Morgunblaðið - 14.10.1956, Page 2

Morgunblaðið - 14.10.1956, Page 2
2 MORGVNBL'AMÐ Sunnuáagur T4. oH. 1956 — Ræða Bjarna Benediktssonar Framh. af bls 1 för vamarliðsms, en þeir fara ekki dult með heldur taka ber- um orðum fram, að hér sé að- eins um áfanga að ræða, markið sé að fá ísland úr Atlantshafs- bandalaginu. Svo langt förum við aldrei, segja Alþýðuflokks- og Fram- sóknarmenn. En hvernig halda menn að fara muni, ef alvarlega verður tekinn sá áróður að í reyndinni sé ómögulegt að stjóma landinu án kommúnista, því að þeir geti með völdum sínum í verkalýðshreyfingunni ráðið úrslitum um efnahags- ástandið og vinnufriðinn? Fyrir þessari kenningu er ekki aðeins rekinn harður áróður innan stjómarflokkanna. Heldur hefur sjálfur forsætisráðherr- ann nú beitt sér fyrir að hindra samstarf lýðræðis- flokkanna innan verkalýðs- hreyfingarinnar, en slíkt leið- ir óhjákvæmilega tii alræðis kommúnista þar. Með slíkum aðförum eru kommúnistum fengin lokaráðin í íslenzkum stjórnmálum, og vitanlega eru það fyrst og fremst utanríkis- málin, sem þeir vilja ráða. KOMMÚNISTAR ÆTI.A AÐ TOGA HINA STIG AF STIGI En er ekki einmitt búið þann- ig um í þessari ríkisstjóm, að kommúnistar ráði engu um utan- ríkismálin , heldur hafi hinir flokkamir um þau samvinnu sín á milli og öll ráð? Víst veit ég ekki, hvernig nú- verandi ríkisstjórn hagar vinnu- brögðum sínum. Og ég játa, áð bæði Guðmundur I. Guðmunds- son og Emil Jónsson hafa með fyrri framkomu sinni unnið til trausts einmitt í utanríkismálun- um. Kemur það og sannarlega vel á vonda, þ. e. kommúnista og sálufélaga þeirra í stjórnar- flokkunum, að umboðsmenn nú- verandi ríkisstjórnar í vamar- málum eru einmitt Guðmundur I. Guðmundsson og Hans G. Andersen, sem nýlega hefur ver- ið gerður ambassador í Atlants- hafsráðinu, mennirnir sem voru í vamarmálanefnd, þegar eg fjall aði um þau mál, og unnu þar mjög gott verk, en við miklar og ómaklegar árásir kommúnistá og sumra Framsóknarmanna. En ráða þeir Guðmundur I. Guðmundsson og Emil Jónsson raunverulega stefnunni nú? Eða láta þeir teygja sig stig af stigi þangað til þeir eru komnir með ísland miklu lengra út á hina Fáar sýningar effir á Kjarnorkunni Nú er búið að sýna gamanleik- inn „Kjarnorku og kvenhylli" 58 sinnum alls og er ráðgert að sýn- ingum ljúki fyrir næstu mánaða- mót, enda eru nú tveir leikir í uppsiglingu hjá Ieikfél. Reykja- víkur, og lýkur brátt æfingum á þeim. — I*að eru þvi aðeins fáar sýningar eftir á Kjamorkunni, og því hver síðastur að sjá þennan skemmtiiega leik. kommúnistisku ófæru en þeir í upphafi ætluðu? VERZLUNARSAMNING- ARNIR í þessu eru verzlunarsamning- arnir gott dæmi. Við Sjálfstæð- ismenn höfum ætíð talið sjálf- sagt að hafa eðlileg skipti við Austur-Evrópuríkin og höfum raunar haft alla forystu í þeim efnum. Við gerðum þetta af því að við viljum forðast að efna- hagslíf okkar verði háð dutl- ungum nokkurs eins viðskipta- lands, heldur festi sem víðast rætur. Margir af ráðamönnum stjórnarflokkanna hafa þung- ar áhyggjur af því, hvernig nú horfir í þessum efnum, en hafa þeir kjark til nauðsyn- legra gagnráðstafana, eða láta þeir Hermann og kommúnista, sem hann á sitt pólitiska iíf undir, ráða ferðinni? SENDIFÖR VILHJÁLMS ÞÓRS Vilhjálmur Þór er einnig ein- kennilega valinn umboðsmaður kommúnistiskrar ríkisstjómar til að semja um varnarmálin í Washington. Allir vita um sér- stöðu Vilhjálms í þessum efn- um á Framsóknarflokksþinginu síðasta. En spumingin er nú: Hvort fylgir Vilhjálmur í þess- um erindrekstri eigin sannfær- ingu eða fyrirmælum forsætis- ráðherrans, sem miðar sínar gerðir í þessum efnum fyrst og fremst við að halda kommúnist- um í stjóm sinni? Er Vilhjáimur valinn til vest- urfarar vegna þess að Framsókn kunni nú betur að meta ráð hans í þessum efnum en i vetur, eða til að breiða vestur þar álitleg- an hjúp yfir raunverulegar fyr- irætlanir Framsóknar? ÓLÍKIR STARFSHÆTTIR Eins og ég áður sagði, veit ég ekki, hvað er í huga þessarra manna né hverjar fyrirætlanir þeirra í sannleika eru. Hitt verður að segja að stefnuyfir- lýsingarnar eru ekki heillavæn- legar og að vinnubrögðin til að framfylgja þeim eru nýstárleg. Á meðan ég var utanríkisráð- herra lagði ég megináherzlu á að halda samstarfi lýðræðis- flokkanna allra um utanríkis- málin. Þetta tókst lengst af, ekki aðeins meðan lýðræðisflokkamir allir voru saman í ríkisstjóm, heldur og eftir að Alþýðuflokk- urinn fór úr stjóminni. Við undirbúning og gerð varnarsamningsins 1951 var t. d. fullt samstarf við AI- þýðuflokkinn, þótt hann væri þá í eindreginni stjórnarand- stöðu. Um varnarsamninginn tókst m. a. s. víðtækara sam- starf en um inngöngu íslands í Atlantshafsbandalagið 1949, því að, eins og kunnugt er, skárust þá nokkrir úr leik af lýðræðissinnum, þ. á m. þrír núverandi ráðherrar Her- mann Jónasson, Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdi- marsson, áuk hins fjórða, kommúnistans Lúðvíks Jósefs sonar. SLIT Á SAMVINNU LÝÐRÆÐISMANNA Því miður reyndist Framsókn eftir að hún tók við meðferð ut- anríkismálanna ekki þeim vanda vaxin að halda þeim utan og ofan við innanlandsdeilurnar. Samþykktin illræmda á flokks- þinginu í vetur rauf algerlega einingu lýðræðisflokkanna um þessi mál og gerði þau að gjald- eyri til kaupa á fylgi kommún- ista. Sá maður, sem öðrum fremur bar ábyrgðina á öllum þeim að- förum, er núverandi forsætisráð- herra. Það er þess vegna ekki við því að búast, að stjóm hans reyni úr að bæta. Enda er raun- in sú, að einskis samstarfs hefur af þessari stjóm verið leitað við Sjálfstæðisflokkinn um meðferð utanríkismálanna, né hann lát- inn í nokkru fylgjast með því, sem þar er að gerast. Sá flokkur, sem 42,3% af kjósendum landsins fylgir, mest vann á við kosningarnar og áreiðanlega túlkar vilja meirihluta landsmanna ein- mitt í utanríkismálunum, er nú hvergi kvaddur til um meðferð þeirra. I þess stað virðist allt miða að því að finna úrræði til fullnægingar kröfum kommúnista, sem í þessum efnum umfram allt ganga algerlega erinda er- lends stórveldis. ÍSLENZK UTANRÍKISSTEFNA Gegn þessum staðreyndum stoða engar innantómar yfirlýs- ingar um fylgi við Atlantshafs- bandalagið. Það eru athafnir en ekki orð, sem úrslitum ráða. Það stoðar lítt, þótt Emil Jóns- son lýsir því á blaðamannafundi í Washington, að gagnstætt þriðja stjómarflokknum vilji bæði Alþýðuflokkur og Fram- sókn gott samstarf við Atlants- hafsbandalagið og séu m a. s. Bandaríkjunum mjög vinveittir, ef það er þriðji flokkurinn, sem ræður förinni og færir okkur óð- fluga í faðm einræðisaflanna austrænu. Af hálfu íslendinga er vinátta við allar þjóðir sjálfsögð. Við höfum ekki varnir hér af vin- áttu við annan eða fjandskap við hinn, heldur af því að þörf ís- lands segir til um þær. Það er íslenzk utanríkisstefna, sem fylgja ber og hún verður ekki ákveðin nema með frjálsri, heil- huga samvinnu lýðsræðismanna Iandsins. Við Sjálfstæðismenn munum hvarvetna vera á verði, en hvergi ríður meira á árvekni og ötulli málafylgju en í utanríkis- málumun, því að undir réttri lausn þeirra kann í senn að vera komið sjálfstæði íslands og heimsfriðurinn. Eitt margra atriða á Blaðamannakabarettinum sem geysihrifningu vekur eru hundarnir, sem leika stuttan leikþátt. Þeir tala í síma, spila á píanó og gera marga aðra nýstárlega hluti. (Ljósm. vig.) Röpv. Siprjónsson kominn úrvelheppnaðri hljómieikaför 17'OMHNN er til landsins Rögn- valdur Sigurjónss., píanóleik- ari, eftir snögga hljómleikaför til Noregs og Danmerkur. Varð hann þess heiðurs aðnjótandi að vera einleikari með Filharmon- isku hljómsveitinni í Ósló undir stjóm hins víðkunna stjómanda Thor Johansons. f gær átti Mbl. stutt samtal við Rögnvald um förina. — Ég er mjög ánægður með hana og það var einstakt tækifæri, sem mér bauðst er ég lék undir stjórn Thor Johansons c-dúr konsert Beethovens. Hann tók við hinni kunnu NBC-hljómsveit er Tosca- nini dróg sig í hlé. En aðalfrægð sína hefur hann hlotið fyrir stóm Sinfóníuhljómsveitarinnar í Cin- cinnati. — Voru dómar blaðanna hag- stæðir? NÝ VON FYRIB HÁLFBLINDA NEW YORK, 12. okt.: _ Á árs- þingi, sem Samtök blindra í Illinois héldu í New York nýlega, kom fram merkileg nýjung, sem veita mun fjölda fólks nýja von. Hér er um að ræða nýtt sjón- tæki, sem hjálpa mun mönnum með mjög takmarkaða sjón. Það er bandarískur augnlæknir, dr. William Feinbloom, sem fann upp þetta nýja tæki, og sýndi hann fulltrúum þingsins það. Sýningin fór fram með þeim hætti, að 20 mönnum með 2% sjón eða þar fyrir neðan, var fengið tækið, og síðan var björt- um ljósgeisla rennt yfir spjald fyrir framan þá. 14 þeirra sáu ljósið og stafina á spjaldinu, og þeir komu út úr skrifstofu lækn- isins hlæjandi og grátandi af gleði. „Það var eins og maður hefði lifað árum saman bak við læstar dyr og kæmi svo allt í einu út í dagsljósið“, sagði kona ein. „Ég hef ekki getað lesið síðan 1947, og nú sá ég bæði stafina á spjaldinu og myndirnar“. Onnur kona grét hljóðlega og hvíslaði: „Nú get ég séð báðar litlu dætur mínar vaxa upp“. Stúdent, sem varð að hætta há- skólanámi, fékk á ný vonina um að geta lokið prófi. Tæki dr. Feinblooms lítur út eins og óvenjuleg gleraugu, og það er notað eins og gleraugu. Fyrir hvoru auga eru tvær „rúð- ur“, og er sú fremri íbjúg með sterku stækkunargleri í miðju. Spegill á aftri „rúðunni" eykur ljósið. Stækkunarglerið stækkar myndina. Og íbjúga „rúðan“ víkkar sjónhringinn. Fossvogskirkja Ferming Ferming kl. 10,30 14. okt. Séra Gunnar Árnason. Ragnhild Dyrset, Hólmgarði 28 Lilja R. Eiríksdóttir, Réttarholti Sogamýri. Rafnhildur Björk Eiríksdóttir, Réttarholti, Sogamýri. Ásta Gústafsdóttir, Breiðholtsv. 7 Hildur Gústafsd., ’Breiðholtsv. 7 Elsa Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Akurgerði 46. Helgi Vattnes Kristjánsson, Þing- holtsbraut 23. Steingrímur Guðni P^tursson, Kársnesbraut 32. Magnús Ingjaldsson, Lækjar- bakka við Fífuhvamm. Lárus Sveinsson, Nýbýlaveg 14. Jónatan Hall, Bústaðabletti 4. Skúli Guðbjörn Jóhannesson, Steinagerði 12. Halldór Baldursson, Kópavogs- braut 39. — Já, yfirleitt voru þeir þa8 og ég fyrir mitt leyti ánægður með þá. Það er mikið átak að leika með stórum hljómsveitum þegar maður er óvanur sliku, sagði Rögnvaldur. — Fórstu til Hafnar? — Já, ég spilaði í Oddfellow- höllinni þar á miðvikudaginn. — Kaupmannahafnarblöðin tóku mér vel, en um einleikshljóm- leika var að ræða, með allfjöi- breyttri dagskrá. ÓSLÓ í gær fékk Mbl. i pósti nokkrar blaðaúrklippur um leik Rögnvald ar í Noregi og Danmörku. í Óslóblaðinu Nationen segir m.a. að Rögnvaldur hafi leikið snilld- arlega og búi yfir miklum skiln- ingi á verkinu. Eins fer blaðið „Vort land“ lofsamlegum orðum um hljómleikana og Rögnvald, sem blaðið segir að sýnt hafi á hljómleikum þessum að hann sé í tölu fremstu píanósnillinga og hafi mikil hrifning verið á hljóm leikunum og Rögnvaldur hylltur mjög. KAUPMANNAHÖFN Um hljór'leikana í Kaupmanna höfn segir Dagens Nyh., að hæfi- leikar Rögnvaldar séu miklir og tækni hans sé frábær og nefnir blaðið flutning hans á Bentzons- sinfóníu. Berlingatíðindi fara viðurkenn- ingarorðum um Rögnvald og leik hans. Hrósa þau honum fyrir snilldarflutning hans á verkum Schumanns. Þá segir Politiken um leik Rögnv. að hann hafi náð því sem alla píanista dreymi um: teknikinni, en fyrir það hafi Baeh-verkin liðið nokkuð í mef- förum hans, aftur á móti hr hann náð miklum og einlægum skilningi, er hann lék verk eftir Schumanns. ★ Rögnvaldur Sigurjónsson mun nú taka til starfa við píanó- kennslu við Tónlistarskólann og hann hyggur ekki til hljómleika- halds fyrst um sinn að minnsta kosti, þar eð skólinn og nemend- urnir taka tíma hans að mestu. IMorðmenn fapa á silfurnámi ÞRÍR flutningavagnar hlaðnir silfurmólmi óku frá hinni fornu námuborg Noregs, Kongsberg, nýlega og sneru ekki aftur. Þetta var síðasti silfuifiarmuirinn úr nómunni, sem á sér 300 ára sögu. Það var árið 1624, sem fyrst var farið að vinna silfur þarna uppi í fjöllunum og sama ár var byrj- að að byggja borgina. Norska stór þingið ákvað nýlega að loka nám unni, sem er rikiseign, þar sem hún var rekin með tapi. Hins vegar er myntsláttur Norðmanna enn í Kongsberg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.