Morgunblaðið - 14.10.1956, Síða 6

Morgunblaðið - 14.10.1956, Síða 6
6 M ORGVNBL'AÐIF Sunnudagur 14. okt. 1958 / fáum orbum sagt Gamla segir Siggrður Orsmsson rifjar upp gamlar msssíiiniar JEI, ég skal ssgja þér alveg eins og er: ég hef aldrei séð eftir því að hafa gefið út Ijóðabókina mína, Við langelda. Og ég hef alltaf gaman af því að blaða í henni. Ég iít oftast í hana með 4—5 ára millibili — og ég hef það aldrei á tilfinningunni að hún sé eftir mig. — Mér heíur aldrei fundizt hún vera nein æskusynd;- þvert á móti þykir mér gaman að hafa ort hana. Hún er kannski barna- leg á köflum, enda orti ég hana að mestu leyti fyrir tvítugs ald- ur. Einna bezt þykir mér kvæð- ið Karlínn. Það fjallar að vísu um ástarsorg, en hvað sem því líður var ég innan við tvo tíma að yrkja það og andagiftin var svo mögnuð að ég var kaldur upp að hnjám, þegar kvæðinu var lokið! Svona var þetta í þá daga. En það er orðið langt síð- an, já það er orðið langt síðan mér hefur ltólnað á fótunum. k k — TJTVAÐ varstu þá gamall, O þegar Karlinn birtist á prenti? — Mig minnir að ég hafi verið 18 ára. Það var í Fréttum. Þegar ég minnist á þetta, rifjast upp fyrir mér dálítið skemmtileg saga. Karlinn var nýkominn á prent og ég var á gangi um bæ- inn. Þá hitti ég á förnum vegi ríkan og rótgróinn útgerðarmann af Vestíjörðum. Hann kallar á mig, þakkar mér fyrir kvæðið og stingur að mér 200 krónum. Það var ekki neinn smáskilding- ur í þá daga, skal ég segja þér — og líklega hef ég aldrei fengið betri ritlaun. — Nei, ég skal trúa því. Og þú hefur auðvitað verið himinlif- andi. — Já, þú getur nærri, ég held nú það. Það var ekki mikið um aurana í þá daga. Maður var oft- ast staurblankur. — En sriltaf samt á einhverju ralli, eins pg gengur? — O-já-já. Svona eins og geng- ur um unga menn. — Annars var nú skáldskapurinn alltaf efstur á baugi. Og svo þurfti maður auð- vitað að koma út bók, en ég var samt orðinn 26 ára, þegar Við langelda kom út. — Ég var aldrei neitt hraeddur við að gefa hana út. Ungt skáld fær aldrei frið í sínum beinum, fyrr en það hefur gefið út ljóðabók. Og írá ljóð- rænu sjónarmiði séð fannst mér bókin boðleg, þótt mér væri ljóst að hún hefði ekki að geyma neinn stórbrotinn skáldskap. '’Ar 'A' — TjlVERNIG var það, Sigurður, XI varst þú ekki í skálda- bekknum? — Nei, ég er eldri en svo. En ég kynntist samt þessum „ungu sjenium". Tómasi kynntist ég til dæmis í háskóla. Ég vissi að hann orti og mig langaði að kynnast honum. Og mér féll einstaklega vel við hann frá upphafi, hann var öðruvísi en maður átti að venjast bæði í hugsunarhætti og framkomu. — Hvernig var með ykkur, ungu skáldin á þessum tíma, voruð þið ekki búin að fá ykkur íullsödd af ættjarðarljóðunum? — Jú-jú, og meira en það. Við vorum orðnir dauðleiðir á ætt- jarðar- og náttúrukvæðunum og okkur langaði að fara aðrar brautir en venja var. Ég man eitir því að ég var mjög hændur að gömlu íslenzku þjóðlögunum og viðlögunum og drakk þau í mig, þegar ég var í efri bekkjum Menntaskólans. Og svo var oft reynt að taka yrkisefni úr þjóð- sögunum. Ég orti nokkur kvæði í þessum anda og birti í Huldu. — Þá lá í loftinu aðdáun á þessum bókmenntagreinum. Og svo kom Davíð — og hjá honum samein- aðist þessi gahili og nýi tími frá- bærlega vel. — Hvernig var það, Sigurður, tóksíu skáldskapinn ákaflega há- tíðlega á skólaárum þínum? — Nei. Ég tók skáldskapinn aldrei hátíðlega og vinir mínir voru oft að skamma mig íyrir, hvað ég var hyskinn við þá hluti. — En þú hefur samt viljað gráta, eins og hinir? — Ha, við hvað áttu? — Ja, var ekki grátkveðskap- urinn upp á sitt bezta á þessum árum? — Jú, alveg rétt. Maður varð að gráta, eins og hinir! — Ann- ars var þessi tegund skáldskapar mjög í tízku hér sem annars staðar í heiminum. Manni leið aldrei vel, ef maður gat ekki fundið sorgina einhvers staðar. Samt voru engir hamingjusam- ari en þessi ungu, sorgbitnu skáld. — Þið hélduð vel hópinn, ungu skáldin? — Já. Og við lásum ljóðin hver íyrir annan. Svo hittumst við á Skjaldbreið eða Uppsölum og brutum til mergjar öll vanaamál mannlegs lífs — og afgreiddum þau á svipstundu. Já, alveg á augabragði, það var ekkert verið Eð tvínóna við það. — Þarna voru ýmsir góðkunnir menn. Sérstak- lega minnist ég Jóns heitins Thoroddsens og Emils sáluga frænda hans og Stefáns Jóhanns, sem var alltaf með, þótt ég hafi aldrei heyrt hann bendlaðan við skáldskap. — Hann yrkir kannski i laumi. En urðu kynni þín af honum til þess að þú gekkst í Alþýðuflokk- inn? — Nei-nei. En ætlarðu að fara að rifja það upp? — Já, hví ekki það? Eða eigum við að láta gömlu syndirnar liggja milli hluta? ' — Heyrðu, góði minn, hér er ekki um neinar syndir að ræða, skal ég segja þér. — Ungir menn eru alltaf radíkalir — og sumum nægir ekkert minna en öfgam- ar. Þetta voru umbrotatímar í Sigutður Grímsson: Alltaf sólskin á vorin. þjóðfélaginu, Baráttan milli Heimastjórnarflokksins og gamla Sjálfstæðisflokksins var liðin hjá að mestu. Gömlu flokkarnir misstu tökin á unga fólkinu og ný viðhorf leystu göm- ul af hólmi. Þessi nýju við- horf beindust einkum að innan- landsmálum, ekki sízt að verka- lýðs- og félagsmáium. Ólafur Friðriksson var nýkominn að ut- an með sínar kenningar. Hann var brennandi í andanum — og prédikaði sósíalisma alls staðar, þar sem hann gat komið því váð. Það var líf í tuskun- um, þar sem hann kom. Eldur í æðum. Við hrifumst af þessu, eins og lög gera ráð fyrir, og drógumst ósjálfrátt að honum. Svo kom að því að við stofnuðum Jafnaöarmannafélag íslands. Og ef þú vilt endilega vita það, var sÞrifap up dagtega lífinu III útreið á Eönguhlíð- inni. HÉR er bréf frá konu einni, S. E., sem segir farir sínar ekki sléttar: „Ég gat ekki reiðst, ég fylltist meðaumkun með manninum, því að hann vissi vel, hvað hann var að gera. Ég var á gangi í gær- kvöld (10. þ.m. eftir Lönguhlíð- inni og tveir bílar áttu þar leið fram hjá mér. Gatan var mjög blaut og sveigði fyrri bíllinn langt frá mér til að forðast að sletta á mig forinni. Sá, er á eftir kom ók hinsvegar eins nálægt mér og hægt var, með þeim afleiðingum, að ég öll, sokkar, skór, lcápa (hún var ný), andlit og höfuðfat — út- ataðist svo í aur og óþverra, að ég þóttist góð að kornast heim í skjóli myrkursins. Ég var annars á leið til að sjá Blaðamannakabarettinn, en þar sem ég átti ekki aðra kápu, getið þið ímyndað ykkur, hve mikið hefir orðið af þeirri ferð. — Þetta varð mér því nokkuð dýr dagur. Sá ekki númerið. MANNG ARMURINN, sem hneykslinu hafði valdið hægði aðeins á ferðinni, eins og hann vildi þannig skoða sér til skemmtunar, árangurinn af verknaði sínum — en svo „spýtti hann í“ og því miður gat ég ekki greint númer bifreiðarinnar vegna myrkursins, — en ég hugs- aði með mér, að ef þessi mann vesalingur væri jafnprúður í dagfari sínu og þessi framkoma hans bar vitni um, þá væru þeir, sem þurfa að umgangast hann ekki mjög öfundsverðir. Fyrr í gærdag ók lögreglan fram hjá mér og vinkonu minni og lcostaði það nú aðeins sokka- skipti hjá okkur báðum. — En hvxlíkir smámunir hjá þessari eldskírn á Lönguhiíðinni. Já, mennirnir eru misjafnir — það sá ég greinilega af hegðun bílstjóranna tveggja í gærkvöldi. — S. E.“ S.E. Refsingarvert. er ekki sú fyrsta sem hlýtur þessa „eldskírn" heldur óþokkalega, fyrir ófyrir- leitni í aksfri um forugar götur. — Sjálfsagt er að kæra viðkom- andi bílstjóra fyrir slíkt athæfi, þegar hægt er að koma þvi við, en það er þá oft svo, að söku- dólgurinn er sloppinn áður en nokkur tími gefst til að athuga númerið, eða hinn, sem fyrir dembunni varð er í svipinn of gagntekinn af sinni eigin ógæfu til að veita nokkru öðru eftirtekt. — Því sárari verður gremjan eftir á að hafa látið þrjótinn sleppa úr greipum sér og svipt sig sjálfan þeirri ánægju og réttlátri full- nægingu áð sjá hann verða að taka út hegningu fyrir ósvífni sína — því að vissulega liggur refsing við slíkri árás á saklausa borgara. Mikilvæg mnferðarregla. JÆUA, en hvaö um það. Ég sé ekki betur af bréfi S. E. en að hún hafi umrætt óhappakvöld, þegar hún varð fyrir bax-ðinu á þessum vonda bílstjóra og missti í þokkabót af blaðamannakaba- rettinum — ég sé ekki betur en, að hún hafi þarna sjálf gert sig seka um brot á almennum um- ferðarreglum með því að ganga á vinstri brún götunnar — með umferöimii — og stofnað þar með sjálfri sér í óþarfa hættu. Og hættan verður enn meiri, þegar myrkrið er skollið yfir — og veg- urinn ef til vill ekki sem bezt upplýstur. Ég var íyrir skömmu á leið til Hafnarf j arðar og ók þar fram á mann, sem gekk í róleg- heitum á vinstri vegarbrxin. Hann var dökkklæddur — nokkurn veginn samlitur veginum — og myrkrinu — og áreiðanlega hafði hann ekki frekar en þú og ég augu í hnakkanum til að segja sér til um afstöðu sína gagn- vart bílunum, sem komu brun- andi eítir honum. — Þetta: — að gangandi maður á að halda sig á hægri vegarbrún móti umferð- inni, er einföld umferðarregla — og um leið mjög mikilvæg, sem ekki veröur um of brýnd fyrir almenningi. — Furðulegt hvað margir virða hana að vettugi. Varð að friða það. . AÐ horfir til stórvandræða með taglið á honum Winstoit, en svo heitir gæðingur Eliza betar Engla- drottningar, er hún notar ár hvert við hina hátíðlegu at- höfn „troop- ing the colour". Nú eru þav ósköp komin tízku — allt í einu — að eignast hár úr taglinu á Winston. — Það er eins og æði haíi gripið Lundúnabúa — sér- staklega þó börn og ungl- inga. Hesturinn má ekki sjást, svo að hann sé ekki umkringdur af heilum hópi. — Allir þurfa að klippa eða kippa hári úr taglinu — og minnkar það sem af er tek- ið. — Taglið á Winston hefir geng ið svo ískyggilega í sig upp á síðkastið að nauðsyn heíir kraf- ið, að sett yrðu ströng friðunar- lög því til verndar! ég meðal stofnenda og ég man ekki betur en vinur minn Tómas borgarritari hafi verið kosinn fyrsti ritari félagsins. Tímarnir breytast, ja jrað má nú segja. En þú mátt bæta því við að ég hef alltaf verið harður íhaldsmaður síðan ég stofnaði Jafnaðarmanna- félagið! Og ég hugsa að svo sé um fleiri. En heyrðu, þú vilt víst ekki minnast á binöindismál á þessum tíma! Ég held því nefni- lega fram að ég sé mesti bind- indismaður fyrr og síðar. Ég veit ekki til að neinn hafi farið eins oft í bindindi og ég. En þú þorir kannski ekki að taka það með? — Jú, auðvitað. Ég læt allt fjúka, blessaöur vertu. Heldurðu að ég liggi á svona perlum? — En er það ekki borgarinn í þér sern hefur valdið bindindinu? — Nei-nei. Ég hef aldrei getað orðið borgari, þó að ég hafi stund um orðið að villa á mér heim- ildir. Ég er, skal ég segja þér, bóhemi fram í fingurgóma — og mig langar ekkert til að vera annað. Bóheminn hefur alltaf yfirhöndina — nema þegar ég er á frumsýningum í Þjóðleikhús- inu. En í guöanna bænum láttu það ekki koma með. — Ég kann bezt við mig í hópi ungra skálda. Hjá þeim heyrir maður aftur eamla grátklökkvann. í þeirra hópi er ilmur af gömlum dög- um. — En hvernig var það ann- ars, ætluðum við ekki að fara að tala um bindindismál? — Jú, en þú gazt einhvern veginn ekki fest þig við þau. — Já, ég fór þarna út í aðra sálma. En væri ekki upplagt að þú spyrðir mig um áfengismál og skemmtanalíf í gömlu Reykja- vík? — Jú, ágæt hugmynd. Hvað viltu segja okkur um ' skemmt- analífið í gömlu Reykjavík, Sig- urður? — Það var fábreytt. — Já, ég veit það. Páll ísólfs- son sagði mér það í viðtalinu sem ég átti við hann á sunnudaginn. — Ja, maður fór á böllin í Bár- unni og Gúttó. Sér til upplyft- ingar. — Andlegrar? — Ooo, hvorttveggja, blessað- ur vertu. Það var stundúm sukk- samt, en ef þú mundir sþyrja, hvort piltarnir hafi fengið sér mikið í staupinu, þá mundi ég svara: Það var sízt verra en nú! — En svo að við höldum áfram, þar sem frá var horfið. Hvernig var siðferðið í Bárunni? — Það var ágætt, minnkaði eftir því sem leið á kvöldið. — Verra en núna? — Hvernig á ég að vita það, kominn á sjötugs aldur? — Nei, auðvitað ekki. En var ekki borin djúp virðing fyrir skáldum á þessum tíma, ég á við á böllunum? — Jú-jú, skáld þóttu merkileg fyrii-bæri, einkum ung skáld. Þau kunnu líka vel að meta það að eftir þeim var tekið, og ég hygg að þeim hafi verið býsna vel til kvenna. A.m.k. heiur mér verið sagt það. — Svo að ég spyrji nú alveg Frh. á bls. lí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.