Morgunblaðið - 14.10.1956, Page 8

Morgunblaðið - 14.10.1956, Page 8
M ORCUNBI/ÍÐlÐ Sunnudagur 14. okt. 1956 5 •' FRÁ SAMBANDJ UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÖRI: ÞÖR VILHJÁLMSSON Eiga íslendingar að gerast aðilar að sameiginlegum markadi Vestur-Evrópu ? Breytt afstaða Breta til málsins kann að marka timamót FYRIR nokkrum vikum var sagt hér á æskulýðssíðunni með fá- einum orðum frá áhuga í mörgum nágrannalöndum okkar fyrir því, að ríki Vestur-Evrópu sameinist að meira eða minna leyti til að tryggja velmegun og framfarir meðal þegna sinna. Þess var einnig getið, að áhuginn fyrir þessari sameiningu hefur á undan- förnum árum verið mestur í þeim sex meginlandsríkjum, sem nú eru oft nefnd „Messína-ríkin“: Þýzkalandi, Frakklandi, ítalíu, Belgíu, Hollandi og Luxembourg. Áhugi Breta og Norðurlanda- húa hefur verið rninni, en nýlega virðast Bretar hafa tekið afstöðu sina til nýrrar yfirvegunar. Hafa þeir nú í huga að gerast aðilar að „hinum sameiginlega Evrópumarkaði“. Hér er um merkilegt mál að ræda, sem e. t. v. hefur mikla þýðingu fyrir okkur fs- Jendinga, og cr því full ástæða til að skýra lesendum æskulýðs- síðunnar frá því nokkuð nánar. NAUÐSYN A SAMEIGIN- I.EGUM MARKAÐI í lok styrjaldarinnar var efna- hagslíf Vestur-Evrópu lamað. — Bandaríkin komu þá til hjálpar og endurreisnin hefur gengið vel, sums staðar ótrúlega vel. Frá Marshall-hjálpinni og Efnahags- samvinnustofnun Evrópu var sagt á æskulýðssíðunni sl. sunnu- dag, og verður það ekki endur- tekið hér. Eftir styrjöldina hefur mikið verið rætt um aukna samvinnu Evrópuríkjanna. Ýmsar ráðstaf- anir hafa verið gerðar henni til eflingar, — stofnað Evrópuráð, Kola- og stálstofnun og Vestur- Evrópu bandalag auk Efnahags- samvinnustofnunarinnar. Tilgang ur þessara stofnana er góður, en þátttakan misjöfn og áhuginn einnig. Beztur árangur hefur oroið af starfi Kola- og stálstofn- unarinnar, en cð henni eiga að- eins Messína-ríkin aðild. Tortryggni milli Frakka og Þjóðverja hefur á undanförnum árum haft margt illt í för með sér, og það hefur einnig staðið í vegi fyrir auknu samstarfi, hve tregir Bretar hafa verið til þátt- töku. Messína-ríkin hafa hins vegar gert sér ljóst, að til róttækra ráða þarf að grípa, ef þau eiga ekki að dragast aftur úr. Atvinnu líf þeirra hefur að sönnu blómg- azt á undanförnum árum, en þó þykir sýnt, að hinar nýju fram- leiðsluaðferðir stóriðnaðarins verði ekki nýttar til fulls gagns, ef hver hokrar að sínu. Hið sama gildir um notkun kjarnorku í stórum stíl. Með nánari efnahagssamvinnu opnast atvinnufyrirtækjum ríkj- anna leiðir til að ná til fleiri við- skiptamanna, og neytendurnir eiga þess kost að velja úr fleiri vörum. Hvort tveggja ætti, þeg- ar til lengdar lætur, að efla at- vinnulífið og bæta kjörin. Af þessum og öðrum ástæðum leiðir, að sundraðar hljóta Ev- rópuþjóðirnar innan tíðar að dragast aftur úr sér stærri þjóð- um í kapphlaupinu um aukningu framleiðslunnar, áhrifavald þeirra meðal annarra þjóða myndi jafnframt minnka og það hafa bein og óbein áhrif á efna- hagslíf og jafnvel sjálfstæði og menningu þeirra. Sameiginleg íbúatala Messína- ríkjanna sex var á sl. ári 162 milljónir. íbúar Bandaríkjanna voru þá taldir 165 milljónir, Sovétríkjanna allt að 220 millj. og Bretlands um 51 milljón. — Sameinuð væru ríki Vestur-Ev- rópu og jafnvel Messína-ríkin ein því stórveldi, sem vegna fólks- fjölda, framleiðslutækja og verk- menningar gætu haft í fullu tré við öll önnur ríki. SKIPULAG EVRÓPU- MARKASARINS Margt er enn óljóst um áætlan- ir um hinn sameiginlega Ev- rópumarkað. í þeim mun felast, að á næstu árum verði smám saman felldir niður tollar á vör- um, sem fluttar eru á milli jþátt- tökuríkjanna. Jafnframt verður væntanlega tekin upp sameigin- leg stefna í tollamálum gagnvart þeim ríkjum, sem eru utan mark- aðssvæðisins. MacMillan fjárrnálaráðherra Breta. Ýmsar atvinnugreinar ein- stakra þátttökulanda hljóta að eiga í vök að verjast, þegar leyft verður að flytja vörur frá öðrum löndum inn tollfrjálst. Hagsmun- ir sumra þessara atvinnugreina kunna að verða svo þungir á met- unum, að vissar vörur verði und- anskildar í samningnum um nið- urfellingu tolla. Kemur þetta helzt til greina um landbúnað- arafurðir og hráefni til iðnaðar að einhverju leyti. Um þetta er þó ekki fengin vissa ennþá. Ekki liggja heldur fyrir upplýsingar um hvort ætlunin er að leyfa frekari fjármagnsflutning milli landanna en nú er. Mikilvægi Evrópumarkaðarins fer að sjálf- sögðu eftir því, hvað úr verður um þessi atriði. AFSTAÐA BRETA Fyrri afstaðá Breta byggðist á þeirri skoðun, að viðskiptin við samveldislöndin myndu bíða hnekki, ef þeir ættu hlut að Ev- rópumarkaðinum. — Sérstakar tollaívilnanir eru nú veittar í sambandi við verzlun milli sam- veldislandanna, og Bretum er af ýmsum ástæðum, bæði efnahags- legum og öðrum, mjög annt um, að sambúðin við þau sé sem bezt. Fundur fjármálaráðherra sam- veldislandanna var haldinn fyrir hálfum mánuði. í sambandi við hann ræddu þeir MacMillan fjár- málaráðherra og Thorneycroft viðskiptamálaráðherra um við- horf Breta til Evrópumarkaðar- ins. Skýrðu þeir svo frá opin- berlega, að á ráðherrafundinum hefði komið fram áhugi fyrir því, að allt, sem unnt væri, yrði gert til að efla atvinnulíf Vestur-Er- rópu, og hefðu fjármálaráðherr- arnir fyrir sitt leyti talið eðlilegt, að Bretar ættu þar hlut að. . MacMillan sagði, að Bretar hefðu nú til athugunar að eiga aðild að stofnun hins sameigin- lega Evrópumarkaðs. Hann tók fram, að þetta myndi ekki skaða viðskipti þeirra við samveldis- löndin, enda myndu tollaívilnan- ir þær, sem Bretar veittu, ekki ná til landbúnaðarafurða. Auk- inn innflutningur frá meginland- inu á öðrum vörum myndi hins vegar bagalítill fyrir samveldis- löndin. Ástæðurnar til þess, að áhugi Breta fer vaxandi, er fyrst og fremst sá, að þeir telja sér hag í hinni væntanlegu samvinnu. Menn gera sér vonir um mikið blómaskeið brezks iðnaðar, þeg- ar honum opnast hinn nýi mark- aður. Tvö hrundruð og þrettán milljónir kaupenda hljóta að freista brezkra framleiðenda. Bretum er nú einnig orðið ljóst, að Messína-ríkin munu ekki leggja árar í bát, þótt þeir haldi að sér höndunum. Sameiginlegur markaður þessara sex ríkja yrði til þess, að tollar yrðu hækkaðir á brezkum vörum á meginland- inu og útflutningurinn því minnka. Einnig myndi sam- keppnin við nýtt stórveldi reyn- ast Bretum erfið á mörkuðum í öðrum hlutum heims. AFSTAÐA IIINNA NORÐURLANDANNA Hin breytta afstaða Breta veld- ur því, að fleiri ríki taka senni- lega sína afstöðu til endurskoð- unar. Líklegt er, að svo verði um Noreg, Svíþjóð og Danmörku og einnig t.d. um Sviss og Austur- ríki. Þessi ríki hafa farið sér hægt hingað til af ýmsum ástæðum. Aðstæðurnar í þeim flestum voru allt aðrar í lok styrjaldar- innar en í Messína-ríkjunum og vandamálin því önnur. Þá hefur þeim verið það þyrnir í augum, að Messina-ríkin hafa yfirleitt viljað haga samvinnunni á þann hátt, að fela sérstökum stofnun- um mikil völd, sem að nokkru leyti hefur falið í sér afsal á hinu STJÓRN F.U.S. TÝS í Kópavogi. Fremri röð frá vinstri: Edda Baldursdóttir, Kristinn Wium (formaður), Magnea Vattnes. Aftari röð: Baldur Sigurgeirsson, Birgir Ás. Guðmundsson, Einar Ein- arsson, Sigurjón Valdimarsson (endurskoðandi) og Pálmi Lórensson. (Ljósm.: Gunnar Th. Svanberg). Frá stofnfundi F.U.S. TVS í Kópavogi EINS og áður hefur verið sagt frá hér á æskulýðssíðunni hefur að undanförnu verið unnið að undirbúningi að stofnun félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópa- vogi. Á fundi, sem haldinn var í Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðis manna, fimmtudaginn 4. þ. m., var félagið formlega stofnað, samþykkt lög fyrir það og stjórn kosin. Ásgeir Pétursson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, setti fundinn með ræðu. Gerði hann þar grein fyrir fé- lagsstarfr ungra Sjálfstæðis- manna og lagði áherzlu á gagn- semi þess, að komið yrði á fót flokksfélagi ungs fólks í Kópa- vogi. Þrír af forystumönnum Sjálfstæðismanna í Kópavogi, þeir Axel Jónsson, Guðmundur Gíslason og Sveinn Einarsson, voru á fundinum. Skýrðu þeir frá flokksstarfseminni í kaup- staðnum og bentu á hin mörgu verkefni, sem hins nýja félags bíða. Fundurinn tók síðan ákvörðun um að stofna félagið, og var lagt fram uppkast að lögum þess. Lögin voru afgreidd og félaginu gefið nafnið Týr, félag ungrá Sjálfstæðismanna. Auk stofnunar félagsins og um- ræðna um væntanlegt starf þess, var á fundinum tekið fyrir að kjósa því trúnaðarmenn. For- maður var kjörinn Kristinn Wium, en í aðalstjórn eiga alls sæti 5 menn og í varastjórn tveir. hefðbundna, algera fullveldi. — Bretar eru mjög andvígir þessu fyrirkomulagi, og þátttaka þeirra tryggir, að Norðurlöndin t.d. þurfa síður að óttast, að hin stærri ríki sunnar í álfunni hafi óæskileg áhrif á þróun mála hjá þeim. Loks er þess að geta, aö stofn- un Evrópumarkaðar með þátt- töku Breta gerir smáríkjum nauðsynlegt að gæta þess að ein- angrást ekki efnahagslega. HVAÐ EIGA ÍSLENDINGAR AÐ GERA? En hvaða þýðingu hafa þessi mál öll fyrir íslendinga? Eigum við að gerast aðilar að sameigin- legum Evrópumarkaði? Um það verður ekkert fullyrt hér. Hitt er óhætt að segja, að ekki er aðeins æskilegt, heldur beinlínis nauðsynlegt, að taka málið til ýtarlegrar athugunar. Fróðlegt er að kynna sér nokkrar tölur um utanríkisverzl- un okkar á sl. ári. Inn var flutt frá Vestur-Ev- rópu: Frá Messína-ríkjunum fyrir 224 millj. kr. (18%). Frá Bretlandi fyrir 138 millj. kr. (11%). Alls 362 millj. kr. (29%). Frá Bandaríkjunum var flutt inn fyrir 288 millj. kr. (tæpl. 23% af heildarinnf 1.) og frá Sovétríkjunum fyrir 173 millj. (14%). Útflutningurinn til þessara sömu ríkja var hins vegar þessi: Til Messína-rikjanna fyrir 60 millj. kr. (7%). Til Bretlands fyrir 70,5 millj. kr. (8%). Alls 130,5 millj. kr. (15%). Tii Bandríkjanna voru seldar vörur fyrir 99 milijónir kr. (tæpl. 12% af heildarútflutningnum) og til Sovétríkjanna fyrir 156,5% (18,5%). Þessar tölur sýna, að frá þeim löndum, sem líklegt er, að verði stofnendur hins sameiginlega Evrópumarkaðar, flytjum við inn vörur fyrir helmingi meira fé en andvirði útflutnings þangað. — Þær ástæður, sem gerðu þetta unnt, verða vart fyrir hendi til frambúðar, og er okkur hið mesta hagsmunamál að geta aukið útflutninginn til Vestur- Evrópu. Þátttaka í hinum vænt- anlegu samtökum gæti leitt til þess, að íslenzkum fiski opnuð- ust nýir markaðir. Um áhrif slíkrar þátttöku á viðskipti okkar við önnur lönd og á atvinnulíf okkar skal ekki fjölyrt hér. Þau atriði þarfnast nákvæmrar athugunar sérfræð- inga, svo og hitt, hvaða ráðstaf- anir í peningamálum verða nauð- synlegar, ef til þátttöku okkar kemur. Enn er því margt í ó- vissu, en eitt er þó víst: Hér er um mál að ræða, sem getur mark að þáttaskil í sögu Evrópu. Þ. V.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.