþróttamennirnir, sem fóru frá London í gær til Helsing- fors, munu koma til Moskvu á morgun með járnbrautar- lest. í dag skýrði talsmaður brezka utanríkisráðuneytisins frá því, að varautanríkisráð- herra Ráðstjórnarinnar, Kuz- netsov, hefði í gæt átt tal við brezka ambassadorinn i Moskvu. Sagði Rússinn, að hattamálið í London mundi hafa spyllandi áhrif á sambúð rikjanna. Lýsti hann þvi einn- ig yfir, að kæturnar á hendur Ninu væru falskar. — Reutei. Rússarnir ir af stab LONDON, 4. sept. — Moskvuút- varpið skýrði frá því i dag, að fyrsti hópur rússneskra hafn- sögumanna, sem færi til Súez, hefði lagt upp frá Leningrad í dag — til Moskvu á leið sinni til Kairo. — Reuter. Bengtson í Rússlandi Samkvæmt frásögn danskra blaða hefur sellosnillingurinn Erling Blöndal Bengtsson verið boðið í þriggja vikna hljómleika- för um Rússland. Með honum fer danskt tónskáld, Herman B. Koppel að nafni. Munu þeir fél- agar halda austur í byrjun októ- bermánaðar, og ferðast ti) h«lztu borga Rússlands, lagb

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.