Morgunblaðið - 14.10.1956, Síða 13
Sunnudagur 14. okt. 1956
M OK CTllVBL AÐIÐ
13
Reykjavíkurbréf : Laugardagur 13. október
Að falsa kosningar - Virðingarleysið fyrir lýðræðimi - Eru mannréftindi nokkurs virðil -Hermann og fjár-
málasukkið - Framkvæmir sfjórnin sósíaiismann! - Aiþýðubandalagshneykslið og landhelgismáiið.
Tveir sögulegir
atburðir
TVEXR hafa þeir atburðir gerzt
á síðustu dögum, sem báðir varpa
ískyggilegu ljósi á athafnir nú-
verandi ríkisstjórnar og verða
mönnum tilefni til sökstudds grun
ar um að sú stjórn setji í störf-
um sínum og stefnu annað ofar
en landslög og lýðræði. Hinn
fyrri eru Iðjukosningarnar. —
Landsmönnum eru nú orðnar
þær vel kunnar og allir atburðir
sem í sambandi við þær gerðust.
Þar var hvorki um meira né
minna að ræða en beina tilraun
þeirra manna sem undanfarin ár
hafa haft meirihluta í félaginu
til þess að halda þessum meiri-
hluta hvað sem það kostaði og
var þar einskis svifizt til þeSs að
ná markinu. Framkvæmd kosn-
inganna öll var með slíkum end-
emum að minnt gæti á lönd Asíu
sem aldrei hafa þekkt frjálsar
kosningar.
Yfir hálft þúsund félagsmanna
voru strikaðir út af kjörskrá og
tveir af þremur kjörstjórnar-
mönnum voru á framboðslis’ta
kommúnista. Slíkar aðferðir
myndu ekki þekkjast í nokkru
lýðræðisríki og gefa ófögur fyrir-
heit um framtíð íslenzkrar verk-
lýðshreyfingar og félagsmála-
starfsemi hennar.
Hinn atburðurinn er tilraun
Hræðslubandalagsflokkanna á
Alþingi þessa dagana til þess að
fá kjörbréf uppbótarþingmanna
Alþýðuflokksins tekin gild.
Það er kannski að bera í bakka-
fullan lækinn að gera frekari
grein fyrir því máli, svo mikið
hefur verið um það ritað. Þessi
tilraun Hræðslubandalagsins á
sér ekkert fordæmi í íslenzkri
stjórnmálasögu. Flokkarnir hafa
verið að reyna að líkja þessu
við það kosningabandalag sem
Sjálfstæðisflokkurinn myndaði
með Bændaflokknum 1937. Hér
er alls engu saman að jafna.
— Hræðslubandalagsflokkarnir
koma fram sem aðeins einn flokk
ur „í algjöru kosningabandalagi
í öllum sýslum" eins og þeir hafa
sjálfir orðað það í yfirlýsingum
sínum. Því ber að líta á þá sem
einn flokk að því er kosningun-
um við kemur en alls ekki tvo, og
leyfa þeim aðeins einn landslista
en ekki tvo. Afleiðingin af því
yrði auðvitað sú að kjörbréf Al-
þýðuflokksþingmannanna yrðu
ekki tekin gild.
Kosningabandalag Sjálfstæðis-
flokksins 1937 var allt annars
eðlis og ekki sambærilegt. Þar
var aðeins um stuðning í nokkr-
um kjördæmum að ræða en fjarri
því algjört kosningabandalag um
land allt sem hér.
Vlrðingin fyrlr
mannréttindum
Það framferði Hræðslubanda-
lagsins að reyna hér að notfæra
sér það að íslenzku kosningalög-
in hafa engan bókstaf um þetta
atriði og fljóta þannig inn á
þingið með þingfylgi sem þeir
raunverulega hafa aldrei fengið
er ekki annað en hrópleg
misnotkun á þeim lýðræðislegu
hugmyndum og frjálsu stjórnar-
háttum sem við íslendingar höf-
um tamið okkur til þessa. Meiri
hluti landskjörstjórnar taldi þetta
athæfi Hræðslubandalagsins og
framboðin svo sem þau voru úr
garði gerð ólögleg. Þjóðviljinn
kallaði þetta athæfi kosningasvik,
lagakróka og refjar 29. maí s. 1.
og tveir fyrrverandi prófessorar
í stjórnlagafræði við Háskóla fs-
lands hafa báðir fordæmt þetta
atferli opinberlega sem brjóti al-
gjörlega í bága við anda og til-
gang kosningalaganna og stjórn-
arskrár. Þótt Alþingi nú samt
leggi blessun sína yfir athæfið
er það aðeins vegna þess, að það
er pólitísk samkunda sem
Hinir nýju þingmenn Sjálfstæðisfl.,
þm., frú Ragnhildur Helgadóttir, 8,
talið frá vinstri: Prófessor Ólafur Björnsson, 9. landskjörinn
þm. Reykjavíkur, og Friðjón Þórðarson, sýslumaður, 11. lands-
kjörinn þm. — Myndin er tekin í forsal Alþingishússins.
Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
Hræðslubandalagsflokkarnir eiga
nú meirihluta á og fyrir þá sök
að kommúnistar hafa nú gleypt
allar sínar fyrri fullyrðingar um
að hér hafi lögleysa verið framin
og samþykkja nú það athæti sem
þeir áður fordæmdu svo harð-
lega.
Bæði heyra þessi mál nú brált
fortíðinni og stjórnmálasögunni
til. En þar með eru þau ekki öll.
Fjarri fer því. Hér hefir komið
í ljós að til er sú ríkisstjórn á
íslandi sem kveinkar sér ekki
við því að teygja kosningalög og
önnur ákvæði eftir því sem heani
sjálfri sýnist. Og höfuðstuðnings-
menn stjórnarinnar, kommúnist-
ar, gera á sama tíma tilraun til
þess að falsa kosningar í einu
stærsta verkalýðsfélagi landsins.
Hér er sannarlega ástæða til
þess að staldra við og spyrja:
Er þessi virðing þeirra
manna sem nú fara með völd
á íslandi fyrir þeim mannrétt-
indum sem íslenzka lýðveld-
ið er byggt á? Metur ríkis-
stjórnin og stuðningsflokkar
hennar ekki frjálsar kosning-
ar og lýðræðislega úthlutun
þingsæta meir en svo sem at-
burðir síðustu daga sýna?
Það hlýtur því að vera áhyggju-
efni öllum góðum íslendingum
að slíkar aðfarir skuli vera tíðk-
aðar í landi voru, svo furðulegar
sem þær eru. Og enn uggvæn- í
legra er það að enginn veit til j
hvaða nýrra ráða vinstri flokk-
arnir geta gripið til þess að |
tryggja fylgi sitt, eða hve langtj
kommúnistar telja sér fært að j
fara til að halda völdum sínum í|
verklýðshreyfingunni með und-
irferli og gerræði svo sem í Iðju-
kosningunum.
Það er skylda þjóðarinnar
allrar að vera hér vel á verði
og fylgjast með öllum slíkum
gjörræðistilraunum því ef þær
takast enn um skeið óátalið er
ekki lengur unnt að tala um
sjálfstæða þjóð í frjálsu landi.
Tvær ræður
FYRIR fáum dögum fluttu bæði
Hermann Jónasson og Eysteinn
Jónsson miklar ræður um þjóð-
málin. Það sem sérstaklega ein-
kenndi þær báðar var gleðin yfir
því að hafa nú fengið völdin í
hendurnar og einkum þó ræðu
Hermanns.
Minnti hún furðumikið á hina
gagnmerku grein bandaríska
tímaritsins Harpers Magazine,
sem Tíminn birti í ýtarlegri þýð-
ingu en sleppti þó einu atriðinu
úr, því þar sem Hermanni er lýst
sem hinum valdasjúkasta stjórn-
málamanni. Aðrir hlutar ræðu
Hermanns voru að mestu helgaðir
því að mála dökkum litum fjár-
málaástandið í landinu eins og
það hafi verið þegar stjórn hans
tók við völdum í sumar.
Þessi afstaða framsóknarráð-
herranna þykir almenningi í land
inu þegar minna óþægilega mik-
ið á þegar Krúsjeff og samstarfs-
menn hans skamma félaga Stalin
látinn blóðugum skömmum og
telja flestar þær stjórnarathafnir
sem framkvæmdar voru í Rúss-
landi á valdaferli hans hafi verið
hinar verstu og skaðvænlegustu.
Það sýnist aldrei hafa hvarflað
að Krúsjeff að hann var Stalin
í flestu meðsekur þar sem hann
var hægri hönd hans síðasta ára-
tuginn sem Stalin lifði.
Ekki frekar sýnist Hermann
gera sér það ljóst í hinni „skarp-
skyggnu" gagnrýnisræðu sinni á
fyrrverandi stjórn að vera mætti
að Framsókn hefði þar líka ein-
hvers staðar nærri komið.
Það skyldi þó aldrei vera að
forsætisráðherra höggvi ískyggi-
lega nálægt einkavini sínum og
félaga Eysteini Jónssyni, er hann
talar um vandræðaástand í fjár-
málunum. Hver skyldi það vera
sem með stjórn þeirra hefir farið
síðustu árin? Hann skyldi þó
aldrei heita Eysteinn Jónsson og
vera Framsóknarmaður?
Það voru ekki Sjálfstæðismenn
sem hækkuðu fjárlög ríkisins á
síðasta ári um 100 millj. króna.
Það var fjármálaráðherrann Ey-
steinn Jónsson og þegar Hermann
Jónasson ræðir um gjaldeyris-
sóun þá virðist hann ekki muna
eftir því, að fjárfestingin er að
mjög miklu leyti undir gjörðum
og ákvörðunum fjármálaráðherra
og þar að auki lýtur Fram-
kvæmdabankinn stjórn hans. Það
er því þangað sem hann á fyrst
og fremst að beina örvum sínum
ef hann telur ástæðu til að ræða
um sukk og óreiðu í éfnahags-
málum þjóðarinnar.
Hvað meinar Hermann?
En hefir Hermann nokkuð fyr-
ir sér er hann málar ástandið svo
dökkum litum?
Tíminn hefur sjálfur nýlega
skýrt frá því að heildarfram-
leiðsla íslenzku þjóðarinnar hafi
vaxið um 28% á síðustu þremur
árum. Allir vita að bezti mæli-
kvarðinn á hag og hagsæld hverr-
ar þjóðar felst ekki í krónutölu
verkalaunanna heldur í því hve
mikil og vaxandi þjóðarfram-
leiðslan er.
Það mun nær einsdæmi að
framleiðsla nokkurrar þjóðar hafi
vaxið svo mikið á svo fáum ár-
um, og það ber vott um að ís-
lenzka þjóðin er langt frá því að
vera á flæðiskeri stödd. Þessi
staðreynd sýnir að atvinnuvegir
þjóðarinnar eru dugmiklir, öflug*
ir og vaxan'di, en það er sá mæli-
kvarði sem einn segir til um lífs-
kjör þjóðarinnar og framfarir all-
ar. Slík þjóð sem eykur svo
mjög þjóðarframleiðslu sína er
langt frá því að vera svo illa á
vegi stödd sem Hermann Jónas-
son reynir allt hvað af tekur að
sannfæra hana sjálfa um.
Hvernig hugsar Hermann
Jónasson sér að samræma 28%
aukningu þjóðarframleiðslunn
ar þeirri fullyrðingu sinni að
íslendingar búi við helsjúkt
fjármálakerfi og við liggi að
þeir fari allir á vonarvöl?
Við þeirri spurningu væri
fróðlegt að fá svar og það fyrr
en seinna.
Annað atriði var það í ræð-
unni sem einnig krefst skýr-
ingar, svo barnalegt var það
eins og Tíminn skýrði frá því.
Þar lýsir Hermann þvi yfir
að til lækninga á ástandinu
þurfi ýmsar skurðaðgerðir í
efnahagsmálum til þess að
koma þeim á réttan kjöl.
En sé rétt á haldið þá þurfi
hér ekki að vera um ráðstafanir
að ræða, sem hafi í för með sér
kjaraskerðingu sem neinu nemi
eins og hann orðar það. Fróð-
legt væri að fá upplýsingar hvaða
ráðstafanir formaður Framsókn-
arflokksins hefur í huga. Ef
ástandið er jafndapurlegt og
augu forsætisráðherra sjá það,
skyldi maður halda að hér dygði
ekki lítið til. Og hagfræðinni mun
ekki vera kunnugt um neina þá
lækningu á efnahagsvandræðum
illa stæðrar þjóðar sem ekki hef-
ur nokkra kjaraskerðingu í för
með sér fyrir almenning a. m. k.
til að byrja með.
En nú bíður þjóðin með eftir-
væntingu eftir því hvers konar
undralækningu Hermann hyggst
hrista fram úr erminni í einni
svipan og stórbæta með því sam-
stundis hag lands og þjóðar. Sjálf
ur forðast hann vendilega að
nefna úrræðin einu orði og var
kannski ekki við öðru að búast.
Rödd Alþýðublaðsins
EN SVO VILL TIL að Alþýðu-
blaðið birti um svipað leyti grein
um það sem ríkísstjórnin hygð-
ist gera, vilja hennar og áform.
Og þar er að finna ráðin sem
Hermann talar svo fagurlega um
en nefndi ekki.
Ríkisstjórnin verður, segir blað
ið, að þjóðnýta togaraútgerðina,
ríkið verður að reka bátana, og
þjóðnýta ber frystihúsin þar sem
eigendur þeirra græða nú alltof
mikla peninga! Þá á ríkið og verð
ur að taka verulegan hluta inn-
flutningsins í sínar liendur, segir
blaðið orðrétt, þannig að „ríkið
og samvinnufélögin sjái um nær
alla verzlunina“.
Þar er stefna ríkisstjórnarinnar
komin, og má segja að hún sé
ekki vonum frumlegri. Algjör
sósíalismi, þar sem ríkið hefur
flestar greinar atvinnuveganna á
sínum höndum en einstaklingun-
um í landinu veitist sú náð að
sækja til þess um brauð sitt og
vinnu.
En hvernig skyldi forystumönn
um samvinnuhreyfingarinnar í
landinu þykja þessi tíðindi. Hing-
að til hefur samvinnuhreyfingin
verið eindreginn andstæðingur
ríkisverzlunar, sem og flestir ís-
lendingar, sem hafa bitra rcynsln
af slíkum opinberum afskiptum.
En ekki er að efa að auðvelt
reynist að framkvæma stefnumál
in svo fögur sem þau eru, þTÍ
trúlega láta kommúnistar ekkfl
sitt eftir liggja að styðja þesafl
hugsjónamál Alþýðuflokksins.
fslendingum er öllum kunnugt
að ríkisstjórn Ólafs Thors hafði
forystuna um aðgerðirnár í land-
helgismálinu og það var hún sem
kom því í framkvæmd að land-
helgin var færð út um eina mílu.
Það er þegar orðin söguleg stað-
reynd sem ekki tjáir um að efast.
Það kemur því úr hörðustu átt
þegar Alþýðublaðið gerir tilraun
til þess í leiðara á föstudag að
væna Morgunblaðið um að hafa
rofið einingu í landhelgismálinu,
og kveður það hafa borið stjórn-
inni á brýn að hún eigi sök á
löndunarbanninu.
Slíka reginfirru hefir blaðið
auðvitað aldrei nefnt á nafn, enda
erfitt fyrir hvern sæmilega
greindan mann að geta sér til um
hvernig sú furðuhugsun að fárra
mánaða gömul stjórn eigi sök á
margra ára löndunarbanni get-
ur fæðst í heila nokkurs manns.
Það eina sem Mbl. hefur um
löndunarbannið ritað er að lík-
legt sé að það leysist á næstunni.
Það er staðreynd, og það er einnig
von allrar þjóðarinnar að svo
megi verða. Hér hefur engin ein-
ing verið rofin, öll þjóðin er sam-
mála um hagsmuni okkar í land-
helgismálinu og það er Alþýðu-
blaðinu einu til vansæmdar að
reyna að þyrla upp moðreyk á
þeim vettvangi.
Norski flotinn vex
ÓSLÓ, 12. okt.: — Norðmenn
juku skipastól sinn um 188.000
tonn á öðrum ársfjórðungi þessa
árs, en á fyrsta ársfjórðungi jókst
hann um 132.000 torm. í júnílok
taldi kaupskipafloíinn 6.182 skip,
sem samanlagt voru 8.097.000
tonn. Hér eru með talin öll skip
yfir 25 tonn, þeirra á meðal fiski-
skip, hval- og selveiðiskip. Ef
þau eru undahskilin er norski
kaupskipaflotinn nú 3.280 skip
og samtals 7.700,000 tonn. í þess-
um flota eru 467 tankskip, sem
alls eru 4.552.000 tonn.